Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvrkucíagur 13. apríl 1966
TIL SÖLU
8 mm.
KVIKMYNDATÖKU-
VÉL OG
SÝNINGAVÉL
Til 9Ölu nýlegar og vel með
famar CANONET 8 sjálfvirk
kvikmyndatökuvél og SEK-
ONIC sýningarvél. Verð kr.
8600. Uppl. í síma 19009.
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍAff 34406
SENDUM
LITLA
bíluleigun
Ingólfsstræti II.
Volkswagen 1200 og 1300.
Simi 14970
✓
ÍMAGIMUSAR
5KIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftirtokun simi 40381
6fM' 3-11-60
vmf/m
Volkswagen 1965 og ’66.
BIFREIÐALEIGAK
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
BO S C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Flenzan og fríið
í>á erum við aftur komin
til starfa, vonandi hress og kát
eftir fríið. Ekki var veðrið
dónalegt og spillti það varla fyr
ir neinu. Aðeins þeir, sem etið
hafa á sig gat — eða legið
hafa í flenzunni yfir hátíðina,
hafa ástæðu til þess að vera óá-
nægðir, en þeir fyrrnefndu geta
þó kennt sjálfum sér um.
Þessi flenza hefur lagt nær
annan hvern mann í bænum í
rúmið síðustu tvær vikurnar.
Mér er sagt, að mæting hafi
verið ákaflega slæm í skólun-
um síðasta daginn, sem kennt
var fyrir páska — og ýmsum
vinnustoðum hefur flenzan
höggvið það stór skörð í raðir
starfsmanna, að til hreinna
vandræða hefur horft.
En vonandi er þetta liðið hjá
— og þeir, sem töpuðu páska-
fríinu í flenzu verða að bæta
sér þetta upp með sumarfríinu.
Götur í Kópavogi
og víðar
Maður nokkur hringdi
hingað og bað Velvakanda að
koma því áleiðis til bæjaryfir-
valda í Kópavogi, að ef þau ætl
uðust ekki til þess að Kópavogs
búar færu á dráttarvélum eða
jarðýtum á kjörstað í vor
þyrfti að lagfæra göturnar í
bænum eitthvað.
Hér með er þessari orðsend-
ingu komið áleiðis — og vafa-
laust hugsa eigendur dráttar-
véla og annarra vinnuvéla gótt
til glóðarinnar, því varla verð-
ur búið að laga göturnar í
Kópavogi fyrir kosningar.
Um helgina ók ég um Kópa-
vog og göturnar eru vægast
sagt lakar á mörgum Stöðum,
en þó vekur draslið við veg-
brúnir og umhverfis íbúðarhús
méiri athygli gesta. Götur eru
lakar víðar en í Kópavogi.
Annars er eftirtektarvert hve
olíumölin hefur reynzt vel í
Kópavogi og í Garðaihreppi. Er
ljóst, að hér er um að ræða
efni, sem við þurfum að nota í
stórum stíl — og furðulegt, að
ekki skyldu gerðar tilraunir
með þetta fyrr úr því að langt
er síðan byrjað var að nota olíu
möl í nágrannalöndunum.
Sundið til Þingvalla
Um helgina var veðrið
gott og þeir, sem ekki höfðu far
ið í lengri ferðalög — eða lágu
í rúminu — hugsuðu flestir til
hreyfings. Ekki vantar Reykvík
inga bilakostinn til þess að
bregða sér bæjarleið. Það er
eitthvað annað, sem vantar.
Á skírdag ók ég til Þingvalla.
Þar var fallegt, kyrrlátt og frið
sælt. Jorðin var í þann veginn
að vakna af vetrarblundi. Hótel
ið var opnað þennan dag og all-
margir Reykvíkingar höfðu ek-
ið austur í góða veðrinu til þess
að sjá Þingvelli og fá sér kaffi-
sopa í leiðinni.
En því miður var þetta eng-
in skemmtiferð, eins og hun
hefði annars getað orðið. Á
köflum var vegurinn ekki ann-
að en misjafnlega djúp forar-
leðja — og var hann þar miklu
fremur til sunds en aksturs.
