Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 2

Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 2
2 MORCUNBLADIÐ MiSvikudagur 29 des. 1965 Symfóníuhljómleikar í Háskólabíói í kvöld SJÖUNDU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands og hinir mæstsíðustu á fyrra misseri verða Gengu út... Kaupmannahöfn, 28. des. — NTB: LEIKFLOKKURINN „The Living Theater" frá New York efndi í gærkvöldi tii leiksýn- ingar á hinu nýja leiksviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Var sýningin hin nýtizkulegasta. M.a. var varpað reykelsi í höfuð leik- húsgesta, og leikendur þutu um salinn og féllu „dauðir“ á milli sætaraðanna. Er leiðtogi flokks þessa, Julian Beek, settist á leiksvið ið og las upp ljóð, sem aðeins var setningin „Stöðvið striðið í Víetnam“, var stórum hóp leikhúsgesta nóg boðið og gengu þeir af sýningunni. — Hefur slíkt aldrei gerzt fyrr i sögu Konunglega leikhússins. haldnir í Háskólabiói kl. 21 í kvöld (miðvikudag 29. des.). Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko og einleikari Haildór Haraldsson, píanóleikari, sem leikur nú í fyrsta sinn með hljóm sveitinni. Halldór brautskráðist frá Tón- listarskólanum í Reykjavik árið 1960. Kennarar hc.is voru Árni Kristjánsson og Jón Norda.l. FramhaldBnám stundaði Halldór við Royal Academy of Music í Líund/únum 1962—1965, en aðal- kennari hans var Gordon Green. Halldór leikur í kvöld með hljóm sveitinni Varsjárkonzertinn eftir Riohard Addinsell, sem saminn var fyrir kvikmyndina „Danger- ous Moonlight“ og hefur hlotið miklar vinsældir. Á tónleikunum í kvöld verða f.hi.tt vinsæl og aðgengileg tón- verk, svo sem Sinfónáetta eftir Mortxm Gould, Grand Canyon- svíita eftir Ferde Grofe, Brazi- lískur dans og Batuque eftir suð- ur-ameriska tónskáldin Guarieri og Femandez og tónlist úr Porgy og Bess eiftir Gershwin-Bennett. — Fanfani Framh. af bls. 1 meðlims, og er talið að þar sé átt við konu Fanfanis. Fanfani, sem var forseti síðasta Allsherjarþings Sf>, átti í bréfa- skiptum við Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandarrkjanna, eft- ir að hann hafði fengið skýrslu frá prófessor La Pira. Stjórnin í N-Víetnam lýsti síðar þessum bréfaskiptum sem bandarisku „friðarrausi“. Hægrisinnað vikublað í Ítalíu birti í gær grein, sem sögð var viðtal við prófessor La Pira. í viðtalinu sagði La Pira að hann líti á Fanfani sem einskonar ítalskan de Gaulle. Ritstjóri viku blaðs þessa hefur, að því er önn- ur ítölsk blöð segja, upplýst að samtalið við La Pira hafi verið skipulagt af frú Fanfani, og að það hafi átt sér stað á heimili Fanfanis 20. desember sl. La Pira neitar að hafa nokkru sinni talað við vikublaðið. Hinsvegar segir La Pira að hann hafi átt samtal á heimili Fanfanis við konu, sem hann ekki þekkti. Að því er franska fréttastofan AFP segir, var þessi kona ritstjóri umrædds viku- blaðs. La Pira segir, að sérhver stjórnmálaleg athugasemd, sem hann hefði gert í samtali þessu, hafi verið sett fram tilviljana- kennt, og að athugasemdir þess- ar hefðu verið birtar breyttar í blaðinu „II Borghese", þannig að misskilningi valdi. Annað ítalsk blað birti 20. des- ember sl. ummæti höfð eftir La Pira þess efnis að sú staðreynd, i að bréfaskipti hans hefðu verið gerð opinber, hefðu eyðilagt möguleikana á samningaviðræð- um. Hinn 55 ára gamli Amintore Fanfani kunngjörði lausnar- beiðni sína