Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 30

Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 30
s MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1965 Hafa unnið til verð- launa þrisvar í röð Siglfirðingar og Þingeyingar fá viðurkenningu NORUÆNA skíðag-angan var háð síðastliðinn vetur. Frá úr- slitum aðalkeppninnar hefur áð- ur verið skýrt. MOLAR Nefnd sú í Noregi er ár hvert úthlutar gullverðlaun um Morgunblaðsins í Osló fyrir frábær íþróttaafrek hefur ákveðið að gullverð- launin hijóti í ár Olav Jordet fyrir heimsmeistaratitil í skotfimi á skíðum og Per Iv- ar Moe fyrir heimsmeistara titU í skautahlaupi. Formaður alþjóða knatt- spyrnusambandsins Sir Stan- ley Rous mun framkvæma drátt um það hvaða lið lenda saman í riðlum í lokakeppni um heimsmeistaratitil í knatt spyrnu, í aðalskrifstofu FIFA í London 6. janúar.' Fulltrú- ar allra landanna 16 er lið eiga í lokakeppninni verða viðstaddir. Jafnframt keppni milU Norð- urlandanna var háð innbyrðis- keppni hér, annars vegar milli kaupstaðanna og hins vegar milli sýslnanna, um það hver næði hæstri hlutfallstölu þátt- takenda. Sigurvegarar í keppninni milli kaupstaðanna urðu Siglfirðingar þar gengu 50.52% íbúa, aðrir Seyðisfirðingar 28.03% og þriðju Ólafsfirðingar með 27.57%. 1 sýslunum náðu Suður-Þing eyingar beztum árangri eða 33.19% næstir urðu Vestur-ís- firðingar þar gengu 21.0% og í þriðja sæti Eyfirðingar með 18.24%. Þessir sömu aðilar sigruðu einnig í þau tvö skipti, sem skíðalandsganga hefur farið fram hérlendis áður þ.e. 1957 og 1962. Verðlaunin sem sigurvegarn- ir hlutu að þessu sinni voru silf- urbúin smáskíði með áletruðum skildi, hinir fegurstu minjagrip- ir. Hvortveggju verlaunin eru gefin af Samvinnutryggingum. Verðlaunin voru afhent for- manni íþróttabandalags Siglu- fjarðar og formanni Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga í hófi íþróttaleiðtoga á Hótel Sögu 5. þ.m. af formanni Skíðasambands íslands. Manchester-Benefica I nter- Ferencvaros MANCHESTEiR Utd og Benefica — tvö af beztu liðunum í keppn- inni um Evrópubikar í knatt- spyrnu, mætast 1 næstu umferð — 8 liða úrslitum keppninnar. Benefica hefur unnið sigur í keppninni 1961 og 1962, en tapaði úrslitaorusitunini úm biikarinn sl. vor gegn Inter Milano. Manohester Utd hefur a-ldrei náð til topps í keppninni, en komst í undanúrsilit 1957 og 1958. Inter, sem hefur unnið keppn- ina tvö sl. ár mætir Ferencvaros — sem lé'k hér gegn Kefl’viking- um í 1. umferð keppninnar. íslenzk ættarsaga og nám- ur Salómons konungs BÓKAFORLAG Odds Björnsson ar á Akureyri hefur sent blað- inu tvær nýútkomnar bækur. Eru það „Kirkjan í hrauninu" eftir Eirík Sigurbergsson. Hér er um að ræða sögulega skáldsögu, ættarsögu, sem gerist fyrir og eftir 1820, eða fyrir og eftir Eld, eins og Skaftfellingar segja (þ.e. Skaftáreld). Sagan segir frá ung- um hjónum, Kristínu og Brynj- ólfi, sem reisa sér nýbýli á eyði- jörð, sunnan hins nýrunna hrauns, gegn vilja og í hatrömmu stríði við ríkismenn sveitarinnar. Bókin er préntuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f. Þá hefur Bókaforlag Odds Björnssonar gefið út „Námur Salómons konungs“, eftir H. Rider Haggard, í nýrri þýðingu Kristmundar Bjarnasonar á Sjáv arborg. Þetta er sagan um leitina að auðæfum Salómons konungs, sem falin voru í landi Kukuananna langt inn í Mið-Afríku. Sagan er spennandi og ætluð jafnt ungum sem gömlum og