Morgunblaðið - 29.12.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAD/Ð
Miðvikudagur 29 des. 1965
TJppsölum 19. desember
HÉR verður enn getið
nokkurra póka, sem út hafa
komið í Svíþjóð á þessu
hausti.
Lars Gyllensten: Juvenilia.
Inkarnatiener och exorcismer.
Bonniers.
Juvenilia er ellefta bók
Lars Gyllenstens. Fyrsta bók
hans, Moderna myter kom út
árið 1949, en síðan hefur kom
ið ný bók irá hans hemdi ann-
að hvert ár og vel það.
Fimimita bók Gyllenstens,
Senilia 1956, og sjót'ta bók
hans, Senatorn 1958, skipuðu
honum í fremstu röð yngri
skálda hér í Svíþjóð að áliti
bókmenntafræðnga. Þeim
sessi hefur hann síðan haldið.
Af síðari bókum Gyllenstens
má nefna Sokrates död 1960
og Kains memoarer 1963.
Juvenilia gerist á nókkrum
fögrum haustdögum 1961.
Sögusviðið er Östermallm í
StokkhóJmi og hugarheimur
a ð alpe rsón uan a r, Torsten
Mannelins, sem er læknir og
skáld eins og Lars Gyllen-
sten sjálfur. Þegar fram í sæk
ir Skiptir söguhetjan um gerfi.
Myndlhöggvari og verkfræð-
ingur leysa Mannelin af
hólmi eða sýna hann frá ann-
arri hlið.
Hugleiðingar og tímabundn-
ar frásagnir skiptast á í bók-
inni, sem er þung aflestrar
en skilur mikið eftir. Og höf-
undi tekst skemmtilega að
gera göturnar á Östermalm lif
andi eins og Landslag í fallegri
sveit.
Juvenilia hefur fengið mjög
góða dóma hjá gagnrýnendum.
Carl Axel Westholm rekur -í
ritdómi samband bókarinnar
við Senilia og dregur fram
tengiliði. Hann segir enofrem
ur, að Gyllensten minni á
Sören Kierkegaard og André
Gide í því hve djarfur hann
sé að kanna nýja stigu. Hann
virðist hafa lært af þeim báð-
um, en sé þeim þó algerlega
óháður. f yfirliti yfir bók-
menntir ársins telur Ingemar
Wizelius Juvenilia eina af
þremur beztu skáldverkum,
sem komið hafa út í Svíþjóð
á þessu ári.
Þess má að lokum geta, að
Lars Gyllensten var annar
læiknastúdentanna tveggja,
sem fyrir tæpum tuttugu ár-
um tóku saman bóikina Cam-
era obscura, sem var stæling
á ljóðum þeirra tíma. Bókin
fékk ágætar viðtökur hjá
gagnrýendum sem kunnugt
er, en viðhonfin breyttust er
stúdentamir upplýstu að þeir
hefðu sett bókina saman á
skömmum tima yfir ölglasi.
Gagnrýner.dur þykjast nú
hafa fengið uppreisn, er ann-
ar stúdentanna er orðinn einn
fremsti rithöfundur hér í Sví-
þjóð.
Lars Gyllenstcn
Max Lundgren: Gangster-
boken. Bonniers.
Max Lundgren er einn af
yngstu rithöfundum í Sviþóð.
Kom fyrsta bók hans út 1962,
en Gangsterboken er fjórða
verk hans. Sagan gerist í Slatt
köping, sem á að vera í Suð-
ur Svíþjóð. Tiildrög atburða
eru þau, að sænsk-amerísikur
bófi hverfur heim til gamla
landsins til að setjast að í
þessum litla bæ. Þar hafði líf-
ið árum saman liðið í friði og
kyrrð en nú kemst allt úr
skorðum og hvert atvikið rek
ur annað.
1 uppnámi þvi og átökum,
sem verða ailt frá þvi að bóf-
inn birtist á járntorautarstöð-
inni með JÍfverði sínum og
unz hann er allur fyrir hagla-
byssu aldamótamannsins,
koma fram margar litrilkar
persónur. Höfuðandstæðingur
aðalipersónunnar er eins og að
líkum lætur lögreglustjóri
borgarinnai. En honum miðar
skammt til að byrja með í
baráittunni. Afbrotin færast
ört í vöxt, en þau tekst ekki
að upplýsa og um skeið virð-
ist vonlaust að hamla gegn
oflbeldinu, sem tekizt hefur að
gera sér almamna róm hlið-
hollan. Lögreglustjórinn getur
ekki annað en haldið að sér
hönd’um á meðan bófinn efnir
til útisamkomu í skemimti-
garði borgarinnar og lýsir fyr
idhugaðri góðgerðarstanfsemi.
Af öðrum persónum má
nefna fulltrúa lögreglustóra,
eldlheitan hugsjónamann,
sem verður minna úr fram-
kvæmdum, bóndakonuna, sem
næturlangt þeytist á mótor-
hjóli á milli fyrinmanna til
þess að fá son sinn skorinn
niður úr snörunni, og hálfvit-
ann, sem situr öllum stundum
frammi fyrir sjónvarpinu
með bros á vör.
Gangsterboken er liðlega
skrifuð og auðveld aflestrar.
Hins vegar eru skiptar skoð-
anir um hversu höfundi hefur
tekizt að vinna úr þeim efni-
við, sem hann hefur dregið
til bókarinnar, og hvort sú
þjóðfélagsádeila, sem þarna er
sett fram, komist nægilega til
ökila.
