Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 1
32 sícjknr og LesEiök Bylting i Nígeriu Herinn iekur völd í landinu - Balewa forsætisráðherra i stofufangelsi - Óstaöfestar fregnir um oð ráðherrar jBandarískir hermenn hjálpa sserðum felaga sinum a fsetur, eftir að hann hafði verið hæfður skoti í árás á neðanjarðar- byrgi Viet Cong kommúnista um 30 km. frá Saigon sl. mið- vikudag. Mikið magn skotfæra og vista kommúnista fundust 1 jarðgöngum þessum og byrgjum. hafi veriö vegnir London og Cotonou, Dahomey 15. jan. — (AP) — STJÓRNARBYLTING var gerð í Nígeríu í morgun. Var það Nígeríuher, sem bylting- una gerði, og hefur herinn tekið öll völd í landinu. Til- kynning um þetta var lesin upp í útvarpið í Lagos, höf- uðborg Nígeríu, síðdegis, en áður höfðu óstaðfestar fregn ir greint frá byltingunni. f Lagosútvarpinu var sagt í dag, að herinn hefði tekið völd í landinu til þess að „binda endi á óreiðu og glæpa starfsemi“. Fregnir eru enn ákaflega óljósar af bylting- unni, en talið er að Sir Abu- bakar Tafewa Balewa, for- sætisráðherra, sé í stofufang- elsi, og orðrómur er á sveimi um að ýmisir ráðherrar hafi veríð ráðnir af dögum. Nýlokið er í Lagos ráðstefnu brezku samveldislandanna um Rhódesíumálið, og var Balewa í forsæti á ráðstefnunni. 1 fréttum frá London síð- degis í dag, sagði, að fjar- skiptasamband við Nígeriu hefði rofnað í nótt, skömmu eftir mið- nætti, og hefði verið sambands- laust siðan. Talsmenn sendiráðs Nigeríu í London, gátu enga skýringu gef ið, en hafa hins vegar bent á, að slæmt samband hafi verið við Nígeríu undanfarið, og geti því verið um að kenna. Wilson, forsætisráðherra Breta, var í morgun tilkynnt, að orð- rómur væri uppi um byltingu £ í Nigeríu, og hélt Wilson þegar Framhald á bls. 2. RUSK OG HARRIMAN STADDIR í SAIGON Þrálútur orðrómur á sveimi um yfirvofandi stiórnar- 50 farast í flugslysi DC-4 hrapaði í Karíhahaftð Bogota, Colombia 15. jan. NTB Um 50 manns fórust er far- þegaflugvél af gerðinni DC-2 (Skymaster) hrapaði í Karíba- hafið skömmu eftir fiugtak frá flugvellinum í Cartagena snemma í morgun. Tíu komust af. Flugvélin var frá kólum- bíska flugfélaginu Avianca. Flugturninn í Cartagena upp- lýsti í morgun, að 15 manns hefði verið bjargað, en fimm þeirra hefðu látizt skömmu síð- ar. Talið er að flestir farþeg- anna hafi drukknað er skrokkur flugvélarinnar brotnaði í tvennt og sökk. Hafði skrokkurinn þá verið á floti í nær hálfa klukku- stund. Fréttir eru enn óljósar af slysi þessu, og hefur t.d. engin opin- ber staðfesting fengist á fram- angreindum upplýsingum flug- turnsins. Stórmerkur fornleifa- fundur í Kaupm.höfn Porfýrstytta af Konsíantín mikla íinnst undir Kristjánsborg byltingu í Saigon 15. jan. — NTB —. Bean Rusk, utanrikisráðherra, Bandaríkjanna, og Averell Harri anan, sérkffilí sentSmaður John- t>ons forseta, komu í morgun til Saigon. Erindi þeirra er að ræða við leiðtoga S-Vietnam og banda rískra fulltrúa þar um friðar- umleitanir Johnsons forseta að uwdanförnu og ýmis önnur sam- eiginleg hagsmunamál. Rusk kynntist nú sjálfur eilítið valda- Btreitunni, sem einkennt hefur Btjórnina í S-Vietnam, er hann kom til flugvallarins í Saigon á morgun. Þrálátur orðrómur er rsú í Saigon um að stjórnar- bylting sé nú enn einu sinni yfirvofandi í S-Vietnam. Flestir telja þó fremur óliklegt að svo muni verða. Er Rusk hélt ásamt Harriman og Henry Cabot Lodge, sendi- herra Bandaríkjanna í S-Viet- nam, til skrifstofu forsætisráð- heirans, Nguyen Cao Ky, hers- höfðingja, komust þeir að raun «im að skrifstofa Ky var gætt af hermönnum með fjórar 20 xnm. failbyssur og véibyssur. Gatan, sem skrifstofa Ky er við, var iokuð öllum, meira að segja lögreglumönnum Saigonstjórn- annnar á meðan Ky var á skrif- stofu sinni. Er Ky hélt frá skrif- stofunni, fór hann þaðan í þyrlu, til þess að draga úr hættu á, að honum yrði rænt, að því er hermt er. Taugaóstyrkíurinn, sem setur rnú svip sinn á Saigon, á meðal annars rót sína að xekja til þess, að helztu herhöíðingjar S-Viet- S-Vietnam nam hafa setið á fundi til þess að