Morgunblaðið - 15.10.1965, Side 19
[1 Föstudagur W. október 1963
MORCUNBLAÐIÖ
19
,0sk um storslátrun mannfólks'
— segir málgagn kommúnista á Akureyri um yfirlýsingu
kínverska utanríkisráðherrans
ÞAÐ vakti almenna furðu
og fordæmingu manna um
heim allan, þegar utanríkis-
ráðherra Kauða Kína, Chen
Yi,‘ hvatti Bandaríkjamenn
beinlínis til árása á Kína á
blaðamannafundi, sem hann
hélt fyrir skömmu, og bauð
ýmsum öðrum þjóðum, eins
og Bretum, Indverjum, Sov-
étríkjunum og fleirum að
slást í förina, Kínverjar
mundu sjá fyrir þeim öllum.
Ummæli þessi þóttu að von-
um sýna óhugnanlegt skiln-
ingsleysi kínverskra komm-
únista á hörmungum kjarn-
orkustyrjaldar og fullkomna
fyrirlitningu fyrir þeim
mannslífum, sem óhjákvæni-
lega mundu týnast í slíkri
styrjöld. En málgagn komm-'
únista hér á landi kippti sér
ékki upp við þessi ummæli.
Þann 1. október birtist lof-
samlegur leiðari í Þjóðvilj-
anum um alþýðulýðveldið
Kína 16 ára, og klykkt út
með að hvetja til þess, að ís-
land tæki upp stjórnmálasam
band við þetta stríðsæsinga-
ríki.
Daginn eftir sagði Kínafar-
inn í ritstjórasæti Þjóðviljans
að „menn þyrfti sízt að
undra, þótt forráðamenn rík-
is, sem voldugasta herveldi
hefur reynt að knésetja með
ofbeldi allt frá stofnun þess,
leggi ekki mikla stund á þá
list að „æpa eftir nótum“.
Síðar*í sömu klausu er talað
um að ekki sé tiltökumál,
þótt „Bandarikjunum hafi
ekki verið sýnd verðug kurt-
eisi í orðavali austur í Pek-
ing.“ Kommúnistar hér í
Reykjavík kipptu sér því
ekki mikið upp við þessi um
mæli ,enda hafa þess sézt
greinileg merki af skrifum
Þjóðviljans að undanförnu,
að blaðið og kommúnistaklík
an í kringum það, hefur í
vaxandi mæli hallast á sveif
með Kínverjum í deilu þeirra
við Sovétríkin. Fróðlegt er
því að sjá hvað málgagn
kommúnista á Norðurlandi,
Verkamaðurinn á Akureyri,
hefur að segja um sama mál,
en þar sagði fyrir nokkru:
„Ræða sú, sem utanríkis-
ráðherra Kína flutti í gær
yfir hlaðamönnum austur
þar, er einhver sú ljótasta
sem útvarpið hefur frá
greint um langan tima, ef
rétt hefur verið með farið.
Var ekki hægt annað að
heyra en utanríkisráðherr-
ann væri að biðja um banda
ríska árás, óska eftir stríði.
Ráðherrann lét það fylgja
með, að ekki sakaði þótt
Bretar, Sovétmenn og Jap-
anir stæðu með Bandaríkja-
mönnum, þeir í Kina mundu
jafna um þá alla svo um
munaði“.
Og enn segir Verkamaður-
inn:
„Þegar forustumaður Kín-
verja lætur í ljós ósk um
styrjöld, birtir öðru mesta
herveldi heims einskonar
hólmgönguáskorun, þá fer
hrollur um venjulega menn.
Það er í raun réttri verið að
láta í Ijós ósk um stórslátr-
un mannfólks. Segja mætti,
að sú slátrun væri sambæri-
leg við niðurskurð sauðfjár-
hér á íslandi. Það var hver
kind drepin í heilum lands-
hlutum. Á sama hátt mundi
hverju mannslífi verða út-
rýmt á stórum landssvæðum,
ef til styrjaldar kæmi milli
Kína og Bandaríkjamanna
þó ennþá stórfelldari yrði
slátrunin, ef fleiri stórveldi
drægust inn í þann heildar-
leik. Nei, það hefur enginn,
hvort sem hann er Kínverji
eða Bandaríkjamaður, eða af
hvað þjóðerni sem er, leyfi
til að óska eftir stríði og tor-
tímingu mannslífa. Slíkt er
glæpamennska af verstu teg-
und“.
