Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. október 1965 Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 4 mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. 1100 ÁRA AFMÆLI ÍSLANDS BYGGÐAR l>íkisstjórnin hefur flutt á Alþingi þingsályktunar- tillögu um 1100 ára afmæli íslands byggðar 1974, og er þar gert ráð fyrir, að hafizt verði handa um undirbún- ing veglegra hátíðahalda af því tilefni. í ræðu, sem forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, 41utti við fyrstu umræðu um málið, benti hann á nokkur verkefni, sem nauðsynlegt væri að leysa og skemmtilegt gæti verið að tengja þessum hátíðahöldum. Hann benti m.a. á, að enn væri ekki til heilleg og frambærileg ís- landssaga. Það er ekki vanza- laust fyrir þjóð, sem byggir tilverurétt sinn í jafn ríkum mæli á merkri sögu og menn- ingu, að ekki er til ítarlegt sagnfræðirit um sögu íslands byggðar. Vissulega er því full ástæða til að tengja samningu slíks verks fyrrnefndum há- tíðahöldum þar sem þetta mál hefur nú verið tekið upp með góðum fyrirvara og níu ár til stefnu. Forsætisráðherra benti einn ig á, að nauðsynlegt væri að *Koma hér upp nýju Alþingis- húsi og Stjórnarráðshúsi, og að ekki væri úr vegi að tengja slíkar byggingar 1100 ára af- mælinu. Vissulega eru þetta orð í tíma töluð. Við höfum margt þurft að gera á stutt- um tíma, og þess vegna hafa verkefni, sem þessi verið lát- in sitja á hakanum, en nú sýn ist ekki ástæða til þess leng- ur, og væri vel viðeigandi að hefjast nú handa um undir- búning þessara bygginga, og tengja þær veglegum hátíða- höldum 1974. Nýtt Alþingis- hús á ekki einungis að vera fuhdarstaður og vinnustaður þingmanna. Það þarf að gera þannig úr garði, að það minni á forna frægð elzta þings heimsins, og stuðla þannig að því fyrir sitt leyti, að kom- andi kynslóðir missi ekki tengslin við fortíð okkar og sögu. Því ber að fagna, að þessu máli hefur verið hreyft svo snemma, og af slíkri fyrir- hyggju og væntanlega verður það til þess, að hátíðahöldin 1974 verði hin veglegustu og fprnfrægri söguþjóð til sóma. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR ¥ dag eru tuttugu ár liðin frá því að stofnskrá Samein- uðu þjóðanna tók gildi. í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari varð krafan um ævarandi frið og aldrei oftar styrjaldir mjög ákveðin meðal þjóða heims, og þær bundust sam- tökum um að koma á fót al- þjóðasamtökum til þess að stuðla að því, að svo mætti verða. Margir voru svartsýnir á framtíð Sameinuðu þjóðanna í upphafi, ekki sízt með til- liti til örlaga Þjóðabandalags- ins, en nú að tuttugu árum liðnum er ekki hægt að segja annað en Sameinúðu þjóð- irnar hafi rækt hlutverk sitt vel, þótt takmarkanir þess- ara alþjóðasamtaka hafi greinilega komið í ljós, þegar um hefur verið að ræða átök milli risastórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og So vétr ík j anna. En Sameinuðu þjóðirnar hafa haft mikilvægu hlut- verki að gegna við friðar- gæzlu í ýmsum hlutum heims. Má meðal annars minna á aðgerðir þeirra í Kongó á sínum tíma, og á síðustu vikum og mánuðum hefur áhrifa þeirra gætt mjög í deilunni milli Indlands og Pakistan, og það var eindreg- in krafa Öryggisráðsins, sem varð til þess, að vopnahlé var gert í Kasmír. Þannig má með sanni segja, að þótt vonbrigðin hafi verið mikil á