Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1966 25 Þórunn Hansson Páskaferð Framhald af bls. 5 Minnivigarorð ÞÓTT það sé ófrávíkjanlegt nátt- úrulögmál, að fólk, sem náð hef- ur háum aldri, og lokið hefur löngu ævistarfi, kveðji þennan tieim, þá erum við oftast lítt við því búin að dauðinn taki þá, sem okkur eru nátengdir og kærir. Við væntum þess að geta Ihaft þá hjá okkur enn um stund. Þannig var mér innanbrjósts er ég frétti andlát móðursystur minnar morguninn 6. marz. Mér fannst ég eiga margt ó- gert, er mætti verða henni til ánægju, margt óþakkað er hún Ihafði fyrir mig gert. Þórunn Hansson var fædd í Hafnarfirði 31. marz 1884, dóttir ihjónanna Guðrúnar Sigvalda- dóttur og Jóhanns Guðmunds- sonar verzlunarmanns og var Ihún yngst systkina sinna, og Ihefði því átt að geta vaxið í skjóli þeirra og foreldra sinna. En fyrr en varði brotnuðu bárur lífsins á hinum ungu herðum hennar. Þriggja ára gömul inissti hún föður sinn. Ég tel ekki að föðurmissirinn hafi vald- ið henni sárum söknuði, svo ung sem hún var er hann dó, en af- ieiðing hans hlýtur að hafa mark að spor á æskubraut hennar. þar sem móðir hennar varð nú ein að vinna fyrir fjórum börnum sínum, hinu elzta aðeins S ára gömlu. Rúmlega tvítug giftist Þórunn Jóni Theódóri Hanssyni skip- stjóra frá Reykjavík, og reistu þau sér bú á ísafirði, sem þá var einn af athafnamestu bæjum þessa lands, sérstaklega á sviði útgerðar. Þar buðust því miklir atvinnumöguleikar fyrir sjó- mann. Á ísafirði dvöldust þau þó ekki nema til ársins 1912 að þau fluttu til Englands og settust að í Hull. Þaðan stundaði Jón sjó- mennsku á togurum, fyrst sem háseti og síðar sem skipstjóri, eftir að hafa lokið þarlendu skipstjóraprófi. í apríl 1928 missti Þórunn mann sinn, er hann drukknaði er bv. Lord Devonport fórst við Pentlandsfjörð. Þá fluttist hún heim til fslands aftur, ásamt dóttur þeirra Guðbjörgu, sem raunar var systurdóttir Jóns, en Þórunn gekk Guðbjörgu í móður Hiísbyggjendur Athugið, við smíðum sólibekki, eldbúsinnréttingar og skápa í svefnherbergi. Getum bætt við okkur nokkrum innrétt- ingum. Gætum veitt greiðslu- frest. UppL á verkstæðinu Heiði við Breiðholtsveg. Austin Gipsy diesel 1966, nýr og ókeyrður, til sölu. GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19932 og 20970. stað er hún var 9 daga gömul og litu þær ævinlega hvor á aðra sem móður og dóttur. Bjugguþær mæðgur saman fyrst í stað, en eftir að Guðbjörg giftist Þór Sand'holt tók hún móður sína til sín, þar sem Þórunn naut ávaUt hinnar beztu aðhlynningar og ástúðar hjá dóttur, tengdasyni og dóttur-dóttur. Þrátt fyrir dapra og þunga lífsreynslu gat Þórunn ávallt tek ið þátt í glaðværð annarra, glaðst með glöðum, og leið henni þá bezt er hún vissi af ánægðu og glöðu fólki kringum sig. Hún var því vinmörg og var ævin- lega fús að leysa hvers manns vanda er til hennar leitaði. Vandamál mín leysti hún jafn- an sem bezta móðir. Þegar hún kom heim til íslands 1928 lánaði hún mér hluta af því fé sem ég þurfti til að fara tU Englands og læra kompássmíði. Var ég eftir heimkomuna heimagangur á heimili hennar. Ég hef þvi margs að minnast og margt að þakka, nú pegar við kveðjum Þórunni hinztu kveðju. Um leið og ég færi fram einlægar þakkir mín- ar, og margra vina hennar, vott- um við aðstandendum innileg- ustu samúð. Konráð Gíslason. ur samanburðarmyndir, svo hægt sé að gera sér grein fyrir þvi hve jökullinn lækk- ar kringum klettinn. Á laugar dag er ekið yfir hjamið með skíðafólk hangandi í kliðlum aftan í tveimur snjóbílunum, tU að skoða Fjallkirkjuna aust an í jöklinum. Margar falleg- ar myndir er að sjá í þessum fannbörðu, klökuðu klettum. Frá Fallkirkjunni er útsýn yfir „kaldan Kjöl“, sem vissu- lega er kuldalegur í snjó- brynju sinni á þessum árs- tíma. í ferðinni norður eftir jöklinum daginn eftir sést þetta enn betur. Þá