Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 24

Morgunblaðið - 29.12.1965, Side 24
Langstæista og fjölbreyttasta blað landsins 297. tbl. — Miðvikudagur 29. desember 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Austfirðingar heyrðu vel í útvarpinu unt jólin töýi sendirivm á Eiðum reynist vel EINS og skýrt hefur verið frá var nýr útvarpssendir tekinn í notkun á Eiöum fyrir skemmstu. Austfirðingar hafa löngum kvart að undan því, að þeir heyrðu illa til íslenzka ríkisútvarpsins, og sujws staðar hefur alla tíð verið nær óhlustandi vegna truflana, nema e.t.v. með sérstökum tækj- i»m. Mbl. hringdi því í gær til fólks á Austurlandi og spurðist fyrir um það, hvernig jóladagskrá ríkisútvarpsins hefði heyrzt þar eystra að þessu sinni. Jósef Guðjónsson á Strand- höfn í Vopnafirði sagðist hafa iheyrt sæmilega í útvarpinu um jólin, og væri það mikill munur írá þvi, sem verið hefur undan- farin ár. Sérstakiega hefði verið erfitt að hiusta á útvarpið að undanförnu, og eiginlega alveg ókleift oftast. Ingvar Ingvarsson á Desjar- mýri í Borgarfirði eystra, kvað hlustunarskiiyrði þar vera góð, og hefðu þau vafaiaust batnað við tilkomu hins nýja sendis, en sagðist sjálfur aidrei hafa kvart- að undan hlustunarskilyrðum. Sagði Ingvar, að reyndin væri sú, að þeir, sem ættu sterk útvarps- tæki heyrðu verr í íslenzka út- varpinu, þar sem truflanir væru tíðari. Ásgeir Lárusson í Neskaupstað sagði, að íbúar Neskaupsstaðar hefðu heyrt vel í útvarpinu í allt haust, og hefðu því undan engu að kvarta í þeim efnum. Sagði Ásgeir, að þeir hefðu yfir að ráða SM-stöð, og heyrðu þeir bæjarbúar, sem ættu útvarps- tæki með SM-bylgju, skínandi vel í útvarpi. Ólafur B. Theodórsson í Fáskrúðsfirði sagði, að með til- komu hins nýja sendis á Eiðum hefðu hlustunarskiiyrði gjör- breytzt til hins betra, og væri Fjárleitin á Vest uröræfum óskandi að sWkt héldist áfram. Raddir, er mæltu á framandi tungum og tíðax truflanir gerðu Fáskrúðsfirðingum ekki lengur gramt í geði, og ríkti mikil á- nægja með hið breytta ástand þar um slóðir. Páll Guðmundsson á Gilsár- stekk í Breiðdal kvað aigjör um- skipti hafa orðið á hlustunar- skilyrðum með tilkomu hins nýja sendis. Erlendar útvarps- stöðvar kæmu nú ekki inn á ís- lenzku stöðina, eins og oft hefði viljað brenna við, og bað hann um að skila kveðju til Ríkisút- varpsins með þakklæti. Dagmar Ólafsdóttir á Djúpa- vogi sagði, að hlustunarskilyrði hefðu batnað þar, en ílbúar á þeim slóðum hefðu lengi haft litla sendistöð, sem hefði reynzt vel, en sá böggull fylgdi þó skammrifi, að þeirri stöð hefði verið lokað kl. 1 á nóttunni, en nú gætu þeir á Djúpavogi stillt yfir á Eiðasendinn og hlustað á danslögin, þegar þau væru leikin til kl. 2. Helga þakkar Arndiisj fyrir hringinn. EINS og sagt var frá í Mbl. í gær, fóru fimm menn úr Hrafn- kelsdal upp á Vesturöræfi í eftir- leit daginn fyrir Þorláksmiessu. Mbi. átti í gær tal við Aðal- stein Aðalsteinsson á Vaðhrekku. Sagði hann þá fimmmenningana hafa lagt upp kl. fimm að morgni og verið sextán klukku- stundir á ferð fyrri daginn. Þeir Jólasöngvar í HafnarfjarÖar- kirliju í kvöld í KVÖLD kl. 8,30 verða jóla- söngvar í Hafnarf jarðarkirkju, en sá háttur hefir verið á hafður undanfarin jól áð efna til jóla- söngva í kirkjunni, og þeir mælzt vel fyrir. 