Morgunblaðið - 10.11.1965, Page 17

Morgunblaðið - 10.11.1965, Page 17
Miðvikudagur 10. nóv. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Framtíð negranna í Suðurríkjunum HAFA mannréttindalögin haít jákvæð áhrif á stöðu negranna í suðuríkjunum? Geta þeir búist við betri stöðum í atvinnulífinu og meiri áhrifum á stjórnmála- sviðinu? í leit að svörum við þessum, og mörgum öðrum spurningum, hafði fréttamaður „U.S. News & World Report“ viðtal við öld- ungadeildarþingmanninn Her- itian E. Talmadge frá Georgiu- fylki. Talmadge er manna kunn- ugastur mannréttindamálum í suðurríkjunum, en áður en hann var kjörinn til þings árið 1956, hafðj hann verið ríkisstjóri í Georgiu um margra ára skeið. Úrdráttur úr viðtali þessu fer hér á eftir, en í því dregur Tal- madge upp mynd af ástandinu eins og það er í dag, og ræðir um framtíðarmöguleika negr- anna í suðurríkjunum. — Eiga negrarnir einhverja framtíð í suðurríkjunum? — Negrar hafa alltaf átt fram- tíð þar. — En eru ekki stöðugir fólks- flutningar þaðan? — Fáeinir flytjast, en meiri- hlutinn heldur þó kyrru fyrir. — Hefur blökkumaðurinn i suðurríkjunum sömu möguleika og sá hvíti? — Það byggist auðvitað fyrst og fremst á hæfileikum hans og umhverfi. Hinir fjölmörgu lækn ar, lögfræðingar, bankamenn og happasælir verzlunarmenn af þeirra kyni, eru sönnun þess að negrar hafa fullt eins mikla möguleika í suðurríkjunum og hinir hvítu. Sérhver maður sem vill komast áfram í lífinu verður að treysta á sína eigin verðleika, mikla vinnu og stundum heppni. Mér er kunnugt um að minnsta kosti sjö milljónera í Atlanta Þér getið ekið í margar mílur í þeirri borg og séð íbúðarhús negra sem kosta allt að 100 þús und dali. Margar ne-grafjölskyld- ur hafa þjóna, einkaibílstjóra og sundlaugar. Ég álít að þetta sé góð sönnun þess, að negrar geti komið sér vel áfram í suður ríkjunum. — Er það aðeins í Atlanta, sem þessu er þannig varið? — Nei, þetta á sér stað víða fyrir sunnan, þó máske í iqinna mæli. Við höfum fjölmörg trygg- ingafyrirtæki ,banka og lána- stofnanir í eigu negra. Sömuleið- is höfum við marga blakka lækna tannlækna og lögfræð inga, sem í mörgum tilfellum hafa átt meira gengi að fagna en hinir hvítu kollegar þeirra. — Er það fyrst og fremst vegna þjónustu við kynbræður sína að þeim hefur tekist að safna auði? — Já, en viðskipti þeirra hafa einnig verið við þá hvítu. — En hvernig er afkoma hins almenna blakka borgara? — Yfir öll Bandarikin hefur mismunurinn á launurn hvítra og svartra aukizt, en að mínu áliti er þessu ekki þannig farið í suð urríkjunum. Tekjur bæði hvítra og svartra eru lægri í suðurríkj unum en fyrir norðan og hafa reyndar ekki náð meðallagi í 100 ár, en í dag er efnahagsþróunin mun örari fyrir sunnan en ann arsstaðar. Fátækt er víða í suður ríkjunum, en hún er ekki ein- skorðuð við negrana; hún nær einnig til þeirra hvítu. — Eru fleiri hvítir fátæklingar en svartir í fylki yðar? — Tölulega já, því hvítir íbú- ar í Georgíu eru þrisvar sinnum fleiri en svartir. Hlutfallslega eru þó svartir fátæklingar fleiri. — Virðast einhverjir láta sér annt um hina hvítu fátæklinga? — Augsýnilega ekki. I -ir hafa ekki