er farið svo vestarlega að Eiríksjök- ull blasir við, hærri en Lang- jökull, og glyttir jafnvel í Mælifellshnjúk í norðri. Jökullinn er barinn vindum og skíðafæri gott, en í allri þessari snjóbirtu greinast varla skilin á holum eða hól- um, sem koma gjarnan á ó- vart um leið og rennt er yfir ó jöfnur. Komið hafði til tals að aka til Hveravalla, en fólk inu líður vel undir Þursaborg og nennir illa að taka upp tjaldbúð í ekki betra veðri. Austan við Þursaborgina eru ágætar skíðabrekkur, við hæfi venjulegra viðvaninga, þó Steínn Dofri - Minning f GÆR var til moldar borinn Jósafat Jónasson, ættfræðingur, fæddur í Lækjarkoti í Þverár- hlíð 11. apríl 1875, sonur hjón- anna Jónasar Helgasonar og Mar- grétar Gísladóttur. Síðara hluta ævi sinnar nefndi hann sig Stein dofra og undir því nafni munu flestir hafa þekkt hann. Ég kynntist þessum manni fyrst af ritum hans um ættfræði í Sýslumannaævum og í tíma- ritinu Syrpa, sem gefið var út í Winnipeg, en fljótlega eftir að hann kom alkominn til fslands, •eftir rúmlega 39 ára dvöl í Vest- urheimi, árið 1937, kynntist ég honum persónulega, hitti hann fyrst á skrifstofu húsbónda míns, sem þá var, í fjármálaráðuneyt- inu, dr. Páls Eggerts Ólasonar, og varð fljótt með okkur kunn- ingsskapur, enda höfðum við sameiginlegan áhuga á ættfræði. Mér er mjög fátt kunnugt um ævi Steins þangað til fundum okkar bar saman og kann því ekki að skýra frá þeim. Hann fór til Ameríku 1993 og var þar oft í einsetu, og mun þá hafa eytt mörgum stundum í athuganir á ættfræði, einkum íslenzku mið- aldanna, eftir því sem bókakost- ur hans leyfði. Hann hafði feng- izt mikið við þau fræði áður en hann fór af landi burtu, og þau höfðu tekið hug hans allan. Svo gagnger athugun, gerð af jafn hugmyndaríkum og glöggum manni sem Steinn var, hlaut að bera árangur enda leysti hann fjölda af gátum um ættartengsl manna á fyrri tímum, en hug- myndaflugið var meira en svo, að hann réði við það að fullu og hann gætti sín oft ekki að slá þann varnagla við, að tilgátur hans hefði ekki nógan stuðning. Steinn virtist vera lundléttur maður. Gamansemin var ofar- lega í honum og á henni bryddi í hverju samtali. Hann hafði sína eigin tækni í gamanseminni, sem sumir skildu ekki ætíð í fljótu bragði, og varð oft úr kátína, en allt var það græskulaust. Undir niðri mun hann hins vegar ætíð hafa búið að því að æska hans var honum erfið, og beizkju varð alltaf öðru hverju vart hjá hon- um til þeirra, sem honum fannst að réttlausu öðrum fremur njóta gæða þjóðfélagsins. í Vesturheimi mun Steinn lengstum hafa stundað veiðar og einn mun hann oftast hafa búið, enda mun hann sennilega hafa viljað hafa eigin hentisemi til fræðiiðkana. í einveru mun hann einnig löngum hafa verið, en dýr hafði hann hjá sér, eink- um ketti, sem honum þótti mjög vænt um, og þau dýr mat hann mikils. Þegar hann kom aftur heim mun hann ekki haft átt meira en rétt til hnífs og skeiðar og var honum þá veittur smástyrk- ur á fjárlögum til fræðiiðkana með því skilyrði, að handrit hans yrðu eign Landsbókasafns- ins eftir hans dag. Á þessum litla styrk má heita að hann lifði síð- an, og ekki sló hann slöku við í fræðiiðkununum. Hann var mjög sparsamur og var auðsjáanlega andvígur munaði, en varð ekkert tíðrætt um það. Hinsvegar var hann snyrtimenni mikið, og var unun að sjá hve vel hann gekk um heima hjá sér, enda mun hann hafa haft langa reynslu í snyrtilegri umgengni, sem hann þurfti að annast að öllu leyti sjálfur. Steinn var bráðgáfaður maður að eðlisfari. Líf hans varð óvenju lega langt en andlegum kröftum hélt hann fram á síðasta ár. Tvo fyrri þriðjunga ævi hans mun, eftir því, sem ég hef haft óljósar spurnir af frá honum sjálfum og öðrum, oft hafa reynt mikið á þrek hans, líkamlegt og andlegt, en raunirnar stóðst hann og síð- asti þriðjungurinn hygg ég að hafi verið rólegur og