Morgunblaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ianúar 1966 Indira Gandhi tekur til starfa — Samkomulag við Pakistan um brott- flutninga liðs — Hefur viðræður við NAGA-uppreisnarmenn í A-Indlandi Nýju Delhi, 24. jan. NTB-AP. ★ FBÚ INDIRA Gandhi hef- ur nú hafið störf sem forsætis- ráðherra Indlands. Ráðherralista sinn lagði hún fyrir forseta landsins, Sarvapalli Radhakr- ishnan, í gærkveldi og í dag vann hún embættiseið ásamt öðrum ráðherrum — fimmtán talsins. Flestir ráðherranna eru hinir sömu og voru í stjórn Shastris. Ekki gekk stjórnarmyndunin eins greiðlega og vænzt hafði verið. Er haft fyrir satt, að nokkur ágreiningur hafi verið um stöðu þeirra Gurzar i Lal Nanda og Swaran Singhs, í stjórninni. Mun frú Indira hafa kosið að hafa sjálf á hendi em- bætti utanríkisráðherra, svo sem faðir hennar jafnan hafði á stjórnarárum sínum, — ennfrem ur mun hún hafa æskt þess, að Singh tæki við embætti innan- ríkisráðherra en Nanda yrði ráð herra án ráðuneytis. Svo fór þó, að Singh heldur áfram í embætti utanríkisróðherra og Nanda em- bætti innanríkisráðherra eins og í stjórn Shastris. Landvarnaráð- herra verður eftir sem áður Y»3. Chavan og landbúnaðarráðherra C. Subramaniam, sem af mörg- um er talinn einn hæfasti mað- urinn í stjórninni. Er hann 56 ára að aldri og hefur vakið mikla athygli með nýlokinni á- ætlun sinni um lausn á land- búnaðarvandræðum og matvæla skortinum í landinu. Fjármála- ráðherra verður Sachin Chaudh- uri, sem þekktur er að alknikilli íhaldssemi en hefur ekki haft á hendi ráðherraembætti fyrr en í síðasta mánuði, er Shastri skip aði hann í stjórnina. ★ Fi II Indira Gandhi sagði í ræðu í dag, að Indverjar myndu leggja allt kapp á að bæta sam- búðina við Pakistan á grundvelli samkomulagsins, sem þeir Ayub Khan, forseti Pakistan og Shastri undirrituðu í Tashkent. Tilkynnt var í Nýju Delhi í dag, að stjórnir landanna hefðu þegar orðið ásáttar um frest til þess að flytja á brott hermenn hvors um sig af landi hins. Verður það gert í þremur áföngum, 1. 30. janúar verða herirnir fiuttir 1000 metra frá þeim stöðvum, sem þeir nú hafa, nema í fjalla- héruðunum — þar verða her- imir aðeins færðir sundur á þeim stöðum, þar sem þeir telj- ast hættulega nærstæðir. 2. 20. febrúar skulu báðir að- ilar afhenda landvarnatæki á hernumdu svæðL 3. 25. febrúar skulu herir beggja komnir til þeirra stöðva, er þeir höfðu, áður en vopna- viðskipti hófust. Loks er ákvæði um, að hem- aðarfulltrúar Sameinuðu Þjóð- anna hafi eftirlit með því, að á- kvæðum þessum sé framfylgt. Fréttii’ frá Karachi í Pakistan herma, að ýmsum stjórnmála- leiðtogum þarlendum þyki lítið til Tashkent-samkomulagsins koma og telji það ósigur fyrir Ayub Khan. Fyrrverandi and- stæðingur Ayub Khans úr for- setakosningunum síðustu, Fat- ima Jinnah réðist á hann hörku- lega í dag í ávarpi til þjóðar- inna. Sagði hún blóði hinna hugrökku sona þjóðarinnar hafa verið fórnað til einskis — það sem þeim hefði áunnizt hefði forseti landsins að engu gert 1 Tashkent. ★ í>á var einnig frá því skýrt f Nýju Delhi í dag, að eitt fyrsta viðfangsefni frú Indiru Gandhi í embætti forsætisráðherra yrði að hefja samningaviðræður við hina herskáu NAGA uppreisn- armenn, sem valdið hafa mikl- um usla í Assam og öðrum hér- uðum Austur-Indlands. Hefur Ymislegt til gamans gert á Húsavík Húsavík, 24. janúar: — HÉR VAR ýmislegt gert sér til skemmtunar um helgina. Á laug ardag var hin árlega svokallaða sjúkrahússkemmtun, hvar