Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. des. 1965
Langt yfir skammt
effir Laurence Payne
— Já, fulltrúi, ég varð að gera
það, því að hún var svo veik.
Svo varð ég bókstaflega að bera
hana út í bílinn . . . . en hún
var að minnsta kosti hætt að
gráta........það var svo hræði
legt þegar hún grét .... þegar
ég komst heim með hana, lá
hún á gólfinu í bílnum, saman-
hnipruð og öll snúin og skökk.
Ég héit fyrst, að hún væri sof-
andi, en svo sá ég, að hún var
dáin..........
>að var þögn í stofunni. Ég
stalst til að líta á Herter. Hann
sat aftur á bak í stólnum og
starði út í eitt hornið á lofinu,
og augun vom algjörlega svip-
laus. Ég seildist eftir vindlinga-
veskinu mínu, fékk mér einn og
bauð Miguel.
— Verið þér bara rólegur,
sagði ég. — Fáið yður sígarettu.
Hönd hans skalf er hann tók
hana og ég sá að litlar „vita-
perlur voru á enninu á honum.
En hann hefði ekki þurft að
hafa neinar áhyggjur — ég trúði
allri sögunni.
— Og hvað gerðist svo?
spurði ég • þegar við höfðum
jafnað okkur dálitið.
— Lengi gat ég ekki komizt
að neinni niðurstöðu um, hvað
ég ætti að gera. Hvað gat ég
gert?........skilið hana eftir
fyrir utan húsið? .... farið
með hana aftur í klúbbinn. Þá
datt mér í hug, að ég ætti að
fara til lögreglunnar . . . . en
þá mundi ég eftir þessari
sprautu, sem ég hafði gefið
henni, og því lengur sem ég
hugsaði um það, því vissari varð
ég um, að það væri ég, sem
hefði drepið hana . . . . að lög-
reglan mundi aldrei trúa mér . .
Og þá greip auðvitað hræðsl-
an hann, svo að hann vissi ekki
sitt rjúkandi ráð. Hann fleygði
frakkanum sínum yfir líkið,
steig aftur upp í bílinn, og að
því er virtist hafði hann svo ek-
ið klukkustundunum saman, til
þess að ákvarða, Tivað gera
skyldi. En þá hafði hann loks-
ins séð múrinn með skarðinu í
.... Mer datt fyrst 1 hug að
skilja hana eftir inni í garðin-
um fyrir innan múrinn . . . .en
. . . Augun fylltust aftur af tár
um oð það var einkennileg með
aumkun í röddinni, er hann
sagði: . . . . en það var rign-
ing..........ég hefði ekki vilj
að láta hana liggja úti í rigning-
unni. Ég bar hana inn í húsið
og niður í kjallara. f>ar var
svo dimmt og hljótt .... alveg
eins og í gröf.........Ég var
svo hræddur og svo gaf ég henni
róðukrossinn minn..........
— Já, og fóruð síðan að stela
af henni, bætti ég við, harð-
neskjulega.
— Já, ég stal af henni. Ég veit
ekki hversvegna ég gerði það,
en ég gerði það nú samt. Allt,
sem ég tók af henni, hef ég enn.
Blaöburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi:
Skerjaf. sunnan Ingólfsstræti
flugvallar Tjarnargata
Háteigsvegur Aðalstræti
Snorrabraut Túngata
Vesturgata, 44-68 Laufásvegur 58-79
Austurbrún Þingholtsstr.
Freyjugata Skipholt II
Lambastaðahverfi Akurgerði
Bræðraborgarstígur Tunguvegur
Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum WL tfimi tn hl sy * !hí
SÍMI 22 -4-80
Ég skal skila yður því.
Eg sat andaríak og horfði
þegjandi á hann. Gagnvart
svona hreinskilnislegri játn-
ingu var ég einhvernveginn al-
veg máttlaus. Ég gat vel skilið
þessa ofsahræðslu hans. Ég gat
meina að segja skilið freisting-
una, sem hann hlaut að hafa
fundið, þegar hann festi róðu-
krossmn við kaldan únliðinn og
tók þá eftir glitrandi hringunum
á fingrum hennar. Ég tók mig
saman.
— Og þegar þér leynduð lög-
reglunni þessum upplýsingum,
var það þá af því einu, að þér
voruð hræddur?
