Morgunblaðið - 10.11.1965, Page 3
Miðvikudagur 10. nóv. 1965
3
mm +%*%**** **
M iS K %3 4J
*% 1 A m*
MJ ám á*k iJ
iD
Í GÆR var tekinn í notkun
nýr íþróttasalur í Breiðagerð-
isskóla, hinn stærsti hér í
Reykjavík, þar til íþróttahöll-
in í Laugardal verður tekin í
notkun. Meðal gesta sem við-
staddir voru opnunina, var
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri.
Salurinn er 18x33 metrar að
stærð, en honum má svo
skipta í tvennt með tvöföldu
plasttjaldi, þannig að hægt er
að hafa tvo bekki í leikfimi
á sama tíma. Er þetta tjald
hið fyrsta sinnar tegundar
hér á landi, en þau eru nú
mikið notuð á hinurrf Norður-
löndunum. Áhaldaherbergi
eru tvö og eru þau í sitt hvor-
um salarhelming. Þá eru fjög-
ur búningsherbergi og ItVÖ
böð.
Séð yfir nýja íþróttasalinn í Réttarholsskóla.
Stærsti íþrdttasalur borg-
arinnar tekinn í notkun
fyrir augum, að einnig skapist
þar aðstaða fyrir íþróttafé-
lögin til æfinga, en eins og
kunnugt er, eru flestir salir
hér í borg of litlir til þess.
Skiptingin á salnum verður
þannig í framtíðinni, að frá
morgni til kl. 6 síðdegis verða
Réttarholtsskóli, Breiðagerðis
skóli og Álftamýrarskóli með
leikfimiskennslu í salnum, en
síðan fá íþróttafélögin salinn
til afnota.
Öll Reykjavíkuríþróttafélög
in fá þarna tíma en hverfis-
félagið Víkingur þó flesta eða
24 tíma. Þá fær H.S.Í. þarna
tvo tíma fyrir landsliðið, því
að með tilkomu þessa vallar,
eru ferðir landsliðsins óþarfar
í . íþróttahúsið á Keflavíkiur-
flugvelli.
Stefán Kristjánsson, sem
ráðinn er íþróttafulltrúi
íþróttahús þetta er fyrsti íþróttasalir skólanna verði
liðurinn í þeirri áætlun, að eftirleiðis byggðir með það
Leikfimikennararnir Árni Njálsson og Kristín Helgadóttir
ásamt Ástráði Sigursteinsdórssyni skólastjóra.
Reykjavíkur, mun verða milli
göngumaður skólanna og
íþróttafélaganna, varðandi
notkun á salnum. Hann skýrði
fréttamönnum frá því í gær,
að nú væri annað slíkt íþrótta
hús á teikniborðinu og ætti
það að rísa við Vogaskóla.
Yrði það jafnstórt og þetta,
en yrði þrískipt í stað tví-
skipta, eins og væri hér.
Teikninguna af hinu nýja
íþróttahúsi gerði Skarhéðinn
Jóhannesson, sem einnig teikn
aði Réttarholtsskólann, í sam-
vinnu við Þorstein Einarsson
íþróttafulltrúa, verktaki var
Ármann Guðmundsson, en
Byggingardeild borgarverk-
fræðings hafði umsjón með
verkinu fyrir hönd Reykja-
víkurborgar; Bygging skólans
hófst 1963 og er byggingar-
kostnaður við það 14,25 millj.
króna.
„Iceland Review44
ísl. frímerkjum
NÉTT heftl af ICELAND
REVIEW er komið út, mjög
vandað að efni og útliti eins og
áður. Að þessu sinni er það
helgað íslenzkum frímerkjum
. að nokkru, birtir viðtal við póst
©g símamálastjóra, Gunnlaug
Briem, flytur grein um íslenzk
frímerki — fyrr og nú, eftir
Jónas Hallgrimsson, stutt viðtal
við bandarískan frímerkjakaup-
xnann um íslenzk frimerki og
segir frá frímerkjasölu póst-
þjónustunnar. Ennfremur birt-
ist í ritinu heil síða litmynda af
fslenzkum frimerkjum, m.a.