Síðar versnaði Þingvallavegur-
inn svo mjög, að honum varð
að loka — og aðrir vegir aust-
ur fyrir fjall voru mjög slæm-
ir yfirferðar vegna bleytu og
forar.
Eini vegurinn, sem með góðu
móti var hægt að aka út úr
Reykjavík var Keflavíkurvegur
inn, enda skipta árstíðir ekki
lengur máli, þegar farið er til
Keflavíkur.
^ Hvert horfir ?
En hvernig verða þjóðveg
irnir í sumar, þegar allur þessi
bílasægur fer að þjóta um land-
ið þvert og endilangt? Hve
langt verður þangað til helztu
þjóðvegir okkar verða nokkurn
veginn akfærir alit árið — með
sama hraða og hingað til í lagn
ingu varanlegra véga? Þetta er
mál, sem taka verður föstum
tökum. En hugsanlegt að taka
erlend lán og beita nýjustu
tækni við éndurnýjun nokkur
hundruð kílómetra vega til að
byrja með — fjölförnustu veg-
anna? Með sama áframhaldi
líða mörg ár, ef ekki áratugir,
þar til hægt verður að komast
á Þingvöll að vorinu án þess
að synda hálfa leiðína. —
Blessað fólkið, sem mótmælti
tollinum á Keflavíkurveginum
hvað mest, á eftir að skipta um
skoðun.
■Jg Danskur bakstur
— og íslenzkur
Eitt af því, sem vekur
athygli fólks í verzlunum þessa
dagana, eru danskar kökur.
Satt að segja undrast margir,
að vesaldómur íslenzkra bak-
ara sé það mikill, að þeir geti
ekki keppt við erlenda bakara
á markaðnum í okkar eigin
landi. Svo mikið er víst, að
dönsku kökurnar renna út eins
og heitar lummur — þótt þær
séu alls ekki heitar. íslenzkir
bakarar hafa hinsvegar aðstöðu
til þess að selja sínar „lumm-
ur“ heitar — beint úr ofn-
inum — og hver er þá ástæðan
til þess, að fólk kaupir dansk-
ar kökur? Annað hvort hljóta
þær að vera betri en íslenzkar,
eða þá ódýrari — nema hvort
tveggja sé.
Hæfileg samkeppni er holl
öllum, sem sækjast eftir við-
skiptum. Vonandi læra okkar
íslenzku bakarar eitthvað af
þessari nýju samkeppni svo að
íslenzkur kökubakstur „flytjist
ekki út úr landinu", eins og
sagt var um smásöluverzlunina
fyrir nokkru. Athugandi væri,
hvort ekki mætti bæta upp-
skriftirnar.
Ekki til fyrir-
myndar
Ekki alls fyrir löngu
hringdi maður nokkur, sem er
að byggja í Garðahreppi, og
kvartaði yfir ágangi barna á
„Flötunum". Þar er hann að
reisa sér hús og hefúr sett plast
fyrir gluggana til þess að verja
það vindi og regni meðan verið
er að vinna innanhúss — og
beðið er eftir glerinu.
„Blessuð börnin láta þetta
ekki í friði. Plastið er skorið
og rifið, grjóti er kastað í það
svo að á það koma göt — og
þau nota ölí tiítæk ráð til þess
að eyðileggja þetta, ekki aðeins
hjá mér, heldur líka nágrönn-
unum. Ég hef ekki orðið var
við að þau færu inn um glugg-
ana hjá mér, en þess hefur orð
ið vart í næstu húsum, sem eru
á svipuðu byggingastigi.“
Síðan bað maðurinn Velvak-
anda að koma þeim tilmælum
á framfæri við foreldra á „Flöt
unum“, að þau hefðu hemil á
börnum sínum og létu þau ekki
ganga þannig um eigur ann-
arra.
Leiðinlegt er að heyra þetta,
því að „Flatirnar" virðast ætla
að verða fyrirmyndarhverfi —
með fyrirmyndarfólki.
