Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 5
í>rfWjuðagur 14. des. 1965
MORCU N BLAÐIÐ
5
'
Sólveig Eggerz sýnir á Mokka
„Afi minn á Völlum læknaði
mig af myrkfælni strax í
æsku en þá átti ég heima í
Svarfaðardal. Hann afi minn,
Stefán, var prestur í Svarfað-
ardal, og það var eitt sinn,
árið sem þeir komu niður á
mannabein við uppgröft á
Sökku, að hann tók mig sér
við hönd og leiddi mig að
beinafundinum. Beygði hann
sig niður og tók upp skjanna
hvíta konuhauskúpu, Iét mig
halda á henni og benti mér á
formfegurðina í kúpunni,
benti mér á, hvað tennumar
í henni væru heilar, hvítar og
fallegar, og sagði: „Sólveig
mín. I»ú mátt vera dugleg að
borða harðfisk og drekka lýsi,
ef þú átt að halda þínum tönn
um svona fallegum." Seinna
sá svo tannlæknirinn um að
gera þá ósk hans að engu, en
eftir þetta hef ég aldrei þjáðst
af myrkfælni."
Það er listakonan Sólveig
Eggerz Pétursdóttir, sem
þannig mælti við blaðam. Mbl.
á MOKKA í gær, en þar held
ur hún sýningu um þessar
mundir á máluðum rekaviðar-
spýtum. Hún hefur haldið 2
sýningar, þar sem aðeins hef-
ur verið um rekavið að ræða,
en sýnt spýtur á 2 í viðbót, og
þá jafnhliða olíumálverkum
og vatnslitamyndum. Við
göngum með listakonunni um
salinn. Við okkur blasa hinar
furðulegustu kynjamyndir,
sem skapa alveg sérstaka
stemmingu og andrúmsloft á
Mokka þessa dagana.
„Hérna er t.d. ein, sem ég
kalla: Meistarinn hlustar á
Maríu. Þar hafði ég í huga
Jón Engilberts og Maríu
Callas en söguna um þau
þekkja allir, sem lesið hafa
bók Jóhannesar Helga um
Engilberts. Og til þess að sýna
kraftinn, sem Jón talar um í
þeirri sögu, læt ég nautið
gægjast fram úr myndinni en
myndin, sem ljósmyndarinn
smellti af rétt áðan kalla ég
Skessuna á nökkvanum, og
allir þekkja þá sögu.
Yfirleitt blasa við manni af
þessum spýtum heilmikið af
íslenzkum þjóðsögum, sögum
úr 1001 nótt, Biblíunni, að-
allega Gamla Testamentinu,
og svo auðvitað áhrif frá
Sólveig Eggerz á Mokka ígær. Ofan við hana er myndin:
Skessan á nökkvanum.
ýmsum sögum, sem ég heyrði
í rökkrinu, þegar ég var að
alast upp í sveit, sem krakki.
Ég álít, að það sé mjög hollt
að alast upp í sveit, og sjáðu
t.d. þessa: Gamlingurinn segir
frá. Það getur bæði verið karl
og kona, en það var einhvern
veginn alltaf þannig í sveit-
inni, að á bæjunum var ein-
hver gömul kona eða gamall
maður, sem sagði krökkunum
sögur í rökkrinu, þau voru
nokkurs konar sjónvarp eða
útvarp okkar tíma. Krakkarn-
ir urðu að visu stundum dálít-
ið myrkfælin, en það gerði
ekkert til, það ýtti bara und-
ir ímyndunaraflið. Og svo
þessi mynd, sem ég kalla
Hvítu kisu. Þarna efst sérðu
3 krakkahöfuð, en neðan á
er hvíti kötturinn, sem eldri
bróðir þeirra hafði talið þeim
trú um að væri galdrakind í
álögum. Svona var ég við
yngri systkini mín. Ætli allir
hafi ekki einhverntima verið
svona, að spinna upp sögum?“
Sólveig Eggerz sýnir á
Mokka 50 rekaviðarmyndir.
