Morgunblaðið - 29.12.1965, Qupperneq 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
l
Miðvikudagur 29. des. 1965
Jólin úti á landsbyggðinni
Viðburðalítil jól — bjart-
viðri víðast — mikið frost
VIÐBUIiÐALÍTIL jól voru um
land allt, og voru þau víðast
hvar ánægjuleg. Bjartviðri var
nær um allt land, en frostharka
víðast hvar mikil. Mbl. hafði
samband við nokkra fréttaritara
sín«a víða á landinu og spurðist
fyrir um jólahaldið á þessum
stöðum. Fer frásögn þeirna hér
á eftir:
• KAÞÓLSK MESSA
A JÓLANÓTT
Stykkishólmi, 27. desember.
MIKIÐ frost var hér um jólin,
norðaustan kaldi, og því ekki
mikið um að vera úti fyrir. Snjó
hraglandi var við Breiðafjörð,
sérstaklega upp til fjalla. Vegir
um Snæfellsnes voru greiðfærir.
Messað var hér á aðfanga-
dagskvöld en kaiþólsk messa á
jólanótt og einnig kl. 4 á jóla-
dag. Á Helgafelli var svo messað
á jóladag.
Ekki er vitað til þess að nein
meiriháttar óhöpp hafi orðið hér
yfir jólin, og heilsufar með ágæt
um. Bærinn var ákaflega
skemmtilega skreyttur, margir
höfðu skreytt hús sín með marg
litum ljósum, og voru þau nú
með mesta móti.
— Árni.
• UPPLÝSTUR
KIRKJUGARÐUR
Sauðárkróki, 27. des.
ÁKAFLEGA rólegt var hér um
jólin, en veður var kalt og
komst frost niður í 15—20 stig.
Á jóladag gekk á með éljum, en
annars var veður stillt. Lions-
klúbburinn gekkst fyrir og kost
aði rafleiðslu í kirkjugarðinn og
má segja, að hann sé meira og
minna upplýstur nú, en það er
nýjung. Einnig setti klúbburinn
upp kross við kirkjugarðinn.
í gær gekkst ungmennafélagið
Tindastóll fyrir barnaskemmtun,
og dansleik fyrir fullorðna. í
kvöld verður spilakvöld á veg-
um Sjálfstæðisfélaganna og verð
ur dansað á eftir. Einhverjar
fleiri skemmtanir verða milli
jóla og nýárs og á gamlárskvöld
sjálft verður veglegur gamlárs-
dansleikur; félagsheimilið allt
skreytt og mikil viðhöfn. Á
nýéirsdag verður svo hinn árlegi
fjáröflunardagur kvenfélags
Sauðárkróks.
— FréttaritarL
• FARIÐ EFTTR SLÓÐ-
UM OFAN Á FÖNN
BÆ, Höfðaströnd, 27. des. —
Bjartviðri er hér í dag, en yfir
20 stiga frost. Yfir jólin hefur
verið éljagangur, og mikið frost.
Er farið töluvert um héraðið
eftir slóðum ofan á fönninni.
- Bj.
• RAFLÝSTUR KROSS
I KIRKJUGARÐINUM
Siglufirði, 27. desember.
ÞAÐ má segja að jólin hafi byrj-
að hér á Siglufirði á miðviku-
dag 22. desember, en þá voru
tendruð ljós á stóru jólatré á
Ráðhústorgi, en það tré er jóla-
gjöf frá vinabæ Siglufjarðar í
Danmörku, Herning. Bæjarbúar
fjölmenntu við þá athöfn, kórar
sungu og lúðrasveit lék. Sama
kvöld var kveikt á jólastjörnu
við Siglufjarðarkirkju og á
Lionsstjörnu við sjúkrahúsið.
Einstaklingar og fyrirtæki
höfðu prýtt hús sín skrautljós-
um, komið hafði verið upp raf-
lýstum krossi í kirkjugarðinum
ofan við bæinn, og forsjónin sá
svo um að við hér fengum hvít
jól, að vísu nokkuð köld en
björt. Kirkjusókn var hér góð,
eins og jafnan á jólimum.
Dansleikir voru hér í tveimur
húsum á annan jóladag, og ríkti
þar hófleg gleði, og má segja
að yfirleitt höfum við haft gleði-
leg jól.
— Stefán.
• MIKIÐ FROST
Á AKUREYRI
Akureyri, 27. desember.
