Morgunblaðið - 24.10.1965, Side 28
28
M0RGUN2LAÐIÐ
Sunnudagur 24. október 196
Langt yfir skantmt
eftir Laurence Payne
um við hendurnar hvor á öðrum,
upp og niður til að leggja á-
herzlu á ánægju okkar.
— Þú ekur, sagði ég við
Saunders, þegar við gengum í
rigningunni að bílnum, sem við
höfðu skilið eftir á ólöglegum
stað. — Ég þarf að hugsa!
— Hvert eigum við að fara?
Aftur í Chartfield Avenue?
—Nei, heldur niður á Chelsea
bakkann .... hvar sem hann nú
kann að vera.. ..Ég leit í vasa-
bókina mína og sagði honum,
hvert fara skyldi.
Eitt verð ég að segja Saund-
ers til hróss: hann ekur bíl eins
og galdramaður. Við vorum
komnir yfir Putneybrúna og
vorum farnir að sniglast eftir
Nlýju Konungsgötu, áður en ég
gat litið við.
Með minnisbókina á hnjánum
fór ég að fara yfir málið, hægt
og bítandi. Enda þótt við hefð-
um raunverulega einskis orðið
vísari, var það svo skrítið, að
ég var ekkert óánægður með
framgang okkar. Eitt var ég
viss um: Þetta var alls ekki
morð af alvanalegasta tagi —
ef annars morð eru það nokk-
urntíma. í fyrsta lagi það, að
byssa var þarna til staðar —
það benti ekki til þess, að þetta
hefði verið neitt venjulegt elsk-
enda-rifrildi. Venjulegt fólk
gengur ekki með skammbyssu
upp á vasann... venjulegur elsk
andi er miklu vsíari til að seil-
ast eftir einhverju barefli.....
skörung eða kertastjaka með
blýi í fætinum .... eða ef hvor-
ugt er til, þá er að minnsta
kosti alltaf kvensokkur hand-
bær, sem hægt er að herða að
hálsinum á konunni ... en ekki
byssa. Byssa er hlutur, sem
menn bera ekki á sér nema í
einum tilgangi, enda aflagar það
fötin á manninum að ganga með
hana upp á vasann.
Eftir því litla, sem við viss-
um þegar Úrsúla Twist, gat
það alveg eins verið til, að hún
hefði þarna ekki verið neinn
saklaus áhorfandi, og ég var
alveg tilleiðanlegur til að halda,
að hún hefði látið lífið, flækt í
flókið net, og þessi byssukúla
hefði átt sér langan aðdraganda.
Ég braut heilann um þetta
árangurslausa viðtal við David
Dane. Ég gat ekki annað en
hugsað um það. En sennilega
hafði hann pottþétta fjarveru-
sönnun. En það var nú alltaf
gaman að hlusta á það sem
menn gátu logið upp. Hinsvegar
gat hann líka verið einn þess-
ara náunga, sem hafa aldrei
n--------------------------D
8
□--------------------------□
neina fjarverusönnim frá nokkr
um hlut: hann gat hafa verið
á bíó og enginn séð hann, eða
sitjandi heima hjá sér að lesa
einhverja góða bók, eða jafn-
vel að skrifa bók ... lítinn, lærð
an bækling undir titlinum:
„Hvernig á að þurrka höfuð
kunningja síns. í þremur
kennslustundum.“ Ég var bú-
inn að fá þetta þurrkaða höfuð
á heilann. Að rpinu viti hlaut
’hver sá maður, sem gat geymt
slíkan hlut upp í lampagrind,
og búið svona einn síns liðs,
afbrigðileg skepna, og hananú!
En kannski var þetta rétt hjá
honum Saunders, að þetta hefði
bara verið þurrkaður laukur, og
það væri ástæðan til þess, að
allir gluggar voru opnir — að
(VÖRUORVALj
------Ny'”--
ORVALSVÖRUR
Ö. JOHNSON & KAABER HF
hann þyldi ekki þefinn af lauk!!
En einhvernveginn vildi ég
ekki fallast á þetta. Ef hann
eyddi mestallri ævinni í að anda
að sér fersku lofti, eins og hann
var að reyna að telja okkur trú
um, mundi hann ekki líta út
eins og hann hefði eytt mest-
allri ævinni í neðansjávarklefa
í If-höllinni. Þessir gluggar
höfðu verið opnir af einhverri
sérstakri ástæðu, og sem meira
var: Hann hafði opríað þá þeg-
ar hann þeyttist upp á loftið
áður en hann bauð okkur inn,
og lézt vera að loka hundinn
inni.
Ég sagði, hægt og rólega: —
Heyrðu, Saunders, ef mikið ó-
loft væri hér inni í bílnum á
þessari stundu, hvernig mund-
irðu fara að því að losna við
það í fljótu hasti?
Hann var heila eilífð að
hugsa út svarið ,en loksins kom
það: _— Ég mundi opna glugg-
ann. Á ég kannski að draga nið-
ur rúðurnar?
— Ekki nema þér þyki þess
þurfa. En fannstu nokkurn þef
þarna í íbúðinni náungans?
— Hjá honum Dane? Jú, það
var virkilega einhver þefur þar,
þegar þú minnist á það, en ég
kem honum bara ekki fyrir mig,
enda var þetta mjög dauft.
— Var hann vondur eða góð-
ur, viðbjóðslegur, súr, reykelsi,
tóbak ... Hvaða þefur var það?
Hann var að hægja á sér og
gægjast yfir mig þveran að hús-
númerum við götuna.