hefir verið lesin víða um heim frá því hún kom fyrst út árið 1886. Bókin er skreytt allmörgum teikningum eftir Walter Paget. Á miðvikudag keppir hér sterkasta körfuknattleiks- lið sem hér hefur leikið Lið Kentucky State College hefur hér viðdvöl á leið til keppni í Frakklandi BANDARfSKA háskólaliðið Ken tucky State College kom hingað til lands í gær og mun keppa við úrvalslið Körfuknattleiks- sambandsins í íþróttahöllinni í Laugardal, miðvikudaginn 22. des. kl. 20.15. Kentucky State er á keppnis- ferðalagi til Frakkiands, en hef- ir hér viðkomu, fyrir milligöngu People to People samtakanna í Bandaríkjunum, en það voru þau samtök, sem buðu íslenzka landsliðinu í keppnisferð til Bandaríkjanna og Kanada sl. vet- ur. ísland hefir leikið 10 lands- leiki og 4 unglingalandsleiiki, en allir hafa þessir leikir farið fram erlendis, Er þeitta í fyrsita skipti, sem íslenzkum áhorfenfum gefst tæikifæri til að sjá úrvalslið KKÍ keppa við erlenda gesti á heima- velli. Heimsmeisrtarakeppni háskóla- liða í Búdapesit í ágúst sl. og sigraði liðið alla sína keppinauita. Leikimenn liðsinis hafa margir hverjir getið sér gott orð. Þeir eru yfirleitt ungir að áruim, en hafa þó e.t.v. meiri reynskx en notklkur landsliðamaður íslenzlk- ur. Tveir beztu menn liðsins eru taldir vera Samuel Adams fyrir- liði liðsins sem er 1.82 á ihæð og ævinLega stigahár maður í leik, fljótur og góður skipuleggjari. Hinn er Harold Batiste, 1.85 á hæð. Hann h'lauit verðlaun fyrir að vera stighæsti maðuir liðsins á sl. keppnisitímalbili. Hann þykir 'frábær skytta aif færi, fljótur og iþekktur fyrir að gefasit aldrei upp. Margir aðrir leikmenn hafa hlotið góð ummæli og meðmæli gamalreyndra þjálfara og verður án efa sjón sögu ríikari á mið* vikudaginn í nýju íþróttahöll- inni í LaugardaL Boitdaríski þjólíorinn tnlnr við þjáliorn í SAMBANDI við komu banda- rísku körfiuknattleiksmannanna mun þjálfari liðsins hafa sýni- kennslu fyrir þjálfara og leiðbein endur og aðra áhugamenn i íþróttahúsi Háskólans á suinnu- daginn kl. 2. Allir sem thug hafa á og eiga þess feost eru bvat'tir til að nota sér þetta tæfeifæri. • aflpooosifpeQ 1 algemann aDpnoap - ' A Lið Kentucky State, er vel þekkt lið í heimalandi sínu og ákaflega sterkt á Evrópumæli kvarða. Liðið sigraði í keppni háskólaliða í miðvesturhluta Bandaríkjanna síðastliðinn vetur og náði einnig góðum árangri í úrslitakeppni háskóla liða, þótt það hreppti ekki efsta sæti. Óhætt mun að telja, að hér sé á ferðinni sterkasta körfuknattleikslið, sem leik- ið hefir á íslenzkum leikvelli. Þjálfari Kentuoky State, er John B. McLendon, Jr., sem starf að ' hefir, sem körfuknattleiks- þjálfari í 2i2 ár og nú síðast í 3 ár hjá KSC. McLendon, er eini iþjáMarinn í Bandarfkju'num, siem þjálfað hefir lið er sigrað hafa í öllum kiörfuknattleiksikeppnum Bandaríkjanna. Lið McLendions hafa orðið Bandaríkjameistarar í keppmim unglmgas'feóla, há- sfeóla, fþróttasambands Banda- ríkjanna (AAU), Iðnaðarsam- bandinu, keppni afvinnuliða og nú síðasit í sumar þjálfaði Mc Lendon ásamt John Kundilá frá Minnesota, liðið, sem sigraði í Ráðherranefnd Evrópuráðsins kom saman tU funda í París fyrir síðustu helgi, en slíkir fundir eru haldnir misserislega. Myndin er tekin í fundarsalnum. Emil Jónsson utanríkisráðherra situr viS borðið næst myndatökumanninum, en við hlið hans er Pétur Eggers sendiherra. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.