Morgunblaðið - 24.10.1965, Page 3
SunttudagUT 24. október 1965
MORGUN BLAÐIÐ
3
VETItR
Sr. Jón Auðuns, dómprofastur?
Ólafur Tryggvason dregur upp Dómkirkjuklukkuna.
Klukkunni seinkað
KLUKKAN eitt síðastliðna
nótt var klukkunni seinkað
um einn klukkutíma eins og
venja er til síðasta vetrardag.
Geta nú værukærir borgarar
sofið einum tíma lengur á
mánudagsmorgun og mun það
vel þegið af flestum. Líklega
er þetta vinsælasta ráðstöfun
stjórnarvaldanna að haustinu
til en ekki alveg eins vinsæl
þegar klukkunni er flýtt á
vorin og „prófskrekkur“ kom-
inn í skólamenn, sem líta
hvern glataðan klukkutíma
óhýrum- augum.
Sá'sem seinkaði klukkunni
í Dómkirkjunni er Ólafur
Tryggvason, úrsmiður, og er
þetta fimmtánda árið, sem
hann framkvæmir þessa at-
höfn. Ólafur sér einnig um að
draga upp Dómkirkjuklukk-
una einu sinni í viku og
fengu fréttamaður og ijós-
myndari biaðsins góðfúslegt
leyfi hanj til að vera við-
staddir eina slíka athöfn.
Hún er fólgin í því að hífa
þrjá heljarmikia steinkólfa
upp undir turnloftið og fékk
fréttamaður M'bl. að spreyta
sig á þeim fyrsta. Er ekki að
orðlengja, að hann gekk frá
verkinu og var vart viðmæl-
andi á eftir sökum þreytu.
Síðan dró Ólafur upp hina
tvo og blés ekki úr nös.
Er fréttamaðurinn hafði
náð sér eftir þrekraunina
taidi hann rétt að fræðast af
Ólafi um sögu klukkunnar.
— Þessi klukka var keypt
af þýzku fyrirtæki og gefin
Dómkirkjunni af Dietlef Tom-
sen miklum íslandsvini. Og
það var einn mesti úrsmiður
og hagleiksmaðuj, sem við ís-
lendingar höfum átt, Magnús
Benjamínsson, sem annaðist
uppsetningu klukkunnar. Það
var árið 1897 eða fyrir 68 ár-
urp. Svo skeði það fyrir nokkr
um árum að þýzkur sérfræð-
ingur frá fyrirtækinu, sem
smiðaði klukkuna, kom hing-
að til lands. og hrósaði mjög
viðhaldinu á henni og kvaðst
hvergi hafa séð eins vel með
farna klukku.
— Hefur hún aldrei stanz-
að?
— Jú, hún stanzaði einu
sinni árið 192®, í jarðskjálft-
unum sem urðu þá hér í
bænum. En síðan hefur hún
alltaf gengið — eins og
klukka.
— Er þetta ekki orðið nokk
urskonar „ritúal“ hjá þér,
þegar þú flýtir og seinkar
klukkunni?
— Jú, það er það nú reynd
ar. Ég fer út með konunni á
einhvern góðan veitingastað,
og við fáum okkur mat og
eitt eða tvö glös. Nú, klukk-
an rétt fyrir eitt fáum við
'okkur leigubíl og ég segi við
bílstjórann: Ætli við bregð
um okkur ekki niður að Dóm-
kirkju. Hann ekur af stað, en
stanzar venjulega eftir fyrstu
hundrað metrana og spyr:
— Hvert var það annars sem
þið ætluðuð? — Niður að
Dómkirkju, svara ég og hann
ekur okkur þangað en gefur
okkur vandlega gætur á leið-
inni, því það mun óalgengt
að menn leggi leið sína í Dóm
kirkjuna um hánótt.
— Skeður ekki margt
spaugilegt í þessari atvinnu?
— Nei, það er sjaldgæft. En
einu sinni sem oftar þegar ég
var búinn að draga upp klukk
una, kominn út og búinn að
læsa hurðinni heyri ég mikinn
gný að innan. Mér þótti þetta
grunsamlegt og sneri við og
opnaði dyrnar. Þá voru þar
fyrir innan þrjár amerískar
konur, sem voru á skemmti-
ferðaskipi hér, er var í þann
veginn að leggja úr höfn, og
eins og gefur að skilja vildu
þær óðar og uppvægar kom-
ast með því.
— Er ekki reimt hér í kirkj
unni?
— Nei, það held ég ekki.
Hins vegar er* hálf ónotalegt
að paufast hér yfir líkkistur
og upp koldimman ganginn og
seinka síðan klukkunni í kol-
dimmu turnloftinu, því hér er
HANN heilsaði í gær, og það
líður langur tími unz hann
kveður, langnætti og dimmir
dagar.
Þú horfir um öxl yfir suma-r,
sem var • óvenju yndislegt um
mestan hluta lands, og haust, sem
var með afbrigðum fagurt. Finn-
ur þú ekki, þegar sumarið hefir
kvatt, að þú hefir ósegjanlega
mikið að þakka?*Lifðir þú þessa
Ijósu, ljúfu tíð án þess að finna,
að Guð var að gefa þér stórar,
dýrar gjafir? Hver dagur er
gjöf, hvert sum’ar er náðargjöf
frá honum. Það ættir þú að
finna ekkL sízt, þegar yfir hið
fegursta sumar er að líta. Raun-
ar faldi gjafarinn sjálfan sig á
bak við grunnlausan auð þess,
sem hann gaf. Og þannig er
guðlegt að gefa. En er þá ekk-
ert að þakka?