í bréfi til Moro, for- sætisráðherra Ítalíu. Sagði Fan- fani í bréfinu að ákvörðun sín væri óhagganleg, og ennfremur að óréttmætt mat hefði skapað efa um framferði utanríkisráð- herrans, skaðað starf hans og verið ríkisstjórninni til tjóns. Fanfani, sem áður hefur verið forsætisráðherra Ítalíu, var í seþtember sl. kjörinn forseti Alls herjarþings SÞ, en hann hélt jafnframt ráðherraembætti sínu í ítölsku stjórninni. Fanfani baðst einnig lausnar frá utanríkisráð- herraembættinu í október sl., en þá neitaði Moro forsætisráðherra að verða við lausnarbeiðni hans. Lausnarbeiðni Fanfanis í októ- ber sigldi í kjölfar smáslyss, sem hann varð fyrir í gönguferð í New York, en þá féll hann og meiddist á fæti. f Iausnarbeiðninni, sem Fan- fani lagði fram í dag, mæltist hann til þess að verða leystur frá embætti frá og með 6. janúar, þannig að hann gæti daginn áður svarað fyrirspurnum í utanríkis- málanefnd ítalska þingsins. — Spurningar hafa þegar verið lagðar fram af mörgum flokkum varðandi heimsókn prófessors La Pira til N-Víetnam. DJÚPA lægðin SA af Græn- landsodda var á hreyfingu í ábt að landinu í gær, svo að vindur fiór vaxandi af A og SA. Kl. 14 var orðið frostlaust við S- og V-ströndina, en á N-landi og Austfjörðum var enn 7—14 st. frost, þar sem til fréttisit. Mesta frost, sem mælzt hef- ur í vetur, var á Staðarhóíi í Aðaldal í fyrrinótt, en það var 25 srtig. Veðurútlit til kl. 22 í kvöld: SV-mið til Vestfj.-miða: A- eða SA hvassvi’ðri og síðar stormur eða rok. Rigning öðru hverju. SV-land til V-fj.: Hvasst A eða SA og sums staðar slydda eða rigning. N-land til Austfj. og N-mið: SAstinningskaldi og skýjað. Sums staðar snjókoma. NA-mi'ð og Austfj.-mið: SA- kaldi og síðar hvasst. Snjó- koma öðru hverju. SA-land og miðin: A-stinn- ingskaldi og síðar hvassviðri. Snjókoma eða slydda. Austurdjúp: Hvass SA og slydda. Tina Wiegels í fangi móður sinnar fyrir barnsránið. Hvarf Tinu litlu Wiegels: Lögreglan enn einskis vísari Kaupmannahöfn, 28. des. Einkaskeyti til Mbl. HROTTNÁM Tinu litlu Wiegels, sem nú er 3. mánaða, er eitt af örðugustu viðfangs- efnum dönsku lögreglunnar til þessa. Fimmfcán dagar eru nú liðnir síðan telpunni var rænt úr barnavagni fyrir utan Daells verzlunarbúsið í Kaup- mannahöfn og að minnsta kosti sextíu rannsóknarlög- reglumen.n hafa daiglega unn- ið að þessu máli. Engu að síðu varð yfirmaður leitar- innar, Knud Hornslet yfirfull- trúi í sakamálalögreglunni, að viðurkenna í dag, að lögreglan hafi einskis orðið vísari. Lög- reglan hefur til þessa fengið 2500 ábendingar frá fólki. Á aðfangadagskvöld bárust 40 á- bendingar og á jólanótt hringdu 6 manns á lögreglu- varðstofuna. Jólin hafa valdið erfiðleik- um varðandi leitina og 1000 á bendingar hafa ekki enn verið rannsakaðar svo að rannsóknar lögreglumönnum hefur verið fjölgað upp í 120. Alls hefur verið heitið 27000 d. krónum fyrir upplýsingar, sem geta leitt til þess að barnið finnist. Niels Westerby þjóðþings- maður hefur farið þess á leit við dómsmálaráðherrann, Axel Nielsen hvort ekki megi falla frá refsingu gagnvart konunni, sem á að hafa numið barnið á brott, vegna þess hve málið er alvarlegt. Ráð- herrann hefur áður neitað, að fella niður refsingu en hefur nú sagt, að hann muni leggja málið fyrir ríkisráðsfund áð- ur en hann svarar Westerhy. Westerby, sem sjálfur er lög- fræðingur, heldur því fram, að