Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 25

Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 25
SunfttjSagur 24. október 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 Eiginmaðurinn les upp úr blaði fyrir konu sína: — Hérna stendur, að nýlega hafi komið í leitirnar bréf frá Napoleon til konu hans Maríu Lovísu. — Hvað ertu að segja mafftir. Já, það þarf sannarlega að bæta póstþjónustuna eitthvað. rK Dómarinn: — Drekkið þér fyr- ir alla peningana, sem þér vinnið yður inn? Fyllibyttann: — Nei, nei. í>að fer talsvert í sektir. Þessi saga gerðist í stríðinu. ' Frakki og Þjóðverji voru að veiða á stöng sinn hvorum meg- in í ánni Rín. Þjóðverjinn varð ekki var en Frakkinn veiddi hvern fiskinn á faetur öðrum. Þetta grammdist Þjóðverjanum og kallaði hann því vestur yfir ána og spurði Frakkann, hvernig hann fari að veiða öll þessi ösköp. — Það er ofur einfalt mál, anzaði Frakkinn. — Hérna meg- in mega fiskarnir opna munn- inn. ~)< ' A mæðrafundi í Skotlandi gerði fyrirlesarinn þá fyrirspurn til kvenanna, hvort þær teldu heppilegra, að gefa börnum móð- urmjólk eða kúamjólk. Reis þá ein af konunum uþp og sagði: — Maðurinn minn segir, að móðurmjólkin sé heppilegri, vegna þess að hún sé alltaf ný, engin hætta á að henni verði stolið af tröppunum á morgn- ana og engin þurfi að eiga það á hættu, að kötturinn komist í hana. Þessum rökum gat engin kven- anna mótmælt. Móðirin: — Hvort eplið lang- ar þig mest í Nonni minn? Nonni: — Það stærsta mamma. Móðirin: — Ó, Nonni minn, það er ekki kurteisi að segja svona. Þú átt að segja það minnsta. Nonni: -— Mamma, á maður virkilega að skrökva til þess að vera kurteis? Einu sinni kom Horthy, aðmír áll, ríkisstjóri í Ungverjalandi í heimsókn til Rómaborgar. Við það tækifæri sagði Mussolini við hann: — Hvers vegna berið þér að- mírálstitil, þar sem Ungverja- land á engan flota? — Hvers vegna eru ítalir að Iburðast með að hafa fjármálaráð herra,? anzaði Horthy. 63/ Leikhúshárareiðsla SARPIDONS SAGA STERKA —Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Nú sér Sörli jarl, að Serapus hefir rofið fylkingu hans og drepið merkismanninn. Verður hann afar reiður og ryðst um fast, svo að á lítilli stundu drep- ur hann tuttugu manna. Eirir Serapus því illa og fer til móts við hann. Verður atgangur þeirra harður, og berast sár á þá báða. Þetta sér Karbúlus og veður að jarli og höggur um þverar herðarnar, svo búkurinn fellur í tveim hlutum niður til jarðar. Nú er að segja af jarlssyni sjálfum. Meðan þessu fór fram var hann ekki aðgjörðalaus með öllu. Hann barðist af öruggum hug og miklu kappi. Hjó hann og Iagði á tvær hendur og hlóð valkesti af dauðra manna búk- um. Tók nú fylking Viktors konungs að hrökkva fyrir. Þyk ist hann nú sjá, að eigi muni hann sigur fá, ef Sarpidon yrði eigi af ráðinn. Því sækir hann móti honum, og finnast þeir. Konungur höggur þá til jarls- sonar, en hann hljóp í loft upp og missti konungur hans. Hann hjó þá til konungs um leið og tók af honum höndina vinstri. Konungur varð þá ofsareiður og hjó aftur til jarlssonar, en hann hljóp í loft upp til hliðar, og missti konungur hans. Hjó hann þá aftur til konungs og af honum hina hendina. Þá mælti jarlsson: „Nú máttu sjá, hvað guðir þínir eru mátt- ugir að hjálpa þér.“ Síðan hjó hann höfuðið af konungi. JAMES BOND —Eftir IAN FLEMING — Þetta er allt mér að kenna, ég veit það er allt mér að kenna. -— Þessu er öllu lokið núna og þakkaðu guði fyrir, að þeir skyldu láta þig í friði. Gleymdu þessu og við skulum heldur at- huga, hvað við getum gert af okkur, þeg- ar ég verð rólfær. — Ég hélt, að þú myndir aldrei fyrir- gefa mér þetta. En þú ræður. JÚMBÖ ~K— K- Teiknari: J. M O R A Mennirnir, sem Júmbó sá gegnum rif- una, voru alveg eins og þeir væru ný- komnir af kjötkveðjuhátíð. Hefði þetta verið á leiksviði, þá hefði maður ekkert orðið undrandi....en þarna.....nei, þarna féllu þeir alls ekki inn í umhverfið. Það fór hrollur um Spora. — É-ég h-eld, að þetta séu vofur, tautaði hann fullur skelfingar. — Hvernig getum við annars skýrt þetta? — Svona, svaraði Júmbó um leið og f inn myndaði hátt trompethljóð með rananum, sem hann hafði lagt fast að rifunni. KVIKSJÁ ~X— Fróðleiksmolar til gagns og gamans Þegar „svarta frelsishreyfing in“ fór fyrst að tala um dýna- mit, vissi hún ekki livað hún átti að sprengja fyrst í loft upp, þar sem þetta virtist allt svo auðvelt. Hvað um „frelsisklukk una“ í Fíladelfíu eða alla 152 tniinnisvarðana í Washington. Hreyfingin hafði áður fengið loforð frá Michelle Duclos, sem var kanadísk sjónvarpsstúlka í Quebec, þess efnis að hún skyldi útvega dýnamitið. Og það er engin efi á því, að þetta hefði allt gengið að óskum, ef einn af helztu mönnum hreyf- ingarinnar hefði ekki verið njósnari fyrir lögregluna. Mað- ur þessi hét Ray Cook og hafði fengið skipun um, strax og hann hafði lokið prófi í lög- regluskólanum í New York, að setja sig í samband við vinstri sinnaðar hreyfingar, eins og t.d. „svörtu frelsishreyfinguna.“ Á skömmum tíma hafði Cook látið mikið að sér kveða og sýnt svo mikið hatur á lögregl- unni, bæði í orði og verki, að hann fékk inngöngu I „svörtu frelsishreyfinguna.“ Upp frá þessu fengu bæði lögreglan í New York og Kanada daglega skýrslur um framtíðaráætlanir hreyfingarinnar. ^Þramh.i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.