Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ H.í. Eifirl ðlafsson ræður nokkrar stúlkur til síldarvinnu á Reykjarfirði næst komandi síldarútgerðartímabil. — Upplýsingar því viðvíkjandi á skrifstofu félagsins á Vesturgötu 5. Reykjavík 12. júlí 1920. H.f. Eg-gert Ólafsson. cTSoSSrir menn geta fengið atvinnu frá i. næsta mánaðar í síldarolíuverksmiðjum Hinna sameinuðu íslenzku verzlana, Siglufirði. Semjið sem fyrst við €2/iésRiffaféla £ ið. Aöalstræti 8. 8ími 701 off 801. Aðvörun. Regar sprengingar eru gerðar þar sem ver- ið er að vinna að Rafveitunni við Elliðaárnar, verður þar rautt ftag-g- dregið á stöng, og eru allir strang- lega varaðir við að nálgast eða dvelja í námunda við sprengingarstaðinn beggja megin árinnar. Rafveita Reykjavíkur. JColi konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Hún sannfærði Hall um það, áð hann yrði að fylgja henni. „Eimlestin sem Jessie fer á, er í þann veginn að fara!“ sagði hann við Mary. „Eg verð að fylgja henni aftur, siðan skal eg fara til uppgöngunnar með þér og sjá hvort nokkuð er hægt að gera“. „Ágætt", sagði Mary með hrana- legri og kaldri röddu. En Hallur veitti því enga athygli — hann átti fult í fangi með, að fylgjast með skapbreytingum einnar konu. Hann fór með Jessie, og alla leiðina barðist hún af öllum mætti til þess að fá hann með sér. Hún neytti allra bragða. En hann sat við sinn keip. Hann varð blátt áfram æstur í skapi af því, að hugsa til brottferðar í eimlest Percy Harrigans. Hann sagðist hata fartæki Harrigans og hann sjálfan líka. Og Jessie sá, að ef hún héldi áfram að telja um fyrir honum, mundi hann brátt hata hana líka. Þá breytti hún um og sagði, að hún ætlaði að reyna að fá einhverja stúlkuna til þess að verða eftir með sér, þangað til hann vildi fara. Hjarta Halls hoppaði af gleði. „Er það í raun og veru ætlun þín, Jessief" mælti hann frá sér numinn. ' „Eg vil sýna það, að eg ann þér, Hallur", sagði hún. „Yndið mittl Þá skulum við reyna að kippa því í lag". En eftir því sem vegurinn stytt- ist talaði hún meira og meira um afleiðingarnar og spurði, hvað þau ættu að gera, þegar foreldrar hennar símuðu eftir henni; hann réði henni því að lokum frá því að dvelja. Hvaða gagn var líka í því, að hún yrði kyr, ef hún hugsaði bara um fólkið heima, en ekkert um þá í Norðurdalnum? Og áður en málið var útrætt, var hann sannfærður um, að Norður- dalur átti síst af öllu við Jessie, og að hann hefði verið heimskur að halda, að hann gætí nokkurn tíman sætt hana við hann. Hún reyndi að fá hann til þess að lofa að fara, þegar sfðasti maðurinn hafði verið fluttur upp úr námunni. Hann kvað það ætl- un sína, ef ekkeit nýtt skeði, en hann vildi engu ákveðnu lofa henni. Þegar þau nú nálguðust lestina, breytti hún aftur um. Hann mátti gera það, sem hon- um sýndist, ef hann að eins gleymdi því aldrei, að hún elsk- aði hann og gat ekki lifað án hans. Hún skyldi trúa á hann, hún skyldi unna honum, hvað sem menn segðu. Hallur var hrærður, tók hana í faðm sér og kysti hana undir regnhlífinni og fullvissaði hana um, að engin áhugamál hans á kolamálinu, skyldu stela honum frá henni. Lítil lóð við einhverja aðalgötuna óskast til kaups. — Upp- :: lýsingar í síma 951. :: Verzlunin „Hlíf* á Hverfisgöfru 56 A, sími 503 selur: Ágætar kaitöflur í sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á i,oo, steikarafeitina ágætu og leðutskæði. niðurrist. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gntenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.