Morgunblaðið - 15.10.1965, Side 12
12
MOHGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 15. október 1965
JÓHANNES S. KJARVAL ATTRÆÐUR
Gæðir steininn
æ vintýrali óma
JÓHANNES Kjarval hefur kennt
mönnum að meta fegurð og mik-
illeik íslands betur en þeir áður
gerðu. Hann hefur séð og bent
öðrum að sjá litprýði og marg-
breytileik úfins hrauns, mosa-
þembu, og smálækjar, sem renn-
ur á ,milli moldarbarða og grjót-
fláka. Kjarval getur jafnvel gætt
stein, sem liggur á berangri, ævin
týraljóma. Tilbrigðin í verkum
hans eru svo mörg, að þay verða
seintalin. Enda eru verkin fleiri
en tölu hafi verið á komið. Af-
köst Jóhannesar Kjarvals hafa
verið með ólíkindum og þolin-
mæði hans við að fullkomna
sjálfan sig frábær. Glöggt vitni
þess fæst við samanburð á Þing-
vallamyndinni, sem fslendingar
gáfu Alexandrine drottningu
1930, og hinum síðari hraun-
myndum. Æfingin hefur vissu-
lega átt sinn þátt í að skapa meist
arann en mestu hefur samt hans
meðfæddi andi ráðið.
Við þökkum Jóhannesi Kjar-
val hversu vel hann hefur þrosk-
að sniiligáfu sína og óskum sjálf
um okkur, hinni íslenzku þjóð,
til hamingju með öll þau lista-
verk, sem hann hefur látið henni
í té.
BJARNI BENEDIKTSSON.
Hlustað d mál
náttúiunnar
ÉG GENG niður að höfninni'.
Allt er á sínum stað, sjórinn, fjöll
in og svo mannmergðin, er menn
ganga föstum skrefum til vinnu
sinnar. Ég sé fjöldann, og ég sé
hinn eina, sem heitir Kjarval.
Söm er hún Esja, samur er Keil-
ir og enn er Kjarval í Austur-
stræti. Hann er alltaf á sínum
rétta stað og þessvegna á vissum
stundum í miðri borginni. Þarna
stendur hann. Það er ekki hægt
að gleyma svip hans. Með rann-
sakandi augnaráði virðir hann
mig fyrir sér, og handtakinu
gleymi ég ekki. Það er glampi í
augum hans. En ætlar hann ekk-
ert að segja? Jú, nú streymir
fram af vörum hans gnótt kjarn-
yrða, sem mér ber að skilja, því
að oft eru orðin töluð með dular-
fullum og tvíræðum hætti. Ég
hlusta á spakmæli listamannsins
og hugsa. nánar um orð hans, er
ég held heim. Á æskuárum mín-
um las ég og lærði um véfréttina
í Delfi. Þar var spurningum svar-
að með djúpri speki og oft mátti
skilja svörin á ýmsa vegu. Þess-
vegna var áríðandi að hlusta og
skilja rétt. Oft hefi ég hlustað á
véfrétt Kjarvals. Hnittilegum
orðum hans gleymi ég ekki.
Kjarval er ekki alltaf við Aust-
urvöll. Ferðinni er heitið ut um
grænar grundir, að straumhörð-
um fljótum og hægtrennandi
vötnum, og horft er til hárra
fjalla. Þar er Kjarval í góðum
skóla. Yeit ég vel, að hann hefir
verið í Rómaborg og flestum
stórborgum heimsins, en lengi
hefir hann dvalið einn í ríki
skapandi hugsjóna hér heima.
Grímur segir um Jónas: „Nátt-
úrunnar numdir mál, numdir
tungur fjalla“.
Hið sama má segja um Kjar-
val. Athugull listamaður hlustaði
á mál náttúrunnar og horfði hug-
fanginn til fjallanna, og nú hugsa
menn með aðdáun um hin ódauð
legu áhrif. Hugvitið skipaði,
höndin hlýddi.
í huga mínum býr nú orðið
.inspiration, innblástur. Þannig
hugsa ég um Kjarval. Sjálfvr
er hann innblásinn og þá skap-
ast listaverkin. Ég horfi á mál-
verkið og fyllist aðdáun. Hugur
minn lyftist upp í hærra veldi,
er ég sé mátt listarinnar.
Listin lengir lífið. Svo verður
um Kjarval, og margar unaðs-
stundir bætast við ævi þeirra,
er njóta listarinnar. Ég sé fríða
fylkingu þeirra, sem hylla Kjar-
val. Má ég vera með? Mig langar
til að verða hinum mörgu aðdá-
endum'samferða, og gleðjast yfir
heill og heiðri meistarans.
