Morgunblaðið - 29.12.1965, Qupperneq 1
Drottningin gagnrýnd
af konungssinnum
— íyrLr að hafa hvorki nefnt Guð né
Krist á nafn í jólaboðskapnum
LfOndon 28. desember - NTB.
EI-.ÍSABET Bretedrottning var í
dag gagnrýnd af sumum dygg-
ustu fyfgismönnaim sínum fyrir
jþær Mkir a8 hún hefði ekki vik-
ið orði að trúmálum í hinum
hefð'butndna jólaboðskap sánum.
Hið konunglega Stuartfélag, sem
telur 550 meðlimi, sendi í dag
bréf til Buckinghamihallar og er
í bréfinu btnt á, að í boðskap
eúnum hafi drottning hvorki
nefnt Guð né Krist á nafn, né
heldur þýðingu lifs og dauða
Krists.
1 bréfinu segir, að þetta hljóti
eð hafa saert og ruglað milljónir
Jjegna drottningar. Af bréfinu
amá ráða. að vera megi að ráð-
gjafar drottningar hafi ráðlagt
henni að nefna ekki Krist á nafn
ameð tilliti til húmanista, efasemd
armanna og annarra ókristinna
manna. Ef málum er svo háttað
verða jólin í framtíðinni ekki
trúarieg heldur veraldleg hátíð,
segir í bréfinu fré Stuartfélaginu.
Einn af varaforsetum félagsins
er frændi drottningar, jarlinn af
Strathmore.
Markmið félagsskapar þessa er
m. a. að vekja meiri áhuga á
sögu Stuart-konungsættarinnar.
„Darling"
bezta kvikmYndin
New Yourk, 28. dts. — AP.
KVIKMYNDAgagnrýnendur
í New York völdu í gær brezku
kvikmyndina „Darling“ beztu
kvikmynd ársins 1965, og brezku
leikkonuna Julie Christie, sem
fer með aðalhlutverkið í mynd-
inni, beztu leikkonu ársins. —
Leikstjóri myndarinnar. John
Schlesinger, var kjörinn bezti
leikstjóri ársins.
Grfmsby, 28. des. (AP) — Þessi mynd var tekin i ár af
oliuleitarpallinum Sea Gem í Norðursjó.
Leit hætt að skip-
verjum ,Sea Gem'
Cleethorpes og Grimsby,
28. des. — Einkaskeyti til
Mbl. frá AP.—NTB:
HINNI umfangsmiklu leit
skipa og flugvéla að mönnum
þeim, sem enn er saknað eftir
að oliuleitarstöðin „Sea Gem"
hrundi og sökk í Norðursjó,
var hætt í kvöld, og er því öll
von talin úti um að þeir, sem
saknað er, finnist á lífL Sam-
tals hefur 22 mönnum af þeim
32 Bretum, Bandarikjamönn-
um og Frökkum, sem voru um
borð í Sea Gem, verið bjarg-
að. Lík fjögurra Frakka og
eins Breta hafa fundizt.
15 kafarar hafa í dag unnið
að því að kanna olíuleitarstöð
ina, sem liggur nú á 24 metra
dýpi.
Framh. á bls. 3
„Þýzka alþýðulýðveldið . . . Það er sósí alistískt ríki, þar sem ríkisvaldið er kosið af
þjóðinni og ríkisstofnanirnar starfræktar með alhliða samstarfi borgaranna. Stjórnar-
skráin ábyrgist skilmerkilega frelsi og mannréttindi borgaranna". — (Úr heilsíðuauglýs-
ingu frá „Þýzka alþýðulýðveldinu“ birt á 5. síðu Þjóðviljans 12. desember sl.)
Morgunblaðinu þykir rétt að birta myndina hér að ofan til áréttingar hinu skilmerkilega frelsi
og mannréttindum, sem borgurum Þýzkalands Ulbrichts er tryggt með „stjórnarskránni". — Hún
sýnir bifreiðina, sem Heinz Schönberger reyndi að aka í gegnum varðhliðið á Berlínarmúrnum.
