Morgunblaðið - 15.10.1965, Page 2

Morgunblaðið - 15.10.1965, Page 2
MORCUNBLAÐIÐ FSstudagur 15. október Í955 ; Jóhannes S. Kjarval < ( Afmæliskveðja frá Bandalagi ’ íslenzkra listamanna ( ÞVÍ hefir verið haldið fram, < að myndlist standi nú með ( . meiri blóma á ^íslandi en I nokkur önnur listgrein. Ef I svo er, mun mega þakka það því, áð þar tóku snemma upp merkið fáeinar óvenjugáfaðir 1 ungir menn, sem buðu byrg- I inn heilbrigðri skynsemi sinn- j ar samtíðar til að afla sér full- , 1 kominnar menntunar á þessu 1 sviði og helguðu sig síðan list I sinni allshugar og af nærri l ofstækisfullu skeytingárleysi um eigin hag. Af fyrstu braut- ryðjendunum er Jóhannes S. ( Kjarval nú einn eftir á meðal Reinhard Lárus- son látinn ÞANN 13. október síðastlið- inn lézt í Landakotsspítala Reinhard Lárusson forstjóri. Reinhard var kunnur athafna- maður hér í borg bg hafði m. a. veitt fyrirtækinu Columbus h/f forstöðu um 25 ára skeið. Hann starfaði einnig mikið í þágu Lyonsklúbbanna og var varaum- dæmisstjóri þeirra hér á landi. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hesta- mannafélagið Fák, var formaður fjáröflunarnefndar félagsins og hafði vega og vanda af firma- keppni þess. Reinhard var tvígiftur og hét seinni kona hans Kristín Jóns- dóttir og varð þeim hjónum þriggja barna auðið auk þess sem Reinhard lét eftir sig þrjú börn af fyrra hjónabandi. Reinhard Lárusson var fæddur 11. október 1918 og var því ný- orðinn 47 ára er hann lézt. vor og er í dag hylltur átt- ræður. Sút þakkarskuld, sem allir Islendingar eiga honum að gjalda, hvílir þyngsf á þeim, sem telja sig bræður hans í / listinni í hverri grein sem er. ! Þeir hafa eins og aðrir þegið í þá gjöf, sém hann hefir fært | þjóð sinni á löngum starfs- / degi. Og hans vegna er meira J um: verf . að vera lUíamaður \ en ella væri. - 4 Bandalag íslenzkra lista- / manna vottar hinum síunga / snilíingl aðdáun sína, virð- S ingu og þökk. 4 Jón Þórarinsson. Aitna Steph- ensen 50 ára f GÆR, 14. október átti Anna Stephensen, sendiráðsritari í Kaupmannahöfn, fimmtíu ára afmæli. Þeir eru orðnir margir fslendingarnir, sem hafa leitað til hennar og notið fyrirgreiðslu, því hún hefur starfa'ð í yfir 35 ár í sendiráði íslands í Kaup- mannahöfnf byrjaði þar sem rit- ari 1. desember 1929. Anna er fædd 14. október 1905 á ísafirði, dóttir Páls Stephen- sens prest í Kirkjubólsþingum og síðar í Holti í Önundarfirði og konu hans, Helgu Þorvalds- dóttur. Hún stundaði nám í verzlunarskóla í Kaupmanna- höfn 1923—1924 og var síðan hraðritari hjá inn- og útflutn- ingsfirma í Höfn til 1929, er hún var ráðin ritari í Sendiráði íslands. Árið 1954 var Anna skipuð attaohé við sendiráðið og sendiráðsritari 1. janúar 1961. Afmæli kunnra Vestur-Islend- inga DR. Sveinn E. Björnsson, fyrrum læknir í Árborg Man. Canada, varð áttræður 13. þ.m., og kona hans María fædd Laxdal varð 74 ára í gær 14. okt. Vinir þeirra í Vancou /er og nágrenni, munu halda upp á afmælin með hófi á morgun, laugardag. Heimilisfang þessarar vinsælu hjóna er, Ste 201 — 225 W. Vancouver B. C. Canada. ÞAÐ sem af er þessum mán- uði hefur verið hlýtt og gott haustveður hér á landi. í gær skipti svo um. Djúp og nokk- uð kröpp lægð fór í fyrrinótt austur með suðurströndinni og gekk til N-áttar. Víða var hvasst í gær og kl. 15 var hiti á frostmarki á Vestfjörð- um. Þar var þá snjókoma á Láglendi og sömuleiðist um vestanvert Norðurlandið, en kalsarigning austar. Sunnan- lands var bjart og svalt, 2—5 stig. Jóhannes Kjarval ásamt Ásu Lökken, dóttur sinni, og syni sin jm Sveini. Fagnafiarfundur í Listamannnaskála VIÐ opnun sýningarinnar á verk um Jóhannesar S. Kjarvals í gær dag gekk afmælisbarníð áttræða um salinn og spjallaði við vini og kunningja. Virtist listamaður- inn leika við hvern sinn fingur og alls ekki á því að láta síga undan Elli kerlingu. Þegar nokkuð Var liðið á sýn- inguna heyrðu gestir fagnaðar- hróp og gleðihlátra. Þar var Kjarval að fagna Ásu dóttur sinni, sem hafði óvænt komið frá Danmörku til að vera við- stödd opnun sýningarinnar. Nokkrir