Morgunblaðið - 24.10.1965, Page 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 24. október 1965
Rannsökum, hvort við getum
tekið á móti nemendum til náms
Prófessor P.O. Pedersen, rektor Tannlæknaháskólans í Kaup-
mannahöfn. (Ljósm.: Ól. K. Mag'nússon).
— En er ekki dýrt að blanda
fluori í vatnið?
— Það er áð minnsta kosti
margfalt ódýrara að gera það
enn gera við tennumar. Það er
þegar búið áð setja fluor í
drykkjarvatn í New York, þar
sem 50 milljónir fá það með
dry*kkjarvatninu daglega. Þá
er það í drykkjarvatni í Birm-
ingham, I 13 borgum í Tékkó-
slóvakíu, í írlandi, Hollandi,
ýmsum ríkjum Suður-Ameriku
og víðar. Fullur árangur mun
ekki koma í Ijós fyrr en þeir
er fæddir eru og uppaldir við
þetta vatn fullorðnast.
— Við höfum ekki enn feng-
ið því framgengt að sett verði
fluor í vatn hér á Norðurlönd-
unum, enda erum við mjög
íhaldssamir á allar slíkar nýj-
ungar, en það er mjög mikil-
vægt að mínu áliti, að ekki
verði langt þangað til að því
ver’ði. Þá er mjög gott að bursta
sér tnnurnar með fluortann-
kremi og nú höfum við byrjað
að láta skólabörn í Danmörku
skola sér munninn 14. hvern
dag úr fluorblöndu. Hún ex’
Framhald á bls. 31.
af stað til að sækja þær, en eins
og veðrið hefur verið í dag og
kvöld, ausandi rigning og rok,
tekur um 15 mínútur að aka
heiman frá mér í leikhúsið. Ég
varð undrandi á að sjá hvergi
ljós í Þj óðleikhúsinu og allar
hurðir lokaðar, en hóp af ung-
um piltum og prúðbúnum
stúlkum standandi í hnipri f\-r-
ir utan húsið og voru þau aug-
sýnilega að bíða eftir að þau
yrðu sótt. Þegar telpurnar, sem
ég var að sækja, komu upp í
bílinn, spurði ég þær hvort
þær hefðu ekki fengið að bíða
inni, en þær sögðu að dyra-
vörðurinn hefði rekið þær út
og sagt þeim, að hann hefði
engan tíma til að bíða eftir að
fólk yrði sótt. f góðu veðri er
sjálfsagt ekkert við slíku að
segja, en í grenjandi rigningu
og roki að kvöldlagi, kl. 23.15,
finnst mér nokkuð hart af Þjóð-
leikhúsi okkar að reka ungt
fólk út á götuna, og það meira
að segja þó að það hafi „hálf“
boðið því á sýninguna.
Einn undrandi“.
Ég er sammála bréfritara um,
að í slíkum tilvikum verði
Þjóðleikhúsið að taka tillit til
veðurlagsins og reka ekki börn-
in út umsvifalaust, þegar kom-
ið er fram undir miðnætti.
Eitt mg fluor í einn lítra vatns reynist bezt
— segir prófessor P. O. Pedersen, rektor
Tannlæknaskólans í Kaupmannahöfn
reyna að stemma stigu fyrir
sælgætisát barna, skola munn-
inn eftir hverja máltíð og
bursta tennurnar á hverju
kvöldi. Á tennurnar setjast yfir
daginn ýmis konar aðskota-
efni, sem síklar þróast mjög
gjarnan í. Séu þessi efni ekki
íjarlægð vinna þau á tönnun-
um meðan viðkomandi sefur
og endar þáð vanalega með
tannskemmdum. Þá er það og
mjög mikilvægt, að barnshaf-
andi kona fái kjarngott fæði,
því að tennur barnsins mynd-
ast þegar í móðurkviði.
— Þá er þáð nú sífellt að
ryðja sér til rúms að blanda
flúor í drykkjarvatn. Reynsl-
an hefur sannað, að fluor
hindrar tannskemmdir og geta
þær minnkað um helming við
notkun þess. Syðst á Sjálandi
við borgirnar Næstved og Vord
ingborg er flour í vatninu frá
hendi náttúrunar og þar eru
tannskemmdir mun fátí’ðari, en
annars staðar í Danmörku.
Hæfilegt fluormagn í drykkjar-
vatn er 1 mg. í einn lítra vátns.
