Morgunblaðið - 15.10.1965, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.1965, Síða 31
Föstudagur 15. október 1965 MORCU N BLAÐIÐ 31 - íþróttir í GÆR kom hin nýkjörna stjórn Verzlunarráðs íslands saman til að skipta með sér verkúm. Var nii a. kjörinn formaður og hlaut Magnús J. Brynjólfsson, kaup- maður, kosningu. Mynd þessi var tekin á fund- inum. Við borðið frá vinstri: Hilmar Fenger, Egill Guttormsson. Mangús J. Brynjólfsson, formað- ur, Árni Árnason og Gunnar J. Friðriksson. Standandi frá vinstri: Þorvarð- ur J. Júlíusson framkvæmdastjóri ráðsins, Ólafur Ó. Johnson, Páll Þorgeirsson, Pétur Pétursson, Birgir Kjaran, Gunnar Ásgeirs- son, Othar Ellingsen, Haraldur Sveinsson, Stefán G. Björnsson, Sigurður Óli Ölafsson, Friðrik Þórðarson og Sveinn B. Valfells. — Lósm. Sv. Þ. — uorgsn gengst Framihald aif bsl. 32. til að koma saman við nokkurt safn málverka Kjarvals og hylla höfuðsnilling, hugljúfan vin og stórbrotinn persónuleika. A þessum tímamótum strengj- um við þess heit, Jóhannesi Kjarval til heiðurs, að bæta að- stöðu íslenzkrar myndlistar, sem hann hefur hafið upp í seðra veldi, og við fylgjum for- dæmi hans að blása nýju lífi og anda í islenzka listsköpun með stuðningi við byggingu sýn- ingarhúss myndlistarmanna á Miklatúni í Reykjavík, í samræmi við fyrri ákvarð- anir borgarstjórnar hefur borg- arráð samþykkt samhljóða á fundi sínum í dag ályktun, sem færð var til bókar á þessá leið: „Lagðir fram tillöguupp- drættir Hannesar Davíðsson- ar arkitekts að myndlistar- húsum á Miklatúni, en um er að ræða tvær aðalbyggingar ásamt tengibyggingu til sam- eiginlegrar þjónustu fyrir starfsemi þar og almennings- garðinn. Samþ. Borgarráð samþykkir, að Reykjavíkurborg gangist fyr- ir byggingu sýningarhúss myndlistarmanna, skv. nán- ara samkomulagi við mynd- listarmenn (vestri byggingin ásamt tengibyggingu) og standi fyrir byggingu sýning arhúss, sem“ sérstaklega verði ætlað til sýninga á verkum Jóhannesar S. Kjarvals list- málara (eystri byggingin), og verði byggingarnar tengd ar nafni hans“. Stuðningur hvers okkar um sig og ályktun borgarráðs um byggingu sýningarhúsa myndlist ar er á þessum tímamótum gerð Jóhannesi Kjarval til heiðurs, en í fullri hreinskilni sagt, gerð jafn framt af eigingjörnum ástæðum, í eigin þágu, til þess að við og eftirkomendur okkar megum njóta listar hans og þeirra ávaxta, sem af henni spretta. Samkvæmt þessari ályktun er það ætlunin, að þau málverk eft ir Kjarval, sem Reykjavíkurborg á þegar, og borginni áskotnast síð ar, verði stöðugt til sýnis til að gefa borgarbúum, landsmönnum öllum og gestum kost á að kynn ast list Kjarvals. Og það er von okkar og trú, að slík Kjarvals- sýning í tengslum við sýningar upprennandi og mótaðra lista- manna samtíðarinnar megi verða íslenzkum listum skjól og stuðn- ingur til vaxtar og þroska. Þeir Kjarvalsstaðir, sem hér munu rísa á Miklatúni, andspænis minn ismerki Einars Benediktssonar, munu verða prýði höfuðborgar- innar og lands, — í senn mönnum aðdráttarafl