hin þekktustu þingeyzku skáld kváð ust á. Og skemmt var með kvart ettsöng og fleiru. Á sunnudag hélt kirkjukór Húsavíkur söngskemmtun í sam Indlandsstjórn smám saman orðð að binda þar mikið lið til þess að halda þeim niðri. Shastri hafði ákveðið að hefja viðræður við foringja NAGA 18. MIG setti hljóða er ég heyrði lát frú Soffíu Claessen. Því þrátt fyrir háan aldur var hún enn þá sístarfandi að áihuga- málum sínum. Okkar kynni hófust fyrir tæp um 14 árum og dáðist ég þá þeg ar að vakandi áhuga hennar á félagsmálum og tilverunni yfir- leitt. Það var líka eins og vildi hún laða yngri konur að áhugamál- um sínum, en fannst samt að fjölskyldan og heimilið ættu fyrsta tilkall til konunnar. Er mér varð á sbundum hugs- að til frú Soffíu, komu mér í komuhúsinu við góða aðsókn og mjög gó'ðar undirtektir. Stjórn- andi var Reynir Jónasson, organ- isti, en undirleikari Björg Frið- riksdóttir og einsöngvari Aldís Friðriksdóttir. Á sunnudag komu 5 íþrótta- flokkar frá íþróttafélaginu Þór á Akureyri og kepptu við Völs- unga í handknattleik. Þór vann í fjórða flokki drengja með 13:10 og jafntefli varð í 1. fl. karla, 26:26. En Völsungur vann 3. fl. stúlkna með 22:7, 3. fl. drengja 37:30 og 2. fl. stúlkna 11:10. Áformúð var bridgekeppni við Mývetninga, en henni varð að fresta vegna ófærðar á vegum. janúar s.l. — og Indira Gandhi hefur lýst því yfir, að hún muni halda fast við ákvörðun hans og hefjast handa um lausn þessa máls þegar í stað. huga orð skáldsins er sagði: Hvar sem önd þín unir andrúmsloft mun fyllast sannleiks-ástar eldi ekkert skrum mun gyllast aumu yfirskini andleysis og hroka. Þannig var frú Soffía í mín« um augum — yndisleg eldri kona, miðlandi gæðum sínum í orðum og gjörðum. Það var eins og birti yfir öllu, er hún gekk í stofu eða sal. Ég þakka henni hlýjan hug til min og fjölskyldu minnar og sendi ást- vinum hennar samúðarkveðjur, G. Sn, Soffía Jónsdóttir Claessen Minning 'A Sjónvarpið Ég leit inn hjá þeim i sjónvarpinu fyrir helgina. Þar er allt á tjá og tundri og erfitt áð sjá, hverjir voru smiðir — og hverjir ekki. Bílasmiðjan er að breytast smám saman og taka á sig nýja mynd. Enn er gert við bíla í hluta af hús- næðinu, en ekki líður á löngu þar til öllu bíladóti verður kast að út og nýju bíladóti komið fyrir. En varla byrja þeir að sjón- varpa í vor, e. t. v. í haust, en vel má undirbúningsstarfið ganga svo að sjónvarpið hefjist löngu áður en árið veröur á enda. Ég sá þarna teikningar að innréttingum — og allir fá þar sinn bás, en ekki meira. Ef sjón varpið vex í hlutfalli við aðra innlenda starfsemi verður þess ekki langt áð bíða að þessi húsa kynni verði allt of lítil. ^ Hárkolludeildin Tækniútbúnaðurinn er að byrja að berast sjónvarpinu, m. a. það, sem vinir okkar á Norðurlöndum eru búnir að leggja til hliðar og ætla að lána. Eitthvað verður líka keypt nýtt. Vonandi á það ekki eftir að koma á daginn, að ódýrast hefði verið þrátt fyrir allt að kaupa allt nýtt. Á þetta er ekki kom- in nein reynsla og því ekki rétt að spá neinu, en gaman er að sjá þessa nýjung fæðast hjá okk ur. Væntanlegir starfsmenn eru flestir erlendis við þjálfun, skilst mér, sumir þó nýkomnir, aðrir rétt ófarnir. Ég hitti á dög unum föður eins hinna ungu manna, sem nú eru við þjálf- un hjá danska sjónvarpinu. Hann hafði nýlega fengið bréf frá syni sínum, sem var að segja honum hitt og þetta um starfið — og það m.a. að í hár- kolludeildinni hjá þeim dönsku væru tíu manns. Ég veit