Morgunblaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUN BLABIÐ ' Fostudagur 15. október 1965 *rm ■ m rædd á Alþingi í gær Jeppi ■ síðasta sinn Annað kvöld verður síð- í Austurbæjarbíói. Allur á- asta sýning á gamanleiknum góði af þessari sýningu renn Jeppa á Fjalli og hefst sýn- . ur í styrktarsjóð Félags ísl. ingin kl. 11,30 um kvöldið leikara. Leikurinn hefur nú verið sýndur 60 sinnum í sumar víðsvegar um Iandið við mikl ar vinsældir og ágæta - að- sókn. Sýningin verður ekki endurtekin. — Myndin er úr einu atriði leiksins. í GÆR voru fundir í báðum deildum Alþingis. í neðri deild voru tekin fyrir stjórnarfrum- vörpin um fuglaveiðar og fugla- friðun og um iðnfræðslu. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra fylgdi úr hlaði frum- varpinu um fuglaveiðar og fugla- friðun. Rakti hann efni frum- varpsins og sagði frá þeim meg- inbreytingum er í því felast. Umræður urðu ekki um frum- varpið og var því vísað til annarar umræðu og menntamála- nefndar með 26 samhljóða at- kvæðum. Þá fylgdi Gylfi einnig úr hlaði stjórnarfrumvarpinu um iðn- fræðslu. Sagði hann það vera samhljóða frumvarpi er lagt var fram á þingi í fyrra, en hlaut þá ekki áfgreiðslu. 31. okt. 1961 skipaði mennta- málaráðherra nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um iðn- skóla og iðnfræðslu. Skilaði nefndin hinn 18. sept. 1964 ítar- legum tillögum um endurskipu- lagningu iðnfræðslunnar í land- inu og voru þær breytingar á gildandi löggjöf sem nauðsynleg- ar þóttu til þess að koma tillög- um nefndarinnar í framkvæmd, teknar upp í frumvarpið. Meðal þeirra breytinga Sem er að tefla frá gildandi lögum eru þessar: Komið verði upp verknáms- arinn að nauðsynlegt væri að .setja inn í frumvarpið ákvæði sem tryggðu framgang þess, því alkunna væri að ríkisstjórnin auglýsti sig með lögum sem síð- an væri ekki framfylgt. Gylfi Þ. Gíslason tók aftur til máls og sagði misskilnings gæta hjá Þórarni um tillögur fjár- lagafrumvarpsins um iðnskóla. Tillögur í fjárlagafrumvarpinu væru vitanlega miðaðar við gild andi lög, en ekki frumvarpið. Hannibal Valdimarsson (K) sagði frumvarpið vera stórt spor í rétta átt, þótt það væri aðeins millispor frá núgildandi lögum til skóla, sem veita eiga vísinda- lega menntun iðnaðarmanna. Betra væri að framkvæma lögin í áföngum, heldur en að eins færi fyrir þeim og fræðslulögum frá 1939, sem væru sum hver ekki komin til framkvæmda enn. Þórarinn Þórarinsson og Gylfi Þ. Gíslason tóku aftur til máls, en síðan var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu og mennta- málanefndar með 25 samhljóða atkvæðum. Efri deild f efri deild var til umræðu stjórnarfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna vega og flugvallagerð. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði og sagði það vera til stað- festingar á bráðabirgðalögum þeim er tóku gildi í sumar, þar sem kveðið var á um, að ríkis- stjórninni heimilaðist að taka lán, allt að 60 millj. kr. vegna flugvalla og vegagerða á Vest- fjörðum og vegna lagningar Reykj anesbrautar. Ólafur Jóhannesson (F) taldi að eðlilegra hefði verið að leyta til Alþingis vegna lántökunnar, í stað þess að setja bráðabirgðar- lögin og að vegalögin væru að litlu gerð með þessum aðgerð- um. Magnús Jónsson tók aftur til máls og sagði að hér væri ekki um nýjar lántökur að ræða, heldur aðeins breytingar á lán- um sem áður voru tekin. Að umræðum loknum var máiinu vísað til annarrar um- ræðu og fjárveitingarnefndar. Annað málið á dagskrá í efri deild var stjórnarfrumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 8 14. febr. 1961 um Bjargráðasjóð íslands. