Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 21

Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 21
Miðvíkudagur 13. apríl 1966 MORCU tSBLAÐIÐ 21 Giftudrjúgt starf unnið á vegum hreinsunardeildar Rætt við Guðjón Þorsteinsson, deildarstjóra HJÁ hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hefur á undanförnum árum verið unn ið mikið og giftudrjúgt starf í hreinlætismálum borgarinn- ar. Hreinsunardeildin hefur yfir að ráða góðum vélakosti, tveimur véLsópum, þremur þar af 4, af nýjustu og full- komnustu gerð, sem taka þre- falt magn á við gömlu bíl- ana. Bættust tveir sorpbílar af þessar gerð við bifreiða- kost deildarinnar eftir ára- mót. — Deildin hefur yfir að deildinni hefur með henni kerfisbundið eftirlit auk þess, sem nokkrir menn annast hreinsun skolpræsa fyrir hús- eigendur í borginni, og skal nánar vikið að því síðar. Vonir standa nú til að útisalerni hverfi algjör Með þessum bílskrokkum verður Elliðavogurinn fyUtur upp. sjálfvirkum saltdreifurum og hátt á annan tug sorpbíla, en tveir nýir sorpbílar af full- komnustu gerð bættust við á þessu ári. Fyrir fáeinum árum var l>yggð afkastamikil sorpeyð- ingarstöð á vegum borgarinn- ar sem tekur við miklum hluta þess magns, sem ekið er úr sorpílátum borgarl'ía dag hvern, þótt enn þurfi að aka nokkru á sorphaug- ana. Hreinsunardeildin veitir að jafnaði hátt á annað hundr- að manns atvinnu, en yfir sumarmánuðina starfa á henn ar vegum fjölmargir ungling- ar á skólaskyldualdri, sem að öðrum kosti ættu lítinn eða engan kost á stöðugri atvinnu. Morgunblaðið hefur snúið sér til Guðjóns Þorsteinsson- ar deildarstjóra hreinsunar- deildar og beðið hann, að lýsa í höfuðdráttum viðfangs- efnum deildarinnar undanfar- ið og á komandi árum. Guð- jóni fórust orð á þessa ieið: Vélakostur aukist stórlega. — Hjá hreinsunardeild borg arinnar vinna nú sem stendur um 165 manns og þar af starfa um 40 manns við gatna hreinsunina. Við þetta starfs- lið bætast unglingarnir, sem koma til okkar svo að segja beint úr skólastofunum, en eru að jafnaði um 50-60 tals- ins. Eru störf þeirra aðallega fólgin í hreinsunum á opnum stöðum og í f jörum. — En þrátt fyrir öra stækk- un borgarinnar hefur starfs- liði hreinsunardeildar fækkað nokkuð og stafar það fyrst og fremst af hinum stóraukna vólakosti en einnig af því að færri fást til þessa starfs en áður. Við sorphreinsun vinna nú um 100 manns og við sorpeyðingarstöðina 12 manns.Við sorptökuna hefur hreinsunardeildin 18 bifreiðir, ráð tveimur vélsópum, sem hreinsa 100 km að jafnaði á viku, miðað við gjötukanta. Mun nýr vélsópur bætast í hópinn á þessu ári. Við höfum einnig þrjá sjálfvirka salt- dreifara í sambandi við hálku á götum að vetrarlagi, og skal þá tekið fram, að saltið er blandið ryðvarnarefni, sem nefnist Banox, og minnkar ryðmyndun um 80-90%. Þess má geta í þessu sambandi, að á síðastliðnu ári voru 15.000 tonnum af rykbindiefni dælt á götur borgarinnar. Miklar hreinsanir á sl. ári. Aætlað er að 210.000 ten- ingsmetrum af húsa- og iðn- aðarsorpi hafi verið ekið úr og á sorphauga árið 1965. Eru borginni í sorpeyðingarstöð nú í borginni um 25.000 sorp- ílát, sem Ihreinsa