Heinz skildi bifreiðina eftir á þessum stað, og rey ndi að hlaupa til V-Berlínar, en var brytjaður
niður af vélbyssum landamæravarða Ulbrichts.
Flóttamennirnir dregn-
ir fyrir dómstólana
A-þýzk blöð segja stjórn Utbrichts hyggja á
enn strangari gæzlu við múrinn
Berlín, 28. des. — NTB
AUSTUR-ÞÝZK yfirvöld
munu draga það fólk, sem um
jólin reyndi að komast yfir til
Vestur-Berlínar, fyrir dóm-
stólana. „Þeir, sem ábyrgð
bera á þessari ögrun, verða
brátt sóttir til ábyrgðar fyrir
dómstólunum”, sögðu blöð í
A-Þýzkalandi í dag. Mjög er
nú heitt í kolunum beggja
vegna Berlínarmúrsins vegna
atburðar þess, er varð á ann-
an jóladag, er austur-þýzkir
landamæraverðir skutu til
bana 27 ára gamlan mann,
Heinz Schöneberger, en bann
stýrði bíl með þremur öðrum,
og reyndi fólkið að komast til
V estur-Beríínar.
Herstjórn Bandamanna i V-
Berlín mótmæltu formlega at-
burði þessum í orðsendingu, sem
afhent var sovézka sendiherran-
um í A-Berlín, Jotr Abrassim-
ov. í orðsendingunni segir að
Sovétríkin verði að beita áhrif-
um sinum við austur-þýzku
stjórnina og hlutast til um að
endir verði bundinn á framferði
sem þetta.
f V-Berlín er fólki mjög heitt
í hamsi vegna morðsins við múr-
inn. Af a-þýzkri hálfu er sagt, að
aðgerðir Heinz og bróður hans,
Horts, hafi verið ögrun. Þeir
hafi reynt að smygla tveimur
stúlkum út úr A-Berlín og ætlun-
in hafi einnig verið að taka 18
mánaða barn með, en það hafi
verið skiiið eftir í íbúð í Á-Berlín
þar sem svefnpillur, sem því
höfðu verið gefnar hafi ekki bor-
ið tilætlaðan árangur.
' Samk væmt því, sem a-þýzk
blöð segja í dag, mun það fólk,
sem við málið er riðið, verða
dregið fyrir dómstólana á næst-
unni. Ekki hefur verið upplýst
til hve margra réttarhöldin
muni ná. „Heimurinn mun fá all-
ar upplýsingar um baksvið þess-
ara ögrana“, segja a-þýzku blöð-
in. —
Atburðurinn við múrinn ann-
an dag jóla hefur orðið til þess
að a-þýzk yfirvöld yfirvega nú
enn strangari öryggisreglur við
Róm, 28. des. — NTB
AMINTORE Fanfani, utan-
ríkisráðherra Ítalíu, baðst í
Fanfani.
hernámssvæðatakmörkin, að þvi
er ráða má af blöðunum austur-
þýzku.
Af hálfu bandaríska hersins í
Berlín hefur verið sagt, að tveir
A-Þjóðverjar, sem fyrr í desem-
ber flúðu yfir til V-Berlínar, hafi
komizt gegnum múrinn með því
að notfæra sér stolin númera-
spjöld af bandarískri herbifreið
og ennfremur stolinn bandarísk-
an einkennisklæðnað.
dag formlega lausnar frá því
embætti, en miklar stjórn-
málalegar væringar eru nú í
Ítalíu, og má rekja þær til
friðarumleitana í Norður-
Víetnam fyrir milligöngu
ítalsks prófessors. í lausnar-
beiðni sinni vísar Fanfani til
„óréttmæts mats vinar“, og
ætla menn að hann eigi þar
við fyrrum borgarstjóra í
Flórenz, Giorgio La Pira, pró-
fessor, sem heimsótti Hunoi
fyrr á þessu ári.
í lausnarbeiðninni er einnig
minnzt á frumkvæði fjölskyldu-
Frannhald á We. 2.
FANFANI SEGIR
AF SÉR EMBÆTTI
Ferð ítalsks prófessors til Hanoi reyiiist
afdrifarík — Konu Fanfanis blandað í málið