stofnað með sér félagsskap og ekki er mér kunnugt um að þeir hafi nokkurntíma stofnað til óeirða út af átvinnuleysi eða slæmum húsakynnum. — Eru ekki fólksflutningamir aðallega úr sveitunum? — Jú. Miklar og róttækar breytingar hafa átt sér stað í landbúnaði síðustu árin. Vélvæð- ing hefur hafið innreið sína á öll- um sviðum og einmitt þetta hef- ur gert marga hvíta og svarta atvinnulausa. Áður fyrr var það Kosningar í Portúgal: Kjörsókn 60-70% FBokkur Salazars einn í framboði ykkur þá ábyrgð sem fylgir þess- um réttindurr\. Þið verðið að myndaflug ykkar og þroska þá mennta ykkur og börn ykkar, læra ýmsar iðnir, nota hug- eiginleika sem þið hafið til að bera.“ Ef leiðtogarnir gerðu þetta í stað þess að stofna til óeirða, þá mundum við fljótlega sjá fyrir endan á vandamálinu. Hér lýkur viðtalinu við Tal- madge, en hér á eftir fer grein um ástandið í stórborginni Chieago ,en einmitt þangað hef- ur negrastraumurinn úr suðuir- ríkjunum einna helzt legið. Höf- undur greinarinnar hefur komizt í nokkur kynni við negravanda- málið í Chicago, bæði á liðnu sumri og fyrir nokkrum árum. Athyglisverðar tilraunir hafa þar verið gerðar til að hjálpa óupp- lýstum negrabörnum, og verður þeirra getið hér í blaðinu síðar. Lissabon, 8. nóv. NTB — AP. • í GÆR, sunnudag, fóru fram þingkosningar í Portúgal og nýlendum rikisins í Afríku, Mozambique og Angloa. í fram- boði var aðeins einn listi — listi flokks Antonios Salazars, for- sætisráðherra, sem ríkt hefur nær einvaldur í landinu u.þ.b. þrjá áratugi. Kosið var um 130 þipgsæti, þar af 28 fyrir fulltrúa frá nýlendunum. • Framboð andstæðinga stjórn- arinnar höfðu verið dregin til baka, þar sem þeir töldu sig engan veginn fá viðunandi trygg ingu fyrir því, að kosningarnar yrðu frjálsar eða færu fram að lýðræðislegum hætti. Innanríkisráðherra Portúgals, Alfredo Dos Santos, skýr'ði svo frá í dag, að kosningarnar hefðu fyrst og fremst verið haldnar til þess að sjá hug þjóðarinnar til stefnu stórnarinnar í nýlendu- málunum og sýndi kjörsóknin, 60—70%, að hún nyti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Sagði Santos, a'ð úrslitin sýndu jafnframt að vegur stjórn- arandstöðunnar í kosningunum hefði ekki orðið ýkja glæsilegur, enda þótt hún hefði ekki dregið fi-amboð sín til baka. Sag’ði hann. að kosningarnar hefðu farið vel og friðsamlega fram, hvergi hefði borið á óeirðum eða skemmdarverkum, sem stjórnar- andstaðan hefði þó spáð. í AP- frétt segir, að þar sem kjörsókn hafi verið könnuð í LiSsabon, hafi hún verið 40—60%. Frá Mozambiaue berast.þær fregnir, að kjörsókn hafi verið 87% og í Angola 86—99%. — Utan úr heimí Framhad af bs. 14. nokkrar rúður. Lögregla hafi komið í veg fyrir, að frekari spjöll yrðu unnin á sendiráðs- byggingunni og dreift hópnum. Á öðrum stað í borginni var rif- in niður brjóstmynd af Domingo Sarminento, fyrrum forseta Ar- gentínu og henni varpað í Mapocho-ána. Skáldið frá Fagraskógi Endurminningar 16 samferðamanna um Davíð Stefdnsson — d vegum Kvöldvökuútgdfunnar Herman E. Talmadge. verkefni fyrir einn mann að plægja 15 baðmullarekrur og 10 kornekrur. í dag getur einn mað- ur á traktor afkastað meir en 100 ekrum á sama tíma. — Hafa fólksflutningar negr- auna til norðurríkjanna verið þeim til góðs? — Já, í sumum tilfellum, en ég álít þó að meirihlutinn hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þegar negri flytzt til norðurríkj- anna missir hann oft fótfestu. 