Morgunblaðið - 10.11.1965, Side 14
14
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. nóv. 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
I Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
ÍAskriftargjald kf. 90.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 5.00 eintakið.
VIÐSKIPTASAMNING-
AR VIÐ RÚSSA
• k stæða er til þess að fagna
því að betrj horfur eru nú
á að viðskiptasamningar tak-
ist við Rússa um kaup á ís-
lenzkum afurðum. Um skeið
leit út fyrir að mjög hefði
dregið úr áhuga Rússa á við-
skiptum við íslendinga. Stakk
það mjög í stúf við fullyrð-
ingar íslenzkra kommúnista-
leiðtoga í fyrrahaust, sem
fullyrtu að Rússar væru
reiðubúnir til þess að kaupa
stóraukið magn af íslenzkum
sjávarafurðum.
Á samkomu, sem haldin
var í tilefni af afmæli rúss-
nesku byltingarinnar síðast-
liðinn laugardag í einu af
kvikmyndahúsum höfuðborg-
arinnar, - skýrði rússneski
sendiherrann hér frá því, að
Rússar hefðu nú sent ís-
lenzku ríkisstjórninni nýtt til
boð um viðskiptasamning.
Væru Rússar albúnir að gera
nýjan þriggja ára viðskipta-
samning, sem gerði ráð fyrir
kaupum á allmiklu magni af
frystum fiskflökum, heilfryst
um fiski, freðsíld, saltsíld og
niðursuðuvörum. Mun sam-
kvæmt þessu tilboði verða um
að ræða svipuð viðskipti og
verið hafa síðustu árin milli
Sovétríkjanna og íslands.
Af hálfu íslenzkra stjórnar
valda hefur verið stefnt að
því að halda við viðskiptum
okkar við Sovétríkin. Enda
þótt þessi viðskipti hafi að
verulegu leyti byggzt á vöru-
skiptum, hafa þau að ýmsu
leyti verið íslendingum gagn-
leg. f>að er mjög þýðingar-
mikið fyrir íslenzkan sjávar-
útveg, sem stendur að mestu
leyti undir útflutningsfram-
leiðslu okkar að eiga markaði
sem síðast fyrir afurðir sínar.
Það er meginstefna íslend-
inga í viðskiptamálum, að
vilja kaupa við alla sem við
okkur vilja verzla, með skap-
legum og eðlilegum hætti.
Hin mikla framleiðsluaukn-
ing sem orðið hefur hér á
landi síðustu árin skapar
ekki sízt nauðsyn þess að
unnið sé að því af fullri festu
að treysta eldri markaði og
vinna nýja.
Ýmislegt bendir líka til
þess að kommúnistaríkin
muni brátt fúsari til frjálsra
viðskipta en áður, og vissu-
lega væru viðskipti við þau
ánægjulegri þegar vöruskipt-
um væri hætt.
EMBÆTTIS-
VEITING
j tilefni af því að Einari Ingi-
mundarsyni, bæjarfógeta á
Siglufirði, hefur verið veitt
sýslumannsembættið í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og
bæjarfógetaembættið í Hafn-
arfirði, rekur Tíminn upp
mikið óp í gær og segir, að
hér sé um að ræða „gróft
pólitískt hneyksli“. Segir
blaðið að öll sýslunefnd
Gullbringu- og Kjósarsýslu
hafi skorað á dómsmálaráð-
herra að veita Birni Svein-
björnssyni embættið, og þar
á meðal hafi verið margir
framámenn Sjálfstæðisflokks
ins. Engu að síður er veiting-
in að dómi Tímans pólitísk,
og gerð í flokksþágu Sjálf-
stæðisflokksins.
Að sjálfsögðu eru skoðanir
alltaf meira og minna skiptar
um það hverjum veita beri
embætti, þegar fleiri en einn
sækja. Um embættaveitingar
eru engar fastar reglur, held-
ur er það ein af embættis-
skyldum viðkomandi ráð-
herra að meta það, hverjum
veita beri embættin, og hlýt-
ur hann þá að verða að gera
upp við sig, hverjum hann
treystir bezt til að gegna því
vel, jafnvel þótt hann kunni
að treysta öllum umsækjend-
um.
Oft er að vísu höfð hlið- (
sjón af embættisaldri, og að
því er hann varðar, þá var
Einar Ingimundarson skipað-
ur bæjarfógeti á Siglufirði
1952, en Björn Sveinbjörns-
son settur sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu 1956.
Um þriðja umsækjandann er
það að segja, að hann hefur
lengstan embættisaldur, en
hins vegar eru ekki nema fá
ár þangað til hann er kom-
inn yfir aldurshámark em-
bættismanna og af þeirri
ástæðu auðvitað nokkuð vafa
samt að velja hann til að
taka við einu af erfiðustu em-
bættum landsins, þótt hann
sé góður embættismaður,
enda telur Tíminn ekki að sá
umsækjandi hefði átt að fá
embættið heldur Björn Svein-
björnsson.
Annars er aðalatriði máls-
ins auðvitað það, að enginn
efast um, að Einar Ingimund-
arson muni gegna vel þessu
embætti. Til þess hefur hann
bæði nægan dugnað og aðra
hæfileika.
*
SLYSAALDAN
FÆRIST
í AUKANA
CJlysaaldan hækkar enn. Má
^ segja að um og eftir síð-
ustu helgi hafi keyrt um
Sukarno, Indónesiuforseti, ásamt dr. Subandrio, fyrsta varaf orsætisráðherra og utanríkisráð-
herra sínum. Báðir eiga nú í vök að verjast vegna þeirrar ák vörðunar indónesiska hersins að
uppræta kommúnistaflokk lan dsins, og virðist Sovéstjórnin nú styðja herinn i þeirri viðleitni!