Jan Öjvind Swahn: Euro-
peiska folksangor í urval och
översattning. Med illustration
er av Roj Friberg. Bonniers.
Þjóðsagan hefur á þessari
öld notið mikillar og vaxandi
athygli fræðimanna. Kannað
hefur verið eftir föngum
hvernig einstök minni hafa
farið um lönd og álfur, leiðir
þeirra raktar og reynit að kom
ast eftir hvar sagan kom fyrst
fram. Fræðimenn hafa einnig
hagnýtt alla nýja tæikni til
(fulls við könnun þjóðsagn-
anna, sagneþulir hafa verið
sóttir heim með segulband, og
reynt hefur verið að fá fram
þjóðsöguafbrigði hvar sem
þau kynnu að leynast.
En jafnframt hefur þjóð-
sagan haldið undarlega vel
sínu forna hlutverki, að vera
sögð og lesin til afþreyingar
og lærdóms. Lengi átti menn-
ingarauki þjóðsögunnar heið-
Jan Öjvind Swahn
ursseas meðal ólæsra, sem hóp
uðust um sögumenn þar sem
þeir voru á ferð og lögðu eyrun
við frásögnum þeirra. Nú er
þetta breytt. Þjóðsagan er
orðin sérgrein fræðimanna,
sem fjalla um hana af lær-
dómi og senda frá sér í vís-
indalegum útgáfum.
Jan Öjvind Swahn er dó-
senit í þjóðsagnafræðum við
háskólann í Lundi. Úrval það
af evrópskum þjóðsögum, sem
hann lætur frá sér fara hef-
ur því notið alúðar fræði-
mannsins. En hann virðist
einnig hafa næmt eyra fyrir
frásagnarlist og frásagnar-
tækni sem gefur bókinni sér-
Max Lundgren
stakt gildi. Þarna birtast sög-
ur frá nærri þrjátíu þjóðum
og héruðum, sem veita góða
yfirsýn yfir evrópskar þjóð-
sögur í heild. Bókin er einnig
fallega myndskreytt.
Jan Öjvind Swahn: Háxor
tomtar, játtar och huldror.
Áterberáttade svenska folk-
ságner. Bonniers.
Eints og nafnið ber með sér
fjallar þessi bók um ýmis þjóð
trúarfyrirbrigði, sem eru sett
fram í réttu vísindalegu sam-
hengi. Höfundur hefur tekið
sagnirnar eins og þaer urðu
fyrir honum ýmist af vörum
almennings eða í söfnum, rað
að þeim upp og skýrt þær. í
bókinni eru eingöngu ssenskar
sagnir, en sagnirnar eru m.a.
að því leyti frábrugðnar þjóð
sögunum, að þær fyrrnefndu
eru yfirleitt staðsettar til að
vekja tilitrú og virðast sann-
sögulegri.
Auk þeirra vera, er segir
frá í bókarheiti er hér einnig
fjallað um varúlf og möru.
Varúlfur er mjög algengur í
sænskri þjóðtrú, og birtist í
ýmsum myndum allt norðan
af Lapplandi og suður á Skán.
Maran hefur einnig komið hér
við sögu allt frá dögum
Vanlanda.
Bókin er myndskreytt með
ýmsum eldri myndum, sem
margar hverjar gefa næsta
góðar upplýsingar um hug-
myndir fyrri alda manna um
hjátrúarfyrirbrigði flortíðar-
innar.
Jón Hnefill Aðalsteinsson.
EYJAFLUG
MEÐ HELGAFELLI njótið þéR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIDSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120
ísfötur — fsfötur
Sérstaklega fallegar amerískar ísfötur (kælifötur).
SPORTVAL
Laugavegi 48.
Utboð
Tilboð óskast í að steypa upp kjallara Sundhallar
Kópavogs ásamt laugarþró. Útboðsgögn afhent á
skrifstofu minni gegn kr. 2000 skilatryggingu.
Kópavogi, 21. des. 1965.
Bæjarverkfræðingur.
Atvinna
FÖNN vantar stúlku til afgreiðslustarfa með fleiru
strax. Upplýsingar í dag milli kl. 5,30—6,30.
Ekki í síma. Fannhvítt frá FÖNN
Fjólugötu 19 B
UPP SUNDIÐ.
Í.O.C.T.
JÓLAFUNDUR
stúknanna Andmra, Einingar-
innar og Víkings
verður haldinn í Gt.-húsinu
í kvöld kl. 9. Sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson flytur
jólahugleiðingu. Fundurinn
verður með sérstöku hátíðar-
sniði. Allir velkomnir.
Æðstutemplarar.
SPILABORÐ
VERÐ kr. 1.610,00
KRISTJÁN
SIGGEIRSSON H.F.
Laugavegi 13.
Símar 13879 — 17172.
að auglýsing
i útbreiddasta blaðlnu
borgar sig bezt.
Ingi Ingimundarson
hæstaréttarlömaður
Klapparstíg 26 IV hæð
Sími 21753.
Húseigendafélag Reykjavíkur
Simi 15659. Opin kl. 5—7 alla
virka daga, uema laugardaga.
Jóhann Ragnarsson
héraðsdómslógmaður.
Málflutningsskrifstofa
Vonarstræti 1. — Sími 19085
Skrifstofa á Grundarstíg 2A