til að njóta listar og aflvaki til að skapa list. Einar Benediktsson kvað: Að þræða sinn einstig á alfarabraut að eilifu er listanna göfuga þraut, að aka seglum á eigin sjó, einn, meðal þúsunda fylgdar. Jóhannesi Kjarwal hefur tekizt þetta. Það hefur vafalaust kostað hann þjáningar og fórnir, en vonandi einnig gleði og fullnæg- ingu. Og nú er list meistarans hverjum Islendingi nátengd og eilíf uppspretta fegurðar og lífs trúar, og maðurinn sjálfur okkur öllum ógleymanlegur. Við þökkum Jóhannesi Kjarval listaverkin, en fyrst og fremst viljum við á þessari stundu sam- einast í óskum þúsundanna, að maðurinn Jóhannes Kjarval ög allt, sem honum er kært, megi njóta heilsu og hamingju, gæfu og guðs blessunar. Með þessum orðum lýsi ég því yfir, að þessi sýning Kjarvals- málverka er hafin“. Kjarvalssýningin vei'ður opin í tíu daga frá kl. 10 árdegis til kl. 11 síðdegis. Að ósk Jóhanhes- ar Kjarvals verður afmæli hans notað til þess að afla fjár í bygg ingu nýs listamannaskála. Hefur listamaðurinn gefið eitt verka sinna, sem hann nefnir „Taktu í horn á geitinni“, en hefur einnig verið nefnt „Vorgleði“ eða „Vor- koma“, sem vinning í happdrætti í sambandi við sýninguna. Sýn- ingarskráin gildir sem happdrætt ismiði, en aðgangur að sýning- unni er ókeypis að ósk Kjarvals. Gestir eiga einnig að rita nöfn sín í sérstaka bók, sem afhent verður afmælisbarninu síðar. — Fá utanferó Framhald aif bsl. 32. vikna frí á meðan dauði tím- inn var í sumar. — Ég ætla mér að heiðra þessar stúlkur rríeð því að bjóða þeim öllum í utanlands- ferð með .Gullfossi og fara þær 18. nóvember. Þessar stúlkur eru hver um sig á móti mörgum öðrum, sem við bjóðum frítt far fram og til baka, og þær spara okkur svo mikið fé við að vera stöð- ugt að, að það er ekki nema sanngjarnt að bæta þeim það upp með einhverjum verðlaun um. Kristbjörg Jónsdóttir var að búa sig til ferðar, en þó feng- um við stutta stund til að tala við hana í síma. — Hvað hefirðu fengizt lengi við söltun, Kristbjörg? — Níu sumur. — Og finnst þér gaman að salta?^ — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Þetta er á- gætt þegar vel gengur, erfitt á stundum. Það er ekki svo gott að segja um gamanið. — Hvað ertu gömul? — 28 ára. — Gift? — Nei, nei. Alls ekki gift. — Og ætlarðu suður, þegar þú ferð heim núna, og skemmta þér fyrir eitthvað af þessum 63 þúsundum, sem þú hefir unnið þér inn í sum- ar? . — Nei, það ætla ég ekki að gera. — Hvað gerðirðu á milli þess sem þú saltar? — Allt sem til fellur heima á Drangsnesi. — Hvað hefirðu saltað mest? — í 55 tunnur á 19 klukku- stundum. — Það eru góð afköst á svo löngum tíma? — O, blessaður, það er ekk- ert. Þær hafa komizt upp í 6 tunnur á tímann. — Ekki á svona löngúm tíma. í skorpu kannski, en ekki í langri törn. — Kannski ekki. — Hlakkarðu til að fara í siglinguna? — Já. — Hefirðu farið áður til út- land? — Nei, aldrei. — Góða ferð og góða skemmtun, segjum við að lok um. — Þrir franskir Framhald af bls. 1. hólmi, og komu þeir saman á