★ Spilin á borðið
Hér er bréf frá opinber-
um starfsmanni, sem ræðir
læknadeiluna:
„1 dagblöðunum hafa að und-
anförnu birzt frásagnir af kjara
deilu lækna við sjúkrahús rík-
isins. M.a. var frá því skýrt í
viðtali við einn forustumann
lækna, að í lok þessa mánaðar
myndu um 25 læknar hætta
störfum, ef samningar hefðu
ekki tekizt fyrir þann tíma.
Ósköp kom þetta orðalag
kunnuglega fyrir sjónir. Er það
ekki einmitt svona, sem verka-
lýðsforingjarnir orða yfirlýsing
ar sínar, þegar þeir boða verk-
föll. Og auðvitað liggur í aug-
um uppi, að læknarnir hafa tek
ið sig saman um að leggja niður
vinnu, til þess að knýja fram
betri kjör.
En með leyfi að spyrja. Hve-
nær fengu læknar verkfalls-
rétt?
Og það er óhjákvæmilegt að
spyrja fleiri spurninga.
Er ekki nýgenginn í gildi
dómur um kjör opinberra starfs
manna, þ.á.m. sjúkrahúslækna?
Hversvegna hlíta læknar
ekki úrskurði dómstóla eins og
aðrir menn?
Hvað hafa umræddir lækn-
ar í laun á mánuði frá opin-
berum aðilum (sjúkrahúsi og
sjúkrasamlagi) ?
Er það rétt, að nýútskrifaðir
kandidatar (t.d. á slysavarð-
stofu) fái yfir 40 þúsund krón-
ur á mánuði?
Verkfall lækna á sjúkrahús-
um ríkis og bæja er svo alvar-
legur hlutur, að almenningur
á skýlausa kröfu á ,að þeir og
forstöðumenn sjúkrahúsanna
leggi allar upplýsingar á borð-
ið.
Opinber starfsmaður."
Fríhöfnin
Loks er hér bréfkorn,
sem ætlað er Loftleiðum:
„Heiðraði Velvakandi.
Fyrir nokrum dögum var ég
að kveðja vinkonu mína, sem
var að fara utan. Þar sem hún
pantaði far með Loftleiðum,
ætlaði hún að nota tækifærið
og verzla í Fríhöfninni á Kefla
víkurflugvelli.
Nokkru fyrir brottfarardag-
inn pantaði hún armbandsúr
hjá verzluninni, svo hún ekki
þyrfti að eyða tíma í að velja.
Hún var ekki fyrr inn í búð-
ina komin, er brottfarartilkynn
ingin kom. Varð ekkert úr
kaupunum hjá henni í það
sinn.
Hef ég heyrt fleira fólk
kvarta um, hvað seint fyrir
brottfarartímann það er flutt
út á flugvöll, og þannig komið
í veg fyrir að það geti keypt
vörur í Fríhöfninni, sem það
annars hefði hug á.
Þætti mér vænt um að frétta,
hvernig á þessu stendur, og
hvort ekki er hægt að ráða bót
á þessu, öllum til ánægju og
hagsbóta.
Hef ég sjálf hugsað mér að
fara utan bráðlega, og þar sem
ég að sjálfsögðu vil fljúga með
Loftleiðum, kem ég við á Kefla
víkurflugvelli, og ætla þá að
verzla í Fríhöfninni, ef þeir þá
ekki kalla fólkið í vélina um
leið og það er mætt.
„Tilvonandi farþegi Loftleiða.**
Verð f jarverandi
fram í september.
Hörður Þorleifsson, augnlæknir.
'Suðurgötu 3.
Frá Verzlunarskóla íslands
Innritun til inntökuprófs í V erzlunarskóla íslands
fer fram á skrifstofu Verzlunarráðs íslands,
Laufásvegi 36 og stendur til 15. apríl.
SKÓLASTJÓRI.
Til sölu
Iðnaðar-, skrifstofu- og verzlunarhús til sölu, götu-
hæð inn í bænum, ákjósanlegur staður. Selst með
hliðsjón af opinberu mati. Laust 14. maí. Umsóknir
sendist Morgunblaðinu merkt: „Iðnaðarhúsnæði —
9022“.