Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. Janftar 1968 MORGUNBLAÐIÐ 15 ÓDÝR FERDALÖG 1966 Snemma á þessu ári eru fimm ár liðin frá því að Ferða- skrifstofan Lönd & Leiðir hóf starfsemi sína. Flestar ís- lenzkar ferðaskrifstofur eru ung fyrirtæki og því eru það margir landsmenn, sem ekki vita í hverju ferðaskrif- stofustarfsemi er fólgin eða hvaða hagræði þeir sjálfir geti haft af því að skipta við slíkt fyrirtæki. Þar sem Lönd & Leiðir rekur hvað umfangsmesta starf- semi sinnar tegundir hér á landi, þykir okkur rétt að kynna hana með alhliða auglýsingu, þar sem getið er um hina margvíslegu þætti starfsemi okkar. Farmiðasala um allan heim L&L er viðurkennd ferðaskrifstofa og hefur því heimild til sölu á farseðlum með flugvélum, skipum, járnbraut- um og bílum á sama verði og fyrirtæki sem farartækin eiga. — Skrifstofan getur veitt öll sömu afsláttarkjör og flugfélögin á farseðlum námsmanna og hópa, og einnig fjölskylduafslátt. Einnig veitir skrifstofan lánakjör Loftleiða á farmiðum. Almenn fyrirgreiðsla Á sama hátt sér skrifstofan um aðra þætti ferðalagsins og getur þá verið um að ræða pantanir á gistingu, fæði, að- göngumiðum að t.d. söfnum eða skemmtunum o. fl. — Fyrirgreiðsla þessi er farþegunum að kostnaðarlausu. IT-ferðir Þjónustu þessa er eingöngu að fá hjá ferðaskrifstofum og á síauknum vinsældum að fagna. Þetta eru ferðir, þar sem farþeginn kaupir í einu lagi flugferðir, gistingu og fæði samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Um margvísleg- ar áætlanir er að ræða, sem allar eiga það sameiginlegt að farþeginn fær í heild afslátt af farinu, sem gerir slíka ferð ódýrari en ella, ef hver liður ferðalagsins væri keypt ur sérstaklega. Bæði einstaklingar og hópar geta notið þessara kjara. Kaupstefnuþjónusta L&L hefur tekið að sér umboð hér á landi fyrir margar erlendar kaupstefnur. Skrifstofan skipuleggur ferðir fyrir kaupsýslumenn til þessara staða og útvegar gistingar, að- göngumiða og sér um aðra fyrirgreiðslu í þessu sam- bandi. Kaupstefnuskrá er nýkomin út og iiggur frammi á skrifstofunni. Baðstrandar- mynd frá hinni frægu Costa Brava- strönd á Spáni. Vikulegar Spánarferðir Á næsta sumri mun L&L hafa vikulegar Spánarferðir frá 8. júlí fram í byrjun september. Verð þessara ferða er mjög hóflegt og kosta þær frá krónum 12.900,00. — Getur fólk valið um tvö hótel, í mismunandi verðflokk- um, og einnig valið um tveggja og þriggja vikna ferðir. Dvalið verður í Sitges, sem er ein af vinsælustu bað- ströndum Spánar. Eru aðeins 25 kílómetrar til Barcelona, einnar af helztu borgum Spánar, þar sem menn geta meðal annars horft á vinsælustu íþróttir á Spáni, nautaat og knattspyrnu. Á Sitges er mjög fjölbreytt skemmtanalíf og hægt að stunda alls kyns íþróttir, fá leigða báta, fara á sjóskíði o. s. frv. Sumir skemmtistaðir eru opnir alla nóttina og einnig matstaðir. Meðal skemmtilegra ferða, sem hægt er að fara frá Sitges, eru til Tarragona, gamallar rómverskrar borgar, og til klaustursins í Montserrat. En framar öllu öðru býður Sitges upp á yndislegt veður og nærri 5 kílómetra langa sandströnd, eina þá beztu á Spáni. Leiguflug Til þess að geta boðið ódýrari ferðir yfir hásumartímann hefur L&L um árabil rekið leiguflug milli Ianda. Þannig verða nk. sumar vikulegar flugferðir til Gautaborgar með DC6b flugvélum frá 8. júlí að telja. Það er m.a. þess vegna, sem skrifstofa okkar hefur undanfarin ár getað boðið ódýrustu hópferðirnar, sem völ hefur verið á. Alster- vatnið í Hamborg. Auglýstar hópferðir Skrifstofan efnir árlega til fjölda hópferða til margra og ólíkra landa. Þannig hafa hundruð farþega notið sumar- leyfisins á okkar vegum. Áætlun okkar fyrir nk. sumar er nú í undirbúningi og hafa um 30 ferðir verið ákveðnar. Er þar um meira úrval ferða að ræða en nokkru sinni fyrr og þrátt fyrir verðha:kkanir á öllum sviðum er verð þessara ferða ekki hærra en verið hefur. Páskafer? Ein fyrsta ferðin á árinu er hin árlega PÁSKAFERÐ — og varð í þetta slnn Ítalía fyrir valinu. Lagt er upp þann 1. apríl og liggur leiðin um Kaupmannaliöfn — Róm — Napolí — Capri og London. . Félagssamtök Margskonar félög og starfsmannahópar leita árlega til skrifstofu okkar og láta skipuleggja lengri og skcmmri ferðir. Þar sem sumarleyfi margra vinnustaða ber upp á sama tíma getur skrifstofan oft sameinað fluttning fleiri en eins hóps og því boðið sérstaklega hagstæð kjör. Innanlandsferðir L&L gefur út stærstu áætlun um ferðir innan íslands, sem völ er á. Þar sem áætlunin er að mestu miðuð við ferðir erlendra ferðamanna er ekki ástæða til að geta hennar hér nánar. ■ Obyggðaferðir Sem kunnugt er hefur hinn kunni fjallabílstjóri, Guð- mundur Jónasson um langt árabil staðið fyrir ferðum inn á óbyggðir íslands. Mörg hundruð farþegar hafa notið þessara vinsælu ferða, bæði innlendir og erlendir. L&L hefur síðastliðin ár annast sölu þessara ferða og áætlunin fyrir nk. sumar er nú nýkomin út. Eins og sjá má af fram- angreindu, þá býður skrifstofa okkar alhliða ferðaþjónustu. — Hvort sem þér hafið í huga að ferðast sjálfur eða vinir yðar — erlendir eða innlendir — þá er það okkar verkefni að leysa vandann. LÖND& LEIÐIR H.F. Sími 20800 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.