Þetta voru orð Verka-
mannsins á Akureyri, mál-
gagns Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra,
og raunar einkamálgagns
Björns Jónssonar, eins áhrifa
mesta verkalýðsleiðtoga og
alþingismanns kommúnista.
Greinilegt er því, að komm-
únistar á Akureyri hafa tek-
ið skýlausa afstöðu gegn
Kinverjum á sama hátt og
Þjóðviljinn í Reykjavík hef-
ur tekið skýlausa afstöðu
með Kínverjum. Fróðlegt
væri að heyra álit Þjóðvilj-
ans á þessum ummælum
kommúnistamálgagnsins á Ak
ureyri, og hefur ritgleði Þjóð
viljans að undanförnu um
Kína ekki verið svo lítil, að
hægt ætti að vera að ætlast
til þess, að blaðið léti í ljós
álit sitt á þessum skrifum
systurmálgagnsins á Akur-
eyrL
Deilurnar innan Alþýðu-
bandalagsins hafa hingað til
verið fyrst og fremst um
skipulagsmál. Nú er ljóst orð-
ið að alger klofningur er
orðinn innan kommúnista-
flökksins hér á landi um af-
stöðuna til Kína og Sovét-
ríkjanna.
— Starf
Framhald af bls. 8
•ð í þessum efnum verður að
•kapa framkvæmdavenjurnar frá
rótum og horfir því málið allt
öðru visi við, en ef byggja mætti
~Ú „praxis“, sem þegar væri fast-
mótaður og viðurkenndur af dóm
etólum. Þannig er þetta i dag,
þótt skattalögin hafi verið í giLdi
yfir 40 ár.
Breytt viðhorf
1 Að sjálfsögðu ber að stefna að
' því, að skattrannsóknadeildin
taki til meðferðar og afgreiði sem
•Ura flest mál. Þess er þó vænzt,
eð mönnum megi ljóst verða, að
árleg endurskoðun á bókhaldi
hjá verulegum hluta fyrirtækja í
landinu er alltof umfangsmikil og
kostnaðarsöm leið til að halda
tippi núverandi skattkerfi. Til
þess verður að fara aðrar leiðir
jafnframt.
i Það, sem einna mestu máli
ekiptir er breytt afstaða skatt-
yfirvalda. Eins og að framan
eagði hefir skattsektum ekki ver-
Sð beitt svo heitið geti nú ára-
tugum saman. Sú 'hugsun virð-
ist hafa legið til grundvallar
endurskoðun skattayfirvalda á
íramtölum, að leiðrétta bæri þau
én teljandi viðurlaga, jafnvel þó
um saknæm brot væri að ræða.
!Af þessu hefir svo leitt það, að
þótt menn hafi dregið undan
•kattL hefir ekki fylgt því nein
•teljandi áhætta. Stundum hafa
menn jafnvel hlotið vægari skatt
lagningu en ef talið hefði verið
rétt fram. Byggist það á því, að
niðurjöfnunarnefndir munu ekki
ihafa talið heimilt skv. útsvars-
lögum að taka upp útsvör aftur
t tímann. Það gat því hent, að
maður kæmist hjá útsvari með
því móti að draga undan skattL
ef brotið komst ekki upp fyrr en
eftir lok álagningarársins. Nú
hefir þessu verið breytt. Um
þetta vissu að sjálfsögðu ýmsir
og aðrir höfðu það á tilfinning-
unni, að .lítil áhætta fylgdi þvL
þótt ekki væri talið rétt fram.
Þegar mönnum fer að verða
það ljóst, að röngum skattfram-
tölum fylgir veruleg áhætta, þá
fyrst er breytinga að vænta. Við
því er hins vegar ekki að búast,
að þetta gerist á nokkrum mán-
uðum, þegar haft er í huga allt,
sem á undan er gengið.
Eins og fram kemur i áður-
greindri ^reinargerð fjármála-
ráðuneytisins um störf rann-
sóknadeildarinnar er rannsókn
talíð lokið í -23 málum, sem rík-
isskattstjóri hefir vísað til ríkis-
skattanefndar til álagningar á
viðkomandi aðilja þar. Af-
greiðslu þessara mála mun ljúka
hjá nefndinni nú alveg á næst-
unni og mun þá upplýst hver úr-
slit þeirra verða.
Ung stúlka
með eins árs gamlan dreng
óskar eftir að komast sem
ráðskona eða í vist á fámennt
heimili. Uppl. veittar í síma
40608 eftir kl. 8 næstu kvöld.
vantar í heimavist Heyrnleysingjaskólans.
