Morgunblaðið - 26.01.1966, Qupperneq 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. janúar 1966
*
ÞAR sem ísafjarðarkaupstað-
ur stendur var áður prest-
setrið að Eyri við Skutuls-
fjörð. Þegar verzlun á ís-
landi var gefin frjáls við alla
þegna Danakonungs, var sex
verzlunarstöðum veitt kaup-
staðarréttindi, og var ' ísa-
fjörður meðal þeirra.
Réttindi þessara kaupstaða
voru nánar tiltekin í tilskip-
un frá 17. nóv. 1786.
Kaupstaðarlóðin var mæld
og kortlögð árið eftir og var
stærð hennar talið 400725 fer-
álnir. Prestinum á Eyri var
goldin kaupstaðarlóðin með
jörðinni Brekku á Ingjalds-
sandi við Önundarfjörð og
voru bréf um þessi maka-
skipti lesin upp á Alþingi ár-
ið 1791.
Með konunglegri tilskipun ár-
ið 1816 er ísafjarðarkaupstaður
felldur í tign og gerður að því
sem kallað var „udliggersted"
eða „simpelt Handelssted."
Árið 1863 var lögð fram á Al-
þingi bænaskrá ísfirðinga um
kaupstaðarréttindi Skutulsfjarð-
areyrar“ og rituðu 34 nöfn sín
undir þessa bænaskrá. Alþingi
samþykkti á þessu þingi „bæna-
skrá til konungs í málinu um
kaupstaðarréttindi Skutulsfjarð-
areyrar". Á næsta Alþingi, sem
haldið var sumarið 1865, var
málið lagt fyrir sem „konung-
legt frumvarp til reglugerðar um
að gera verzlunarstaðinn fsa-
fjörð að kaupstað og um stjórn
bæjarmálefna þar“ og „konung-
legt frumvarp til opins bréfs um
að stofna bygginganefnd á kaup-
staðnum ísafirði“. Bæði þessi
frumvörp voru samþykkt á þessu
Nýr barnaskóli í smíðum.
þingi og hlutu þau staðfestingu
Kristjáns konungs níunda, sem
reglugerð og opið bréf þann 26.
janúar 1866. Með því fær ísa-
fjörður uppreisn eftir fimmtíu
ár. Þá er verzlunarstaðurinn og
prestsetrið á Eyri gert að sér-
stöku lögsagnarumdæmi og þar
með slitið sambandi því, sem
verið hafði á milii ísafjarðar
verzlunarstaðar og Eyrar-
hrepps.
Fyrstu bæjarstjórnar-
kosningarnar
Fyrstu bæjarstjórnarkosning-
arnar fara fram 16. júlí 1866, og
voru þá kosnir fimm bæjarfull-
trúar til þess að stjórna mál-
efnum kaupstaðarins ásamt bæj-
arfógeta, sem var samkvæmt
reglugerðinni sjálfkjörinn odda-
maður. í fyrstu kosningum til
bæjarstjórnar var 21 kjósandi á
kjörskrá og jafnframt voru þeir
allir kjörgengir til bæjarstjórnar.
Úrslit þeirra kosninga urðu þau
ísaf jarðarkirkja
að kjörnir voru:
Brynjólfur Oddsson bókbindari
með 15 atkvæðum.
Þorvaldur Jónsson héraðs-
læknir með 15 atkv.
Lárus Á Snorrason verzlunar-
fulltrúi með 14 atkv.
William T. Thostrup verzlun-
arfulltrúi með 13 atkv.
Guðbjartur Jónsson skipherra
með 8 atkv.
Þetta ár voru íbúar kaupstað-
arins 220. Árið 1901 eru íbúarnir
orðnir 1085, og er ísafjörður þá
þriðji stærsti kaupstaðurinn á
landinu. Reykjavík hafði það_ ár
6321 íbúa. Flestir voru íbúar ísa-
fjarðar 2919, en það var árið
1945. Undanfarin ár hefur íbúa-
talan verið um 2700.
Alls hefur verið kosið til bæj-
arstjórnar í 65 skipti, 28 sinnum
fyrir aldamót og 37 sinnum á
þessari öld. En frá stofnun kaup-
staðarins og fram til ársins 1930
voru kosningar næstum á hverju
ári og lengst af þennan tíma
gekk einn bæjarfulltrúi úr í einu.
Árið 1930 er bæjarstjórnin kjör-
in öll í einu til fjögurra ára og
hefur það kosningafyrirkomul,ag
verið í gildi síðan, að því und-
anskildu að aukakosning fór
fram á árinu 1935.
Samtals hafa 181 bæjarfulltrú-
ar og varafulltrúar setið fundi
bæjarstjórnar frá byrjun og til
þessa dags.
Bæjarfógetinn í ísafjarðar-
kaupstað, sem jafnframt er sýslu
maður í ísafjarðarsýslu, var frá
stofnun kaupstaðarins sjálfkjör-
inn oddviti bæjarstjórnar og
helzt sú skipan til 29. janúar
1930, en það ár var kjörinn for-
Framhald á bls. 11