BJARNI JÓNSSON.
Ljúfmennskan
efiirminnilegasti
eiginleikinn
Kynni okkar Jóhannesar Sveins-
sonar Kjarvals eru orðin all
löng, þau hófust sumarið 1924,
hann kom þá til mín til þess að
læra æfingakerfi, til að viðhalda
æskufjörinu, eins og við orðuð-
um það.
Hann hefur á þessu sviði sem
mörgum öðrum, ekki látið sitja
við orðin tóm, hann iðkar ennþá
böð og æfingar af meiri reglu-
semi en margir aðrir. Baðar sig
í sjó, ám og vötnum að sumarlagi
og lætur vinda og sól leika um
líkama sinn þegar tækifæri gefst.
Hann er fjallgöngumaður góð-
ur og hafa sumar ferðir hans
fengið á sig æfintýrablæ og orðið
all-eftirminnilegar.
Þó eru það ekki eingöngu fjall-
göngur og íþróttaiðkanir sem
hafa valdið þvi að samskipti okk-
ar hafa orðið svo mikil sem raun
er á. Maðurinn sjálfur er töfrandi
persónuleiki og margbreytilegri
í skaphöfn og athöfnum en annað
fólk sem ég hefi kynnzt. En fyrSt
og fremst er það hans mikli
hæfileiki til að skapa fréibær
listaverk, sem hefur dregið mig
svo sterkt að honum. Áhrif hans
eru svo heillandi að umhverfið
breytist eftir skapgerð hans, þar
sem hann er staddur í það skipt-
ið. Ljúfmennskan er þó eftir-
minnilegasti eiginleiki hans, þó
að hún virðist ekki alltaf sjáanleg
á yzta yfirborðinu.
Kjarval er sennilega þekktast-
astur fyrir landslagsmálverk sín,
en mannamyndir hans eru ekki
síðri og svo má halda áfram að
telja upp: blómamálverk, kyrra-
lífsmyndir, hugmyndir og draum-
sýnir, „no figurativar" myndir,
og þó ef til vill fremst af öllu
hinar frábæru ótrúlega mörgu
teikningar sem hann hefur gert.
Frá 1942—1962 hafði Kjarval
í raun og veru standandi mál-
verkasýningar á hverju sumri,
þótt ekki væru þær opnar al-
menningi sem önnur söfn, margir
sáu þó myndir hans bæði inn-
lendir menn og erlendir og
marga gladdi hann með list sinni.
Mér eru mjög minnisstæð um-
mæli eins erlends listgagnrýn-
anda, sem búinn var að skoða
50—60 málverk eftir Kjarval og
sá svo að lokum nokkrar „ab-
strakt“ teikningar og eitt mál-
verk og varð þá að orði: „Nú,
málar hann svona líka, hann er
jafnvígur 1 allar greinar málara-
listarinnar. Hann er frábær“.
Áttræðis-afmæli Kjarvals mun
orka sterkt á alla vini hans og
veldur því að ótal ljúfar minn-
ingar og stórfenglegir viðburðir
frá liðnum árum rifjast upp í
huganum og þjóta fram hjá sem
leiftur-myndir væru.
Með verkum sínum hefur
Kjarval varpað bjarma á ís-
lenzkt menningarlíf, er skína
mun þeim mun skærar sem aldir
líða.
Ég hefi ekki hugmynd um hve
margir hafa honum mikið að
þakka, ég veit aðeins að með
snilld sinni hefur hann glatt mig
og mína fjölskyldu ólýsanlega
mikið.
Kæri Kjarval. Kona mín og ég
óskum þér innilega til hamingju
á áttræðis-afmælinu og þökkum
þér allar ánægustundir sem þú
hefur veitt okkar með vináttu
þinni, við höfum svo mikið að
þakka þér fyrir, meira en nokkur
orð fá tjáð.
JÓN ÞORSTEINSSON.
Hann er á allan hátí
stórbro in náttúra
ÞEGAR ég var ungur langaði mig
mest til að verða listmálari. Það
voru einkum tveir íslenzkir lista-
menn, sem mest áhrif höfðu á
mig, þeir Ásgrímur Jónsson og
Jóhannes Sveinsson. Hinn fyrr-
nefnda umgekkst ég oft daglega
og horfði hugfanginn á hann
mála. Jóhannesi kynntist ég síð-
ar, en myndir hans, einkum
skútu- og hafísmyndirnar, heill-
uðu mig og tóku hug minn allan,
svo að ég gat starblínt á þær
tímunum saman. Gaman hlyti
það að vera að kynnast þessum
töframanni, hugsaði ég. Bræður
hans, Þorstein og Ingimund og
móður þeirra þekkti ég nokkuð.