1 suðurríkjunum á hann flesta sina ættingja og vini og þar hefur hann notið leiðsagnar bæði hvítra og svartra. Þegar hann flytur norðureftir glatar hann þessum nauðsynlegu félagslegu tengslum og fær lítið sem ekkert í staðinn. — Hefur afstaða til negranna í suðurríkjunum breytzt á síðari árum? — Fólk í suðurríkjunum gerir sér fulla grein fyrir því nú, að samþykktir stjórnar og þings eru orðnar að lögum. Þegar dómstól- arnir úrskurðuðu árið 1954 að all ir almennir skólar í suðurrikjuin um skyldu opnir fyrir negrum jafnt sem hvítum, þá var það mikið áfall fyrir hina hvítu. Þeir álitu nefnilega að dómstólarnir hefðu gert sér lítið fyrir og breytt stjórnarskránni. Nú ellefu árum síðar eru þeir enn ekki ánægðir með þennan úrskurð, en þeir gera sér grein fyrir því að að þetta er staðreynd, sem þeir verða að búa við. t— Er skoðun yðar að kynþátta- vandamálið muni fjara út er fram líða stundir? — Það byggist fyrst og fremst á því hvernig málin þróast. Með an sjálfskipaðir negraleiðtogar ferðast um landið og predika fyrl ir negrunum að !þeir séu niður- níddir, að þeir eigi rétt á betri atvinnu og húsnæði og ef þeir fái vilja sínum ekki framgengt, hafi þeir leyfi til að taka lögin í sínar hendur, þá er ekki séð hvernig við getum losnaö við þetta vandamál. Ef negraleiðtog- arnir segðu aftur á móti við kynbræður sína: „Þið hafið öll sömu réttindi o« hvíti maður inn. Ef þið viljið komast áfram í lífinu, verðið þið að tileinka KYÖLDVÖKUÚTGÁFAN gefur næstu daga út bók um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Bókina rita þessir menn: Árni Kristjánsson, pianóleikari: Fáin minningarorð. Þar lýsir höfundur Davíð á heimili hans. Heimsókn þeirra Davíðs að gröf Frödings og samveru þeirra í Svíþjóð. Árni er einn þeirra nú- lifandi manna, sem þefcktu Davíð bezt. Sr. Björn O. Björnsson: Boðun- arbræður. Sr. Björn segir frá skáldafélaginu Boðun, sem stofn- að var í Kaupmannahöfn. Hvern- ig Davíð gerðist meðlimur þess Og - birtir sýnishorn af fyrstu ljóðum hans eins og þau voru innfærð í iundargerðarbók fé- lagsins. Þá segir hann frá sam- vinnuskáldskap Davíðs og Hall- grims Hallgrímssonar. Hvernig ljóðið Nirfilinn varð til og hvern- ig Davíð og Ragnar Ásgeirsson læknuðu Hallgrím af illkynjuðu tannkýli á nokkuð óvenjulegan hátt. Brynjólfur Sveinsson. yfir- kennari: Höfðingi í riki íslenzkr- ar tungu. Þar lýsir höfundur samvinnu sinni við Davíð, sem prófdómanuda og vinnubrögðum Davíðs við prófarkalestur. Eiður Guðmundsson frá Þúfna- völHim: Ætt og uppruni. Þar segir frá umhverfi því sem Davíð ólst upp í, Fagraskógs- heimiliniu og ættmönnum skálds- ins. Einar Guðmundsson frá Hraun- um: Nokkrir æviþættir. 