1 kvöld syngja kirkjukórar Fri kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar sameiginlega undir stjórn Páls Kr. Pálssonar, en hann mun einn ig flytja kirkjutónverk. Sóknar- presturinn, séra Garðar Þorsteins son prófastur, les guðspjöllin og hefur á hendi altarisþjónustu. — Er fólki bent á að hafa með sér sálmabækur. 4(1 tonn af þorski á sólarhring Akranesi, 28. des. TOGARINN Víkingur er alveg nýkominn til veiða á Vestur-Grænlands- miðum. Hann fékk fjörutíu tonn af þorski fyrsta sól- arhringinn. Hér er stórastormur og enginn bátur á sjó. Hinn togari Akurnes- inga, bv. Akurey, liggur við festar lengst inni í Hvalfirði. — Oddur. voru á tveimux bíium, en færð vax ákaflega vond og versnaði eftir því sem innar dró, svo að þeir fengu margar festur. Bílarn- ir voru skildir eftir og haldið áfram gangandi drjúglangt inn eftir, en gengi eða gangfæri var mjög þungt, svo að Aðalsteinn kvaðst aldrei hafa lent í öðru eins færi. Mikill snjór, jafnfall- inn, var y.fir öllu, svo að hvergi sást örla fyrir hnota. Alls fundu Iþeir 3ö kindur í leitinni. Var nú haldið með þær ofan í Glúms- staðadal, þar sem skilja varð þær eftir. Var þá orðið mjög dimmt og komin á hrímþoka. Tveir mannanna lentu í nokkurri villu um tíma, en alíir komust heilu og höldnu að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Daginn eftir, á Þorláksmessu, var féð svo sótt í Glúmsstaðadal. Einstök viðurkenning fyrir túlkun á Mutter Courage SKÖMMU áður en örvnur leik- sýning á M utter Courage hófst í gærkvóldi, átti sér stað í kaffistofu leikara Þjóðleik- hússins fámenn en virðuleg athöfn. Hinn gamalkunna leik kona. Arndís Björnsdóttir, dró þar á fingur Helgu Valtýsdótt- ur leikkoriiu, f agran hring, prýddan demöntum, um leið og hún gat þess að hring þennan fengi Helga frá sér fyrir túlkun sána á Mutter Courage í samnefndu leikriti Bertols Brecht. Hring þenna kvaðst Arndís hafa fenigið eft- ir Kristínu Vídalín Jakobssen en þær hefðu unnið saman í kvenfélaginu „Hringurinn" og væri hann henná mjög hjart- fólginn. Kvaðst hún vonast til þess að Helgia myndi síðar, þegar hún léti af leikstörfum, láta hringinn ganga til ann- arrar leikkonu en henni væri í sjálfsvald sett, hver það yrði. Það var auðséð, að atburð- ur þessi kom Helgu mjög á óvart, enda hafði Amdís ekki haft orð á honum fyrirfram. Þegar hringurinn var kominn á hönd Helgu, féllust leikkon- urnar í faðma, og Helga sagði: — Ég mun alltaf bera þennan hrinig. Fréttamaður Mbl. bað Am- dísi loks að greina frá sögu hringsins. Amdís kvað þær Kristínu hafa unnið náið sam- an í sambandi við Hringinn, og hefði Kristín jafnan sagt, að það væru Hringskonur, sem gert hefðu sig að leik- konu. Eftir lát Kristinar hefði dóttir hennar komið til sín og sagt, að móðir hennar hefði unnað sér svo mikið, og því skyldi hún eiga þennan hring. Kvaðst Amdís jafnan hafa borið hann siðan, þar til hún nú afhenti Helgu hann fyrir leik hennar í hlutverki