— Já.
Augu mín störðu á Herter.
— Yður var ekki á neinn hátt
ógnað til að þegja?
— Ógnað?
Herter fór að hreifa sig. —
Fulltrúinn á við, hvort ég hafi
hrætt þig til þess að þegja. Hót-
aði ég þér einhverju verra en
diauðanum ef þú segðir sann-
leikann?
— Nei, svaraði Miguel.
— Hvernig fenguð þér þenn-
an marblett á ennið? spurði ég.
Hann leit undan. — Ég rak
mig á.
— Ég vil fá sannleikann!
mmnti ég hann á.
62
Augun litu upp og beint á
Herter.
Herter sagði: — Ég er hrædd-
ur um, að ég eigi sök á því.
Hann dró út skúffu og tók eitt-
hvað upp úr henni, og ýtti því
síðan yfir borðið. í»að var gull-
vindlingaveski Yvonne. — Ég
vissi ekkert um þetta fyrr en í
gær, að ég varð þess var, að
hann hafði þetta í vörzlum sín-
um. Hann var ekki líkt því eins
málhress þá og hann hefur ver-
ið við yður. Ég starði kuldalega
á hann. Hann yppti öxlum. —
Ég er dálítið uppstökkur, skal
ég segja yður.
Ég fann viðureignina í dimmu
götunni eins og koma nær mér,
og mig verkjaði aftur í höfuðið.
Ég tók upp þenna þunga gull-
grip og strauk hann. Yvonne
hafði farið klaufalega að þessu
sjálfsmorði — hugsa fyrst og
fremst um sjálfa sig og skilið
Miguel eftir í slæmri klípu. Ég
fann til meðaumkunar með hon-
um.
— I>ér komið með okkur,
sagði ég. — Og svo viljum við
fá þessa skartgripi. Þá getum
við ákveðið, hvað við gerum við
yður. Ég sneri aftur að Herter,
sem var býsna fúll á svipinn,
og sagði: — Ég held, að ég geti
vel skilið afstöðu Miguels
en ég á bágara með að skilja yð-
ar viðbrögð við þessu. Hversu
lengi ætluðuð þér að halda þess-
um upplýsingum fyrir lögregl-
unni?
— Það var nú samvizkunnar
hans Miguels að ákveða það,
en ekki mitt. Hann hefur átt
bágt — það sjáið þér jafnvel
■ Jæja, jæja, það er þá allt í lagi að þú fáir þér einn vindil
eftir miðdegismatinn.
sjálfur. Fyrr eða seinna hefði
hann komið til yðar.
.— Og lofað yður í millitíð-
inni að skemmta yður við að
berja hann?
— Ég legg það ekki í vana
minn að berja fólk, sagði hann
hvasst. — Ég var reiður, og það
getið þér væntanlega skilið.
Ég benti á vindlingaveskið. —
Og hvenær ætluðuð þér að skila
þessum dýrgrip?
— Þegar ég fengi tíma til
þess, svaraði hann kuldalega.
Vissulega ekki fyrr en Miguel
hefði ákvarðað, hvað hann ætl-
aði að gera.
— Og hefði hann ætlað að
selja gripina og koma sér út
úr landinu, þá hefðuð þér bara
veifað til hans í kveðjuskyni og
þar með hefði málinu verið lok-
ið?
Hann yppti öxlum. — Já, það
er nú víst varla hægt að kalla
mig góðan borgana. Ég er hrædd
ur um, að ef Miguel hefði á-
kveðið að stinga af úr landinu,
hefði ég ekki sagt við því ann-
að en já og amen.
Ég seildist eftir umslagi, sem
var í vasa mínum. — Lofið mér
aðeins að líta á hægri buxna-
skálmina yðar, Miguel.
Hann varð hissa, en nálgaðist
mig, eins og í vafa og setti fót-
inn upp á stólinn minn. Svo
sem spönn neðan frá, uppi á
skálminni var ofurlítil rifa. Ég
tók þrjá bláa kambgarnsþræði
úr umslaginu og bar þá að rif-
unni.
— Ég er feginn, að þér skyld-
uð ekki reyna það, sagði ég ró-
lega. — Þér hefðuð aldrei kom-
izt langt.
— Þetta var laglega af sér vik
ið, fulltrúi, sagði Rodney Hert-
er.
