Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreiðsla fakðsiiis er í Alþýðuhúsinu við Ittgólísstræti og Hverfisgötu. Sími »88. Auglýsingum sé skilað þangað sða í Gutenberg í síðasta lagi kl. £0, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Frá Noregi. Fréttaritari vor í Noregi ritar 5. þ. m. Yöruverðið. Verð á matvöru hækkaði hér i maí um 6 stig (Points) úr 305 f 311. í maímánuði 1919 var hækkunin reiknuð 283. En nú 1. júlí, kemur svo símskeyti frá verðlagsnefndinni í Kristjaníu um, að hveiti hafi stigið um 25 kr. 75 kg- pokinn. Það kostaði áður 156 kr. 75 kg. og 100 kg. 195 kr., en nú er hann kominn í 220 kr. heildsöluverð, og 2,30 kr. kg. í smásölu, Sykurskortur er hér nú, svo stjórnin hefir ákveðið að gefa út sykurseðla fyrir ágúst og sept. Frá verkamönnum. Þeir, sem vinna við bæjarvinnu í Bergen hafa nú ákveðið verk- fa.ll, ef ekki fæst 25 kr. kaup á dag. 8 stunda vinnudagur er þar áður í lög leiddur og kaupið er nú um 15 kr. á dag, en það er langt frá nóg laun, því dýrtíðin fer sífelt vaxandi. Járnbrautarverkamenn hafa allir ákveð'ð að hefja verkfall í haust, fái þeir ekki launahækkun, eða að öðrum kosti, að vörurnar verði færðar niður í verði. Norðmenn eiga 870 þás. tunnur af síld óselt, virt á 30 milj. kr. Nýlega var haldin fundur í Bergen, og sóttu hann allir þeir, er saltað höfðu síld f ár. Hr, Johannes Östensjö frá Haugasundi hefir gefið oss eftirfarandi upp- lýsingar: Óseldar eru nú 870 þús tunnur saltaðrar síldar af ársafl- anum 1920, er það metið á 30 miljónir króna og er mestalt eign einstakra manna. Þýzkaland kaupir ekki meiri síld að svo stöddu. Rfkið hefir í ár ekki hlaupið neitt undir bagga við síldarkaupin og söluna, og er óvíst, hvernig fé þessu verður aftur komið í hring- ferð. Telja Norðmenn yfirleitt óálitlegt að verzla við Þjóðverja, þar sem alt verður að setjast með margra ára gjaldfresti. Norðmenn hafa nú stofnað fé- lag, sem á að hafa á hendi alia síldarsöluna. í því félagi eru allir síldarkaupmenn og hefir það að- setur sitt I Bergen. Það heitir: >Norsk Saltsild Syndikat af 1920«. Er útlitið í sumar því alt annað en glæsilegt, nema eitthvað rakni úr markaðinum. Norskir bankar tregir til lána. Norskir bankar eiga óhægt með að lána fé, vegna þess, að þeir eiga geisifjárhæðir inni hjá erlend- um bönkum, sem situr fast, og ógrynni fjár fer út úr landinu fyrir ailskonar óþarfa vörur (einkum luxusvörur). Norska krónan fellur líka daglega á útlendum markaði. Lyg-arar. Morgunblaðið er stærsta dag- blað landsins. Tugum og hundr- uðum þúsunda er kastað í útgáfu þess árlega. íslenzka þjóðin á því kröfu á því, að þessu fé sé varið svo það megi verða að einhverju Jiði andlegu lífi þjóðarinnar. Hún á kröfu á því að því fé sé varið til annars en að snúa sannleik upp í Iygi. Morgunblað ið segir f grein f fyrradag, að það þýði ekkert fyrir verkamenn að heimta kauphækkun, því dýr- tíðin vaxi eftir kauphækkuninni. Þetta er lýgi. Verð á vörum fer ekki eftir verði vinnunnar nema að nokkru leyti, Hækki kaup um 50°/o þarf varan máske ekki að hækka nema um io°/o. Verð sumr- ar vöru fer t. d. alls ekki að neinu leyti eftir vinnuverðinu. Eða ætli kjötverð hækki mikið erlendis þótt kanp islenzks kaupafólks hækkaði um 10—20 kr. á viku? Sömuleiðis segir Mgbl. að Al- þýðublaðið hafi „hlaupið undir bagga" með Steinolfufélaginu. Al- þýðublaðið flutti alla síðustu viku greinar um steinolíu til að sýna fram á að olían væri of dýr hjá þvf. Og því tókst það, án glam- uryrða og almennra siagorða út í bláinn, sem voru eina vopn Mgbl. í þessu máli. Þeir sem hafa lesið grein þá er stóð í Morgunblaðinu í fyrradag, undir nafninu „Alþýðu- blaðið og olíuverðið', þurfa þvf engum blöðum lengur um það að fletta, að ritstjórar Morgunblaðs- ins, feður þeirrar greinar, eru vís- vitandi lygarar. Og það sem verra er, að þeir eru keyptir til að ljúga. Þetta finnast mönnum máske full stór orð, en þau eru sönn, og hvf skyldi ekki segja sannleikann, hversu beiskur sem hann er. En ekkert ilt verk verður svo drýgt að eigi komi gjöld fyrir, þeir þurfa ekki að halda það, „skáldið" úr Svarfaðardalnum og „vitringurinn* úr Reykjavík, að íslenzka þjóðin greiði þeim engin gjöld fyrir blekkingarnar og lyg- arnar. Sú refsing sem slíkir menn fá er sú harðasta og miskunnar- lausasta er failið getur f nokkurs manns hlut. Refsingin sem þeir fá er fyrirlitningin. Og þá fer svo að á sama stend- ur hversu hvít og sönn ummæli þeirra í Morgunblaðinu verða, þeim verður aldrei trúað af nein* uro. X IJm daginn og vegii. Ms. Marie kom í gær með ýmsar vöuur til kaupmanna. Guðm. Kr. Guðmundsson hefir afgreiðslu skipsins á hendi. Jón Stefánsson, listmálari, opn- aði málverkasýningu f húsi K. F. U. M. kl. 12 í dag. Hún verður eftirleiðis opin daglega kl. 12—5. Björgnnartækin yið höfnina. Búið er að koma þreinur björg- unarhringum fyrir við hafnarbakk- ann. En enn þá vantar þar kaðal- stiga á tveim stöðum og árar ættu að vera bundnar einhvers- staðar, t. d. við Ijóskerastólpa, þvf oft kemur fyrir að bátar eru við hendina þegar slys ber að höndum, en árarnar vantar. Danska hcrskipið Ingólfnr kom í morgun frá Austfjörðum-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.