Surtseyjarseriunni, og mun það
i fyrsta sinn að slík litprentun
birtist í blaði útgefnu á íslandi.
Hefur þetta hefti þegar vakið
mikla athygli islenzkra frí.
merkjasafnara — og er ICE-
LAND REVIEW eina .ritið, sem
gefið er út á ensku — og birtir
reglulega þátt um islenzk frí-
merki.
Þá er í ritinu grein um Slysa-
varnafélag íslands og hið giftu-
drjúga starf þess eftir Elínu
Pálmadóttur, blaðakonu. Nefn-
ist greinin á ensku ,,On the
Stormy Atlantic“, og fylgja
henni myndir af björgun áhafn-
arinnar af brezka togaranum
Sargon frá Grimsby, ■ teknar úr
kvikmyndinni um björgunaraf-
rekið við Látrabjarg. Fram-
ganga íslenzkra björgunarsveita
hefur oft vakið athygli erlendis
og er hér brugðið upp glöggri
mynd af sögu og starfi Slysa-
varnafélagsins í máli og mynd-
um.
1 heftinu er einnig grein um
stærsta jökul Evrópu, Vatnajök-
ul, prýdd fjölda góðra mynda
eftir Magnús Jóhannsson og
Mats Wibe Lund jr.
Viðtal er við bandaríska sendi-
herrann, James K. Penfield, um
ferðalög hans á íslandi, en hann
hefur ferðazt um landið þvert og
endilangt, meira en þorri íslend-
inga. Þar se.gir sendiherrann frá
því, sem hann hefur séð athyglis
verðast á ferðalögum sínum.
Heimsókn bandarísku geimfar-
anna og ferð þeirra að Ösikju er
einnig gerð góð skil í þessu hefti
ICELAND REVIEW — með
helgað
myndum eftir Ól. K. Magniússon,
Kára Jónsson og Kjartan Thors.
Og ennfresmur er viðtal við
Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoð
unarstjóra, um ljósmyndun á
íslandi og möguleikana, sem land
ið gefur til þeirrar iðju.
í þessu hefti er einnig íslenzkt
fréttayfirlit síðustu mánaða í dag
'blaðsformi, en þessi þábtur, sem
hófst í næst-síðasta hefti rits-
ins, hefur hlotið góðar móttökur
erlendra lesenda. Björgvin Guð-
mundsson skrifar ýtarlega grein
Akureyri, 9. nóv.
LAUGARDAGINN 6. þ.m. var
haldinn á Akureyri fundur full-
trúa kaupstaða og stærri kaup-
túna á Norðurlandi. Var fundur
þessi í framhaldi af ráðstefnu
um atvinnumál Norðurlands,
sem haldinn var á Akureyri 29.
og 30. maí í vor.
Á fundinum mætti Bjarni Ein-
arsson sem fulltrúi Efnahags-
Um utanríkisviðskipti íslendinga
og fylgir henni tölulegt yfirlit
yfir viðskipti landsins við hin
ýmsu ríki, einikum með tiilliti til
EFTA. Peter Strong, fram-
kvæmdastjóri American-Scandi-
navian Foundation í New York,
ritar grein um minningarsjóð
Thors Thors og framtíðarverk-
efni sjóðsins, grein er um SIM-
RAD, sem ekki á hvað minmstan
iþótt í byRingu þeirri, sem orð-
ið hefur í síldveiðum Islendinga
Á kápusíðu, þessa heftis ICE-
LAND REVIEW er mynd af frí-
merki þvi, sem gefið var út í til
efni 20 ára afmælis lýðveldisins.
Ritið er prentað á góðan mynda-
pappír, útlit og frágangur til
fyriirmyndar.
stofnunarinnar, er falið hefur
verið að vinna að framkvæmda-
áætlana. Einnig mættu á fund-
inum fulltrúar frá Alþýðusam-
bandi Norðurlands.
Fundurinn fól undirbúnings-
nefnd að starfa áfram í sam-
vinnu við Efnahagsstofnunina við
gerð framkvæmdaáætlunar fyrir
Norðurland. — Sv. P.
