Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið CS-efid tí.t af ik.lþýOiiflokl£n.mxt. 1920 Laugardaginn 17. júlí 161. tölubl Vinnati e§ auðurinn. (Niðurl.) Auðurinn í þjóðfélagi, þar sem framleiðsluaðferð auðvaldsins drotn- ar, er innifalinn í geisilegri fram- Seiðslu ýmissa þæginda. Þægindin eru fyrst og fremst hlutur, sem gerður er þann veg, að hann þægir þörf manna og þörfin fyrir notkun hans veitir honum nota- gildi. Motágildið hlutarins er stoð auðvaldsins. í nútíðarþjóðfélögum, þar sem framleitt er tii þess, að fullnægja kröfum markaðsins, verður notagildið að sölugildi. Sölugildi er það kallað, þegar ýmissir hlutir, eða notagildi, vega upp hvert á móti öðru. En geisi- fjöldi hluta sem í hringterð eru á heimsmarkaðinum, eru virtir í tnjög mismunandi hlutföllum hver til annars. En þeir hljóta að hafa einhvern sameiginlegan eiginleika, því annars væri ekki hægt að iíkja þeim saman. Þessi sameigin- iegi eiginleiki getur ekki verið neinn af eðlilegum eiginleikum þægindanna. í verzluninni er eitt jafngott öðru, svo framarlega, að mergð sé til af því. Þegar vér því sleppum hinum Ifkamlegum einkennum, sem veita þægindunum notagildi, fínnum vér að eins eina líkingu með þeim — að þeir allir eru íramleiddir með vinnu manna. Þeir eru allir stirn- uð vinna manna. Vinnan, sem qotuð er til þess að draga hlutina í hendi sér, veitir þeira verðgildi. Vínnutfminn, sem notaður er til þess að framleiða verðgildi, er einnig mælir þess. Auðvitað mið- að við það, sem meðalmaður afkastar undir venjulegum kring- umstæðum, en ekki þegar alt er ur skorðum fært, eða miðað við duglausan mann. Vinnan er þannig bæði uppspretta og mœlir verð? gildisins og par með auðsins. Hér er ekki rúm til þess, að lýsa því hvernig Marx sýnir, að auðmennirnir og öreigalýðurinn hafi myndast. En það hefir ekki gerst á skömmum tíma, heldur hefir hvað rekið annað, smátt óg smátt. Fundur Ameríku, leiðin til índiands, losið, sem kom á alt þegar hinir stóru bóndabæir, sem veittu fjölda manna atvinnu iögð- ust niður, afnám átthagabandsins (menn máttu ekki áður flytja úr þeirri sveit sem þeir voru fæddir í) og ýmislegt annað, neyddi fjölda mánna til þess, að fara á fiakk, eða leita til bæjanna og þann veg hófu öreigar nútímans göngu sína í veraldarsögunni. A hinn bóginn þróaðist auðvaldið að sama skapi. Þrælaverzlunin, hvernig amerísku ¦é nýlendurnar voru sognar fjárhags- kga. gripdeildir, yfirgangur og allskonar ójöfnuður er ieiddi af því, þegar jarðir kaþólsku kirkj- unnar og munir gengu henni úr greypum, uppfundingar og ótal margt fleira gaf auðvaldinu byr undir báða vængi. Munurinn á þræli og nútíðar- verkamanni hér á iandi er tiltölu- lega lítill, þegar gáð er að því, að honum hefir til skams tíma verið — og er að miklu leyti enn — skamtað kaupið úr hnefa. Allir viðurkenna aú orðið frelsið, sem dýrmætustu náðargjöfina. En hvaða frelsi er það, ef verkamað- urinn er svo háður atvinnurek- andanum, að hann má svo að segja, h'/orki hræra legg né lið, svo honum sé ekki sparkað? Þar sem vinnan, óneitanlega, er uppspretta auðsins, þá er ekkert eðlilegra en að allir þeir verka- menn sem að framleiðslunni starfa, andlega og líkamlega — um fram- leiðslu én andiegrar eða líkam- legrar vinnu getur álls ekki verið að ræða, slíkt er aðeins barnahjal úr Morgunblaðinu — beri hlut- fallslega jafnan hlut frá borði, við það sem þeir leggja til verksins. Um annað ætti aldrei að þurfa að ræða. Þegar einhver, sem menn nú kalla framleiðanda, tökum t. d. togaraútgerðarmann, safnar stór- um auði af atvinnurekstrinum, þá er sá auður í raun og veru ekkert annað en óskiftur arður framieiðsl- unnar. Arður, sem allir þeir eiga, sem að útgerðinni hafa starfað. Því hvað gæti útgerðnrmaðurinn mannlaus? Og hverju ætti hann að stjórna ef engir ynnu hjá hon- um?! Atvinnurekandinn hefir því i raun og veru ekki leyfi til að fara með þetta fé eins Og honum beast Hkar. Setjum svo, að hann alt í einu færi á hausinn. Hver yrði afieiðingin? Sú, meðal annars, að allir þeir sem að útgerðinni ynnu, yrðu atvinnulausir. Útgerðarmað- / urinn hefði sólundað þeirra fé, án þess að gera þeim viðvart í tæká tíð. En það hefði hann þó að minsta kosti átt að gera. Um ó- fyrirsjáanleg atvik er anðvitað ekki að ræða. Um þau verður enginn sakaður. Það minsta sera verka- maðurinn því verður að fá af arði vinnu sinnar, er særnilegt lífsvið- urhald. Fái hann það ekki, er hann hróplegu misrétti beittur. Það er þvf engin furða, þó verka- maðurinn krefjist hærri launa, þegar alt sem framleitt er hækkar í verði, því hann Iifir ekki á öðru en því, sem honum er skamtað af arði vinnunnar. Kvásir. Stúdentar lokið prófií KhBfn. Fyrrihluta verkfræðingeprófs: Benedikt Gröndai, Finnbogi R. Þorvaldsson, Bjarni Jósefsson. Inntökupróf í verkfræðingask.: Bolli Thoróddsen, Gunnlaugur Briem, Guðmundur Emil Jónsson, Jakob Guðjónsson, Magoús Krist- insson, Hannes Arnórsson. Fyrrihluta magisterprófs 1 nátt- úrufræði: Brynjólíur Björnsson, Pálmi Hannesson. {.,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.