1 grein- inni lýsir hann æskuleikjum þeirra frænda, skólaveru og skrínulkosti iþeirra í Kaupmanna- höfn. Síðan rekur hann æviferil Davíðs í stórum dráttum og skýrir að lokum frá hvernig and- lát hans bar að. Helga Vaitýsdóttir, leikkona: Mín mynd af Davíð Stefánssyni. Leikkonan segir frá heimsókn sinni til Davíðs, og er hann skipti ‘bókum eftir föður sinn miili þeirra systra. Hulda Ásdís Stefánsdóttir, skólastjóri. Frá æskudögum. Hún segir frá æskukynnum þeirra Davíðs. Veru þeirra í Kaup mannahöfn. Ferðalagi úr Eyja- firði norður í Fljót, og hvernig fyrstu drög að Dalakofanum urðu ti‘1 á leið yfir Reykjaheiði. Kristján Jónsson, borgardómT ari: Með Davið var gott að vera. Þar segir frá hvernig ljóðið Skógarhindin varð tiL Páll Isólfsson: Á ströndinni. Höfundur segir frá samveru iþeirra í ísólfssikála og samvinnu iþeirra sem listamanna. Sr. Pétur Sigurgeirsson: Ég kveiki á kertum mínum. Þar segir frá hvernig þessi fagri sálmur varð til. Ríkharður Jónsson, mynd- höggvari: Ferð til Ítalíu með Davíð o.fl. Ríkarður segir frá ævintýrum þeirra Davíðs, Tryggva Svörvuðar og Valdi- mars frá Kálfaströnd í ferðinni. Hvernig Davíð gerðist barnfóstra í járnlbrautarlest. Heimsókn þeirra til pófa, komu í Bláa hell- inin, þegar Davíð lék Ishafs- menntastöðu, og segir m.a. frá hvernig kvæðið Krummi varð til og stefið í kvæðinu Það er bezt. Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri: Spekin fellur þeim óbornu arf. Þar segir höfundur frá samskiptum sínum sem útgefandi við skáldið, upplagafjölda og sölu einstafcra bóka o.fl. Þorsteinn Jósepsson, blaða- maður: Bókasafn Davíðs. Þar segir frá bókasöfnun Davíðs. Bókasafni hans og samaníburður gerður á safni hans og Þorsteina Þorsteinssonar. Einar Bjarnason, ríkisendur- skoðandi: Ættartala Davíðs Stefánssonar. Þá gefur Kvöldvökuútgáfan úit í haust bókina Myndir daganna, sem eru endurminningar séra Sveins Víkings, ritaðar af honium sjálfum. í bókinni bregður höf- undur upp ógleymanlegum myndum af bernsku sinni norður í Kelduhverfi. Bókin leiftrar af fjöri og gamansemi, en er jafrv- framt heiilandi sveitalífslýsing. Ágústdagar, heitir Ijóðaþóík, sem Kvöldvökuútgáfan gefur út eftir. Braga Sigurjónsison, banka- stjóra á Akureyri. Þetta er 7. bóik höfundar. í henni eru 42 ljóð. (Frétt frá Kvöldvökuútgáfunni) Davíð Stefánsson. prest, og hvernig ljóðið Katarína varð til. Sigurður Nordal. prófessor: Minningarorð og litið í gömul bréf. Höfundur segir frá sam- veru þeirra í Kaupmannahöfn, þroskaferli Davíðs á skáldabraut- inni og birtiir kafla úr göimluim bréfum og nokkur gömul kvæði, sem Davíð sendi honum og ekfci hafa birzt. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor: Skáldið að norðan. Þar segir höfundiur frá nánum kynnum af skáldinu. Skáldsfcap- areinkennum þess, gildi og bók- RúmBega 9500 kindum slátrað a5 Minni Borg Minni-Borg, 3. nóv. SLÁTRUN sauðfjár lauk hér I gær, 3. nóv. Alls var slátrað 9.506 kindum, sem er um 15% meira en í fyrrahaust. Meðalvigt dilka varð tæplega 14 kg. og er það mjög svipað og í fyrra. Þyngsta dilkinn átti Gunnar Ágústsson, bóndi að Stærribæ í Grímsnesi, og vóg hann 28.5 kg. Mesta meðalvigt var hjá þeim bræðrum Andrési og Pálma Pálssonum, bændum að Hjálms- stöðum í Laugardal, 15,6 kg. Sláturhússtjóri var Reynir Tómasson, bóndi í Eyvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.