þar sem langvarandi brott- nám barna sé einstakt fyrir- bæri í Danmörku, þá muni til- kynningin um brottfall refsing ar varla hafa í fiör með sér óiheppilegar afleiðingar. Lög- regian telur fuilvíst, að 21 manns hafi séð konu þá, sem talið er að hafi rænt barninu, á leið frá verzlunarhúsinu til Nörreport-stöðvar. Þaðan mun hún sennilega hafa haldið í áttina til Ballerup. Hvar hún fór úr lestinni er ekki vitað, en sennilega á aðal járnbrautarstöðinni. Þaðan kann hún að hafa farið með lest burt fná Kaupmannahöfn og ef til vill til Svíiþjóðar. Margir frá Suður-Svíþjóð hafa snúið sér til lögreglunn- ar með ábendingar. Foreldrar Tinu hafa senn reynt allt, sem í þeirra valdi stendur og meira að segja farið til Hollands til þess að leita ráða hins skyggna leyni- lögreglumanns, Gerard Croi- set, sem áleit, að Tina væri í íbúð skammt frá Kastrup- flugvelli. — Rytgaard. VIET CONG-MENN TILKYNNA 3 SÖLARHRINGA VOPNAHLÉ -vegna nýárshátíðahalda Vietnambúa 20.til 23. jan. Saigon, 28. des. — AP-NTB VI E T Cong kommúnistar til- kynntu í dag að þeir myndu taka upp fjögurra sólarhringa vopna- hlé gagnvart hermönnum stjórn- arinnar í S-Víetnam um nýárið, sem Víetnambúar halda hátíð- legt dagana 20.—23. janúar. — Tilkynning um þetta var lesin í leyniútvarp Viet Cong, og sagði í henni að ákvörðun hefði verið tekin um að Víet Cong myndi „stöðva árásir á leppherinn og stjórnina” frá kl. 01:00 20. janúar til kl. 24:00 23. janúar nk. 1 útvarpstilkynningu þessari var ekkert á það minnst hvort þetta næði einnig til árása á bandaríska hermenn ellegar her- menn annarra ríkja í Víetnam, svo sem Ástralíumanna, Nýsjá- lendinga og S-Kóreumanna. Til- kynningin nefndi aðeins „lepp- herinn og stjórnina", en þar mun vafalítið átt við stjórnina í Sai- gon og hei hennar. Hinsvegar er ráð fyrir því gert, að vopnahlé þetta verði á almennum grundvelli, og nái'til hverskyns hernaðaraðgerða. Víet Cong menn tilkynntu svipað vopnahlé um nýárið í fyrra, en verulegum hernaðarað- gerðum var þá engu að síður haldið uppi. Ævinlega hefur dreg ið úr bardögum um nýárið í Víet- nam, en þá fara fram mestu há- tíðahöld landsins á ári hverju. Bandaríkjamenn hófu ekki loft árásir á Norður-Víetnam í dag. Ekki liggur fyrir nein opinber skýring á því nú fjögurra daga gamla loftárásarhléi á Norður- Víetnam. — Hverjar svo sem orsakirnar kunna að vera eru bandarískir herforingjar í Sai- gon ekki allskostar ánægðir með hléið, því þeir telja að Norður-Víetnam hafi nú fengið frjálsar hendur í því að halda á- fram flutningi liðsafla suður á bóginn. í S-Víetnam gekk styrjöldin sinn vanagang í dag. Víða sló x brýnu og misstu báðir aðilar menn fallna og særða. Heimildir í Washington sögðu í dag, að árangur næðist því að- eins af hléinu á loftárásunum á N-Víetnam að Hanoi sýndi greini leg merki þess, að N-Víetnam vildi setjast að samningaborðinu. Vöruðu heimildir þessar við bjartsýni í þeim efnum. Bolfiskverðið VBRÐLAGSRÁÐ sjájvarútvegsins vísaði áfcvörðun um bokfiakverð á kiomandi vetrarvertíð tiil Yfir- nefndar Verðlagsráðs sjá>varúit- vegsins hinn 10. des. sáða.stliðinn. Fundir eru nú hatlidnir daglega í nefndinni, og er stefmt að því að ákveðá verðið fyrir áramót. í nefndinni eiga sæti Jónas Har- aJz (fiormaður), Kristján Ragn- arsson, Tryggvi Helgason, Bjami Magnússon og Helgi Þórðarsoru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.