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði og sagði að með frumvarpi þessu væri gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaga og ríkissjóðs til Bjargráðasjóðs yrðu tvöfölduð. Hefði sjóðurinn orðið að hlaupa undir bagga með bændum, einkum á Austurlandi vegna hins mikla grasbrests sem þar hefði orðið vegna kals í tún- um. Sjóðurinn hefði varið í þessu skyni samtals 6.6 milljónum króna, þar af 4.2 miljónum króna sem styrk og 2.4 milljón- um króna sem vaxtalaus lán til 5 ára. Til þess að geta gert þetta varð sjóðurinn að taka 3 milljóna króna lán í Búnaðarbankanum. Páll Þorsteinsson (F) taldi þaS sjálfsagt, að stuðla bæri að fram- gangi þessa máls, jafnframt þvi sem hann gerði nokkrar fyrir- spurnir til ráðherra. Að loknum umræðum var málinu vísað til annarrar um- ræðu og félagsmálanefndar. Reynt að grafa undan starfsemi skattrannsóknardeildar skólum iðnaðarins, þar sem kennd verði undirstöðuatriði iðnaðarstarfa. Stofnað verði til skipulegrar kennslu fyrir verðandi iðn- meistara, þ. e. meistaraskóli. Lagt er til, að._ s'atrfræktur verði einn iðnfræðsluskóli í hverju núverandi kjördæma landsins. Lagt er til, að stfarræktur samræmdri yfirstjórn á fram- kvæmd iðnfræðslunnar, iðn- fræðsluskrifstofa og veiti iðn- fræðslustjóri henni forstöðu. Taldi menntamálaráðherra að stórt framfaraspor yrði stigið með samþykki þessa frumvarps. Framkvæmd þess yrði þó að koma til í áföngum vegna kostn- aðar og fL Veigamiklar endur- bætur á iðnfræðslulöggöfinni mundi stuðla að velmegun er íram liðu stundir. Þórarinn Þórarlnsson (F) minntist í upphaf máls sín á, að ungir Sjálfstæðismenn hefðu fyrir skömmu stofnað rannsókn- arnefnd menntamála og í grein- argerð er sú nefnd hefði skilað, fæii í sér áfellisdóm um stjórn kennslumála á undanförnum ár- um. Frumvarpið væri á mangan hátt mikilsvert, og bæri að hraða því sem mest að til framkvæmda kæmi, þó sér- staklega að iðnskólarnir tækju upp verklega kennslu. Vafasöm væri sú fyrirtælun að hafa að- eins einn iðnskóla í hverju kjör- dæmi, þar sem nú væru um 20 iðnskólar í landinu. T. d. væru nú tveir iðnskólar í Reykjanes- kjördæmi. í Hafnarfirði og Keflavík, og væru þeir það fjöl- mennir að óheppilegt væri að slengja þeim saman. Þá hefði vakið athygli sína að á fárlaga- frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir nema V* hluta þeirrar upp- hæðar, sem nefndin teldi nauð- synlega til þess að hefja fram- kvæmdir, að framlag til iðn- skólans í Reykjavík hefði ekki aukizt, heldur þvert á móti Isekkað um 44%. Þá sagði Þór- GUÐMUNDUR Skaftason, lögfr., forstöðumaður skattrannsóknar- deildar, hefur sent Mbl. eftirfar- andi athugasemd til birtingar vegna blaðaskrifa um störf deild- arinnar að undanförnu: Greinargerð fjármálaráðuneyt- isins um störf skattrannsóknar- deildar við embætti ríkisskatt- stjóra hefir orðið dagblöðunum, Þjóðvilanum og Tímanum, að umtalsefni með þeim hætti, að ástæða er til að ræða nokkur at- riði í sambandi við stofnunina. Bæði blöðin slá málinu upp með stóru letri á forsíðu. Tíminn kemst að þeirri niðurstöðu, að það muni taka um mannsaldur að ljúka um 250 skattsvikamál- í GÆR voru lögð fram í Al- þingi: Tillaga til þingsályktunar um endurkaup Seðlabankans á framleiðslu og hráefnavíxlum iðnaðarins. Flutningsmenn Þór- arinn Þórarinsson o. fl. Tillag til þingsályktunar um, að framfylgt verði lögum um það hlutverk Seðlabankans að tryggja atvinnuvegúnum hæfi- legt lánsfé. Flutningsmenn Þór arinn Þórarinsson o. £1. Frumvarp til laga um sérstak ar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Flutn ingsmenn Gísli Guðmundsson o. fL Frumvarp til laga um verk- fræðiráðuauta ríkisins á Norður Austur- og Vesturlandi. Flutn- ingsmenn Gísli Guðmundsson og Ágúst Þorvaldsson. um og niðurstaða Þjóðviljans er sú, að afrek skattalögreglunnar allt til þessa, séu þau, að sex mál um skattsvik hafi verið af- greidd af ríkisskattanefnd. „Þetta er allt og sumt“, segir þar. Ekki skal neinum getum að því leitt, hvað fyrir blöðunum vaki, með því að setja málið upp á þennan hátt. En hitt er ljóst, að slík skrif eru mjög til þess fallin að svipta skattrannsóknardeild- ina því trausti, sem hún kann að hafa notið hjá almenningi og grafa á þann hátt undan starf- semi hennar. Þetta er mjög auð- velt verk af ýmsum ástæðum. M.a. vegna þess, að deildin er sett á fót í -andstöðu við sterk öfl í þjóðfélaginu. Enn fremur er þess að minnast, að á undan- förnum áratugum hafa verið gerðar tilraunir til að ráða bót á þvi ástandi, sem ríkt hefir í skattamálum, en án viðunandi árangurs. Má sem dæmi nefna stofnun embættis skattdómara (1942), eignakönnun o. fl. Eðli- legt er því, að