JÓLIN voru afar friðsæl hér um
slóðir — veður fagurt og stillt,
en all kalt. Var frostið mest í
gærkveldi 17,2 stig. Bærinn var
að vanda skreyttur marglitum
ljósum, grenisveigum og upp-
lýstum jólatrjám. Skreytingar
eru mjög svipaðar frá ári til
árs, en þó virðist ljósskraut í
görðum og við einkaheimili fara
í vöxt.
Ekki er vitað til að nein slys
hafi orðið eða meiri háttar óhöpp
um jóladagana og ölvun var
hverfandi lítil. Yfirleitt má segja
að Akureyringar hafi átt ánægju
lega jólahátíð.
— Sv. P.
• „LJÓS LJÓSANNA"
Á HÚSAVÍK
HÚSAVÍK, 27. des. — Jólin
gengu hér í garð með norðan
átt, hægviðri og frosti á aðfanga-
dagskvöld, og snjór yfir öliu. Á
jóladag jók hann frekar vindinn
og herti frostið upp í 10 stig og
gekk á með smáéljum. En greið-
fært var til kirkju og milli
húsa. Var sama veður á 2. jóla-
dag, en í dag er heiðríkja og
frost frá 13—15 stig eftir mæl-
um.
Einstaklingar auka ljósa-
skreytingar í húsagörðum og á
húsmn sínum með ári hverju,
en eins og víðast hvar annars
staðar finnst mér þau ljós full
snemma tendruð þó verzlanir
minni á jólin með sínum skreyt-
ingum, hefst hátíð heimilanna
ekki fyrr en á aðfangadag og
skemmtilegast værL að allir
tendruðu ljósin í einu, segjum
t.d. I fyrsta lagi kl. 11 á Þorláks
messu.
Rafveita Húsavíkur tendraði
nú í fyrsta sinni ljós ljósanna
með því að flóðlýsa hina fögru
kirkju okkar. Mitt í skammdegi
vetrarins stóð hún sem ljósa-
stólpL minnandi á orð Platons
„Guð er sannleikurinn, og ljós-
ið er skuggi hans“.
— FréttaritarL
• NESKAUPSTAÐUR
MIKIÐ SKREYTTUR
Neskaupstað, 27. desemiber.
JÓLIN hér voru ákaÆlega róleg
— veðrið var þó fremur hryss-
ingslegt, kalt og kjocmst frostið
niður í 10 stig. Bærinn var mikið
skreyttur og ljós í bœnum með
mesta mótL — Ásgeir,
• RÓLEG JÓL
Egilssitöðum, 27. desember.
JÓLIN fóru hér fram með ró
og spekit. Engar dkemmitisiam-
taamiur voru hér í héraðinu, held
ur héldu menn þau hátíðleg hver
á sínu heimili. Jólastareytingar
voru og með meira móti hér.
Veður var bjart en kalt og var
mikið frost þessa daga. Þung-
fært var um firðina og eins uim
FagradaL en bíifært víðast um
Rérað. — Fréttaritari.
• SAFNAÐ I ORGELSJÓÐ
MEÐ JÓLASKEMMTUN
Höifn, Homaifirði, 27. des.
BEZTA veður var öll jólin, skaf
heiður himinn og frost, sem
komst niður í 42 stig. Föl er á
jörðu, og fært um allt á bílum.
f gærfcvöldi hélt kirkjukór
Hafnarsóknar skemimtun í Félags
heimilinu til ágóða fyrir pípu-
orgelsjóð og var þar fjöldi
manns. Kinkjukórinn söng og síð
an voru fleiri skemmtiatriðL
Pípuorgelið á að setja í nýju
kirkjuna, sem nú er lang,t taomin
í byggingu, verður væntanlega
tekin í notkun næsta sumar. Nú
um jóilin var messað í skólahús-
inu. — Gunnar,
• TVÆR MESSUR Á SEL-
FOSSI Á AÐFANGADAG
SelfbissL 27. desem/ber.
HÉR hetfur verið fagurt veður
ytfir jólin með 12-14 stiga frositi.
Er fært um allar sveitir. Á að-
fangadag var aftansöngur kl. 6 1
Seifosskirlkju og afitiur miðnætur
messa kL 12. Sr. Sigurður Páls-
son messaði. Var troðfull kirkja
í bæði sikiptin.
Bæði fyrir utan og inni í kirtaj-
unni voru skreytt jólatré. Að
venju hefur Lands/bankinn stórt
upplýsit jólatré, sem er til mikill-
ar prýði á staðnum. Ennfremur
hefiur Kaupfélag Árnesinga
stareytt tré. Verzianir eru lítaa
með mikið af sfcreytingum, og
aldrei hefur verið meiri jóla-
verzlun en fyrir þessi jól.
