Morgunblaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. nóv. 1965
Slys á Winnipegvatni
VESTURTSLENZKA blaðið Lög-
berg-Heirnr.kringla skýrir frá
stærsta og hörmulegasta slysi,
sem komið hefur fyrir á Winni-
pegvatni síðan gufubáturinn
Princess fórst fyrir meir en
hálfri öld. Stýrimaðurinn einn
komst af eftir miklar þrenging-
ar, en hann náði landi á fleka
raeð líkið af skipstjóranum og
bar að í nánd við fiskver Páls
H. Paulsson og Fjólu konu
hans, sem hjúkruðú honum.
Meða! þeirra niu, sem fórust var
Björgvin Ágúst Hólm, vélstjóri
58 ára og frá Winnipeg.
iáturinn Suzanna E var á leið
norður vatnið að sækja fisk og
kominn úr skjóli eyjanna þegar
snjóbylur og ofsaveður skall á.
Segir stýrimaðurinn, Clifford
Everett, að skipstjórinn hafi
reynt að snúa til baka, en þá
hafi veðrið og risaháar bylgjur
skollið á hlið bátsins og hvolft
honum. Flestir bátsverjar voru
í káetum sínum, en strax og bátn
um hvolfdi brotnaði hann í
tvennt og sökk á nokkrum augna
blikum. Komust skipstjórinn,
stýrimaður og tvitugur piltur á
flekj af stýrishúsinu. Þetta gerð-
ist kl. 10 á föstudagskvöld.
Hrakti mennina þrjá á flekan-
um lengi, þar til þeir komu ná-
læg; Deerey. Sleppti pilturinn þá
flekanum og reyndi að synda
þangað, en fannst ekki aftur.
Hina tvo hrakti á flekanum fram
undir morgun súður til Black-
eyjar, en klukkustund áður en
þeir náðu iandi dó kapteinninn.
Everett dró líkið á land og haltr-
aði á sokkaleistunum yfir grjót
og snjó, þar til hann kom að
fiskiðjuveri Páls H. Paulson.
Fjóia, kona hans hlynnti að hin-
um þjakaða manni, en Páll fór
á fiskibáti sínum til að síma og
tilkynna slysið. Stýrimaðurinn,
sem er 24 ára gamall, var svo
hraustur, að hann neitaði að fara
í sjú.krahús eftir þessar 8—10
tíma þrengingar og volk í köldu
vatninu.
SiprSur Ólais-
son í Hornn-
firði lútinn
í FYRRADAG lézt í Landspital-
anum Sijurftur Ólafsson, fyrrum
útgerðarmaftur í Höfn i Horna-
firfti, 76 ára aft aldri.
Sigurður Ólafsson stundaði sjó
sókn og útgerð frá Hornafirði um
áratuga skeið, og frá árinu 1942
til dauðadags hafði hann með
höndum afgreiðslu Flugfélags ís-
lands í Hornafirði, hin síðari ár
í félagi við Þorbjörn son sinn.
Sigurður var Jandskunnur sjó
maður á árum fyrr, en hin sið-
ari ár varð hann að dveljast að
mestu innan húss vegna veikinda
í fótum. Hann var með afbrigð-
um vinsaell maður og gestrisinn,
og áttu fáir svo leið um Horna-
fjörð, að þeir ekki kæmu við á
heimili hans.
Spilakvöld i
Garðaholti
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða-
og Bessastaðahrepps heldur spila
kvöld fimmtudagskvöldið 11. nóv.
kl. 8,30 í Garðaholti. Félagar,
fjölmennið og takið með ykkur
gesti!
— Stjórnin.
Sorpbreiuislu-
stöð veröur reist
ú Akureyri
AKUREYRI, 9. nóv.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam
þykkti á fundi sínum í dag bók-
un bæjarráðs, þar sem bæjar-
ráð ákveður, að nú þegar verði
hafinn undirbúningur að bygg-
ingu fullkominnar sqrpbrennslu-
stöðvar í bænum, og felur bæjar
stjóra og bæjarverkfræðingi að
vinna að nauðsynlegum athug-
unum í því sambandi. Skal að
því stefnt, að framkvæmdir geti
hafizt á næsta ári. — Sv. P.
Dægurvísa
saga úr Reykjavtkurlilinti
Ný skdldsaga eftir Jakobínu Sigurðardóttur
KOMIN er út ný skáldsaga eft
ir Jakobínu Sigurðardóttur,
Daegurvísa — saga úr Reykja-
víkurlífinu. í kynningu á sög-
unni segír að þetta sé nútíma-
Umræður um embættisveitingu
í bæjurstjdrn Hufnorljarðnr
Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- frá með fjórum atkvæðum gegn
arfjarðar í gær (undir dagskrár-
lið um umfeiðarmál) bar
Kristján Andrésson, bæjarfull-
trúi kommúnista, fram tillögu
um að mótmaela veitingu á bæj-
arfógetaembaettinu í Hafnar-
firði. Var tillögu þessari vísað
í GÆR var lægðarsvæðið
suðvestur af íslandi hreyfing
arlítið og sömuleiðis hæðin
við strönd Norðaustur-Græn-
laads. Þess vegna eru horfur
á suðaustlægri átt og þíð-
viðri áfram. Hiýjast var í
Síðumúla í Hvítársíðu, 10
stiga hiti, og víða sunnan-
lands var átta til níu stiga
hiti. Þoka var við austur-
ströndina, en vindur hægur,
svo að veioiveður hefur verið
þar og ætti að haldast í dag.
tveimur eftir nokkrar umræður.