Þetta er •sölusýning, og er
verði myndanna mjög í hóf
stillt. Þegar hafa nokkrar
myndir selzt. Margir hafa lagt
leið sína á Mokka að skoða
myndirnar og flá sér kaffi-
bolla um leið, og einhvernveg-
inn hæfir andrúmsloftið á
Mokka ágætlega þessum lista-
verkum, sem listakonan hefur
manað fram úr forneskju lið-
ins tíma og sterkum atburðum
líðandi stundar eins og mynd-
in af Rhodesiufjölskyldunni
sýnir. — Fr. S.
Læknaðist af myrkfælni i æsku
Akranesferðir. Sérleyfisiiafi Þ.Þ.Þ.
Frá Reykjavík alla daga kl. 17:30 og i
18:30 nema laugardaga kl. 2, sunnu-
daga kl. 21 og 23, 30. Frá Akranesi
alia daga kl. 8 aS morgni og kl. 12
nema laugardaga kl. 8 og kl. 8:45. Á
tunnudögum kl. 3. og 6. Afgreiðslan
•r í Umferðarmiðstöðinni.
H.f. Jöklar: Drangajökull kemur til
Gloueester í dag frá Dublin. Hofs-
jökull er 1 Le Havre, fer þaðan vœnt-
anlega í kvöld til Rotterdam og Lond-
on. Langjökull fór 10. þm. frá Mon-
treal til Grimsby, London og Rotter-
dam. Vatnajökull fór i gærkveldi
frá Rotterdam til London og Ham-
borgar.
Hafskip h.f.: Langá er í Gdynia.
Laxá fer væntanlega frá Sables I
kvöld til Haimborgar. Rangá er vænt-
anleg til Rvíkur á morgun. Selá fór
frá Norðfirði 12. þ.m. til Antwerpen.
Lohengrin fór frá NY 7. þm. til
Rvíkur. •
Loftleiðir h.f.: Guðríður I>orbjarn-
•rdóttir er væntanleg frá NY kl. 10:00.
Heldur áfram til Luxemborg kl. 11:00.
Er væntanleg til baka frá Luxem-
borg kl. 01:45. Heldur áfram til NY
kl. 02:45. Eiríkur rauði fer til Óslóar.
Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl.
10:45. Snorri Þorfinnsson er væntan-
legur frá London og Glasgow kl. 01:00.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvík í kvöld austur um land til Akur-
eyrar. Esja kom til Rvíkur í morg-
un að austan úr hringferð. Herjólfur
fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í
kvöld U1 Rvíkur. Skjaldibreið er á
Austurlandshöfnum á norðurleið.
Flugfélag Islands h.f. Millilandaflug:
Skýfaxi fór til Lundúna kl. 00:00 í
morgun. Væntanlegur aftur til Rvíkur
kl. 19:26 í kvöki. Gullfaxi er væntan-
legur til Rvíkur kl. 16 . :00 í dag frá
Kaupmannahöfn og Glasgow. Innan-
landsflug. í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmanna-
eyja og Sauðárkróks og Húsavíkur.
Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er á
Akureyri. Jökulfell losar á Norður-
iandsihöfnum. Dísarfell fór í gær frá
Akureyri til Esbjerg, Hamborgar,
Antwerpen og London. Litlafell er
væntanlegt til Rvíkur í dag. Helga-
fell losar á Norðurlandshöfnum.
Hamrafell er væntanlegt til Batumi
á morgun. Stapafell er vggntanlegt
til Rví.kur i dag frá Ausifjörðum.
Mælifell fór 11. þm. frá Reyðar-
firði til Gautaborgar og Finnlands.
Fivelstad lestar á Ausfjörðum.
H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka-
foss fer frá London 14. þm. til Hull og
Rvíkur. Brúarfoss fer frá Hamborg
14 þm. til Vestmannaeyja og Rvíkur.
Dettifoss kom til Rvíkur 11. þm. frá
NY. Fjallfoss fer frá Akureyri 14.
þm. til Raufarhafnar og Austfjarða-
hafna. Goðafóss fer frá Kotka 13. þm.
til Ventspils og Rvíkur. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöfn 15. þm. til Leith
og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Fá-
skrúðsfirði 5. þm. til Cambridge og
NY. Mánafoss fór frá Hull 12. þm.
til Antwerpæn Fuhr og Rvíkur. Reykja
foss fór frá Raufarhöfn 10. þm. til
Rofcterdam og Harnborgar. Selfoss
■ Reglusamur maður Stúlka óskast
■ herbergL símaaflnot æski- ■ leg. Uppl. í síma 21676 kl. 1—3 í dag og 7—9 á 8 mongun kl. 1—3. til ræstinga á lítilli íbúð. Tilboð sendist MbL fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „500 — 8034“.
