Morgunblaðið - 29.12.1965, Page 13
Miðvikudagur 29. des. 1965
MOHCU N BLAÐIÐ
13
Aftenposten spyr forsætisráðherra Norðurlanda
Framtíð Sameinuðu þjóðanna
1. spurning: Fyrir ári var
því lialdið fram, að Samein
uðu þjóðirnar mættu sín sí-
fellt minna, og yrðu sam-
tökin senn áhrifalaus. Hvað
viljið þér segja um framtíð
þeirra nú, er efnahags-
vandamál þeirra eru leyst,
og tekizt hefur, fyrir þeirra
tilstilli, að koma á vopna-
hléi í Kasmír?
ERLANDER: Sþ hafa sýnt,
að samtökin eru ekki aðeins
gagnleg, heldur nauðsynleg.
Ég held, að þau séu á réttri
leið ,og því má ekki gleyma,
að þau njóta stuðnings stór-
veldanna.
KRAG: Framtíð Sameinuðu
þjóðanna er undir því komin,
hvort þeim tekst að starfa 1
samraemi við raunverulegt á-
stand í heimsmálunum, draga
úr æsingum og vinna að friði.
Sú reynsla, sem við höfum af
starfsemi samtakanna undan-
farið, gefur til kynna, að okk-
ur sé óhætt að vona ,að þau
geti glímt við höfuðvandamál
heims, sem er 1 höndum þjóð-
ernissinna og stórvelda.
VIROLAINEN: Lausn fjár-
hagsvandamáls Sameinuðu
Þjóðanna, höfuðvandamáls 19.
allsherjarþingsins, er öllum
léttir. og ég tel, að allar með-
1’-'0bjóðirnar óski þess, að tak
—st megi að styrkja samtokin.
Vopnahléð í Kasmír sýnir, að
stórveldin vilja hagnýta sam-
tökin í þágu friðar. Það eykur
trú manna á framtíð þeirra.
Ég tel, að samtökin muni
verða miðstöð friðarafla, þótt
efnahagsvandamálin kunni að
verða erfið viðureignar.
BORTEN: Sameinuðu þjóð-
irnc.r verða verkfæri þeirra,
sem þar ráða mestu. í>að getur
dregið úr mætti samtakanna,
verði þau gerð að vettvangi
innan- og utanríkismála ein-
stakra ríkja. Það getur einnig
haft skaðleg áhrif ef einstök
ríki greiða atkvæði með em-
hverju máli, aðeins vegna þess
að því er treyst, að það nái
ekki fram að ganga. Einkum
og sér verður að viðhafa gát,
þegar um er að ræða efna-
hagslegar mótaðgerðir. Af-
stöðu til sérhvers máls verður
að þrauthugsa. Aðgerðir verða
að vera í fullu samræmi við
raunveruleikann. Við eigum
ekki annars úrkösti en treysta
á samtökin, við eigum ekki í
annað hús að venda — þar
eiga allar þjóðir og kynþætt-
ir fulltrúa sína.
BJARNI BENEDIKTSSON:
Sameinuðu þjóðirnar munu
halda áfram starfsemi sinni,
því að samtökin eru nauðsyn-
legt þing, sem ræði alþjóða-
■
málin. Þó er ekki hægt að
gera sér of miklar vonir nú.
Skipulagning samtakanna er
nú með þeim hætti að þau eru
fyrst og fremst umræðuþing,
og samningaborð.
NORSKA blaðið Aftenposten í Ósló birti í fyrradag nokkrar spurningar, sem það
hefur lagt fyrir forsætisráðherra Norðurlanda, og svör þeirra við þeim. Morgun-
blaðinu þykir rétt að gefa lesendum sínum kost á að kynnast afstöðu forsætisráð-
herranna til hinna ýmsu mála, sem rædd eru í hinu norska blaði. — Spurningar
blaðsins og svör forsætisráðherranna eru birt hér í heild.
Aðild Kína að Sþ.
2. spurnlng: Er hægt að allra meðlimaþjóðanna
efla Sameinuðu þjóðirnar?
Hvaða afstöðu skal taka til
Alþýðulýðveldisins Kína,
sem ekki hefur fengið aðild
að þeim?
EELANDER: Á því leikur
enginn vafi, að hægt er að
efla samtökin. Það er skað-
legt, að fjölmennasta þjóð
heims — Kina — skuli ekki
eiga þar fulltrúa, fulltrúa
stjórnar lands og þjóðar. Hér
er um mistök að ræða, sem
ráða verður bót á, eins skjótt
og unnt er. Það yrði til þess
að fjölga fulltrúum, og efla
samtökin, síðar meir.