ekki hve margir verða í hárkollu- deild íslenzka sjónvarpsins, en bezt gæti ég trúað, að væntan- legum flytjendum á islenzka skerminum verði sagt að greiða sér vel — þar við látiö sitja fyrst í stað. Lítill hópur Þegar rætt er um vænt- anlegt íslenzkt sjónvarp manna á meðal, skiptist fólk oftast í 2 hópa. Annar hópurinn telur, að hér verði um óyfirstíganlega tæknilega örðugleika að ræða. íslendingar muni aldrei geta komið á fót neinu, sem talizt gæti sjónvarp. Hinn hópurinn heldur, að íslenzka sjónvarps- liði'ð muni stökkva fullskapað fram á sviðið eins og það hefði starfað við sjónvarp frá ferm- ingu. Ég held að hvorugur hafi á réttu að standa. Við getum ekki krafizt of mikils fyrst í stað, en við hljótum samt að gera ein- hverjar kröfur úr því að á þessu verður byrjað á annað borð. Hér verða tómir viðvaningar að verki, bæði tæknimenn og flytjendur. Hann er ekki ákaf- lega stór, hópurinn, sem sjón- varpið verður áð treysta á til flutnings og framleiðslu á inn- lendu sjónvarpsefni, en þetta ævintýri á að geta orðið þeim mun skemmtilegra. Breytir mörgu Sjónvarp mun breyta ótrúlega mörgu í íslenzku þjóð- félagi - — strax fyrstu árín. Næstu þingkosningar verða t. d. áð líkindum undirbúnar að töluverðu leyti með hliðsjón af sjónvarpi, þótt það muni þá ekki ná til annarra en þeirra, sem búa hér sunnanlands. Eftir fyrsta starfsár sjónvarpsins verður það búið að fá ákveðinn sess í þjóðfélaginu. Ekkert verð ur fullyrt um það, hvort sá sess verður hár eða lágur, en þá verður ekki gengið framhjá þeirri staðreynd, að sjónvarpið er hér — með allt sitt áhrifa- vald. I»eir stela ekki Ég sá í brezku blaði stór- brotnustu þjófnaðarfrétt, sem ég hefi lengi séð. Einn af yfir- mönnum brezku lögreglunnar hvatti lögreglumenn til þess að beita sér af öllu afli gegn alvar- legri þjófnaðaröldu: Plastösku- bakkarnir á lögreglustöðvum á Bretlandi hafa horfið í þvílík- um mæli, að lögreglan hefur ekki við að kaupa nýjar birgðir af öskubökkum. Voru lögreglu- menn beðnir að hafa andvara á sér í baráttunni gegn þjófum þessum. Þetta minnir mig á viðtal, sem ég sá fyrir skemmstu í bandarísku ferðamálablaði. Þar var franskur hóteleigandi spurður að því hvaða gesti hann vildi sízt fá. — Bandarísk börn, svaraði hann. Þau rífa allt og tæta — og ekki stendur steinn yfir steini í hótelinu, þegar banda- rísk barnafjölskylda hefur dvalizt hér í viku. Hann var þá spurður að þvi, hvort hann kysi ekki (af tvennu illu) fremur að fá bandarísk börn en hunda, sem mörgum hóteleigendum stendur stuggur af. Ferðmenn með hunda fá jafnvel ekki herbergi í sumum hótelum. En sá franski sagði: — Nei, ég vil miklu fremur hafa hunda 1 hótelinu. Og hundarnir hafa líka eitt fram yfir aðra hótel- gesti, bæði bandaríska og ann- arra þjóða: Þeir stela ekki ösku bökkunum. ^ Ekki útgengilegir? Einn af bezku bítunuml, sem nefndur er Harrison, var áð kvænast á dögunum. Mun þá aðeins einn bítlanna ókvænt ur, en hann verður sennilega ekki í vandræðum. Ekkert heyrizt minnst á hjónabönd íslenzku bítlanna. Hvernig er það, ganga þeir ekki út? í gær lagði ég til hér í dálk- unum, að öryggishemill yrði settur á benzíngjöfina í strætis- vögnunum. Prentvillupúkinn var greinilega ekki á sama málL Ég sá, áð hann hafði breytt þessu í öryggisljós. Það væri e. t. v. ágætt að hafa hvort tveggja, en ekki hef ég trú á að ljósið mundi nægja. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (KI. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.