USSR styður herinn
gegn kommúnistum
— telur rétt, að dregið verði úr áhrifum
kínverskra kommúnista í Indónesíu
Djakarta, 2l2. október — AP
SOVÉTSTJÓRNIN mun hafa
beint þeim tilmælum til ráða-
manna indónesíska hersins, að
hann vinni að því að uppræta
áhrif kommúnistaflokks landsins.
Flokkurinn styður, eins og kunn-
i ugt er, Pekingstjórnina. Segist
) fréttamaður AP-fréttastofunnar,
Antoine Yared ,hafa þessar
fregnir eftir áreiðanlegum heim-
ildum.
Munu starfsmenn sovézka
sendiráðsins í Djakarta hafa
gengið á fund æðstu manna hers
ins, og lýst því yfir, að Sovét-
stjórnin styðji þá í baráttunni
gegn kínverskum kommúnistum,
sem reynt hafi að steypa stjórn
landsins með byltingu, fyrir
nokkrum vikum.
Tveir heimildamanna Yared
segjast sjálfir hafa verið við-
staddir, er sovézku sendiráðs-
mennirnir skýrðu frá því, að
þeir þættust hafa vissu fyrir því,
að byltingartilrauninni hefði ver
ið stjórnað frá Peking.
Her Indónesíu hefur haldið
áfram handtökum kommúnista,
eftir byltinguna, þrátt fyrir mót-
mæli Sukarnó, forseta.
Fundur sá, sém að ofan getur,
mun hafa verið haldinn að beiðni
æðstu manna hersins, en þeir
munu hafa efast um, hvort Sov-
étstjórnin myndi halda áfram
hernaðaraðstoð við Indónesíu, ef
gengið væri milli bols og höfuða
á kommúnistaflokk landsins.
Undanfarið hefur verið á lofti
orðrómur, þess efnis, að Sukarno
hafi í hyggju að stofna nýjan
kommúnistaflokk í Indónesíu,
sem ekki styðji neitt erlent ríki
umfram annað.
Átök á landamærum Chile
og Argentínu
Santiago, Ohile, 8. nóv.
NTB—AP.
• UM helgina kom til átaka
milli landamæravarða frá Chile
og Argentínu í landamærahér-
aðinu Laguna del Desierto syðst
í S-Ameríku. Sakar hvort ríkið
hitt um að eiga upptök að átök-
unum og AP — fregnir frá Chile
herma, að flugvélar hafi verið
sendar á vettvang með nokkur
hundruð hermanna liðstyrk.
Verða flugvélarnar að lenda í
hafnarbænum Puerto Asien, sem
er um 300 km. norður af átaka-
svæðinu, þar sem engir flugvellir
eru nær. Frá Puerto Asien munu
herr.iennirnir halda áfram með
flutningabifreiðum og á hest-
baki. Er yfir hrjóstrug og illfær
fjöll að fara mestan part leið-
arinnar.
Landsvæði þetta hefur lengi
verið um deilt og hafa Bretar
•iengzt af reynt að miðla málum
milli ríkjanna, al'lt frá því þess
var farið á leit við Viktoríu
drottningu. árið 1896. Ekki alls
fyrir löngu var fjallað um mál-
ið fyrir brezkum dómstólum.
Á laugardag urðu stjórnir
Chile og Argentínu ásáttar um
að senda sameiginlega nefnd til
átakasvæðisins og skyldi hún
kanna ástandið og reyna á staðn-
um að athuga, hvort ekki væri
hægt að draga skýrari marka-
línur árekstrarlaust. Höfðu þeir
Arturo Illio, forseti Argentínu
og Eduardo Frei, forseti Chile,
haldið fund um mál þetta í sl.
mánuði og þá orðið á eitt sáttir,
að mál þetta yrði að leysa ann-
aðhvort með dómsúrskurði eða
gagnkvæmum samningi ríkj-
anna.
í NTB frétt í kvöld segir, að
u.þ.b. 1000 manns hafi gert að-
súg að sendiráði Argentínu í
Santiago í dag og brotið þar
( Framhald á bls. 17
þverbak í þessum efnum.
Fjögur dauðaslys urðu á ör-
fáum dögum, þar af þrjú
umferðarslys. En auk þess
urðu mörg önnur umferðar-
slys, sem kunna að leiða til
örkumla eða dauða.
Þetta er svo- alvarlegt
ástand að það jaðrar við al-
gert öngþveiti. Þrátt fyrir þá
hörmulegu atburði sem gerzt
hafa undanfarnar vikur lítur
ekki út fyrir nein þáttaskil í
þessum efnum. Slysin verða
aðeins tíðari. Óvarkárnin og
ábyrgðarleysið heldur áfram.
Börn og gamalmenni verða
ósköpunum að bráð.
Það væri rangt að kenna
þeim, sem ökutækjum
stjórna einum það öryggis-
leysi sem nú setur svip sinn
á umferðarmálin hér. Gang-
andi fólk á sinn þátt í því.
Fjöldi fólks virðir engar um-
ferðarreglur. Það lítur hvorki
til hægri né vinstri þegar það
gengur yfir götu.
Úr ríkjandi öngþveitis-
ástandi verður ekki bætt
nema með stóru og alvarlegu
átaki alls almennings. Þjóðin
verður að leggja það á sig að
virða og læra umferðarregl-
ur. Þetta gildir jafnt um þá
sem ökutækjum stjórna, og
hina sem fótgangandi ferðast.
Það ástand sem nú ríkir 1
þessum efnum hér á landi er
ekki samboðið siðmenntuðu
fólki.