KRAG: Það er okkar skoð-
un, að eitt höfuðviðfangsefni
20. allsherjarþingsins sé að
rannsaka öll þau vandamál,
sem tengd eru friðarstarfi sam
takanna. Það er veikleika-
merki, að allar þjóðir heims
skuli ekki eiga sinn fulltrúa.
Hvernig eiga samtökin að geta
leyst eitt helzta viðfangsefnið,
afvopnunarmálið — sem þær
þjóðir, sem með höndum hafa
kjarnorkuvopn, bera sérstaka
ábyrgð á — ef eitt kjarnorku-
veldanna á ekki aðild að þeim?
VIROLAINEN: Tilgangur-
inn með Sameinuðu þjóðun-
um er fyrst og fremst sá, að
þær skuli vera vettvangur
til
samstarfs og samninga, en
gegna auk þess sérstöku hlut-
verki, í þágu friðarins. Hæfni
samtakanna er að miklu leyti
undir því komin, hvernig með-
limaþjóðirnar koma fram
gegn samtökum sínum, og
hverja möguleika þau fá til
að stunda starf sitt. Um Kína
er það að segja, að Finnland
hefur alltaf verið því hlynnt,
að samtökin yrðu vettvangur
allra þjóða heims, og því hef-
ur það alltaf stutt upptöku
Kína.
BORTEN: Ég vil vísa til
svars míns við fyrstu spurn-
ingunni. Hins Vegar er það
skoðun mín, að Kína eigi að
fá aðild að Sameinuðu þjóð-
unum. Noregur hefur gefið
þessa afstöðu sína til kynna
við atkvæðagreiðslur á þing-
um samtakanna.
BJARNI BENEDIKTSSON:
Til þess, að Sameinuðu þjóð-
irnar verði áhrifarík samtök,
verða þau að gefa rétta mynd
af valdahlutföllunum, og geta
stöðvað misbeitingu valds. ís-
land hefur setið hjá við at-
kvæðagreiðslur um upptöku
Kína, því að við teljum, að
málið þurfi nánari athugunar
við. Hins vegar teljum við, að
grundvallarmarkmið Samein-
uðu þjóðanna hljóti að vefa,
að allar þjóðir fái að samtök-
unum aðild.
Johannes Virolainen
Jens Otto Krag
Aðstoð við vanþróuð lönd
ÉÍÍIiÉP
Tag« Erlander
3. spurning: Hvernig má
bezt leysa vandamál van-
þróuðu ríkjanna — á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna,
eða á annan hátt, t.d. með
hjálp, svipaðri þeirri, sem
Norðurlöndin hafa veitt
Tanzaníu?
ERLANDER: Afstöðu Sví-
þjóðar til vandamálsins verð-
ur sennilega bezt lýst með því
að drepa á fjárveitingar okk-
ar til alþjóðlegrar hjálparstarf
semi, en þær nema um 35
milljónum dala. Um helming-
ur þess fjár fer um hirzlur
Sameinuðu þjóðanna, en öðr-
um hluta fjárins er ráðstafað í
samráði við einstakar þjóðir.
Við teljum, að aðstoð Norður-
landa við Tanzaníu sé mjög
mikilvæg, en erum þó jafn-
eitt þýðingarmesta framlag
þeirra til þessa. Sérhæfðari að-
stoð — t.d. Tanzaniuhjálpin —-
er vel til þess fallin að fylla
í eyðurnar.
BORTEN: Bæði með því að
styrkja Sameinuðu þjóðirnar
og með beinum framlögum til
einstakra ríkja, eins og Norð-
urlönd hafa lagt Tanzaníu til.
Beztan árangur myndi það ef
til vill gefa, ef takast mætt.i
að ná alþjóðasamkomulagi um
— með tryggingiu stórveldanna
hvort sem þau eru kapitalisk
eða ekki — að valdi verði ekki
beitt til að lækka verð hrá-
vöru, þar eð framleiðsla þeirra
mun enn um langt skeið verða
lifibrauð þeirra ríkja, sem
skemmst eru á veg komin.
3JARNI BENEDIKTSSON:
Island tekur ekki þátt í hjálp-
arstarfsemi Norðurlandanna,
en við höfum til athugunar,
hvernig við getum komið van-
þróuðum ríkjum til aðstoðar.