Vetur, — hann héilsaði í gær.
Nútímafólk þekkir ekki þær
áhyggjur, sem tíðum hlóðust að
feðrum og mæðrum, öfum og
ekkert rafmagnsljós þótt und-
arlegt megi virðast.
— Þú hlýtur þá að fá vel
borgað fyrir þetta, kannáke
færðu áhættuþóknun?
— Þetta starf er mjög lítið
fborgað, kannske tvö hundruð
krónur á ári, því það má segja
að starfið sé orðið að hefð.
— Hvenær byrjaðir þú að
draga upp þessa klukku?
— Það var árið 1928, en síð«
an hafa fallið úr nokkur ár.
Alls hef ég gegnt þessu „em-
bætti“ í 15 ár.
Og við þökkum Ólafi
Tryggvasyni fyrir spjallið og
höldum á ný út í rigninguna.
e.t.
Á rigningardegi við Dómkirkjuna.
ömmum þegar vetur gekk í garð.
En áhyggjur þínar eru e.t.v. allt
eins margar þótt aðrar séu en
afi þinn og amma þekktu. Vetur-
inn vekur þér ekki sama kviða
óg þeim. Og samt ert þú sama
veika, umkomulausa barnið and-
spænis jörmunöflum vetrarins,
öflum sem geta orðið geigvæn-
leg, miskunnarlaus og grimm.
Eiga ekki atómvísindin að
leysa þann vanda? Hvað kemur
þetta trúnni við? Er ekki him-
ininn fjarlægur, hátignarhár, og
„hljóður sá andi, sem býr þar“?
Svo hafa vitrir menn kennt,
þeir vitrustu, beztu, að himinn
og Guð séu þér nær en þig
grunar, því að í háloétum himin-
geimsins í dýpstu djúpum, í eld-
bjarma sólaruppkomunnar úti
við yztu höf og myrkrum skamm
degisnætur sé Guð, með þér, fast
hjá þér.
Hver er hann? spyr efandi
mannshugur. Hver svarar því
svo að til fulls verði svarað.
Hver orð lýsa honum, sem eng-
inn getur lýst. Og þó láta menn
eins og þeir viti einhver býsn
um órannsakanleg djúp veru
hans. Menn reiðast fyrir hönd
hans. Menn hneykslast fyrir
hönd hans. Menn refsa fyrir
hönd hans.
Hvar eigum vér þá að leita
hans?
Vér leitum hans í helgidóm-
ynum. Vér leitum hans í því
orði, sem innblásnir guðsmenn
hafa borið oss og fullyrt að væri
frá honurri. Vér áttum að leita
hans og vér áttum að finna hann
í fegurð þess fagra sumars, sem
nú hefir kvatt, og í þúsundlitri
dýrð þess hljóða, milda haust,
sem vér fengum að lifa að þessu
sinni.
En ekki aðeins þar, ekki að-
eins í birtu og blíðu sumars. Við-
brögð vetrar birta oss einnig sitt
mikla mál um Guð.
Þegar tindrandi stjörnuaugum
stara til þín niður, minna þau
þig á augað alskyggna, sem inn
í afkima sálar þinnar sá.
Þegar -vetrarstormur fer æð-
andi um jörðina, svo að hún
nötrar undan þeim voðaátökum,
minnir hann þig á það, að þau
jörmunöfl eru í hendi Guðs, sem
hefir ríkulegan mátt til að
vernda þig og allt, sem þú elsk-
ar, lífs og liðið.
Og þegar vetrarnóttin sveipar
jörðina sorta, þá minna þig
myrkrin sjálf á það, að einnig
þau eru 1 þjónustu Guðs, að
hann hefir falið þeim, engu síður
en ljósinu helga þjÓnustu í þarf-
ir lífs og þróunar:
í myrkri moldar fær frækornið
fyrsta vöxtinn. í myrkri móður-
lífsins myndast líkami barnsins.
í næturmyrkri mannlífsins hafa
dafnað þúsund fræ, sem þoldu
ekkf ljósið í byrjun, en báru síð-
ar fullvaxin í ljósinu ávexti
milljónum til blessunar.
Sumar og vetur, ljós og myrk-
ur, hvorttveggja er nauðsynlegt.
Er þá ekki vetrarkvíðinn barna-
legur?
Með mörgu og skýru móti tal-
aði Guð til mín og þín á sumr-
inu, því blessaða sumri, sem nú
hefir kvatt. Hann talaði til mín
og þín á þeim fögru, hljóðu haust
dögum, sem eru liðnir. Og hann
mun tala til okkar enn á vetrin-
um, sem byrjaði í gær.
Gerðu þér ekki upp neina
bjánalega mikilmennsku. Þú ert
veikur, þú ert strá í stormi
stórra örlaga. En vernd mun
veita þér hann, sem hefir vetrar-
storminn á valdi sínu. í hendi
hans eru sólkerfin sjálf eins og
fis. Er honum þá ofvaxið að
vernda þig?
Gefi hann góðan vetur mönn-
um og máMeysingjum.