1 Bóndi á fertugsaldrá 8 óskar að kyn-nast stúlku 20—35 ára. Svar sendist blaðinu merkt: „Meyvant 8 — 8036“. Til sölu Fallegur brúðarkjóll, terre lene-pils (stórt númer), svartir skór með lágum hælum nr. 36. Sími 22570.
1 Vil kaupa I . nokkurt magn af vel 8 tryggðum skuldabréfum. B Tilboð sendist Mbl., merkt: 1 „Velta — 6211“. Til leigu 4ra herb. íbúð, ásamt bíl- skúr, í Austurbænum. Hita veita. Uppl. í síma 41147 milli kl. 7 og 8 í kvöld.
I Saab B vel með farinn til sölu. — •jj Uppl. 15483 eftir kl. 8 e.h. Vönduð 3ja herb. íbúð ásamt bílskúr á mjög góð- um stað í Vesturbænum til leigu nú þegar. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma lOOri milli 6—9 e. h.
kom til Rotterdam 12. þm. fer þaðan '
til Hamborgar og Rvíkur. Skógafoss
fer frá Gautaborg 13. þm. til Gdansk,
Gdynia, og VentspiLs. Tungufoss kom |
til Rvíkur 10 þm. frá Hull. Askja kom
til Rvíkur 11. þm. frá Hamborg. Katla \
kom til Lysekil 12. þm. frá Norðfirði.
Utan skrifstofutima eru skipafréttir i
lesnar í sjálfvirkum simsvara 2-1466.
Vísukorn
Sléttubönd.
Skálar allra kvaddi kært
kossi fjalla hylli,
málar hjalla skínið skært
skúrafjalla milli.
Hjálmar Þorsteinsson í
Hofi.
GAMALT og con
Grýla reið fyrir ofan garð,
hafði hala fimmtán,
en á hverjum hala
hundrað belgi,
en í hverjum belg
börn tuttugu.
Þar vantar í eitt
og þar skal fara í barnið leitt.
sá HÆST bezti
Einu sinni var góður og gildur bóndi, sem lagði það í vana sinn I
að heita oflt á Strandakirkju, en þar eð kirkjan varð sjaldan við
áheitunum og eins vegna reglusemi í öllum viðskiptum, hélt hann
sérstakan reikning við hana og færði til tekna, ef hún varð við |
áheiti, annars skuldar, ef áheitið brást.
Við áramót ár hvert gerði hann upp áheitareikninginn og færði á I
skattskýrslu sína: „Útistandandi skuld hjá Strandarkirkju fyrir
svikin áheit kr. 3.000“.
ÍKjcfcjjO/i&ia
kablmannaföt
Algengt verð frá 2.800,00
til 3.300,00.
1. flokks ensk efni.
Munið auk þess okkar
SÉRSTAKA VERÐFLOKK
þar sem vér seljum sterk
og góð föt úr alull og ull/
terylene á aðeins 2.250,00.
ílltima
Utgerðarmenn —
Fiskvinnslustöðvar:
GÓÐIR VERTÍÐARBÁTAR TIL SÖLU:
100 tonna tréskip í mjög góðu lagi. Hagkvæmt verð,
mjög góðir greiðsluskilmálar.
80 tonna tréskip, nýlegt. Trollútbúnaður fylgir.
75 tonna stálskip í mjög góðu lagi. Veiðarfæri
geta fylgt.
70 tonna tréskip, nýlegt. Vél og skip í 1. fl. lagL
50 tonna tréskip, mjög gott verð. Veiðarfæri geta
fyigt.
44 tonna tréskip. Vél og skip í góðu lagi. Hagkvæmt
verð og greiðsluskilmálar.
Höfum kaupendur að fiskiskipum af ýmsum
stærðum.
Upplýsingar í símum 18105, 16223 og eftir skrif-
stofutíma 36714.
FVRIRGREIDSLU
SKRIF5TOFAN
Hafnarstræti 22.