Per Borten Bjarni Benediktsson
Bætt sambúð Evröpulanda
spurning: Teljið þér,
framt þeirrar skoðunar, að al-
þjóðlegt hjálparsamstarf beri
að efla, svo að nást megi betri
lífsafkoma í vanþróuðum lönd
um.
KRAG: Ég tel ekki rétt að
segja annað hvort — eða. Við
teljum,' að Danmörk eigi að
verja meiru fé til hjálpar van-
þróuðum löndum, og skuli
það sumpart lagt í sjóð al-
þjóðasamtaka, en sumpart af-
hent til framkvæmda í van-
þróuðu löndunum, án milli-
liða. Við óskum einnig eftir
að auka samvinnu okkar við
önnur Norðurlandanna, þar
sem þau koma fram í heild.
VIROLAINEN: Mestur hluti
aðstoðar Finnlands fer til sam-
taka Sameinuðu þjóðanna. Sú
efnahagsaðstoð, félags- og
menningarmálastarfsemi, sem
samtökin beita sér fyrir ,er
að sú tilhneiging til bættar
sambúðar, sem gert hefur
vart við sig, muni framveg-
is hafa áhrif á gang mála í
Evrópu,
ERLANDER: Þrátt fyrir von
brigði, sem við allir þekkjum,
þá tel ég, að von sé til þess,
að sambúðin muni batna. Að
minnsta kosti er rétt að miða
við það, og starfa í samræmi
við það.
KRAG: Við eigum í dag við
vandamál að glíma í Evrópu,
en þróun hermála hefur ver-
ið slík, að ekki er talið, að
lausnar stjórnmáladeilna verði
leitað með vopnum. Alþjóða-
deilumál draga af og til úr
trú manna á bætta sambúð en
við verðum að vona, að skiln-
ingur milli stórveldanna í Evr-
ópu muni fara vaxandi.
VIROLAINEN: Ef til vill
hefur verið friðsamlegra í Evr
ópu en annars staðar, og það
Samstarf EEC
5. spurning: Hverjar lík-
ur teljið þér á því að kom-
ið verði á viðræðum milli
Efnahagsbandalags Evrópu
(EEC) og Fríverzlunar-
svæðisins (EFTA) sem mið
ist að því að sameina banda
lögin?
ER.LANDER: Síðasta fundi
aðildarríkja Fríverzlunarsvæð-
isins, sem haldinn var dagana
28. og 29. október, lauk með því
að látin var i ljós ósk um, að
viðræður yrðu hafnar við Efna-
hagsbandalagsríkin svo fljótt
sem auðið yrði — og ég fyrir
mitt leyti legg á það mikla á-
herzlu, áð komið verði á viðræð
um þessara tveggja bandalaga á
er ástæða til að það samstarf,
sem tekizt hefur, þrátt fyrir
hugsjónaágreining, muni vaxa
og eflast.
BORTEN: Það er til umræðu
hve mikil tilhneigingin til
bættrar sambúðar er, og hvort
ekki er um að ræða jafnvægi,
sem allir vita, að ekki má
raska, því að enginn verður
sigurvegari í styrjöld, sem háð
er með nútímavopnum. Um
bætta sambúð í Evrópu er það
að segja, að hún er að rmklu
leyti undir því komin, hver
verður hlutdeild V-Þýzkalands
í bandalagi V-Evrópurikja,
hver verður niðurstaða samn-
ingaumleitana um sameiginleg
an kjarnorkuher Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, o.s.frv.
BJARNI BENEDIKTSSON:
Vonandi halda friðarhorfurn-
ar áfram að batna, en ég tel,
að náið samstarf innan Atlants
hafsbandalagsins sé eitt af
grundvallaratriðum þess, að
svo megi verða.
og EFTA
komandi ári. Fyrsta skilyrð!
fyrir slíkum viðræðum er þó að
sjálfsögðu að núverandi deilur
innan Efnahagsbandalagsins
verði leystar.
KRAG: öll aðildarríki Frí-
verzlunarsvæðisins eru rei'ðu-
búin að hefja viðræður við
Efnahagsbandalagið, þegar er
sexveldin eru tilbúin. Tilgang-
urinn með viðræðunum yfði að
efla evrópskt samstarf, sem að
minnsta kosti myndi koma í
veg fyrir, að þessar tvær ríkja-
heildir fjarlægist meira en orð
ið er. Það er ákaflega mikiLs'
vert atriði, áð komið verði á
sameiginlegum evrópskum
markaði — ekki aðeins mikil-
vægt velferðarþróun Evrópu-
Framhald á bls. 23.