klukkustundar fund í morgun til að taka endanlega ákvörðun. í forsendum fyrir úthlutuninni sgja þeir að pi'ófessorarnir Jacob, Lwoff og Monod hafi verulega aukið þekkingu manna á grund- vallaratri’ðum lífsþróunarinnar að því er varðar fyrirbæri eins og aðlögun, æxlun og þróun. Pró fessorannir þrír hafa starfað náið saman, og segir Karolinska stofn- unin að þa’ð sé einmitt þetta sam- starf, sem verið sé að launa. Jacques Monod prófessor, sagði við fréttamenn í París í dag að hann væri mjög gláður yfir þeirri viðurkenningu, sem þeir þremenningarnir hafa nú hlotið. Sagði harm að árangur af tilraun- um þeirra hefði ekki fengizt nema með mjög nánu samstarfi. Andre Lwoff prófessor tóku und ir þessi orð Monods. Var Lwoff á leið til flugvallarins í París er honum barst fregnin um verð- launaúbhlutunina, en Lwoff er á leið til Bandaríkjanna í fyrir- lestraferð. London, 12. okt. NTB. • Hallin á greiðslujöfnuði Bretlands við útlönd minnkaði verulega í september s.l. eða um 22 milljónir sterlings- punda. Útflutningur í mán- uðinum varð 388 milljónir sterlingspunda, samanborið við 391 milljón punda í ágúst, en innflutningurinn 475 millj- ónir á móti 500 milljónum í ágúst,- Gunnar í Fornahvammi R'úpnavertíðin hefst í dag í DAG er heimilt að hefja rjújsna veiði og mun meiri fjöldi manna hugsa til rjúpnaveiða í dag, en nokkru sinni fyrr. Blaðið náði tali af Gunnari Guðmundssyni bónda í Fornahvammi og sagði hann að gistirúm að Forna- hvammi, sem rúmar um 30 manns, væri fyrir löngu upp- pantað og taldi hann sig hafa getað þrífyllt húsrýmið, ef því hefði verið að skipta. Gunnar sagði að aldrei hefði hann séð jafnmikið af rjúpu og þá er hann var í göngum í haust. Gunnar gat þess- og að maður á vegum dr. Finns Guðmunds- sonr hefði verið þar efra um tíma við athuganir á rjúpnastofn inum og einn daginn hefði hann skotið um 40 rjúpur í rannsókn- arskyni á stuttum tíma en hefði þó orðið að pakka hverri rjúpu fyrir sig inn á sérstakan hátt og gera sínar skýi'slur. Undir Fornahvamm heyrir nú eitt mesta rjúpnaland hér á landi, en stór hluti þess er leigu- land sem Gunnar Guðmundsson hefur umráð yfir. Dr. Finnur Guðmundsson hafði svo fyrir ságt, að rjúpnastofn- inn yrði meiri í ár en í fyrra og samkvæmt ummælum Gunn- ars Gunnars í Fornahvammi virðist sá spádómur líklegur til að rætast samkvæmt því sem menn hafa séð til rjúpunnar. En í dag hefjast veiðarnar og þá mun reynsla tala. Undanfarna daga hefur veður verið leiðinlegt á Holtavörðu- heiði en síðdegis í gær var að létta til og betri horfur. í fyrri- nótt snjóaði svo að gránaði niður undir tún í Fornahvammi. Taldi Gunnar að rjúpan nxyndi leita niður á við, þó vart væri hægt að tala um snjókomu í orðsins fylistu merkingu. Framh. af bls. 30 • var kominn og hvað var tak- mark hvers og eins og að sjálf- sögðu eftir eiginleikum og getu hvers og eins. Kúluvarpararnir (svo dæmi sé tekið um kastara) æfðu \Vz-Z stundir á dag. Æfing þeirra, mfeiri hluta ársins, var mest fólgin í lyftingum. Lyftingar æfa