ræða hversu vel herforingja- stjórnin hefur haldið á málun- um að undanförnu. Orðrómur var á sveimi fyrir fundinn, um að óánægju gætti meðal hers- höfðingjanna. Ky hefur tvívegis komið í veg fyrir byltingartil- raunir með því að hóta því að beita Skyraider-þotum flughers- ins gegn hugsanlegum bylting- armönnum. Margir eru þeirrar skoðunar að stjórnarbyltihg verði naum- ast gerð meðan þeir Rusk og Harriman eru í Saigon, en þeir halda þaðan á morgun. Enda þótt síðustu tvær stjórn- arbyltingar, sem gerðar hafa verið í Saigon, hafi farið fram án blóðsúthellinga, eru þeir margir sem telja, að kæmi til stjórnarbyltingar nú, yrði hún blóði drifin, líkt og er Ngo Dinh Diem, forseta, var steypt af stóli eftir harða götubardaga á sínum tíma. Ýmislegt hefur gerzt í Saigon í dag, en engin leið er að spá uim hvað það táknar. Er Ky hafði lok ið ræðu um ástand ríkisins á her foringjaráðstefnunni, sem áður er minnzt á, gekk Nguyen van Thieu, hersihöfðingi, sem hefur titilinn þjóðhöfðingi í stjórninni, út úr salnurn án þess að klappa fyrir ræðunni eða bíða eftr því að hinir hersihöfðingjarnir léfu aí lófataki sinu. Þeir sem sáu Thieu, sögðiu hann baía verið æstan í skapi. Er fundur þeirra Rusk og Harrimans með Ky stóð yfir í dag, kornu varnarmálaráðherr- ar.n, Nguyen Huu Oo, hershöfð- irgi og Ðang Van Quang, hers- höfðinigi, yfirmaður 4. hers S- Vietnam, aðvífandi að skrifstofu fcrsætisráðtherrans, og hröðuðu sér upp tröppurnar. Nokkrum ar.dartökum síðar hrðuðu þeir séx á brott aftur, án þess að hafa farið inn í herbergi það, sem Ky, Harriman og Rusk 'hfðust við í. AUt virtist með kyrrum kjörum í höifuðborginni í kvöld. Talið er, að sumir hershöfð- ir.gjanna hafi áihyggjur af því, hversu Ky heldur á málurn, og óttasf að gengið verði og til móts við Viet Cong kommúnista. Stjórnin í Saigon lýsti því ytfir i dag, að húin mundi ekki fallast á neinar tillögur um frið í Viet- nam, sem ekki gerðu ráð fyrir iþví að S-Vietnam verði tryggt frelsi og yfirráðaréttur á lánd- svæðum sínum. Sagði stjórnin að engin önnur þjóð gæti ákveð ið framtíð S-Vietnam. * ■ Oeirðir í Lahore. Karachi 15. jan. — NTB — Stúdentar í Lahore stóðu enn að óeirðum þar í gær til að mót- mæla Tashkent-samningunum milli Indlands og Pakistan. Varð lögreglan að beita táragasi þrí- vegis til að dreifa óeirðarseggj- unum. Lögreglumenn beittu og kylfum gegn stúdentunum, sem köstuðu grjóti að lögreglunni og reyndu að fá kaúpmenn bæj- arins til að loka verzlunum sín- um. I Kaupmannahöfn, 15. janúar. — (NTB) — KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ Berlingske Tidende skýrir frá því í dag, að fund- izt hafi forn stytta af aust- rómverska keisaranum Kon- stantín mikla undir Kristjáns borg. Segir blaðið að hér sé um stórmerkilegan fornleifa fund að ræða, sem vekja muni mikla athygli' um heim allan. Það var dr. Otto Norn við Þjóðminjasafnið (National- museet), sem fann styttuna, sem upprunalega hefur verið fjögurra metra há. Búkur styttunnar er gerðúr úr rauðum porfýr (dílóttu bergi), og vegur margar smálest- ir. Ekki eru til heilar mynda- styttur úr porfýr frá fornöld, og fornleifavísindunum eru aðeins kunnugt um nokkur styttubrot úr þessu efni. Talið er að hin nýfundna stytta í Kristjánsborg sé stærsta styttubrot úr porfýr, sem tii þessa befur lundízt í heiminum. Búkur styttunnar stendur und ir turni Kristjánsborgar, og snýr baki í þá, sem fara þar um. Er honum var komið þar fyrir á sínum tíma, vissi að sjálfsögðu enginn hvað hér var um að ræða. Rústirnar undir Kristjánsborg hafa verið opnar almenningi í hálfa öld, og um 30,000 manns hafa á hverju ári gengið framhjá styttunni án þess að taka eftir henni. ■ Fremur lítið gos í FÖGRU veðri í gær flugiu jarð fræðingar yfir hinar nýju gos- stöðvar við Surtsey. Gos var þá á tveimur stöðum sunnan við eyjuna og það sást í landhrygg á gosstöðvunum en engin veru- leg eyja hefir myndast. Stutt er roilli hinna tvggja gosa, en hrygg urinn myndast norður atf þeim. Hér er aðeins um öskugios að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.