Þá er þess að geta, að Jón
Finnsson, fulltrúi hjá embætti
bæjarfógeta í Hafnarfirði og
sýslumannsins í Gullbringu- og
Kjósarsýslu. hefur nú sagt starfi
sínu lausu.
Mbl. hafði samband við Jón í
gær og kvaðst hann segja af
sér í mótmælaskyni við ný-
afstaðna veitingu embættisins.
Enn fremur hefði Guðni Guðna-
son, fulltrúi, sagt upp starfi sínu
svo og sex aðrir starfsmenn við
embættið.
„Frimerkí“
komið út
NÝLEGA er komið út nýtt hefti
af FRÍMERKI, tímariti fyrir frí-
merkjasafnara. Þar er m.a. grein
um póststimpla í Reykjavíte
eftir Sigurð H. Þorsteinsson og
Þáttur úr póstsögu íslands eftir
Magna R. Magnússon. Margar
fréttakla'usur og smágreiaar um
frímerki og frímerkjasöfnun eru
i ritinu.
saga úr Reykjavík, sem fjalli
svo til eingöngu um íbúa Iítils
húss við lítið áberandi götu í
Reykjavík, jafnt þá sem í kjall-
aranum og risinu búa eins og
húseigendur og þeirra skyiduljð
á miðhæðinni, gamalmenni mið»
aldra fóik, fólk í blóma aldurs
síns og loks unglinga og börn —
fólk af misjafnri gerð og við
misjáfnar aðstæður, með mis-
jöfn lifsviðhorf.
„Þarna er engin sérstök sögu-
hetja“, segir ennfremur, „en allt
á þetta fólte sín vandamál, sínar
minningar, sínar vonir sína
drauma og þrár. Þar er enginn
fullkomitm @g enginn syndasel-
ur, en allar persónur náttúrleg-
ar, mannlegar, enda mun kjarni
bókarinnar vera sá, að sjálft
lífsundrið sé dásamtegt og í
rauninni dýrlegt að lifa og vera
til.“
Fyrsta bók Jakobínu Sigurðar
dóttur, „Kvæði“, kom út 1960,
og á síðastliðnu ári kom út e€t-
ir hana smásagnasafn, „Punkt-
ar á skökkum stað“.
Bókin er 176 bls. að stærð.
Útgefandi er Skuggsjá.
f s.I. viku var framkvæmdur
óvenjulegur uppskurftur í
Saigon, er 8 cm. sprengja, ó-
sprungin, var fjariægð úr baki
bónda eins, Nguyen Van
Ctiinh. Hér sjást læknar aft-
stoða hann eftir uppskurðinn
Heppinn í happ-
drætti
Akranesi, 8. nóvember.
NÚNA nýlega vapn maður einn
hér í bæ í Happdrætti DAS
nýjan bíl, að minnsta kosti 200
þús. króna virði. Þetta er ekki
í fyrsta sinni, sem hann hlýtur
happdrættisvinning. í vor vann
hann 100 þúsund krónur í Happ-
drætti Háskóians.
Sá hefur nú aldeilis sagnar-
anda. — Oddur.
Líðan hinna
slösuðu
MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér l
gær upplýsinga um líðan þeirra,
sem slösuðust í umferðarslysum,
í Reykjavík og Kópavogi á mánu
dag. Líðan Ágústu Jónsdóttur, 81
árs, sem varð fyrir bíl í Álfheim
um, var sögð óbreytt. Hún vac
með meðvitund, en hefur hlotið
mikla áverka og beinbrot. Báðir
fætur hennar brotnuðu fyrir neð
an hné, sprunga er í öðrum læc
leggnum, og senniiega. hefuc
mjaðmagrindin brotnað. Þá hiaufc
hún einnig áverka á höfði.
Líðan Bjarna Bjarnasonar, sem
slasaðist í árekstri á gatnamót-
um Skipasunds og Holtavegar,
var sögð eftir atvikum. Hanu
fékte mikið bögg á höfuðið, ent
var með fullri rænu í gær. —
Oddgeir Þórarinsson, 72ja ára
gamall maður, sem varð fyrir bíl
á Kópavogsbraut, var sagðuc
mikið slasaður, en hano mun
hafa meiðzt alvarlega á höfði.
Felgnhringor...
ekhi felga
í MBL. í gær var skýrt frá dauða
slysi í Siglufirði og sagt, að felga
hefði hrokkið í höftið Björns
Ólafssonar og orðið homim að
bana. Hið rétta var, að fetgu-
hringur hrötek. í Jaöfuð honutn.