Morgunblaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 20
MORCU N BLAÐIÐ Sunmvdagur 24. októíier 1963 r 20 V'. - .4 . ~,T « '• " ^ * 'iii- r** !*•-<■ ' '■l-'-..';.; ■'.■■• Æsa Karlsdóttir Árdal skrifar FRÉTTABRÉF FRÁ STOKK HÖLMI Stokkhólmi í októfber. 'HÉR eru á döfinni málaferli, sem munu vekja athygii víðs vegar um heim. Sænskur maður að nafni Rolf Lager, 'búsettur í Södertálje, rétt sunnan við Stokkhólm, hefir nýlega hafið málaferli gegn hinu stóra iyfjafrámleiðslu- fyrirtæki Astra, sem selur lyf í fjölmörgum löndum. Rolf Lager hefir farið í skaðahóta- mál við Astra fyrir hönd fjög- urra ára sonar síns, Rolf Arne Lager, sem er 100% ör- yrki vegna skaða orsakaðra af lyfjum, sem voru framleidd af lyfjagerðinni Astra. Forspjall þessa máis er þetta: Árið 1960 kom á markaðinn nýtt lyf, róandi meðal, sem einnig var ætlað að vera gott svefnmeðal. Áhrif þess voru áhtin góð barnshafandi kon- um, sem þjáðust af svefnleysi og ýmsum öðrum óþægindum. Meðalið var upprunalega þýzkt en var 'framleitt með sérieyfi í ýmsum löndum og selt með mismunandi nöfnum, t.d. thalamid, contergan eða neurosedy, sem það var kall- að í Sviþjóð. Eins og allir vita var þetta upphaf mikils harmleiks, því að lyfið reyndiit mjög hættu- legt fóstrum hir.na barnshaf- andi kvenna. Konur þær, sem höfðu neytt iyfsins á meðan á meðgöngutímanum stóð, einkum ef það hafði átt sér stað fyrstu mánuðina, fæddust oftast vansköipuð börn, sum rnjög vansköpuð. Það kom Ijós, að þótt neyzla lyfsins hefði verið mjög lítil, kannske aðeins örfáar töílur, hlaut fóstrið skaða og gat fæðzt t.d. án handleggja, fingur- laust, fótalaust eða á einhvern annan hátt ekki rétt skapað. Vorið 1962 var í Svjþjóð skyndilega sett bann við sölu á iyfinu neurosedy. Dag einn í apríl voru dagblöðin full af stórletruðum frásögnum um hinar hörmuiegustu afleiðing- ar af meðali þessu. Þá var enn fremur skýrt frá því, að enn biðu margar konur, sem hefðu tekið meðalið, eftir því í óvissu og ótta að fæða börn, sem sennilega yrðu neuro- sedynsköðuð. í Svíþjóð eru um 100 neurosedynsköðuð börn, en alls munu vera í heiminum milli 7000 og 10000, sem þannig er ástatt fyrir. begar þessar tölur eru nefndar má þó ekki gleyma því, að um 50% af neuroseydnsköðuðum börnum dóu þegar sem ung- börn eða fæddust andvana. í Svíþjóð var stofnaður fé- lagsskapur árið 1962 til hjálp- ar og aðstoðar við neurosedyn- börnin og fjöiskyldur þeirra. Féiagið heitir Föreningen för de Neurosedynskadade og hefir um 2?0 meðlimi. For- maður samtakanna er Lars Nyman og hefir hann góðfús- iega gefið mér ýmsar upplýs- ingar um þessi mál. Hann sagði mér meða] annars, að í Svíþjóð væru 3000 til 4000 fullorðnir, sem væru neuro- sedynskaðaðir. betta er fólk, sem hefir lengri eða skemmri tíma tekið meðaiið og hlotið taugaskaða af. Aðaleinkenni þessarra skaða eru, að tilfinn- ingin hverfur úr fingrum og tám og dofi þessi eða tiifinn- ingaleysi getur breiðzt út. Meðlimir Neurosedynfélagsins eru aðailega foreldrar neuro- sedynskaðaðra barna, full- orðnir, sem hafa beðið skaða af lyfinu og svo 2 til 3 tugir áhugamanna, sem ekki hafa sjálfir orðið fyrir skaða né eignazt sköðuð börn en vilja samt hjálpa og aðstoða eftir getu. Tilgangur samtakanna er aðallega tvískiptur: í fyrsta ]agi sá, að hjálpa foreldrum barnanna að ná samibandi við sjúkrahús, lækna og félags- ráðgjafa. og að skapa sam- vinnu og