Mutter Courage, sem hefði haft mikil áhrif á sig. Síldarverð og loðnu- verð ákveðið Verðlagsráð sjávarútvegslns tæki við hlið veiðiskips. hefur sent frá sér þrjár frétta- I Seljandi skal skila síld til tilkynningar, dagsettar 27. des. 1 bræðsiu í verksmiðjuþró og um verðlag á bræðslusíld og loðnu. Fara þaer hér á eftir. • Síld veidd við Suður- og Vesturland Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á fersksíld til bræðslu veiddri við Suður- og Vestur- land, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 1966. Pr. kg. kr. 1.36. Heimilt er að greiða kr. 0,22 lægra pr. kg. á síld til bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi í fiutningaskip. Smásíld veidd í ísafjarðar- djúpi: Pr. kg. kr. 0,85. Verðin eru miðuð við, að selj- andi skili síldinni á ílutnings- greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kr. í fiutningsgjald frá skipshiið. • Síld veidd við Norður- og Austurland. Verðlagsráð sjóvarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lá- Gosið við Surtsey ÞEGAR Mbi. hafði samband við dr. Sigurð Þórarinsson, jarð fræðing, í gær vegna hins nýja goss undir sjávarmáli u.þ.b. einn kílómetra suðvestur undarr Surtsey, kvaðst hann ekkert nýtt ha'fa frétt. Mbl. frétti ekki neitt af gosinu úr öðrum áttum í gær, svo að ekki er víst, að ný ey sé enn koroin úr kafinu. marksverð á fersksíld, sem veidd er á Norður- og Austurlands- svæði, þ.e. frá Rit norður um að Hornafirði, tímabilið 1. janúar til 30. apríl 1966. Sild til bræðslu: Hvert mál (150 Htrar) kr. 193.00. Verðið er miðað við, að síldin sé kominn í löndunartæki verk- smiðjanna eða hleðslutæki sér- stalkra síldarflutningaskipa. Heimilt er að greiða kr. 30.00 lægra pr. mál fyrir síld, sem tekin er úr veiðiskipi í fjutninga- skip úti á rúmsjó (utan hafna), enda sé sildin mæld við móttöku í flutningaskip. Síid til söltunar, pr. kg. kr. 1.70 Sild til frystingar pr. kg kr. 2.00. Verð þessi miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslu magn telst innvegin síld, að frá- dregnu því magni, er vinnslu- stöðvarnar skila í sildarverk- S'miðjur. Vinnslustöðvarnar skulu skila úrgangssíld í síldarverk- smiðjur seljendum að kostnaðar- lauisu, enda fái seljendur hið aug lýsta bræðsiusíldarverð. Þar sem ekki verður við kom- ið að halda afla bátanna að- skiJdum í síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli miiii síJdar til íiam angreindrar vinnslu og sildar ti'l bræðslu milli báta inmbyrðis. Síld ísvarin til útflutnings i skip, pr. kg kr. 2.00. Verð þetta miðast við innvegií magn, þ.e. síldina upp til hópa. Framangreind verð, nema s bræðsiusíld, eru miðuð við. at seljandi skili síldinni á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. • Loðnuverð VerðJagsráð sjávarútvegsinf hefur ákveðið eftirfarandi lág. marksverð á loðnu til bræðslíi Framh. á bls. 23. Sovézk skip skammt undan I GÆR voru þrettán sovézk1 skip, þrjú stór og tíu af minni ( gerð, skammt undan Stokks-j nesi fyrir austan Höfn í, Hornafirði. Eins og kunnugt er, rekurl varnarliðið ratsjárstöð á I Stokksnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.