Ef fluor er sett í vatn verður
einnig að fylgjast daglega með
því að magn þess í vatninu sé
rétt. Það er því töluvei'ðum
erfiðleikum háð, þar sem vatn-
ið er leitt beint og óhreinsað inn
í hús að framkvæma þetta því
að það þarf að reisa rannsókn-
arstofu til þess að fylgjast með
magndnu. Þar sem á annað borð
þarf að hreinsa vatnið eins og
i mörgum súðlægum löndum
er slík rannsóknarstofa þegar
fyrir hendi og því enginn auka
kostnaður við að koma þessu
í framkvæmd.
kosinn Gils Guðmundsson.
Síðan hafa aðeins verið
haldnir tveir fundir í félaginu,
báðir aðalfundir, en þess í milli
hefur ekkert heyrzt frá Gils né
öðrum í stjórninni.
Nú langar mig til að spyrja:
1) Hvers vegna hafa ekki
verið haldnir fundir í félaginu?
2) Hvað hefur Gils Guð-
mundsson sér til málsvarnar?
3) Ætlast hann til að stofnað
verði nýtt félag til þess að
gegna hlutverki þess félags,
sem hann er formaður í?
Ég vænti þess að Gils Guð-
mundsson svari spurningum
mínum hið allra fyrsta og komi
•þá með fullnægjandi svar.
Annars finnst mér töluverð
þjóðvarnarlykt vera komin af
þessari endemis stjórn. — Ef
Gils vill að stofnað verði nýtt
félag, þá segi hann til um það.
— Stofnfélagi".
Já, alls staðar fer menningin
halloka. Ég hélt satt að segja,
að „þjóðvamarlyktin" væri fyr-
ir löngu gufuð upp. Hún er
a.m.k. það lítil, að hinir lykt-
næmustu hafa ekki orðið varir
við hana síðan hún var þlönduð
HÉR á landi hefur verið í fyrir-
lestrarferð rektor Tannlækna-
háskólans í Kaupmannahöfn,
prófessor P.O. Pedersen. Pró-
fessor Petersen hefur verið
rektor síðan árið 1955 og kveðst
verða það til ársins 1970. í
rektorstíð hans hefur Tann-
læknaháskólinn verið stækkað-
ur þrefalt, bæði í Kaupmanna-
höfn, svo og í Árósum og út-
skrifa nú skólarnir til samans
200% fleiri tannlækna, en
hann gerði árið 1941. Af þess-
ari aukningu á Kaupmanna-
háskóli 125%. Eru skólarnir nú
hver um sig um 13.000 fermetr-
ar eða bá’ðir 26.000. Þá er pró-
féssor Pedersen varaformaður
alþjóðlegs sambands tannlækna,
sem hefur sérstaklega tekið til
meðferðar menntunarmál tann-
lækna. Við spur’ðum prófessor
Pedersen fyrst að því, hve
marga sjúklinga æsilegt sé að
hafa á hvern tannlækni, og svar
aði hann:
— Opinberar tölur segja að
ekki sé æskilegt áð þeir fari
yfir 1000. f rauninni eru það
of margir, en einhvers staðar
verður að draga línuna. f Nor-
egi eru það t.d. 1300 og eru
þeir næstir markinu. í Banda-
ríkjunum eru enn fleiri og í
Danmörku eru sjúklingarnir
1800 á hvern tannlækni. Á fs-
landi munu nú vera um 2300
sjúklingar á hvern tannlækni.
Þá eru að sjálfsögðu milljónir
sjúklinga á hvern tannlækni í
hinum ýmsu þróunarlöndum og
er þáð alvarlegt vandamál.
— Þegar talað er um þess-
ar tölur verður að sjálfsögðu
að taka það með í reikninginn
áð í flestum löndum hópast
tannlæknarnir . til borganna og
eru þá að sjálfsögðu margir
staðir innan þessara landa, sem
algjör skortur er á tannlækn-
um. Það verður því að sjálf-
sögðu áð taka dreifinguna til
greina einnig.
— Við höfum frétt að þér
hafið átt viðræður við forrá'ða-
menn tannlæknadeildarinnar
hér. Hafið þér getað leyst eitt-
hvað úr vandræ’ðum þeirra?
— Nei, en við munum rann-
saka hvort við getum tekið á
móti nemendum til náms í Dan-
mörku. Við Danir viljum mjög
gjarnan hjálpa félögum okkar á
íslandi en þar eð við þurfum að
vísa frá 60% þeirra, er
sækja um inntöku, seg-
ir það sig sjálft að
við eigum mjög óhægt um vik.