— Hér er það, sagði hann og
benti á þrílyft, lögulegt hús,
með tröppum, sem lágu upp að
gulri útidyrahurð. Hann stanz-
aði og drap á vélinni. Ég leit á
hann.
— Þessi lykt? Gaztu ekki
fundið hver hún var?
— Mér fannst eins og hálf-
sæt.
Hann hristi höfuðið. — Nei,
— Reykelsi?
það var nú eitthvað algéngara.
— Ekki þó eucalyptus? sagði
ég og horfði á vasaklútinn, sem
hann hafði tekið upp og var
gegnvættúr af því efni. — Ég
furða mig mest á því, að þú
skulir finna nokkra lykt, svona
kvefaður.
Við klifruðum út úr bílnum
og stóðum andartak og störðum
j á ána og Chelseabrúna, sem var
okkur til vinstri handar.
— Þetta er góður staður. Ég
hefði ekkert á móti því að eiga
heima einhversstaðar hérna.
Saunders tók lítt undir það.
— Þetta er bölvað kvefbæli, í
öllum rakanum frá ánni. Ég
átti sjálfur heima þarna yfir í
Battersea einusinni, og mér leið
aldrei almennilega meðan ég
var þar.
— Þú ert búinn að eiga alls-
staðar heima um dagana, er það
ekki?
— Það vantar lítið á það, ég
flutti nú þrisvar á árinu 48, gat
hvergi kunnað við mig, en nú
hangi ég fastur á veðláni á hús-
inu, svo að ég kemst víst ekki
burt, fyrr en lappirnar ganga á
undan. •
Ég leit aftur á ána, en sneri
síðan við og gekk upp tröppurn-
ar að gulu hurðinni, en yfir
henni hékk, eins og eitthvert
Damoklesar sverð, vírkarfa full
af dauðum blómum.
— Þetta er laglegt, sagði Saun
ders.
BARNAÆVINTÝRIÐ
' ’ >. vU*-£:' •> 'V ^
u,
<&ití
ctn ueiöLumctnó
DÖGIJM saman höfðu Bossi og Bassi legið á pabba sínum
og mömmu og þrábeðið þau um að mega fara út á akrana
og leika sér, en á hverjum degi hafði pabbi svarað:
— Nei, meðan veiðimennirnir eru á ökrunum okkar,
megið þið ekki hlaupa þar um. Þið verðið að bíða þangað
til veiðitíminn er úti.
Pabbi þeirra var nefnilega glúrinn héri, sem kunni
mörg erfið orð, og vissi auk þess, að það er stórhættulegt,
hverjum héra að vera að flækjast úti á ökrunum þegar
veiðimennirnir eru þar á ferð, með byssurnar
sínar. Þessvegna urðu þessir tveir litlu héra-
ungar, hann Bossi og hann Bassi, að gera svo
vel að vera heima og láta sér leiðast þar, þang-
að til pabbi segði einn morguninn: í dag er
beljan komin út. Þá eru með öðrum orðum
engir veiðimenn á ferð. Þá megið þið hlaupa
út og leika ykkur.
— En gætið þið nú að ykkur, að refurinn
taki ykkur ekki, kallaði mamma þeirra á eftir
þeim, um leið og þeir hlupu út.
Og þeir þutu af stað. Á fleygiferð yfir
stokka og steina. Þetta var nefnilega í fyrsta
sinn, sem Bossi og Bassi fengu að fara út einir síns liðs.
En þegar þeir höfðu leikið sér um stund, sáu þeir eitt-
hvert stórt dýr, sem stóð lengra inni á akrinum.
— Skyldi þetta vera refurinn, sem hún mamma var að
vara okkur við? sagði Bossi. Hvorugur þeirra Bassa hafði
nokkurntíma séð ref eða vissi, hvernig hann leit út. — Ég
veit það ekki, svaraði Bassi, — en hann á að minnsta kosti
ekkert að vilja inn á akurinn okkar, og ef þetta er refur,
þá rekum við hann burt, því að mamma getur áreiðanlega
ekki þolað refi.
Þeir hluþu nú að þessu stóra aðkomudýri og æptu:
— Hvað ert þú að gera hérna á akrinum okkar? Ef þú ert
refur, skaltu bara hypja þig burt ,því að við viljum ekki
sjá refi á okkar akri!
— Hægan, hægan, sagði stóra aðkomudýrið, — í fyrsta
lagi er ég enginn tefur.og í öðru lagi á ég akurinn sjálf.
Bændurnir mínir hafa gefið mér hann.
— Það getur nú varla verið, sagði Bossi, — því að pabbi
hefur sjálfur sagt, að það sé okkar akur. En ef þú ert ekki
refur, ertu þá kannski veiðimaður?
— Heldur ekki það, svaraði stóra dýrið, — ég er bara
ósköp alvanaleg belja. En nú megið þið ekki ónáða mig
lengur, því að ég er búin að standa inni í fjósi, dögunum
saman, og hlakka til að koma aftur út í grængresið. Því að
meðan veiðimenn eru á akrinum þorir bóndinn ekki að láta
mig vera hérna. Hann er hræddur um, að þeir skjóti mig.
— Haha! sagði Bossi, — þá er bóndinn með öðrum orð-
um eins glúrinn og pabbi, því að við megum heldur ekki
vera hérna nema utan veiðitímans.
Lakkskór á telpur
Stærðir: 22—29.
Litir: Rauðir, hvítir, svartir.
Teknir upp á mánudag.
SKÚHÚSIÐ
Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88.
Bankastræti, á horni Þingholtsstrætis.