áhyggju- lítill. Kunningsskapur okkar Steins varð góður og lærði ég mjög mik ið af honum enda var hann ó- spar á að fræða. Ég met mikils störf hans þótt ég gagnrýni þau og hafi gert það í hans eigin eyru og annarra, og ég hef ekki aðrar minningar en góðar um hann að geyma. Reykjavík, 13. apríi 1966 Einar Bjarnason. skíðaköppum finnist sjálf- sagt ekki mikið til koma. í býtið á annan páskadag var svo haldið niður jökulinn, fyrst í þoku, svo aka varð eftir kompás og hæðarmæli. En brátt birti til og hlýnaði eftir því sem neðar dró, sem vakti ugg hjá ferðalömgum, þó þægilegt væri að sitja uppi á bílum eða vera á skíðum aft- an í þeim. Og þegar kom nið- ur fyrir Skjaldbreið reyndist sá uggur á rökum reistur. Yfir páskadagana hafði snjó mikið til tekið upp á láglendi svo snjóbílar fengu seinasta spölinn mosaþembur, urð og leir undir beltin. Og það sem verra var, ísinn á Hofmanna- flöt hélt ekki lengur þimgum snjóbíl, sem fór niður úr og í metersdjúpt vatn. Enginn vöknaðin þó í bílnum og öllu dóti vár bjargað þurru. Og ekki setti það blett á skemmtilega páskaferð í Lang jþkul. E. Pá. — Sjóslysið Framhald af bls. 12 Mjög vel gekk að koma far- þegum um borð í lífbátana, en þó sat einn bátanna fast- ur með bOrðstokknum og varð að höggva á reipin, sem héldu honum. 1 bátnum var banda- risk kona Fanny Lewen að nafni, nálægt sextugu. Lézt hún af hjartaslagi skömmu eftir að báturinn lagði frá skipssíðunni .Nokkrir af áhöfn inni brenndust eitthvað á höndum og handleggjum við björgunarstarfið, en brunasár in reyndust til allrar haim- ingju smávægileg, þegar gert va.r að þeim i bandarísku herstöðinni í Guantanamo. Skipið var ofansjávar þeg- ar við héldum frá því til Kúbu og mrui bandaríska strandgæzlan brátt hafa kom- ið á vettvang og slökkt eld- inn. Ekki veit ég glöggt hvert skipið verður dregið, en ég býzt við, að 'það fari til at- Luciano Signoarini. hugunar í Miami eða Norfolk í Virginíufylki. Við höfðum orðið varir við lítilsháttar vélarbiianir í þessu ferðalagi, en viðgerð fór ávallt fram jafnóðum. Eg missti um 690 dala virði af farangri og minjagripum og 400 dala virði af áfengi í þessum bruna. Ég kem því slyppur og snauður heim til konu minnar í Genúa, þótt ég hafi von um, að fá eigna- missinn bættan einhvemtíma seinna. Ég hafði verið á „Viking Princess“ í fjögur ár, en fyrir tveim árusn var það í eign ítalsks útgerðarfyrir- tækis og hét þá „Riviera Prima“. Skipið var mjög gott, skipstjórinn öðlingur og áhöfn in eins og ein stór fjölskylda. Ég sakna þess mikið og er mjög leiður yfir því að svona skyldi fara. Ég veit ekki hvort ég fer á annað skip á þessu ári. Eitt er vist, að „Viking Princess“ gleymi ég ekki í bráð. Til þess var skipið of gott og andinn um borð of góður sagði Luciano Signoar ini að lokum. Hjartanlega þakka ég öllu skyldfólki og vinum er glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 85 ára afmæli mínu 26. marz síðastliðinn. — Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Jónsdóttir, Hrafnistu. Sumarhús við Hafravatn Til sölu er snoturt timburhús um 60 ferm., ásamt um 20 ferm. bátaskýli, á góðum stað við Hafra- vatn. — Einn hektari lands fylgir. — Myndir til sýnis á skrifstofunni. IMýja fasteignasalan Laugavegi 12. — Sími 24300. Kl. 7,30—8,30 e.h., sími 18546. Húsnæði Ca. 500 fermetrar á góðum stað í bænum óskast til kaups. Þarf að vera með mikilli lofthæð. — Má vera fokhelt. — Listhafendur sendi upplýsingar á afgr. Mbl., merkt: „Valdimar — 9035“ fyrir föstu- dagskvöld 15. þ. m. Maðurinn minn og faðir okkar ARI MAGNÚSSON Efstasundi 61, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 12. apríl. Jóhanna Jónsdóttir, Isleifur Arason, Guðmundur Arason. Maðurinn minn ÞÓRHALLUR GUNNLAUGSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 1,30 e.h. Ingibjörg Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.