nánustu vinir lista- mannsins höfðu boðið henni til Reykjavíkur í tilefni afmælis föður hennar. Ása hafði komið kvöldið áður til íslands og dvalizt hjá Sveini bróður sínum. Vissi Kjarval ekki um komu hennar fyrr en hún gekk í salinn. Ása er gift danska blaðamann- inum og rithöfundinum Jacob Lökken. Er hún fædd og upp- alin í Danmörku, en hefur oft komið til íslands áður, síðast á liðnu vori. Þau Ása og Jacob Lökken eiga eina dóttur, Mette, sem er list- málari eins og afi hennár. Ekkert virtist skyggja á gleði Jóhannesar Kjarvals er hann gekk um Listamannaskálann, spjalláði og gerði að gamni sínu við sýningargesti. , En alvöruglampa brá fyrir í augum hans, er hann sagði: „Það eina sem skiptir mig máli áttræðan er að fá að sjá blómin og skynja sjálfa náttúr- una“. Prófessor Marco Scovazzi Kynningin á Dante er í dag ÞAU LEIÐU mistök urðu hér í blaðinu í gær, að rangt var skýrt frá tíma þeim, sem fyrir- lestur ítalska prófessorsins Marco Scovazzis um skáldið Dante átti að fara fram á. — Fyrirlestur þessi á að fara fram kl. 17,30 í dag, föstudag, í 1. kennslustofu Háskóla íslands. Biður blaðið velvirðingar á þess um mistökum. Prófessor Scovazzi mun flytja fyrirlestur sinn á snæsku og er öllum heimill aðgangur að fyrir lestri þessa naerka fræðunatms. Áætlunarferðum Eimskips frá út- löndum FRÁ næstu mánaðamótum fjölg ar áætlunarferðum skipa Eim- skipafélags íslands frá megin- landshöfnum og Englandi og ver'ða þá vikulegar ferðir frá Hamiborg, Rotterdam, Antwerp- en og Hull en þrjár ferðir í mánuði frá London. Er hér um mjög verulega fjölgun ferða að ræða þar sem áætlunarferðir frá Hamborg, Rotterdam, Ant- werpen og Hull hafa að undan- förnu verfð á 10—12 daga fresti, en á 3ja vikna fresti frá Lond- on. Svo sem kunnugt er hefur félagið eignast tvö ný skip á þessu ári, m.s. „SKÓGAFOSS“ er var afhentur félaginu í maí og m.s. „REYKJAFOSS" nú í byrj- un þessa mánaðar. Auk þess hefur félagið tekið m.s. ,,ÖSKJU“ á tímaleigu hjá Eimskipafélagi Reykjavikur. Með þessari aukn- ingu skipastólsins verður mögú- egt að koma á tfðari ferðum frá hinum þýðingarmestu viðskipta- löndum íslendinga. Þá er um að ræða verulega fjölgun ferða frá New York þar sem Fjallfoss verður framvegis stö'ðugt í ferðum á milli New York og íslands auk hinna þriggja skipa, Brúarfoss, Selfoss og Dettifoss, sem ferma á rösk- lega þriggja vikna fresti í New York til Reykjavíkur eins og að undanförnu. Fjallfoss mun fara u.þ.b. 10 ferðir á ári frá New York, eða á 5 vikna fresti, og mun losa í Reykjavík, á Isafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Þrjú skip verða í förum á milli fjölgar Belgíu, Englands og íslands í sta'ð tveggja áður. Fimm skip munu anna flutningum frá Rott- erdam og Hamborg í stað fjög- urra áður, en þrjú þeirra, þ.e. a.s. Brúarfoss, Sefoss og Detti- foss sigla jafnframt til Ameríku í annarri hyorri ferð eins og að undanförnu. Askja mun verða í ferðum frá Rotterdam og Ham- borg til Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyrar og Reýðarfjarðar, en Mánafoss mun lesta í Antwerpen og Hull til sömu aðalhafna á Is- landi. Öpnur skip munu fyrst og fremst ferma vörur til Reykja- víkur og nálægra staða. Gullfoss verður í ferðum fré Kaupmannahöfn og Leith á þriggja vikna fresti yfir vetrar- tímann eins og áður og auk þess er gert ráð fyrir að aukaskip fermi vörur í Kaupmannahöfn effcir þörfum. Önnur skip félags- ins munu lesta með u.þ.b. þriggja vikna millibili í Finnlandi, Rúss- landi, Pólandi, Gautaborg og Kristiansand. Þess er vænzt, að hin aukna þjónusta 'með svo tíðum ferðum frá útöndurp geti 0/510 viðskipta vinum félagsins til verulegra hag9bóta, og þá eigi sízt innflytj- endum utan - Reykjavíkur, sem eiga þess nú kost að fá vörur sínar fluttar frá útlöndum án þess að til umhleðslu í Reykja- vík þurfi að koma. Þá skal þess og getið, að skipin geta losa'ð á aukahöfnum á ströndinni þegar um nægilegt flutningsmagn er t að ræða og um flutningana er I samið fyrirfram. (Frá E.Í.),

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.