Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 15

Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 15
Miðvikudagur 29. des. 1965 MORGU N B LAÐIÐ 5 Daníel Benediktsson Kveðja Fæddur 6. september 1889. Dáinn 17. desember 1965. Dáinn. horfinn, Daníel! dvínar tónn af strengjum Braga. Þig of snemma heimti hel, harmar drenginn ljóð og saga. Þú varst einn af íslands drótt, áttir fast á starfa miðin — Lagðir dýran dag við nótt, djúpsins þekktir ölduniðinn. Inni’ í dölum búi bjóst, brunaðir urðir þrengsla leiðar. Þá með orfi slægjur slóst, slyngur á vegum þokuheiðar. Lífs í straumi stóðstu fast, stýrðir nett inn þröngu sundin. Aldrei kjark né orku brast, undir þétta karlmanns lundin. íþróttunum æsku frá unnir þú, af hjarta glaður. Hygg ég margur hafi þá hærri stiga lotið maður. Tryggur þínum vinum varst, vandaður í orði og gjörðum. Hljóður þínar byrðar barst bröttum lífs í gönguskörðum. Okkar kynning, stutt sem stóð, stílaðist ljúfum bragamálum. Lögðum oft í sama sjóð sálnaflug í gamanmálum. Annan vænginn eg hef misst eftir stend — við burtför pína. Hafinn ert í hærri vist hörpu þar ei ómar dvína. Eflaust kem ég eftir þér, er minn brestur klukkustrengur. Komdu þá á móti mér, mæti vinur — góði drengur. Nú þó gisti sorgin sár, svíði undir vina þinna, Guðs er himinn heiður, blár, hjörtun til þín veginn finna. Hækka seglin, hljóttu byr, hátt á lífsins vita stýrðu. Opnar standa Drottins dyr dalnum úr þá héðan flýrðu. Þeirra ómar þakkar skrá þér sem tryggðir eiga að gjalda. Lífsins drauma ljósin blá lýsi þér um vegu alda. Frimann Einarsson. Tilkynning Vegna áramótauppgjörs verða bankarnir í Reykjavík, ásamt útibúum, lokaðir mánudaginn 3. janúar, 1966. Athygli skal vakin á því að víxlar, sem falla í gjalddaga fimmtudaginn 30- des- ember, verða afsagðir föstudaginn 31. desember, séu þeir eigi greiddir fyrir lokunartíma bankanna þann dag (kl. 12 á hádegi). SEÐLABANKI ÍSLANDS LANDSBANKI ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. Dömur! Fyrir nýársfagnaðinn SÍÐIR KVÖLDKJÓLAR, stórkostlegt úrval, aðeins einn af hverri gerð. KVÖLDTÖSKUR KVÖLDHANZKAR HERÐASJÖL SKARTGRIPIR fjölbreytt úrval. Hjá Báru Austurstræti 14. MYNDABÓK m/ 70 myndum af Elizabeth Taylor (m.a. myndir úr kvik- myndinni Cleopatra). Verð kr. 25.00. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. Lára Jónsdóttir l\linning F 31. júlí 1903 — D. 3. nóv. 1965. LAUGARDAGINN 13. nóvember 1965 var til moldar borin að Reynistað í Skagafirði Lára Jóns dóttir, hÚ9freyja að Dæli í Sæ- mundarhlíð. Flestir sveitungar hennar sem að heiman komust fylgdu henni til grafar og séra Þórir Stephensen á Sauðárkróki jarðsöng. Að jarðarför lokinni var öllum kirkjugestum boðið til erfidrykikju að Reynistað. Þenn- an dag sem Lára var til moldar borin mátti segja að Skagafjörð- ur skartaði sínu fegursta, stilli- logn var og heiðríkt en nokkurt frost og naut fegurð hins fagra héraðs síns. Lára Pálína en gvo hét hún fullu nafni var fædd að Neðri- Bakika í Ólafsfirði 31. júli 1903. Dóttir hjónanna Guðnýjar Jóns- dóttur og Jóns Tryggva Guð- mundssonar sem þar bjuggu. Varð þeim fjögurra dætra auðið, en eina misstu þau í bernsku. Guðný missti mann sinn frá dætr um sínum ungum og var Lára þá aðeins tveggja og hálfs árs er fað ir hennar dó. ijét Guðný þá af búakap og fluttist inn til Eyja- fjarðar og fór þar í vinnu- mennsku og gat