Morgunblaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. janúar 1966 — Júlíus, hvers vegna kemurðu ekki og horfir á þetta fagra útsýni hér? Kringum hálfan hnöttinn Clothilde hafði skilið hand- töskuna sína eftir á rúminu og þegar hún kom inn aftur, var móðir hennar að róta í henni. — Ég var að gá, hvort þú ættir sígarettu, sagði hún. — Ég klár- aði allar mínar meðan ég var að bíða eftir þér. Og svo greip hönd hennar allt í einu um bréf- ið með japanska frímerkinu á. — Hvað er þetta? spurði hún hvasst og tók bréfið upp úr tösk- unni. — Það er höndin hennar Heather. Hvað vill hún með að skrifa þér í skrifstofuna? Clothilde greip bréfið úr hendi hennár, en hún vissi vel, að það yrði árangurslaust að halda í fréttirnar fyrir móður sinni, héðan af. Hún hafði vonazt til að geta sagt henni þær á morg- ún, þegar hún væri búin að sofa, en nú fannst henni eins gott að segja henni þær strax og hrista iþað af. Og auk þess mundi móðir hennar auðvitað heimta að sjá bréfið, hvort sem væri. — Já, Heather skrifaði mér til skrifstofunnar. Hún hélt, að þér mundi verða svo hverft við frétt- irnar, mamma. Mér varð það að minnsta kosti. Ég vona, að þú takir þér þetta ekki alltof nærri. — Hvað er það? Eitthvað um hann pabba þinn? sagði hún hvasst og hélt síðan áfram, önug: — En til hvers ætti ég svo sem að vera að gera mér rellu út af honum? Hann varð mér aldrei til neinnar gleði — alltaf hlæj- andi, eins og hann ætti ekki áhyggju til, og sífellt að breyta um starf, og láta sér alveg á sama standa, hvort hann var múraður eða staurblankur! Stundum gátum við ekki borgað húsaleiguna og fengum ekki meira skrifað hjá matvörusalan- um. Hann hefði aldrei átt að giftast. Það sagði ég honum líka hvað eftir annað. Ekki veit ég, hvers konar ævi hún Heather, veslingurinn, á hjá honum. Ef hann hefur nú gert af sér eitt- hvað verra glappaskot en áður, þá getur hann ekki búizt við, að ég bjargi honum. Ég segi bara ekki annað en það. — Bréfið snýst að engu leyti um pabba, sagði Clothilde. — Það er frá Heather og um hana sjálfa. Það er voða spennandi, en ég veit bara ekki, hvort þú verð- ur neitt hrifin af því. Heather er trúlofuð. —- Er hún trúlofuð? át móðir hennar eftir, hvasst. — Hvers vegna höfum við ekki heyrt neitt um unga manninn? Hún hefur ekki vikið að honum einu orði í bréfunum sínum undanfarið. Hvað er athugavert við hann? veslinginn? Hann er svö áhyggju- fullur, af því að hann hefur ekki fengið bréf frá henni I marga mánuði. Hann rakst hérna inn í kvöld. Þetta er skammarlegt af henni — og hann svona ágætur drengur. Jæja, hver er ungi mað- urinn? Ertu orðin mállaus, Clot- hilde? — Ég sagði þér, að þú yrðir ekkert hrifin af þessu, mamma. Hann heitir Minouru Seki Og er Japani! Móðir hennar greip andann á lofti, eins og hún tryði ekki sín- □---*--------------------—□ 4 □--------------------------n um eigin eyrum. Svo starði hún á Clathilde eins og hún héldi að hún hefði misst vitið. Hún var lengi búin að hreyfa varirnar, áður en nokkurt hljóð kom frá henni. En svo komu orðin í einni bunu: — Nei, Heather færi aldrei að giftast skítugum, ómerkileg- um Japana. Ég tæki það ekki í mál. Heldurðu ekki, að ég þekki mína eigin dóttur? Nú, hvað hefurðu um þetta að segja? Hún snerist gegn Clothilde, rétt eins og þetta væri allt saman henni að kenna. — Ég er ekki að segja þér annað en það, sem hún skrifar, mamma, sagði hún lágt. — Hún skrifaði mér að hún væri trú- löfuð þessum Minouru Seki og bað mig að segja þér frá því. Frú Everett kreppti hnefana og rétti úr þeim á víxl, ofan á sænginni. — Ég vil þetta ekki! Ég vil hvorki sjá það né heyra nefnt! Dóttir mín að fara að giftast Japana! Ég vissi alveg, að eitthvað hræðilegt mundi koma fyrir, þegar hann Jack heimtaði að fara með hana með sér til Japan! Hefði ég haft nokkurt vald til að hindra það, hefði ég gerf það! En jafnvel í mínum Skammast hún sín fyrir hann? Og hvað verður um hann Clive, kvíðvænlegustu draumum datt mér ekki í hug, að annað eins og þetta gæti komið fyrir. Það verður að hindra þetta. Hún hlýtur að vera gengin af vitinu. Hún vissi alveg, að nú var móðir hennar að fá eitt af köst- unum sínum, en þá var ekkert hægt fyrir hana að gera nema reyna að lokka hana til að taka inn eitthvað róandi. — Minouru Seki virðist vera einhver mikill maður í Tokyo, sagði Clothilde, ef ske kynni, að það gæti róað móður hennar eitt- hvað. Hann er sonur eiganda tízkuverzlunarinnar þar sem Heather sýnir fatnað — Seki- vöruhúsið. Hann er ríkur. Hún segir, að þau fái fallegt heimili og fjöldann allan af þjónum. — Og fjöldann allan af krökk- um líka, efast ég ekki um, sagði móðir hennar, ofsareið. — Litl- um kynblendingum! Ég vil þetta ekki! Ég er að segja þér, Clot- hilde, að ég vilji það ekki. Ég skyldi fara þangað sjálf, ef ég hefði heilsu til, og gera enda á þessari bölvaðri vitleysu. En ég gæti ekki þolað flugið þangað, né heldur þetta heiðingjalancU Þú verður að fara, Clothilde og reyna að koma vitinu fyrir hana Iieather. Hún er að vísu ári eldri en þú, en þú hefur alltaf haft meiri stillingu til að bera og meiri viljakraft. Þú verður að sannfæra hana um, að ef hún haldi áfram með þetta fáránlega hjónaband, yrði það minn bani. Þú ferð, Clothilde? Hún þreif i j SMJÖRIÐ 01« alltafþad L ANGBEZTA! - -1-1- mm ■Esa iH Síl iísl Iffyp sl is| H iiiiii Bgi as Si hlín SSÍ JÍHSgíffiff gm gjgfij S B lÉi iSxa ÍSiii !.£ handlegg dóttur sinnar. ÆTLAR ÞÚ AÐSJÁ OG HEYRA ÞA SKALTU KAUPA ÞÉR MIDA STRAX í DAG, í SÍÐASTA LAGIÁ MORGUN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.