kynni meðal þeirra sjálfra. Þetta siðasta atriði er mjög mikilvægt, þar sem þetta fólk hefir sama vand- ann að ráða fram úr, sams konar áhyggjur, sé hægt að komast þannig að orði, — og sömu hagsmuna að gæta. Hinn aðaltilgangur félagsins er meira hin lagalega hlið málsins. Koma þar til greina og eitt af börnum þessum verður að fara sína eigin leið, miðað við skaða og örorku hvers og eins og um leið möguleika hans. Þetta mun vera fyrsta mál- sóknin gegn framleiðendum Jyfsins neurosedyn, sem hefir vaidið svo þungum örlögum 'fyrir svo marga. Rolf Lager í Södertalje hefir sagt við blaðamenn, að það sé ekki í hefndarskyni ,að hann stefnir Astra, né heldur vegna pen- inga þeirra, sem sonur hans kann að fá í skaðabætur, heldur mest til þess að koma af stað betra eftirliti með nýjum lækningalyfjum. Ann- ars er hér um að ræða >&aða- bætur fyrir algera örorku. Hversu há skaðabótakrafan verður er enn ekki ákveðið. og aihliða reynslu á þvi, og án nægilegrar rannsóknar hvað snerti önnur áhrif af því, en þau, sem beinlínis stóðu í sambandi við notkun þess sem róandi meðals og svefnmeðals. Málaferli þessu eru mjög merkileg og þýðingarmikil, þar eð búizt er við, að úrslit þeirra skapi lagalegt fordæmi (prejudikat), ekki einungis í Sviþjóð heldur alþjóðlega, fyrir önnur hliðstæð mála- ferli, sem koma á eftir. Þess vegna fylgjast nú um 20.000 foreldrar neurosedynskaðaðra barna, víðs vegar um heiminn með þessum málaferlum og bíða úrslitanna með eftir- væntingu. f iok september skýrði Þetta er Mari litia fyrir að&erðina........og eftir. ýmsar rannsóknir og tilraunir að fá skaðabætur og vaka yfir hétti hinna sköðuðu barna. Þessi böm fá ekki neinar ör- orkubætur, því að sænsk ]ög, segja, að maður verði að vera minnst 16 ára gamall til að fá örorkubætur. En Lars Nyman sagði mér, að for- eldrar barna, sem væru mjög sköðuð, gætu íengið í hjúkr- unarlaun 2.500 sænskra króna á ári, önnuðust þeir börnin sjálfir í heimahúsum. Það má hjálpa mörgum þess- arra barna með sérstakri um- önnun og umhugsun, langri og þrautseigri þjálfun og með gervilimum. Slíka þjálf- un, hjúkrun og umönnun er oítast ókleift að veita börn- um í heimahúsum, og þurfa mörg þeirra stöðugt að vera undir hendi lækna og sér- fræðinga. Eins og gefur að skilja, veltur það á fjárhags- ástæðum foreldranna, hversu mikið má gera fyrir þessi börn og um leið fyrir framtið þeirra. Enn eru neurosedyn- börnin ekki komin á skóla- skylduaidur en brátt kemur að því, og hvað verður þá? Framtíðin veidur foreldrum þessara' barna mikilla áhyggna. Þau geta ekki geng- ið í skólann eins og önnur börn, sem eru frísk_ og rétt sköpuð. Mörg þeirra geta samt eflaust orðið nýtir þjóðfélags- þegnar, sem í framtíðinni geta séð sjálfum sér fanborða, fái þau menntun, sem er við þeirra hæfi og líkamlegu getu. Því miður verður slík mennt- un mjög dýr, þar sem hvert Samkvæmt venju er 500.000 sænskar krónur hámarksupp- hæð greidd af tryggingum við 100% örorku og heíir því í þessu sambandi verið talað um upphæð allt að hálfri milljón sænskra króna, sem réttmæta kröfu. Ef Astra verður dæmt til skaðabóta í máli þessu, munu foreldrar annarra neurosedynskaðaðra barna í Svíþjóð koma með kröfur gegn því, sem samtals geta numið allt að 50 milljón- um sænskra króna. Áður en stefnan var lögð inn hjá ráðhúsréttinum í Södertálje hinn 17. september sl., var haldinn í Stokkhólmi alþjóðlegur