— Ólatfur.
Jólasnjór á Akureyri við M. A.
Jólafagnaður
á Akranesi
Akranesi, 27. des.
JÓLAFAGNAÐUR var haldinn
á Hótel Akranesi á annan og
hófst kl. 9 um kvöldið og stóð til
kl. 2 um nóttina. Karlakórinn
Svanir söng nokkur lög undir
stjórn Hauks Guðlaugssonar.
Hótelið var yfirfullt uppi og niðri
og dansað var í bláa salnum.
Dumbó og Steini léku fyrir dansL
Mjög lítið bar á ölvun.
Unglingadansleikur var hald-
inn í félagsheimilinu Reyn frá
kl. 3—6. Tvær hljómsveitir léku
fyrir dansinum — Sónar og
Kjarnar.
Jólatrésskemmtun ætla þeir I
Sementsverksmiðjunni að halda
tfyrir börn og barnabörn starfs-
manna sunnudaginn annan í ný-
ári. Bítlahljómsveitin Gneistar
sem áður hét Eccó, hefur tekið
upp þetta glimrandi nafn og
meira en það — bætt við sig
fimmta bítlinum Júlíusi Sigurðs-
syni, sem leikur á bassagítar.
Gneistar eiga að leika á þessari
skemmtun, og þið getið aldeilis
ímyndað ykkur, hvort það verð-
ur ekki gneistaflug sem um mun-
ar. — Oddur.
Alheimssjónvarp
Ég gleymdi að minnast á
það í gær, þegar ég gerði út-
varpið um jólin að umtalsefnL
að einn brandari vakti meiri
athygli en allir aðrir — jafn-
vel svo aö gáttaþefur og allir
hinir jólasveinarnir í útvarp-
inu urðu einskis virði — í svip
inn.
Þetta var á aðfangadags-
kvöld, en þá eru útvarpsmenn
ekki vanir að þeyta frá sér
hiáturssprengjum. í fréttunum
uro kvöldið sagði nefnilega,
að íslenzka sjónvarpið hefði þá
um daginn byrjað útsendingu á
standandi mynd — og kæmi
hún fram á sjónvarpsviðtækj-
um víða um heim.
Allir vissu auðvitað, að þeir
sjónvarpsmenn ætluðu sér
ekki lítið. En það kom flestum
hlustendum skemmtilega á ó-
vart að þeir skyldu leggja
heiminn undir sig í fyrstu at-
rennu.
Síðar um kvöldið var komið
með leiðréttingu, því að ís-
lenzka sjónvarpið hafði hætt
við að hefja alheimssjónvarp
pá um kveldið. Hitt mun víst
vera, að allur heimurinn stend
ur á öndinni og bíður í ofvæni.
★ Mjólkur-kveðja
Mjólkursamsalan sendi nýj-
ar hyrnur í búðirnar fyrir jól-
in — áprentaðar jólaóskum til
neytenda. Þ-etta fannst mörg-
um skemmtileg tilbreyting.
Mér finnst öllu athyglisverðara
að sjá íslenzk fyrirtæki í ein-
okunaraðstöðu uppgötva stöku
sinnum, að til sé eitthvað, sem
nefnist viðskiptavinur. Einok-
unarfyrirtækin okkar eru
mörg blessunarlega laus við
þá tilhneigingu að leitast við
að þjóna þörfum neytandans.
Þá er fyrirtækið ekki til vegna
neytandans, heldur öfugt. —
En fyrir hönd lesendanna
þakka ég Mjólkursamsölunni
fyrir jólakveðjurnar.
Mér hefur borizit bréf frá
lesanda, sem segist ekki una
því lengur hve sparifé rýrni
stöðugt — og tími til kominn.
Telur hann, að e.t.v. gætu
sparifjáreigendur hamlað gegn
þessari þróun með því að
stofna til eigin samtaka.
Gott og gagnlegt væri það,
ef samtök sparifjáreigenda
gætu komið einhverju góðu til
leiðar í þessu efni. En mér
er ekki ljóst, hvort það vakir
fyrir bréfritara, að samtök
þessi vinni að því að eyði-
leggja öll þau fjöimörgu sam-
tök, sem stuðlað hafa beint eða
óbeint að verðbólgunnL eða
hvort þetta á að verða eins
konar hestamannafélag.
Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820 (Kl. 9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræðurnir Qrmsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.