spurt sé, hvort eigi muni fara á sömu leið nú og hvort þessi rannsóknardeild sé annað en bóla, sem springi, þegar á reyni. Ætla má, að ofangreind um- mæli blaðanna, hafi að þeirra dómi að geyma meginatriði máls- ins. Sá, sem eigi er málinu kunn- ugur af öðrum upplýsingum, hlýtur að fá þá hugmynd, að mjög slælega hafi verið að unnið í rannsóknardeildinni. Nú er það ekki í verkahring þess, sem þetta ritar að leggja dóm þar á. En rétt virðist að gera grein fyr- ir nokkrum atriðum, sem snerta deildina og þá ekki sízt af því, að hún mun hafa vakið nokkurt umtal manna á milli. STARFSLIÐ OG STÖRF Við stofnun deildarinnar var heimilað að ráða til hennar 6 starfsmenn, 4 rannsóknarfulltrúa, 1 deildarstjóra og forstöðumann. Stöðurnar voru auglýstar sumar- ið 1964. Var síðan ráðið í stöðu forstöðumanns og tveggja full- trúa. Þeir hófu störf í september og október það ár. Þriðji fulltrú- inn tók til starfa í nóvember. í marz lét einn þeirra af störfum. Frá þeim tíma og þar til í júlí sl. störfuðu þrír menn við deild- ina. Þá hóf þriðji fulltrúinn vinnu og sá fjórði þ. 1. október sl. Enn er óráðið í stöðu deildarstjóra. Sú regla hefir verið viðhöfð að ráða ekki í stöðurnar fyrr en fengizt 'hefur vel hæfur umsækj- andi. í því sambandi er þó rétt að geta þess, að menn með reynslu í endurskoðunarstörfum hafa ekki sótt um þessar stöður. Því veldur vafalaust það, að þeir eiga völ á mun betur launuðum störfum viða annars staðar. Eigi þótti það áhorfsmál að hafa þenn an hátt á, þótt e.t.v. megi segja, að þetta hafi valdið því, að minna hafi unnizt fyrst í stað en ella hefði orðið. Svo sem sjá má af þessu er rangt með farið, að deildin hafi nú starfað í hálft annað ár. Rétt- ast er, að hin eiginlegu rann- sóknarstörf hennar hófust ekki að marki fyrr en að afloknum flutningum í núverandi húsnæði um mánaðamótin október og nóvember 1964. Störf deiidarinnar eru að miklu leyti ýmis konar endur- skoðunarvinna og könnun áreikn ingshaldi gjaldenda ásamt upp- lýsinga- og gagnasöfnun þar að lútandL Hlutverk Það er meginregla, að refsi- varzlan í þjóðfélaginu er í hönd- um dómstóla og stofnana á þeirra vegum, svo sem t.d. rannsóknar- lögreglu. Þessir aðilar hafa með höndum ránnsóknir í refsimál- um og fella dóma í þeim. Frá þessu eru þó gerðar undantekn- ingar í vissum flokkum mála, svo sem t.d. varðandi brot á skattalögum. Þar er fram- kvæmdavaldinu fengið í hertdur vald til að rannsaka slik brot og jafnframt vald til að ákveða refs ingar, sektir, við þeim. Hlut- verk skattrannsóknadeildarinnar er að rannsaka brot á skattalög- um og létta með því þeim mála- flokki af dómstólum eins og kost ur er á. Af þessu leiðir að vanda verður til þessarar starfsemi eft- ii föngum. M.a. til þess, að vinna dómstóla verði sem minnst við afgreiðslu mála, sem vísað kann að verða til þeirra, hvort held- ur það er til frekari rannsókna eða dómsálagningar. Hitt er þó þyngra á metunum, að rannsókn- ir deildarinnar verða 1 mörgum. tilfellum lagðar til grundvallar við ákvörðun refsingar án þess að málið verði nokkum tímann borið undir dómstól. Hér er ekki úr vegi að minna á vinnubrögð dómstóla og kröfur, sem þeir gera til málsmeðferðar við slíkar kringumstæður. Einn mesti vand inn við þessar rannsóknir á skattalagabrotum utan dóms, er sá, að finna þeim það form, sem leiðir til nægilega öruggrar nið- urstöðu án þess að vera of þungt í vöfum og tímafrekt. Vöntun framkvæmdavenju ' Rétt er að athuga á hvaða reynslu hérlendri sé að byggja í þessu efni bæði að því er snert- ir málsmeðferð og ákvörðun sekta hjá yfirvöldum. Því er fljót svarað. Enginn dómur mun vera til, þar sem dæmd hefir verið refsing eftir lögum um tekju- og eignarskatL Ekki eru heldur til neinir birtir úrskurðir yfir- valda um það efni, enda munu þeir' ekki margir til. Við athug- un virðist skattsektum aðeina hafa verið beitt í einu máli (gegn þremur gjaldendum) frá eigna- könnun (31/12 1947) og til árs- loka 1958. Kringum 1940 virðist skattsektum hafa verið beitt of- urlítið, en eftir það nálega ekk- ert. Á þetta er bent til að sýna. Framhald á bls. L9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.