fundur, þar sem sátu formenn félagssamtaka fyrir neurosedynsköðuð börn í Sviþjóð, Þýzkalandi, Eng- landi og Noregi. Var þar m.a. rætt um það, hversu mikil- væga þýðingu úrslit þessara málaferli hafa, ekki aðeins í Svíþjóð, heldur viða um lönd. í stefnunni er stuðzt við sænsk lög um lækningalyf, sem segja, að lækningalyf megi ekki „við eðlilega not- kun hafa í för með sér skaða, sem stendur í röngu hlutfalli við hin tilætluðu áhrif“. Og óneitanlega er skaði hins fjögurra ára drengs, sonar Rolfs Lager, í öfugu hlutfalli við hin róandi og svæfandi áhrif sem meðalinu var ætlað að veita móður hans. í stefn- unni segir ennfremur, að það verði að líta svo á, að fyrir- tækið Astra hafi gert sig sekt um vanrækslu, er það hóf sölu á lyfi þessu án nauðsynlegrar sænska sjónvarpið og dag- blöðin frá óvenjulegri lækn- isaðgerð, sem gerð var fyrir þremur mánuðum á fjögurra ára garoalli stúlku, sem hafði þegar á fósturskeiðinu skað- azt af neurosedyn. Þegar bún fæddist var annar handlegg- urinn örlítill og samanskropp- inn og höndin beygð inn ag kroppnum. Aðgerð þes«a gerðu tveir sænskir læknar, þeir Magnus Báckdahl, sem er docent við Karolinska sjukrahuset og Karl Nordin, sem er sérfræðingur í kjálka- beinafræði (kákortoped) og kennir við Tannlæknaháskól- ann. Aðgerðin var gerð á hin- um skaðaða handlegg og hef- ir það í för með sér, verði árangurinn góður, að litla telpan fær nýjan og nothæf- an handlegg. Þetta var gert á þann hátt, að það var tekið: rifbein úr brjóstkassa litlu telpunnar og það látið komá í stað leggsins, sem vantaði í hinn samanskroppna íram- handlegg.. Báckdahl læknir hefir skýrt frá því, að sjálf að- gerðin að setja og græða rif- beinið inn í handlegginn, sé ekki sérlega erfið. Það sé und- irbúningurinn undir aðgerð- ina, sem sé mikilvægasta at- riðið og geti sá undirbúning- ur tekið marga mánuði, jafn- vel hálft ár. Með stálfjöður sem eins konar spelk, er reynt að venja höndina svo að hún snúi rétt ög ennfremur að mýkja upp vöðva, sem hafa skroppið saman. Þessi stál- fjöður verður að sitja rétt all- an tímann, og þar veltur allt á þolinmæði og þrautseigju móðurinnar eða þeirra, sem annast barnið. Jafn mikilvægt er, að barnið beri stálfjöðrina á réttan hátt, marga mánuði eftir aðgerðina, eða þangað til handleggurinn er orðinn styrkur. Aðgerðin á Mari litlu, en svo heitir stúlkubarnið, var gerð um miðjan júní í sumar. Henni hefir farið mikið fram og nú getur hún rétt úr hand- leggnum og gripið um hluti. Ekki er vitað, hvernig hand- leggurinn vex með árunum, er enn of snemmt að segja ákveðið, hvort aðgerðin héfir heppnazt eða ekki, segir Báckdahl læknir. Fyrst að ári liðinu, er hægt að sjá, hvort handleggurinn verður starfhæfur þegar til lengdar lætur. Verði árangurinn góð- ur, getur verið, að um það bil 50 önnur neurosedynbörn í Sviþjóð geti fengið hjálp með aðgerð af svipuðu tagi. Mari litla hefir nú fengið nytt rifbein í stað þess, sem tekið var úr brjóstkassa henn- ar og sett inn í handlegginn, en því er þannig háttað, að sé tekið burt rifbein vex nýtt í staðinn. Stokkhólmi í októíber Í965 Ælsa Karlsdóttir Árdal. I Bfaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Lynghagi Lindargata Vesturgata I Vesturg. II Fellsmúli Nökkvavogur Hvassaleiti 1-29 Tjarnargata Suðurlandsbraut Barðavogur Oðinsgata Akurgerði SIMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.