ekki haft með sér nema eina dætra sinna. Hinar fóru til vandalausra. Lára dvaldist á ýmsum stöð- um í uppvexti sínum og meðal annars í fimm ár að Gullbrekku í Eyjafirði og leið henni þar vel. Um tvítugt kynntist hún Ólafi Guðmundssyni frá Leyningi í Eyjafirði og leiða þau kynni til þess að þau staðfesta ráð sitt og hefja búskap að Leyningi 1925. Lára og Ólafur áttu saman tvö börn, Guðnýju, búsetta á Siglu- firði og Emil, verkamann í Reykjavík. Lára og Ólafur slitu samivisfum 1929. Fer Lára þá í vinnumennsku að Staðarhóli í Siglufirði með börn sán tvö. Þar kynnist hún seinni manni sinum Baldvin Jó- hanmssyni frá Siglunesi og flytja þau til Skagafjarðar og gifta sig og hefja búskap að Hvamms brekku við Reynis>tað 1931. Eru þar sbubt og eru eitt ár að Eiríks stöðum sem var húsmannsbýli við Vik í Staðarhrepp, en árið 1935 festa þau kaup á jörðinni Dæli í Staðarhrepp og bjuggu þar til seinasta dags. Lára átti oft við heilsuleysi að stríða og varð nokkrum sinnum að leggjast á sjúkrahús og varð því eitt sinn að láta þau Emil og Guðnýju frá sér til vanda- lausra í fóstur. Lára og Baldvin eignuðust þrjú böm sem öll eru á Mfi, Ingibjörgu Jónínu, sem er húsfreyja að Brattahlíð í Svart- árdal, Jón Tryggva, iðnverka- mann á Sauðárkróki og Astu Pálínu, gifta á Akureyri. Það ólán vildi til að sumarið 1944 að nóttu til, að bæjarhúsin að Dæli brunnu til ösku og fólk komst nauðulega út á nærklæð- um einum saman. Ekki kynnist ég Láru fyrr en fyrir tíu árum að leiðir ókkar lágu saman, en það duldist eng- um að hún var mikil og góð kona, en þessi fáu orð um ævi hennar gefa til kynna að ekki hetfir líf hennar allt verið dans á rósum. Þar hafa sikipst á skin og skúrir, en hún hefur verið ein af þessum trausbu hornsteinum sem byggð íslenzkra sveita stendur á. Ég held að Lára hafi ekki kært sig um að sín yrði að neinu getið þvi verk sín vann hún svo. Ekki óraði okkur sem heim- sóttum hana um miðjan október síðastliðinn að það myndi vera í síðasta sinn sem fundum okkar bæri saman. Lára var með hress- asta móti og glöð yfir gestakom- ur.ni því að þeir sem að garði komu hjá henni hlutu hlýjar mót tökur. Það heyrði ég að hún var talin af sveitungum sínum af- burða gestrisin og sérstakur barna- og dýravinur. Aðfaranóbt miðvikudagsins 3. nóvember andaðist Lára í svetfni að heimili sínu að Dæli, en ‘sá staður var henni kærastur og þar leið henni bezt. Við viljum þakka þér, Lára mín, fyrir hversu vel þú tókst á móti okkur er við komuim að Dæli, þó oft væri ekki 9tanzað lengi. Það hressfi mann upp hversu oft þú varðst glöð yfir gestakomunni. Nú er skarð fyrir skildi því næsta sumar stendur enginn í hlaðinu og veitfar þegar farfuglarnir hverfa þaðan. Blessuð sér minning þín. Þorsteinn Hallfreðsson. Uppboð Opinbert uppboð fer fram í Sundhöll Reykjavíkur, föstudaginn 7. janúar 1966, kl. 2 síðdegis, og verða þar seldir ýmsir óskilamunir, í vörzlu Sundhallarinnar. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. FLUGELDAR URVALID ALDREI FJÖLBREYTTARA Eldflaugar TUNGLFLAUGAR STJÖRNURAKETTUR SKIPARAKETTUR Handblys RAUÐ — GRÆN — BLÁ BENGALBLYS JOKERBLYS REGNBOGABLY S RÓMÖNSKBLYS FALLHLÍ FARBL Y S SÓLIR — STJÖRNUGOS — STJÖR NULJÓS — BENGALELDSPÝTUR VAX-ÚTIHANDBLYS, loga Vz tíma — VAX-GARÐBLYS, loga í 2 tíma. — HENTUG FYRIR UNGLINGA — VERZLUN O. ELLIIMGSEN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.