tuttugu ára ferli Sameinuðu þjóðanna, hafi árangurinn einnig verið mjög mikilsverð- ur, og að þessi alþjóðasamtök hafi fullkomlega réttlætt til- veru sína. Þeim þjóðum fer nú sífellt fjölgandi sem aðil- ar eru að Sameinuðu þjóð- unum, og eru innan þessara samtaka flest sjálfstæð ríki heims. Fyrir smáþjóð, sem okkur íslendinga, er starf Samein- uðu þjóðanna sérstaklega mikilvægt, og okkur ber að leggja áherzlu á að styrkja þær eftir mætti. Með því vinn um við bezt að eigin hag, og Sameinuðu þjóðirnar eru bezta vonin um að takast megi að skapa varanlegan frið í heiminum. UPPGANGUR Á AUSTURLANDI Á undanförnum árum hefur mikill uppgangur verið í atvinnulífi á Austurlandi, og er það auðvitað fyrst og fremst að þakka hinum miklu síldveiðum á miðunum und- an Austfjarðaströndum. Þess- ar síldveiðar hafa algerlega breytt lífskjörum fólksins í nautabani Spánar, E1 Cordó- bes, er hann steig út úr sex sæta, Piper Aztek, einkaflug- vél sinni á flugvellinum í Cordóbes, í síðustu viku. „Eg hef aldrei á ævi minni orðið eins hræddur". Cordó- bes átti við illviðri, sem hann og félagi hans, Manola, höfðu lent í á leiðinni, í 11.000 feta hæð. „Það er gott“, sagði Manolo, „að Cordóbes hefur lært að fljúga, því að hann varð að taka við stjórninni". Manolo rak höfuðið í mælaborðið, er mest gekk á, og rotaðist. „Ég vildi heldur mæta aftur öllum nautum, sem ég hef barizt við“, sagði Cordó- bes að lokurr. „en lenda í slíku aftur“. Það skal tekið fram, að Cordóbes hefur oftar en einu sinni slazast lífs hættulega í nautaati. „Fleygið þér hennar hátign í sundlaugina", sagði Bern- hard prins. Það var liðið að miðnætti, og allir voru i léttu skapi, en samt vildi þjónn- inn ekki verða við tilmælun- um. Því varð prinsinn loks að ganga sjálfur til verks. Hann þreif til Júlíönu Hol- landsdrottningar, og hrinti í sundlaug Caravanserai gisti- hússins. Áður hafði prinsinn sjálfur kastað sér í sundlaug- ina í öllum fötum, og flestir gestirnir höfðu farið að dæmi hans, án þess að malda í mó- inn. Allir hjálpuðust að við að draga hennar hátign á þurrt land. Næsta morgun sendi hótelstjórnin sundmenn til að bjarga þeim skartgripum gest anna, sem eftir lágu á sund- laugarbotninum. „Mér líkaði illa við hana“, sagði Tony Curtis, er hann ræddi nýlega við fréttamenn við Marilyn Monroe. „Hún var raunverulega illkvittin. Þá var hún ekki með réttu ráði. Hún hafði vöxt fullorðinnar konu, en heila fjögurra ára barns. Hefði hun ekki haft svona fallegan barm, þá hefði hún verið sett á geðveikra- hæli“. Frönsku fréttamennirnir, sem hlýddu á þessa frásögn, fengu síðan að heyra, að Tony skiftir um föt, áður en hann sezt upp í einhvern bíla sinna, sem eru sjö — einn fyrir hvern dag vikunnar. Cordóbes — í flugvélinni í ævisögu sinni, sem nú er verið að búa undir prentun, segir Elizabeth Taylor: „Ég trúi alls ekki á hjónaskilnaði — ég veit, að það kemur mörgum einkennilega fyrir sjónir, að þetta skuli vera mín ummæli“. Um hjónaband sitt og með Nicky Hilton, segir Taylor: „Hveitibrauðsdagarn- ir stóðu í tvær vikur — ég ætti reyndar að segja, að hjónabandið hefði staðið í tvær vikur“. Um hjónaband sitt og brezka leikarans Michael Wilding segir: „Hjónaband okkar líktist mest sambandi ungrar systur við eldri bróð- ur“. Um þriðja hjónaband sitt, með Mike Todd, kvikmynda- framleiðanda, sem lézt