þarf reglu- lega. Að því magni meðtöldu, sem fyrirtæki og verzlanir létu aka upp á eigin spýtur í sorpeyðingarstöðina, munu um 57.000 bílhlöss hafa farið samanlagt í stöðina og á sorp- hauga, en það er nálægt 52.000 tonn. Starfsliðið við þessar hreinsanir var frá 105-110 manns að meðaltali. — f>ess skal getið sérstak- lega, að sorpeyðingastöðin getur ekki unnið áburð úr öllu þessu magni, og hefur því þurft að aka nokkru á sorphaugana. Þess er eins og kunnugt er vendilega gætt, að sorpinu sé brennt jafn- óðum, en eigi að síður, eru þeir óviðunandi til frambúðar. Verður á þessu ári gripið til sérstakra ráðstafana í sam- bandi við þá, en í framtíð- aráætlun borgarinnar er ráð fyrir því gert, að Grafarvog- urinn, þar sem haugamir em, verði fylltur upp og þar gert hafnarstæði. — Viðvíkjandi holræsa- hreinsun er þess að geta, að vinnuflokkur frá hreinsunar- lega úr borginni. Úti- salerni eru r<ú við 44 heimili og vinnustaði á víð og dreif um borgina og eru að sjálf- Guðjón Þorsteinsson deildarstjóri. sögðu að þeim vanþrif og lýti. Verður stefnt að því, að út- rýma þeim að fullu og öllu nú á þessu ári. — A vegum deildarinnar voru á síðasta ári hreinsaðar 730 einkalóðir í borginni, flestar á kostnað eigendanna. Á síðasta ári voru einnig rifn- ir 330 skúrkumbalar hingað og þangað um borgina, sem bæði voru inni í lóðum og á opnum svæðum. Verður bví starfi haldið áfram eftir því sem tilefni gefst til. Viðvíkj- andi holræsahreinsun við og í heimahúsum hefur deildin fjóra menn á tveimur bif- reiðum, sem annast þann starfa fyrir húseigendur, og hafa þeir vel kunnað að meta þá þjónustu. Við meindýraeyðingu starfa þrír meindýraeyðar að stað- aldri og eitra þeir kerfisbund- ið í holræsakerfi borgarinn- ar yfir vor- og sumarmánuð- ina. Almenningssalerni eru nú 6 að tölu í borginni og starfa við þau að jafnaði 12 manns. Var á fyrra ári opnað eitt almenningssalemi í Tjarnar- götu. Má búast við því að þeim fjölgi á næstu árum, eftir því sem borgin stækkar. Stórhuga framkvæmdir á döf- inni. — Þess var áður getið, að í framtíðaráætlunum Reykja- víkurborgar er ráð gert fyrir því, að Grafarvogurinn verði fylltur upp og þar gert hafn- arstæði. Er nú unnið að því, á vegum hreinsunardeildarinn ar og í samráði við lögreglu og borgaryfirvöld, að flytja bílskrokkana úr „bílakirkju- garðinum" á ÁrtúnShöfða og fylla upp með þeim Elliða- voginn. — Um 400 bílskrokkar eru á Artúnshiöfðanum og er svæð ið með þeim fremur óhrjá- egt á að líta. Með þeim fæst hins vegar góð uppfylling í voginn og er einkar hentugt af láta þá hverfa á þann hátt. Við brottflutninginn er unn- ið með góðu starfsliði og stór- virkum tækjum, enda hefur verkinu miðað vel áfram. Er hugmyndin með þessari uppfyllingu Elliðavogs, að rækta þar upp land, sem seinna gæti orðið fagur garð- ur fyrir almenning, eins og þekkist í borgum víðast hvar erlendis. Verkið tekur að sjálfsögðu mörg ár, en reynt verður að hraða því eftir megni. Er hér enn sem áður unnið af stórhug og framsýni. Sorpeyðingarstöðin við Grafarvog. Annar hinna nýju og fullkomnu sorpbíla, sem komu eftir áramótin. Ljósm Ól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.