Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 16. 'ímúar 1966 Stjórnarmyndun 1 Frakklandi - "■ V- . - ; • *;■ . • • •■ • ■■ D'Estaing látinn víkja tyrir Michel Debré, fyrrum I orsætisráðherra Athöínin í Elysée höllinni, þegar DeGaulle sór trúnaðar- eiðinn og tók formlega við störfum sem forseti Frakk- lands næstu sjö árin, stóð yfir í aðeiris sjo mínútur og voru 50 manns viðstaddir. Tilkynnt var skömmu síðar að Pompidou mundi verða á- fram forsætisráðherra og mundi hann leggja fram ráð- herralista sinn síðar þennan sama dag. Mikið baktjaldamakk hafði staðið yfir dagana áður er De Gaulle var settur í embætti, og var þegar vitað að hinn 39 ára gamli fjármálaráðherra, Valery Giscard d’Estaing, mundi víkja úr stjórninni. Ráð gert var, að Michel Debré, fyrr um forsætisráðherra, yrði gerð ur að einskonar „yfirráðherra“ og hefði hann yfirstjórn með öllum efnahagsmáium og fjár- málum ríkisins, hver svo sem yrði skipaður fjármálaráðherra. D’Estaing taldi sig ekki geta unað þessu hlutskipti og ef hann fengi ekki að halda þeim völdum, sem hann hafði áður hafði áður haft, mundi hann kjósa að víkja úr stjórninni. Honum var þá boðin staða tæknimálaráðherra, en hann hafnaði því. D’Estaing, sem var talinn vera all íhaldssamur fjármála- ráð'herra, var valdamikill í hinni fráfarandi stjórn og tók hann við fyrirskipunum sínum frá DeGaulle fremur en frá Pompidou forsætisráðherra. Pompidou var fjarri því að vera sama sinnis og hinn frá- farandi fjármálaráðherra, og einkum snerti þetta hina frjálslegu afstöðu d’Estaings til efnahagsbandalagsins. í>ess- vegna er talið, að sú ráðstöf- un, að gera Michel Debré að einskonar „yfirráðherra“ yfir efnahagsmálum, hafi einmitt verið gerð til að flæma d’Esta- ing úr stjórninni. Þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á stjórninni, eru taldar vera fyrsti votturinn um hugarfarsbreytingu valdhaf- anna, sem á rætur að rekja tii hinnar hörðu kosningaharáttu fyrir forsetakosningarnar í des- ember. Eins og kunnugt er af fréttum, sýndu kosningaúrslit- in Ijóslega, að stór hluti kjós- enda var andvígur stefnu De Gaulles í stjórnmálum. Hon- um tókst akki að fá þann meirihluta í fyrri kosningun- um, sem flestir höfðu búizt við. Neyddist hann því til að fara í aukakosningar og fékk þá naum an meirihluta, eða 55%. Stuðningsmenn De Gaulles hafa ságt, að fjármálastefna d’Estaings hafi átt mestan þátt í því að forsetinn fékk ekki hreinan meirihluta í fyrri kosn ingunum. Þeir hafa einnig gef- ið í skyn, að stefna d’Estaings í fjármálum hafi á síðasta ári leitt til stöðnunar í efnahags- lífinu. D’Estaing svaraði þess- um ásökum samstundis og gaf út tilkynningu og sýndi fram á að iðnaðarframleiðsla hafi aukist um 9% frá maí til nóv- emberloka á síðasta ári. Michel Debré var næsti for- sætisráðherra á undan Pompi- dou og er talið að afturkoma hans í stjórnina, muni mjög styrkja stöðu hans í frönskum stjórnmálum. Debré lét af störf um sem forsætisráðherra í apríl 1962, eftir að vopnahlé hafði verið samið í Alsír deil- unni. Á þeim tíma þótti ráð- legt, að láta hann fara frá, vegna „fstöðu hans til Alsír- málsins. Debré kom aftur fram á stjórnarsviðið í síðasta mán- uði, eftir hina slæmu sjón- varpsframmistöðu De Gaulles í fyrstu umferð kosningabarátt- unnar. De Gaulle er sagður mjög þakklátur Debré fyrir aðstoð ’hans í kosningabaráttunni fyrir síðari