Fundur um atvinnumál
Norðurlands á Akureyri
K í\ K S1M \ \ I!
Viðskiptin við Rússa
Nú í vikunni fara fram viS-
ræður í Moskvu milli fulltrúa is-
lenzku og sovézku ríkisstjórn- -r
anna um nýjan viðskiptasamn-
ing milli landanna, en þær við-
ræður stöðvuðust í sumar eins og
men',i muna, þar sem tilboð Sov-
étríkjanna þá var gersamlega
jóaðgengilegt fyrir Islendinga.
Nú benda líkur til að hægt verði
að ná hagstæðum sanmingum,
þar sem Sovétríkin hafa svarað
tilboði, sem íslenzka ríkisstjórn-
in gerði í október en í þessu
svartilboði Sovétstjórnarinnar er
gengið mjög til móts við óskir
islendinga í þessum efnum. Það
eru vissulega ánægjuleg. tíðindi,
ef samningar nást nú um áfram-
haldandi viðskipti við Sovétrík-
in. Þau hafa verið okkur hag-
kvæm á undanförnum árum og
vafalaust munu alUr sammála
um það hér á landi, að æskilegt
sé að halda þeim viðskiptum á-
fram. Engum getum skal að þvi
leitt, hvað olli stirfni Sovétstjórn
arinnar í sumar, en ljóst er, að
það tilboð, sem hún nú hefur
gert, er miklu meira í samræml
við óskir íslendinga heldur en
þær tillögur, sem hún gerði fyrr
í sumar. Þess vegna hljóta menn
að vona, að nú takist samning-
ar, og áframhald verði á við-
skiptum islands og Sovétrikj-
anna.
Þáttur kommúnista
En þótt betur horfi nú um við-
skipti við Sovétríkjn en fyrir
nokkru, hefur hlutur kommún-
ista hér á landi í þessum málum
ekki batnað, og óskhyggja ein
hjá þeiin að halda, að þeir getí
á nokkurn hátt breytt yfir þá
niðurlægingu, sem þeir hafa orð-
ið fyrir í sambandi við viðskipta-
mál þessara tveggja landa. —
Kommúnistar komu heim í fyrra
sumar af fundi í Moskvu og boð-
uðu „stóran nýjan viðskipta-
samning“ við Sovétríkin, sögðu
að hægt væri að selja niðursuðu-
Yörur fyrir 200 milljónir króna,
og sendu áróðursdindla sína um
Norðurland vestra, þar sem at-
vinnuástand hefur verið erfitt,
og lofuðu þar gulli og grænum
skógum. Þrátt fyrir mikla eftír-
gangsmuni af íslands hálfu, stóð
á efndum á þessu loforði komm-
únista austur í Moskvu, og í
samningaviðræðunum í Moskvu í
sumar kom greinilega í ljós, að
hér var aðeins um áróðursblekk-
ingar einar að ræða, sem ekkl
virtust eiga sér nokkra stoð á
veruleikanum.
Urðu að athlægi
Hinn ábyrgðarlausi leikur
kommúnista hér á landi með
þessi mikilvægu hagsmunamál
íslenzkrar þjóðar er auðvitað al-
varlegt mál, og sýnir glögglega
hversu langt þeir ganga í póli-
tískum áróðrí sínum. En þótt
samningar takist nú í Moskvu,
hafa kommúnistar orðið að al-
geru athlægi. Boðskapur þeirra
um „stóran, -ýjan viðskipta-
samning" við Sovétríkin hefur
reynzt orðin tóm, og slíkir érfið-
leikar hafa orðið á samningum
við Sovétríkin að þessu sinni,
að með ólikindum er, miðað við
Ioforð félaga Einars fyrir rúmu
ári. Menn munu fagna því, ef
viðskipti takast við Sovétríkin á
ný, en við höfum einnig lært
nokkuð af öllu þessu máli, sér-
staklega það, að ekkert mark er
takandi á boðum flokksdeildar-
innar hér á landi. Hún situr eftir
með sárt ennið og í framtíðinni
verður ekki á hana hlustað, þeg-
ar hún talar um aukin viðskiptí
austur á bóginn.