Fyrir hvern útlending, sem við
tökum inn á skólana verðum
vi’ð að vísa einum innlendum
stúdent frá. Hvað tannlækna-
nám snertir er mjög óhægt um
vik í þessum efnum. Það er ekki
eins og í lögfræði, þar sem
ekki munar svo mikið um einn
stúdent, sem fær að hlusta
á fyrirlestra. Tanniasknastól-
arnir takmarka þann fjölda
stúdenta, sem unnt er að hafa
vfð niám hverju sinni. Hins
vegar verð ég að segja, að ég
„kommalyktinni“ — og kannski
ætlar Gils að sameina „fsland-
Færeyjar“ félagsskapnum MÍR.
Það er formúlan.
Annars ætti að vera áhættu-
minna að boða til fundar í fé-
laginu „Ísland-Færeyjar“ en
það var í Þjóðvörn á árunum.
Félagsbræður bréfritara hljóta
að vera fleiri en þjóðvarnar-
mennirnir voru.
•jr Dyravörður
í tímahraki
Og hér kemur annað bréf,
ekki um Þjóðvörn, heldur Þjóð-
leikhúsið:
„Ég tek mér sjaldan penna í
hönd, en nú get ég ekki orða
bundizt. Þannig er mál með
vexti, að í dag var unglingum
í gagnfræðaskóla hér í borg
boðnir miðar á Þjóðleikhúsið
fyrir lækkað verð kr. 108,-—,
til að sjá Járnhausinn. Ég
keyrði dóttur mína ásamt tveim
öðrum í leikhúsið og bað hana
síðan að hringja í mig að sýn-
ingu lokinni til að sækja þær.
Þetta var auðvitað allt í lagi
fram að þessu, hún fékk að
hringja til mín og lagði ég strax
dáist mjög að þvi, sem þeir
hér hafa komið í verk, þrátt
fyrir erfið skilyr’ði og ónóg hús
næði. Kennsluhættir deildar-
innar eru svipaðir því, sem tíð’k-
ast á Norðurlöndunum, en meiri
fjölbreyttni gætir náttúrulega
þar, þar eð kennarafjöldinn er
svo miklu meiri og munu kenn-
arar tannlæknadeildarinnar
hafa fullan hug á að samræm-
ast kennsluháttum grannland-
anna, ef deildin yrði stækk-
uð.
— Eru tannlæknaháskólar
alls staðar yfirfullir?
— Það er tannlæknaskortur
alls staðar í heiminum og skól-
ar yfirleitt fullir. Jafnvel í
Þýzklandi, þar sem tannlækn-
ar eru hva’ð flestir, er skólum
nú lokað fyrrr nýjum stúdent-
um erlendis frá. Til skamms
tíma hafa nokkrir norskir og
danskir stúdentar fengið inn-
töku í þýzka skóla árlega, en
nú er það að mestu úr sög-
unni. Svo eru þessi lönd einnig
háð ákvæðum Sameinúðu þjóð
anna um aðstoð við þróunar-
löndin og sitja þau fyrir hjálp,
því að í þessum löndum er alls
ekki unnt a’ð verða sér úti um
þessa menntun.
— En er ekki unnt að
minnka tíðni tannskemmda á
einhvem hátt?
— Jú, og þá fyrst og fremst
með góðri hirðingu tannanna.
Þáð er t.d. mjög áríðandi að
Lögreglan endurbætt
Sú var tíðin að lögreglu-
menn voru syndandi um allan
sjó, bæði á siglingaleiðum við
ísland og á Ermarsundi. Voru
þeir jafnvel það atkvæðamiklir,
að eitt dagblaðanna lagði til, að
sett yrðu siglingaljós á lög-
regluþjóna.
f fyrradag var sagt frá því
hér í blaðinu, að ekki liði á
löngu þar til lögregian yrði kom
in með radar. Virðast þessar
tækniframfarir hafa orðið ein-
um of seint, því langt er síðan
hennar hefur orðið vart á al-
þjóða siglingaleiðum. Ekki síð-
an lögreglan bjargaði lögreglu-
þjónunum á írillunni hér á
Sundunum, í fyrra minnir mig.
Öflug forysta
Einn af lesendum blaðsins
skrifar:
„Fyrir nokkrum árum var
stofnað félag eitt hér í borg og
hlaut það nafnið „Ísland-Fær-
eyjar“. Félagi þessu var ætlað
það hlutverk að stuðla að meiri
kynnum milli íslands og Fær-
eyja og efla menningartengslin
milli landanna. Formaður var
Kaupmenn - Kaupfélög
Nú er rétti timinn til að panta
-------
Rafhlöður fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormssonhf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.