Og fannst mér þetta fólk allt
huldufólksættar, aðlaðandi og
dularfullt. Og svo rann upp sá
dagur þegar Við kynntumst. Og
þau kynni hafa orðið mér mikils
virði á margan hátt.
Kjarval á engan sinn líka.
Hann getur komið manni gjör-
samlega á óvart með spaklegum
tilsvörum, og stundum ryður
hann úr sér mælskunni eins og
Yalagilsá í leysingum. Hann er á
allan 'hátt stórbrotin náttúra,
kempulegur á velli og tröllslegur.
Á yngri árum gekk hann með
alskegg niður á bringu á götum
Kaupmannahafnar. Allir sneru
sér við á „Strikinu“ þegar þeir
mættu þessum mikla „kósakka“.
Eitt sinn var ég, ásamt hópi
manna, með þýzkan gest á Þing-
völlum. Kjarval var þar úti i
hrauni að mála. Hann var ferleg-
ur ásýndum, með vikuskegg I
duggarapeysu. Hendur hans voru
kámugar af litum, svo hann
þurrkaði þær á andliti sínu til að
geta tekið í hönd gestsins. Skraut
legra andljt hef ég aldrei séð.
„Das war herrlich", sagði. hinn
þýzki gestur. Hann er stundum
neyðarlegur í tilsvörum. Mig
ávarpaði hann eitt sinn í Aust-
urstræti með þessum orðum: Af-
skaplega ert þú normal, Páll. Ég
held ég hafi aldrei hlotið meiri
skammir .En hann veit hvað
hann syngur, og enginn er hop-
um gáfaðri þegar góði gállinn er
á honum. Ég hef beðið þess lengi
með óþreyju að þessi mikli meist
ari málaði Stokkseyrar-brimið,
þegar það er í almætti sínu. Það
væri honum verðugt hlutverk,
og engum treysti ég betur til að
túlka hið „volduga hjartaslag haf
djúpsins kalda“ en honum.
Ég þakka þér allt, Kjarval,
alla snilldina, alla rausnina og
höfðingsskapinn, en umfram allt
hin stóru augnablik, þegar við
sátum saman og skildum alla.til-
veruna í þögn.------
PÁLL ISÓLFSSON.
Kjarnakarl og
öndvegishöldui
f MANNLfFSSÖGU fslands
byggðar hefir um aldirnar sprott-
ið upp úr íslenzkum jarðvegi
margur kynlegur kvistur, sem
eflt hefir og auðgað fjölbreytnina
í þjóðlífi voru og hlaðið vörður
við alfaraleiðir, sem vakið hafa
óskipta athygli vegfarandans.
Er þessa sérkennileiks mannlegs
máttar og hæfni vel lýst og
snilldarlega í kvæði Bjarna
Thorarensens við lát Odds Hjalta-
líns, sem var kjarnakarl og merk
ishöldur en batt ekki bagga sína
sömu hnútum og semferðamenn
hans.
í dag minnast fslendingar
kjarnakarls og öndvegishöldar
úr þessari sveit manna, en það
er dráttlistar- og litauðgishöfð-
inginn Jóhannes Kjarval, sem nú
á áttræðisafmæli. Hafi nokkur
maður á íslandi nokkurn tíma
farið sinna eigin ferða án þesa
að lúta valdi samtíðar sinnar,
kreddum hennar og kennimerkj-
um, þá er það Jóhannes KjarvaL
Þessi maður er svo sjálfstæður í
sínum eigin persónuleika, stælt-
ur og státinn, brynjaður í bak og
brjóst þeirri náðargáfu, sem for-
sjónin hefir falið honum til
ávöxtunar á sinni vegferðar-
reisu, að enginn mannlegur mátt-
ur getur þokað honum um hárs-
breidd frá því stefnumarki sem
eigin ákvörðun hans hefir samið
og sett. Slíkir menn verða aldrei
utangarðs í þjóðfélaginu þannig
að eigi sé eftir þeim tekið.
Þvert á móti njóta þeir jafnan
óskiptrar afhygli samborgara
sinna. En mjög skiptir löngum
í tvö horn í palladómum fólksins
um þessa menn. Það sem ein-
um þykir aðdáunarvert í fari
sérkennilegra manna, þykir öðr-
um máske ganga hneyksli næst.
En hvað sem líður dómum fólks-
ins um dagfar þeirra manna,
sem eitthvað eru frábrugðnir
því sem fólk er flest, þá er eitt
víst og þarf engum blöðum um
það að fletta, að dómarnir um
MYNDIR þær af Jóhannesi S. Kjarval, sem birtar eni í blaðinu í dag, tók Ólafur K. Magnússon.