þeir. 11 mánuði ársins. (Frí í mánuð). Lyftingaæfingin er fólgin í að lyfta sem þyngstu er vissu þjálf- unarstigi er náð. Miðað er að því að lyfta eigi léttari þyngd en svo, að menn geti ekki gert lyft- ingaæfinguna oftar en 6 sinnum. Geti menn lyft járninu 10 sinn- um er þunginn of lítill. Þunginn - á heldur ekki að vera meiri en svo ,að menn geti ekki lyft farg- inu 3-G sinnum. Lyftingar veita mjög alhliða þjálfun, ef rétt er á haldið. Það er mikill misskilningur að þær geri menn stífa. Það má sanna með mörgu móti, — Og þú ert bjartsýnn á starf þitt hér heima? — Já. Ég geri mér þó grein fyi'ir að þjálfarastarf hér er effið ara en erlendis. Það er undravert hvað menn hér, sem hafa þjálfað hafa náð að affeka mið- að við aðstæðumar. Mér finnst að mikið sé hægt að gera hér og ég ætla ekki að hætta fyrr en ég get sagt við sjálfan mig að ég hafi að minnsta kosti reynt að gera allt sem ég gat. Heitasta ósk mín er að fá fjöldan með, unga sem gamla. Við þá eldri vildi ég segja, að það er ekki nóg að láta skrá sig í ákveðin félög til að öðlast lengra líf og betra. Það þarf hreyfingu .— það þarf að iðka íþróttir á einhvern hátt. Mér er fullkotnlega ljóst að íþróttahreyfingin hér býr við erfiðar aðstæður. I Bandaríkj unum er starfinu stjórnað af mönnum sem hafa full laun fyrir. Hér er stjórn íþrótta- hreyfingarinnar í höndum manna sem sinna þvi starfi í tómstundum sinum. Það skort ir * hér f jármagn og betra skipulag. Það má kannski um það ræða hvort íþróttaiðkun yfirleitt er þess virði að hún sé stunduð. En nú eru ráða- menn og áhugamenn sammála urn að halda beri uppi iþrótta iðkun og fyrst svo er, þá ber að gera það eins vel og hægt er — en að vera ekki með hálfvelgju á neinu srviði. — Og þú ert bjartsýnn á afrek nema þinna? — Mér lízt vel á efniviðinn. Efnin skortir ekki. Það vantar að þeim sé sinnt sem skyldi. í þessu sambandi er 1-íka atriði að þeir blaðamenn sem um íþróttir skrifa geri það vel. Allt of rnarg- ir þeirra eyða lengri hluta greina sinna að því neikvæða sem finna má á hverju móti, í stað þess að skrifa um íþróttirnar uppbyggi- lega og það sem er aðlaðandi við þær. Að síðustu lagði Jóhannes áherzlu á að hann væri ekki með orðum sírium að gera árásir á einn eða neinn. Hann kvaðst þess fullviss að íþróttastarfið væri erfitt viðureignar, en allt of lengi væri búið að kax-pa um hvað starfið væri erfitt. Nú þyrfti að fara að tala um, hvað hægt væri að gera við þær að- stæður sem við búum við. f kvöld þjálfar Jóhannes hjá ÍR frá kl. 5.20 til 8.50. Fyrst æfir hann drengi, síðan stúlkur og loks karla. Æfingatími frjáls- íþróttadeildar ÍR er annars þessi: Karlar: Mánudaga kl. 9—10.30. Miðvikudaga kl, 6.20—8.00Í Föstudaga kl. 7.20—8.50. Laugardaga kl. 2.50—5.00. Sunnudaga kl. 2.50—4.00. Konur: Föstudaga kl. 6.20—7.20. Drengir 13—15 ára Þriðjudaga og föstudaga kl. 5.20—6.20. Sunnudaga kl. 4—5. Æfingagjald fyrir hvern tíma er kr. 10 fyrir fullorðna en kr. 5 fyrir drengi. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.