kosningarnar. Þegar De- bré var boðin s' ða sem sér- stakur „yfirráðherra" yfir efna hagsmálum, kvaðst hann ekki geta tekið við því starfi, þar sem hann mundi ekki geta unn ið með d’Estaing. Þá var hon- um boðin staða varaforsætis- ráðherra, og átti hann að hafa umsjón með félags og efna- hagsmálum. Fjármálaráðherr- ann, d’Estaing, var þessu and- <igur og að lokum fór svo, að hann sagði sig úr stjórninni. Talið er að þetta geti haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir stjórnina, því flokkur d’Esta- ings hefur 35 fulltrúa í franska þinginu og það eru þeir, sem til þessa hafa skapað Gaullist- um meirihluta á þingi. Gaullist ar þurfa að fá níu viðbótar- atkvæði til að hafa meirihluta 1 þinginu, og eru þeir bjart- sýnir á að þeim takist að fá þessi atkvæði frá einhverjum af stuðningsmönnum d’Estaings svo og einnig frá þeim þing- mönnum annarra flokka, sem lýstu yfir stuðningi við De Gaulle í nýafstöðnum kosning- um. Eftir seinni kosningamar 19. desember, lét De Gaulle í Ijós áhuga á að „opna dyrnar til vinstri“ að ítölskum sið og bauð hann fyrrverandi ritstjóra kommúnistablaðsins „Libérati- Valery Giscard d’Estaing on“ stöðu í ríkisstjórndnnL Maður þessi er Emmanuel d’Astíer de la Vigérie, og var honum boðið að velja um tvær stöður: menntamálaráðherra eða yfirmanns sjónvarps og út- varps. Vigerie afþakkaði boðið, en ef hann hefði sezt í stjórn- ina er talið líklegt, að hún hefði notið stuðnings vinstri sinnaðra og kommúnista á þingi. Þetta var það sem De Gaulle og Pompidou höfðu ætl- azt til, en þeim varð ekki að ósk sinni. Til þessa hefur verið álitið, að d’Estaing og Pompidou, væru líklegastir eftirmenn De Gaulles, en þar sem d’Estaing hefur nú vikið úr stjórninni, er talið sennilegt að Debré komi til greina við næstu for- setakosningar Helzta breyting á stjórninni, auk þeirrar sem áður er nefnd, er sú, að Edgar Faure verður landbúnaðarráðherra Faure er Michel Debré fyrrverandi forsætisráðherra, en hann er ekki Gaullisti. Hann er talinn vinsæll meðal margra félagssamtaka bænda, sem deilt hafa harkalega á stefnu De Gaulles. Hann er sagður hafa mikinn áhuga á nánu sam bandi við önnur Evrópuríki að því er varðar landbúnað. Við innsetninguna, lét hinn nýkjörni forseti svo um mælt, að hann myndi af samvizku- semi starfa samkvæmt stjórnar skránni þetta sjö ára kjörtíma bil, sem nú er að hefjast. Þessi orð hans eru talin gefa til kynna, að hann hyggist sitja við völd allt kjörtímabilið. Ald- ur forsetans var mjög til. um- ræðu í kosningabaráttunni, og héldu andstæðingar hans því stöðugt fram, að De Gaulle væri orðinn of gamall og að Frakkdand þyrfti á yngri manni að halda í þessa mestu valdastöðu landsins. Samstarfsmenn De Gaulles gáfu í skyn fyrir kosningarn- ar, að forsetinn mundi láta af störfum eftir tvö eða þrjú ár, eða þegar hann teldi sig vera búinn að ganga vel frá hnútunum og væri þess full- viss, að stefnu hans yrði fram- fylgt það sem eftir væri kjör- tímabilsir.s. Trúverðugar heimildir telja, að forsetinn muni ekki gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni í utanríkismál- um, og að ^fstaða hans til efna hagsbandalagsins verði hin sama og áður. Utanríkisráð- herrann, Maurice Couve de Murville, heldur sinni stöðu á- fram í stjórninni, eins og í rauninni hafði verið búizt við. Þrátt fyrir það, að Debré hafi nú tekið við sæti