Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 5
* SunnucJagur 16. Januar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ' Stork- urinn sagði skelfing er gott að eigia heima á íslandi þessa daga. Sól skín í heiði, morgunskímam breytist úr gráu í gullið, eftir því sem nær dregur hádegi, eilítið nætur frost gerir loftið heilnæmt og Ihollt fyrir lungun, og ég hugsa að þeir menn, sem stunda göng- ur og hjólreiðar upp á hjarta- vörnina til að gera, blessi skap- erann fyrir árgæzkuna, þvi að ekki er um að sakast við Veður- etofuna, sem ekkert gerir annað en að spá eftir fyrirliggjandi gögnum, og tekst stundum vel upp, en stundum miður. Sem ég var að flögra um nið- ur við Tjörn, því að þangað ligg ur oft mín leið, svona rétt til að fylgjast með líðan húsfugla borgarinnar, hitti ég mann, með eitt sérlegt og herlegt bros á vör í þessum lífsins ólgusjó. Storkurinn: Ja, nú þykir mér týra á tíkarskarinu, maður minn, það er rétt eins og þú hafir unn- ið stóra vinningin í símahapp- drættinu? Maðurinn með brosið á vörun- um: Og ekki er nú svo vel, enda er mér sagt, að sá vinningur hafi komið á númer eins bankans í borginni, sem ekki treysti sér að kaupa miða vegna kaupanna á Kkarðstoók, svona rétt eins og ég ekki treysti mér til að fram- lengja víxil í bankanum vegna kaupa á bókum. En þótt ég sé í góðu skapi, og það ættu allir að vera, þótt ekki væri vegna annars en veðurblíð- unnar, sem umvefur okkur á ailan kant, þá er það hin stóra spurning allra þeirra, sem miða kaupa í happdrættum: Er virki- lega dregið úr fleiri miðum en þeim sem seljast? Storkurinn gat ekki gefið manninum svar, en sjálfsagt er það löglegt, eins og allt annað, sem hægt er að snuða einstakl- inginn um hér á landi skrif- finnsku og skatta, og með því, að hann vildi ekki láta þetta spilla veðurblíðunni flaug hann í snatri upp á turninn á Sjó- mannaskólanum og skimaði um öll sund og voga, og fegurð heims og himins var mikil, og vonandi fegurð mannlífsins eins. VfSUKORlM Ekkert fegra unun lér, eflaust máttu trúa, þegar sólin signa fer sína jarðarbúa. Guðlaug Guðnadóttir frá Sólvangi. Blý Kaupum blý hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Skipholti 23. Sími 16812. Þrír Bandaríkjamenn óska eftir tveim til þrem herb. sem fyrst. Húsgögn þurfa að fylgja. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudag. ATHUGIÐ Klæðum og gerum við að borjð saman við útbreiðslu bólstruð húsgögn. 1. flokks er langtum ódýrara að auglýsa vinna. Sækjum og sendum. i MorgunbJaðinu en öðium Valhúsgögn, Skólavörðu- bjöðum. stíg 23. Sími 23375. ^ * Ur Islendingasögunum SIGMUNDUR BRESTISSON „Nú er at segja frá þeim bræðrum, Bresti ok Beini Sig- mundarsonum, þeir áttu tvau bú, annat í Skúfey, en annat í Dímon. — Nú fóru þeir frá eyjunni Dímon hinni Iitlu, ok er þeir sóttu mjök at eyjunni Dímon hinni byggðu, þá sá þeir þrjú skip fara í mót sér hlaðin af mönnum ok vápnum, ok váru tólf menn í hverju skipi. Þeir kenndu þessa menn, ok var þar Hafgrímr ór Suðey, en Þrándr ór Götu á öðru skipi, Bjarni ór Svíney á hinu þriðja skipi. Þeir kómust á milli þeirra bræðra ok eyjarinnar, ok náðu þeir eigi lendingu sinni ok kómu upp skipi sínu í fjöruna einhvers staðar, en þar var hamrakletttur einn upp frá þeim bræðrum, ok hlupu þeir upp á með vápnum sínum..“ (Færeyinga saga). sú N/EST bezti Laufey sáluga Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl með nokkrum kvenréttindakonum. Þær töluðu margt um sín áhugamál, og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina. Hann sagði því: „En guð skapaði þó Adam á undan Evu.“ „Já,“ svaraði Laufey, „en það var bara af því að hann var að æfa sig.“ Get útvegað að táni nokkur hundruð þúsund krónur, strax, gegn ör- uggri fasteignatryggingu. — Áhugamenn leggi nöfn sín og heimilisföng inn á afgr. Mbl., fyrir nk. laug- ardag 22. þ. m., merkt: „Lán — 8237“. SEIMDISVEIIMIM óskast á ritstjórnarskrifstofur okkar. Vinnutími kl. 1—6 e.h. Unglingstelpa óskast til sendiferða. Vinnutími frá kl. 9—12 f.h. Útgeröarmenn Óskum eftir einum bát í viðskipti á komandi vertíð. HRAÐFRYSTIHÚS GRUNDARFJARÐAR. VertíÖarfólk Nokkrar stúlkur óskast til frystihúsavinnu. HRAÐFRYSTIHÚS GRUNDARFJARÐAR. ^díiscilel ^drden Höfum þd dnægju að tilkynna, að við munum héðan í frd selja snyrtivömr frd hinu þekkta og viðurkennda snyrtivörufyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.