í flug- slysi, segir: „Hann var stór- kostlegur maður“. Setningin um fjórða eigin- manninn, söngvarann Eddie Fischer, segir: „Hjónaband okkar var mistök“. Um núverandi eiginmann, Richard Burton, segir Liz: ,Það er svo mikill kraftur í honum — hann er eins og hvirfilvindur. Ég kalla hann Charlie Chaim“. Aðalleikkonunni í „Funny Girl“ fannst það ekki fyndið. Barbara Streisand, söngkona, lýsti því yfir, að hún gæti ekki trúað því, að „lögin leyfðu, að starf hennar væri notað gegn henni sjálfri". Hún krafðist 2.250.000 dala (rúml. 90 millj. ísl. króna) af Trans World Airlines fyrir að hafa notað nafn hennar í aug- lýsingarskyni. TWA hefðu auglýst, að „Barbara Strei- sand myndi syngja í flugvél- um félagsins", — af segul- bandi, auðvitað. Flugfélagið heldur því hins vegar fram, að það hafi fengið fullt leyfi Columbia-plötu- fyrirtækisins, sem gefur út plötur Streisand, til að birta auglýsinguna. Hún heldur því hins vegar fram. að enginn hafi spurt sig leyfis, og því hafi hún verið niðurlægð í augum al- mennings, og gerð að athlægi — svo ekki sé minnzt á fyrir- litningu þá, sem hún hafi siðan mætt. þessum landshluta, sem hafði fram til síðustu ára dregizt mjög aftur úr öðrum hlutum landsins í allri atvinnuupp- byggingu. í gær birtist hér í blaðinu viðtal við Sverri Hermanns- son, varaþingmann Sjálfstæð- isflokksins fyrir Austurlands- kjördæmi, og í þessu viðtali sagði hann m.a: „Það er augljóst mál, að Austurland er á hraðri upp- leið í öllum efnum. Gífurlega margt er þar ógert og sumt vangert, en skilningur er á því, að ekki verður áorkað í einu öllu því, sem þarf að gera á skömmum tíma, allra sízt þegar haft er í huga, að þessi landshluti hefur verið á eftir öðrum í flestum grein- um. Ástæðan fyrir því er auð- vitað steinrunnið afturhald Framsóknarflokksins, sem réð þar ríkjum alfarið um ára- tugaskeið. Austfirðingar eru nú að losna úr hinum gömlu afturhalds- og einvaldsklóm, og geta nú loks um frjálst höf uð strokið, enda sýna hinar gífurlegu framkvæmdir og framtak einstaklinga þar eystra, að langvinnri aftur- haldsáþján hefur ekki tekizt að draga úr mönnum kjark og áræði.“ Vafalaust er það rétt mat hjá Sverri Hermannssyni, að ein meginástæðan fyrir því, að uppbygging á Austurlandi var ekki eins hröð eftir síð- ara stríðið eins og í öðrum landshlutum, er sú, að aftur- haldsstefna Framsóknar- flokksins hefur ráðið þar ríkj um um of. Formaður Fram- sóknarflokksins hefur verið þingmaður fyrir Austurlands kjördáemi eða hluta þess í þrjá áratugi, og Framsókn- armenn hafa verið þar í al- gerum meirihluta. Það er þess vegna mjög athyglisvert, að einmitt í þeim landshluta, þar sem þeir hafa mestu ráðið, hafa minnstar framfarir orð- ið og ekki verður veruleg breyting á því, fyrr en á allra síðustu árum. Á Austurlandi ríkir nú grózkumikið atvinnulíf, sér- staklega við sjávarsíðuna. — Bændur hafa að vísu orðið fyrir þungum búsifjum af völdum kals í túnum í nokk- ur ár, en þó hefur uppbygg- ing í landbúnaði einnig orðið mikil að undanförnu. Austfirðingar eru nú loks- ins að losna úr þeim viðjum, sem Framsóknarmenn hafa haldið þeim í í áratugi, og væntanlega verður hinn mikli uppgangur þar nú til þess, að þeir geri enn frekara átak til þess að losa sig við hin miklu áhrif Framsóknarmanna har.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.