Morgunblaðið - 18.12.1965, Side 10
10
MORGUNBLAÐID
Laugardagur 18. des. 1965
Vmferð og slysnhætta
Þarna hafa 3 bílar lent í áerkstri á Bústaðavegi, vegna þess að slöðvunarskyldu var ekki sinnt.
Afleiðingarnar eru auðsæjar.
ALDREI er meiri börf en ein-
mitt um jóialeytið; að öku-
menn og gangandi fólk sýni
fulla tillitssemi í umferðinni.
Bílafjöldinn er óskaplegur á
götunum, og fólkinu fjölgar
á götum og gangstéttum með
hverjum deginum, sem nær
líður jólum.
Okumenn!
Verið ávallf viðbúnir hinu óvœnta,
þegar þið sjáið börn nálœgt. — Hafið
ávallt nœgilegt svigrúm til hemlunar
og aukið það, þegar rignir, snjóar
eða þegar hálka er.
á miðja götuna h-eyrði ég
j-nikið væl í hemalum og leiit
iþá til vinstri, en á sömiu
stund skul'Iu bílarnir saman.“
Þannig er það með mjög
marga þeirra ökumanna, sem
lent hafa í áreksitrum og slys-
um af þessum orsökum: Þeir
álíta að þeir hafi ^áð vel til
beggja hliða o? engan bíl séð
og telja sig örugga um að aka
Við þetta merki skulu bif-
reiðarstjórar hægja ferðina
og gefa gangandi fólki rótt-
inn, ef það vill yfir brautina.
inn á aðalbrautina, „þangað
til að slysið verður.“ Einnig
er mjög mikið um það, að
ökumenn reikna ekiki út rétita
fjarlægð og halda að þeim sé
óhætt að „skjótast ínn á göt-
una.“
BIÐSKYLDUMERKI
48. gr., 3. mgr. umferðarlaga.
Þar sem sett hefur verið
biðskyldumerki, skal sá, sem
kemur af hliðarvegi, skilyrðis
laust víkja fyrir umferð þess
vegar, sem hann ekur inn á
eða yfir, hvort sem um aðal-
braut er að ræða eða ekki.
Hann skal í tæka tíð draga
úr hraða og nema staðar, ef
nauðsyn krefur. Skylt er að
nema staðar, þegar ekki er
fullkomin útsýn yfir veginn.
★ Stuðlum að slysa lausri jólahelgi ★
Bifreiðastjórar þurfa að aka
með sérstakri gát þessa daga,
og gangandi fólk að gæta þess,
að ana ekki út á umferðar-
götumar hvar sem er, heldur
reyna af fremsta megni að
nota merktar gangbrautir.
Reynum, hvað við getum til
að stuðla að slysalausri jóla-
helgi!
★
Önnur hæbta í umferðinni
er sérstaklega mikil um þess-
ar rnundir, en það er isingin
á götunum. Þegar svo er,
þurfa bifreiðastjórar að aka
með enniþá meiri aðgát. Allir
sem aka bifreiðum, þekikja
þá óhugnanlegu tilfinningu,
sem grípur þá, þegar bifreiðin
rennur stjórnlaust áfram í
háilku, og þeir geta ekkert
gert til að forða silysi. Að vísu
er oft aðeins um eignatjón að
ræða, en margaí't eru manns-
láf í hættu, og þá sjá allir, hve
alvarlegir hlufir geta gerzt.
★
Við ætlum í dag sérstak-
lega að ræða um nauðsyn
þess, að ökumenn fari eftir
settum regilum um biðskyldu
og algera stöðvunarskyldiu.
Birtum við í því sambandi
myndir, sem sýna Ijóslega af-
leiðingarnar, ef skyldu þess-
ari er eklki sinnt. Einnig eru
myndir af stöðvunarmerkjun-
um, og lagagreinin úr umferð
arlögunum, sem við á.
Eftirfarandi er tekið úr
sikýrslum lögreglunnar um
þessi brot;
★
tír skýrslum Slysarannsóknar
deildar lögreglunnar
Önnur helzta örsökin fyrir
árekstrum og slysum í Reyikja
vík í nóvember sl. er, að öku-|
menn virtu eklki aðal'brautar-
réttinn. Hér er um að ræða!
brot á biðskyldu eða stöðvun-
arskyldu. í nóvembermánuði
voru 14% allra árekstra og
slysa í Reykjavík flokkaðir
STÖÐVUNARSKYLDA
48. gr., 3. mgr. umferðarlaga.
Þar sem sett hefur verið
stöðvunarmerki, ber öku-
manni skilyrðislaust að nema
staðar. Þegar ekið er af stað
aftur, er skylt að sýna ýtrustu
varúð og víkja fyrir umferð
frá báðum hliðum, hvort sem
um aðalbraut er að ræða eða
ekki.
• •
Okumenn!
Cœtið varkárni gagnvart gangandi
fólki. — Cerið ráð fyrir gangandi fólki
allsstaðar og akið samkvœmt því. —
Það, sem ekki hefur komið fyrir þig í
10 ár getur gerzt á 10 sekúndum.
Merki þetta þýðir, að fram
úrakstur sé bannaður, og er
merkið velþekkt á Kópavogs-
hálsi.
undir þennan lið, en á öllu sl.
ári urðu 13%.
★
Úr skýrslum lögreglunnar:
Það er athyglis'vert að lesa
yfir framburð ökumanna, sem
lenit hafa í áreikstrum af þess-
um sökum, en í mjög mörg-
um tilfelilum má sjá eftirfar-
andi:
„Ég var að flýta mér heim
í mat og þegar ég kom að
Snorrabrautinni, leit ég til
beggja hliða, og sá engan bíl.
En þegar ég var kominn inn
Þarna hefur stöðvunarskyldu ekki verið sinnt. Bíllinn er eins
og klipptur í sundur.
Ökumenn!
Hafið fótinn alltaf tilbúinn til að stíga
á hemlana, þegar þið nálgist gatnamót
tjónið er gífurlegt.