Upplýsingar í símum 13289 og 13101.
Í.R.
Framhaldsaðalfundur verður haldinn í ÍR-
húsinu uppi, miðvikudaginn 20. okt.
kl. 20.30.
FUNDAREFNI: Lagabreytingar.
STJÓRNIN.
Stúlka óskast
í biðskýlið Kópavogsbraut 115.
Upplýsingar í síma 41243.
Franklyn White í hlutverki Koschoi galdramanns l Eldfuglinum.
Frægur enskur list
dansari flytur
hér fyrirlestra
DAGANA 18.—26. október" mun
dveljast hér á landi enski list-
dansarinn Franklyn White á veg
um Þjóðleikhússins og British
Conncil. Hann mun flytja hér
fjóra fyrirlestra, auk þess sem
hann mun kenna nokkra tíma í
Listdansskóla Þjóðleikhússins. —
Kom þetta fram á fundi, sem
Þjóðleikhúsið efndi til með blaða
mönnum fyrir skemmstu.
Á fundinum sagði Fay Werner,
skólastjóri Listdansskólahs, að
Franklyn White væri mjög vel
þekktur listamaður, en hann
væri aðaldansari Konunglega
ballettsins í Englandi (Royal
Ballet). Hann hefði víða farið
í fyrirlestra og kennsluferðir, og
kæmi hann hingað frá Banda-
ríkjunum.
Franklyn White flytur hér
fjóra fyrirlestra með kennslu-
dæmum og er öllum heimill
ókeypis aðgangur að þessum
fyrirlestrum.
Fyrsti fyrirlesturinn verður
þriðjulaginn 10. október i Lindar
bæ og fjallar um „Tónlistina í
listdansi". Miðvikudaginn 20. okt.
flytur Mr. White fyrirlestur í
Lindarbæ um „Látbragðsleik og
skapgerðartúlkun í listdansi". —
Föstudaginn 21. október flytur
Mr. White fyrirlestur með list-
dansinum á vegum British
Conncil í Tjarnarbæ. Fjallar hann
þá um nokkrar af tilraunum hana
sjálís í þau 23 ár, sem hann hef-
ur unnið með Konunglega ballett
inum í London. Sýnir hann þar
nokkur dæmi um látbragðsleik
og dæmi úr Pas de deux verkum.
Síðasti fyrirlesturinn verður svo
í Þjóðleikhúsinu mánudaginn
25. október og fjallar urn „Förð-
un í listdansi og leiklist".
Auk ofangreindra fyrirlestra
mun Franklyn White kenna nem
endum Listdansskóla Þjóðlei'k-
hússins nokkra tíma í sígildum
listdansi, skapgerðartúlkun, lát-
bragðsleik og förðun. Danskenn-
urum er velkomið að vera við-
staddir þessar kennslustundir.
Fækka bústofni
vegna heyskorts
DesjamýrL 11 .okt.: —
MIKLIR óþurrkar hafa verið
hér í Borgarfirði eystra að und-
anförnu. Komu nokkrir heið-
ríkjudagar í byrjun september,
en siðan brá til hins verra og
hefur verið hér iinnulaus ó-
þurrkatíð þar til fyrir fáeinum
dögum að birti í lofti. en það
var skammvinn og blandin
gleði, því bændum gekk illa að
ná inn heyjum sökiun hvassviðr
is. Heyfehgur er hér miklu
minni en áætlað var og liggur
nú töluvert magn heyja undir
skemmdum fyrir utan það, sem
þegar er ónýtt. Af þessum sök-
um hafa margir bændur leitað
til „kalnefndarinnar“ og báðu
þeir um þúsund hesta af heyi,
en hafa fengið loforð fyrir ein-
ungis 800 hestum. Bendir ná
allt til þess, að bændur verði að
fækka búsmala síhum vegna
heyskorts. Ekki verður þó gras-
leysi kennt um nema að litlu
leyti, heldur eins og áður er
sagt hinni slæmu tíð og óþurrk
um. — Ingvar.
[f þcr eigið myndir
stækkum við þær og málum
£ eðlilegum litum. Stærð
18x24. Kostar kr. 15,00. Ólitað
ar kosta kr. 8,00.
Póstsendið vinsamlega mynd
eða filmu og segið til um litL
Foto Kolorering,
Dantes Plads 4,
Köbenhavn V.