d’East- ings, er ekki talið sennilegt, að forsetinn samþykki neinar frjálslyndar breytingar í efna- hagsmálum innanlands. Charles DeGaulle sór forsetaeið inn í Elysée höllinni við stutta en virðulega athöfn. Þriðji frá vinstri á myndinni er hinn ný skipaði fjármálaráðherra Frakk lands, Michel Debré. Yfislýsing frá Ábyrgð hf. VEGNA yfirlýsinga í dagblöðum og útvarpi frá iorráðamönnum Samvinnutrygginga og trygginga félaganna, sem nú skipa sam- starfsnefnd bifreiðatryggingafé- laganna, teljum vér rétt að fram kömi afsitaða og ákvarðanir Ábyrgðar hf., tryggingafélags bindindismanna, gagnvart þeim breytingum á trj __L.0akerfi bif- reiðatrygginga, sem boðaðar eru af fyrrnetfndum félögum. Eins og kunnugt er hetfur af- koma bifreiðatryggingafélaganna verið mjög erfið undanfarin ár og var Ábyrgð hf. þar ekki und- antekning. Tjónafjöldi hetfur ver ið óeðlilega mikill, sé miðað við hin Norðurlöndin, 3.—4. hver bíll lendir í tjóni árlega á móti t.d. 10. hverjum bil í Svíþjóð. TL þess að reyna að komasit að or sökunum fyrir þe- :u, var gerð ýtarleg rannsókn á tryggingar- stofni Ábyrgðar og tjónum snemma árs 1965, sem einn trygg ingarfræðingur Ansvars í Stokk 'hólmi vann síða. úr margar fróð legar skýrslur. Af niðurstöðum sikýrsla þess- ara má ráða, að lítill hluti trygg ingartaka hefur valdið langmest um hluta tjónanna með endur- teknum umferðarbrotum og að ungir ökumenn eiga þar einkum aðild að. Að fengnum þessum niðurstöð um var ákveðið að taka upp þá stefnu, að breikka til -muna bil- ið milli góðs ökumanns og tjóna- valds með hækkuðum bónus til gætinna ökumanna og stighækk- andi iðgjöldum til tjónavalda. Var því þegar hinn 1. maí 1965 þeim tryggingartökum Ábyrgð- ar, sem tjónlausir höfðu verið í fjögur ár, veittur 50% bónus af ábyrgðartryggingariðgaldi bif- reiða þeirra og auk þess 5% við- bótarbónus af kaskótryggingum til allra félagsbundinna bindind ismanna. Jafnframt hefur öllum tryggingartökum Ábyrgðar verið send tiikynning þess efnis, að tjónavaldur megi vænta hækik- aðs iðgjalds í hluttfalli við tjóna tíðni þeirra hinn 1. ma: 1966. Þá tóku einnig gildi hinn 1. janúar sl. strangari reglur um nýtryggingar bifreiða sem fela m.a. í sér hærri iðgjald til um- sækjenda, sem yngri eru en 23 ára og ekki hafa haft ökurétt- indi í tvö ár, eða verið féiags- bundnir bindindismenn í tivö ár. En eins og kunnugt er tryggir Ábyrgð aðeins bindindismenn og býður þessvegna lægri iðgjöld heldur en almennt gerist. Nú eru í athugun frekari breyt ingar á bónuskerfi félagsins og Jóhanna Þór Fædd 23. október 1886. Dáin 10. desember 1965. Þú straukst um margra vanga, sem vættu raunatárin, þú vildir alla gleðja, með þinni hlýju lund. Mig langar þig að kveðja og þakka þessi árin, er þér ég fékk að kynnast, það var mér dýrmæt stund. Drottinn veit hvað hentar og Hann einn þekkir ráðin til hjálpar hverju barni, þótt íeti raunastig. muniu þær niðurstöður verða kunngjörðar mjög bráðlega. Reykjavík, 14. janúar 1965. ÁBYRGÐ H.F. - Kveðjustef Ég fann það Hka oft að þér nægðl heilög náðin. Guðs náð þig lét þá hugga, sem voru kringum þig. Minning þína vil ég í hlýjum huga geyma, af hjarta nú ég þakka vil sérhvern okkar fund. Nú samgleðst ég þér, vina, þú heldur jólin heima. Guð huggi þína vini á hverri reynslu stund. Hafðu þökk fyrir allt og alit. G. G. frá Melgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.