Við tókum Miguel með okkur
í lögreglustöðina í Chelsea, þar
sem hann undirritaði skýrslu og
sagði okkur, hvar skartgripina
væri að finna — það var í lok-
aðri ferðatösku í klæðaskápn-
um í herbergi sem hann hafði
leigt í Earl’s Court.
— Þér eruð trúaður maður,
Miguel, sagði ég og tók róðu-
krosinn upp úr vasa mínum.
Hann yppti öxlum dauflega.
Áramótaheftið kemur í hókaverzlanir í dag
lceland Review
flytur nýárskveðjur til vina yðar og viðskiptamanna erlendis
í þessu hefti er m.a. safn einstakra fallegra vetrarmynda af íslandi, lýsing Elínar
Pálmadóttur. blaðakonu, á ferðalagi út í Surtsey ásamt fjölmörgum nýjum og stórfeng-
legum myndum teknum í Surtsey og af Syrtlingi, rétt áður en hann hvarf í djúpið.
ICELAND REVIEW KYNNIR ÍSLAND IIM VÍÐA VERÖLD
— Ég er kaþólskur, en víst ekki
mjög staðfastur í trúnni, sagði
hann.
Ég starði á litlu silfurmynd-
ina og sagði: — Enginn kaþólsk-
ur er óstaðfiastur í trúnni, þó
að þeir geti verið misjafnlega
góðir. Ég fékk honum róðukross
inn aftur. — Þér ættuð að varð-
veita hann vel, sagði ég.
Áður en ég yfirgaf stöðina,
hringdi ég í Jim Blackwell. Gi-
useppe lá enn bundinn, Jordan
Barker var þiar um borð og virt-
ist ekkert ferðasnið á honum
enn.
— Annars var ég að tala við
Tilbury áðan. sagði Jim. —-
Peruslavia kemur inn á næsta
flóði, og er nú á leið upp eftir
ánni.
Ég leit á úrið mitt. Klukkan
var rúmlega fimm.
— A hvaða tíma heldurðu, að
það verði?
— Það er háflóð klukkan
11.30. Ef Barker er á útleið,
býst ég við, að hann fari að
hreyfa sig eftir sólarlagið, sem
er klukkan rúmlega sjö.
— Jæja, líklega er hann ekki
að hanga þarna sér til heilsu-
bótar, sagði ég. — Hann hlýtur
að vera eitthvað að brugga. Það
er víst bezt, að ég komi. Ef hann
er búinn að leysa áður en ég
kem, skildu þá eftir boð, en
farðu á eftir honum, hvað sem
öðru líður, en ég held áfram,
hvað sem veltist, til Tilbury og
þú getur náð í mig á lögreglu-
stöðinni þar.
— Þú veizt, að okkur er efcki
ætlað að fara lengra niður eftir
en til Erith.
— Hvers vegna það?
— Af því að okkar lögsagnar-
umdæmi nær ekki iengrta. Þá
taka við Kent og Essex. Og þeir
þar verða móðgaðir ef við för-
um að gera okkur heimakomna
á þeirra svæði.
— Gott og \rel, við segjum
þeim þá hvernig á standi- Ef
þú þarft að fara lengra en til
Tilbury, skildu þá mann eftir,
til að láta mig vita, og ég doka
við á stöðinni þangað til ég
heyri frá þér.
Síðan átti ég nokkrar viðræð-
ur við yfirmann minn. Hann
hafði lesið skýrsluna mína og
látið hana ganga boðleið til sins
yfirmanns og það virtist ríkja
almenn ánægja með hana. Hann
klappaði mér á öxlina og sagði,
að ég hefði staðið mig vel, og
héldi vonandi þannig áfram.
Hvað sem á daginn kynni að
koma, skyldi ég halda áfram að
beita mér að Peruslaviumálinu
þangað til ég vissi vissu mína ■
um það. Ég skyldi fá að vera
í friði við þetta, hvað sem velt-
ist, þangað til ég segði til sjálf-
ur.
— Náðirðu í Hammond Bark-
er? spurði hann.
— Nei.
— Hversvegna ek:ki?
— Hann er stunginn af.
— Hversvegna það?
— Konan hans varaði hann
við.
— Mér getur ekki annað en
fundizt þú hafa sagt henni full-
mikið.
— O, það hefur bara sparað