Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudgaur 24. apríl 1966 Bræðingstillaga kommúnista og framsóknarmanna gegn álsamningnum samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar Breytingartillaga sjálfstæðismanna felld með 6 Akureyri, 20. apríl. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam þykkti á fundi sínum í gær álykt un gegn álsaimningi ríkisstjórnar- innar og Sviss Aluminium, þeim er nú liggur fyrir Alþingi til stað festingar. Fyrri hluti ályktunar- innar er frá fulltrúum Allþýðu- bandalagsins kominn,, en síðari hlutinn með orðalagi fulltrúa Framsóknarflokksins, og er því afsprengi þetta ávöxtur þeirrar miklu ástar, sem nú um skeið ríkir með stjórnarandstöðuflokk- unum. Breytingartillaga Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn var felld með atkvæðum sömu flokka gegn atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og- Alþýðuflokks- ins. Saga þessa máls er sú, að á fundi bæjarstjórnar hinn 29. marz s.l. var lögð fram tillaga utn þetta efni frá fulltrúum Al- þýðubandalagsins, þeim Ingólfi Árnasyni og Jóni Ingimarssyni, dagsett sama dag, en fellt var með 6 atkvæðum gegn 5 að taka málið á dagskrá þá. Endurfluttu þeir félagar tillöguna á fundinum í gær og fengu helminginn sam- þykktan ,en Sigurður Óli Bryn- jólfsson flutti af hálfu Framsókn armanna breytingartillögu um orðalag á seinni hlutanum. Var tillagan með því sköpulagi sam- þykkt sem ályktun bæjarstjórn- ar Akureyrar. Er hún svohljóð- andi í sinni endanlegu mynd: „Bæjarstjórn Akureyrar skor- ar á hið háa Alþingi að staðfesta ekki þann samning, sem gerður hefur verið milli ríkisstjórnar- innar og Sviss Aluminium Ltd. um að auðhringurinn byggi og starfræki álbræðslu í Straums- vík við Hafnarfjörð. Til vara skorar bæjarstjórn Akureyrar á hið háa Allþingi að foinda samiþykki sitt við meiri- hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið“. Ingólfur Árnasám fylgdi tillögu þeirra Jóns Ingimarssonar úr hlaði með ræðu, og voru helztu röksemdir hans þessar: í fyrsta lagi taldi hann samninginn háska legan stjórnarfarslegu, efnahags- legu og jafnvel menningarlegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hann kvað stóriðju í mesta þéttbýlinu mundu sópa að sér fólki úr strjál foýlinu, sem stæði höllum fæti í samkeppninni um vinnuafl. — Sennilega yrði að flytja inn er- lent vinnuafl til viðbótar og hugs anlegt, að það yrði ekki allt af foetra taginu. Þá kvað hann háska legt að semja um fast raforku- verð til langs tíma vegna verð- foólgunnar. Einnig taldi ‘hann var hugavert að hleypa svo miklu erlendu fjármagni inn í landið, þar sem það gæti orðið mjög voldugt; hyggilegra væri að leggja innlent fjármagn í núver- andi atvinnuvegi. Þessi álverk- •miðja væri aðeins byrjun nýrr- ar stefnu, fleiri verksmiðjur mundu á eftir koma. Sagt væri, að við högnuðuanst um nokkrar krónur, en það væri hreint fals, mælti hann. Gróðann, sem færi úr landi, taldi hann vera 17.500 milljónir yfir samningstimalbilið, en skattgjald til telendinga á sama tíma næmi aðeins 1.400 milljónum. Raforkuverðið væri rvo lágt, að hagnaður af raforku- •ölu væri hverfandi, ef hann yrði þá nokkur, og ef reiknað yrði til érsins 1900. í stað 1086, kærni í ljós, að álrbæðslan yrði orðin foaggi á landsmönnum. Þá taldi hann erlendan gerðardóm um ágreining milli íslenzks hlutafé- lags með erlendu fjármagni og rikisstjórnar tslands vera óskilj- •tnlegt fyrihbrigði. Að lokum •agði Ingólfur, að hér væri verið að skipta þjóðinni í tvær stríð- andi fylkingar algerlega að ástæðulausu. „Við getum karpað um það, hvernig við eigum að skipta okkar eigin köku, en þeg- ar útlendingar eru kallaðir til að blanda degið, er orðið helvíti hart á dalnum", voru hans eigin orð. Næstur tók til máls Sigurður Óli Brynjolfsson. (F). Ræddi hann aðallega um staðsetningu verksmiðjunnar, sem hefði óheppileg áhrif á jafnvægi í byggð landsins. Samningurinn mundi óbeint draga úr vexti og viðgangi Akureyrarbæjar eins og annarra byggða út um land, og því bæri að hafna honum. Þá kvaddi sér hljóðs Gísli Jónsson og lagði fram breytingar tillögu ásamt greinargerð fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Fer hún hér á eftir orðrétt: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir stuðningi sínum við fyrirhugað- ar stórframkvæmdir. sem nú er verið að undibbúa fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar, og væntir þess, að þingmenn kjördæmisi'ns greiði atkvœði með staðfestingu samnings þess milli rikisstjórnar- innar og Sviss Aluiminium, sem nú liggur fyrir til afgreiðslu. Bæjarstjórnin fagnar fram- komnu stjórnarfrumvarpi um Atvinnujöfnunarsjóð, sem hafa skal að megintekjustofni skatt- gjaldsfé álverksmiðjunnar, ef reist verður, og telur ,að með stofnun hans sé stigið stærsta skrefið fram að þessu til aukins byggðajafnvægis í landinu. Hins vegar lýsir bæjarstjórn vonbrigðum sínum yfir því, að ekki skuli hafa reynst kleift að verða við fyrri óskum hennar um staðsetningu fyrirhugaðrar ál- bræðslu við Eyjafjörð, en treyst- ir því, að þær framkvæmdir sem nú eru ráðgerðar. geti orðið til þess innan skamms tíma að ýta undir aðrar stóriðjuframkvæmdir hér norðanlands ásamt stórvirkj- unum vatnsafls, sem til þeirra eru nauðsynlegar". Tillögunni fylgdi svohljóðandi greinargerð: „Svo sem kunnugt er, hefur það verið fangaráð hinna fátæk- ari þjóða heims, sem átt hafa ónýttar auðlindir, að laða til sín fjármagn frá hinum auðugari iðn aðarþjóðum til þess að efla at- vinnulíf sitt og gera það fjöl- breytilegra og traustara. PVrir okkur íslendinga er eðli- legast að hyggja að dæmi Norð- manna í þessu efni, en þeir hafa um áratugi veitt erlendu fjár- magni inn í landið til uppbygg- ingar iðnaðarins heima fyrir. Eru sum mikilvægustu iðnaðar- fyrirtæki þeirra, eins og t.d. Norsk Hydro, að verulegu leyti reist fyrir erlent fé. Svo hafa Norðmenn talið er- lenda fjárfestingu miklu skipta, að þeir hafa stofnað sérstakt ráð herraembætti og sett í það einn sinn kunnasta og vitrasta stjórn- málamann til þess að útvega er- lent fjármagn. Af opinlberri hálfu í Noregi er því yfir lýst, hversu gagnlegt hin erlenda fjárfesting hefur orðið, ekki sízt, er fram í sótti, í þá átt að koma upp nýj- um iðnaði í hinum strjálli byggð um landsins. Engum dettur í hug að halda því fram, að Norðmenn séu ekki eftir sem áður fullkom- lega sjálfum sér ráiðandi, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Fyrir nokkrum árum var vakn aður hér á landi talsverður áhugi meðal ýmissa stjórnmála- og framkvæmdamanna á því að reyna hið sama hérlendis, en hið fyrsta, sem skipulega mun hafa verið að þessu unnið, var á dög- um vinstri stjórnarinnar, er sér- stakur maður var til fenginn að kanna, hvort unnt mundi að fá amerískt auðmagn til að hefja hér rekstur álverksmiðju, en þær tilraunir mistókust. Um þessar mundir voru ekki hvað sízt nokkrir áhrifamenn í Framsókn- arflokknum ósparir að lýsa fylgi sínu við þá nauðsyn að fá hing- að erlent fjármagn til stóriðju- framkvæmda. Það var hins vegar í tíð nú- verandi ríkisstjórnar, að það starf var hafið, sem nú lítur út fyrir, að bera muni árangur. — Hinn 5. maí 1061 skipaði iðnaðar- málaráðherra svokallaða stóriðju nefnd í þeim tilgangi, sem nafnið lýsir, og þá jafnframt til að fjalla um orkumál íslands, sem óað- skiljanleg eru stóriðjuhugmynd- unum. Viðræður voru hafnar við svissneskt hlutafélag um rekstur álbræðslu hérlendis. og í maí 1965 var svo komið, að hægt v>ar að hefjast handa um gerð samn- ingsuppkasts milli ríkisstjórnar- innar og hins svissneska félags. Skipaði þá ríkisstjórnin einnig þingmannanefnd úr öllum flokk um til þess að starfa að málinu og fylgjast með öllu, sem gerð- ist, og hefur stjórnarandstaðan þannig haft ágæta aðstöðu til þess að koma sjóharmiðum sín- um á frarmfæri. í annan stað hef- ur sérfræðinganefnd unnið að málinu undir forustu iðnaðar- málaráðherra, og hefur nú allt hið mikla undirbúningsstarf bor- ið þann árangur, að náðst hafa aðgengilegir samningar, sem liggja fyrir Aliþingi til endan- legrar afgreiðslu. Er hér um því- líkt stórmál að ræða, sem lík- legt er, að marki tímamót í ís- lenzkri atvinnusögu, að ekki er óeðlilegt, að bæ’jarstjórn taki til þess frekari afstöðu en orðið er, en hún lýsti því yfir á sínum tíma, að hún óskaði þess, að fyrirhuguð stóriðja yrði staðsett við Eyjafjörð, ef af henni yrði á annað borð. Ríkisstjórnin lagði á það ríka áherzlu, að kannaðir yrðu til ihlítar möguleikar á slikri stað- setningu, en þegar það reynd- ist ekki unnt, ekki sízt vegna mikils kostnaðarmunar og haf- íslagahættu, ákvað hún að und- irbúa það lagafrumvarp um at- vinnujöifnunarsjóð, sem nefnt er í tillögugreininni. Skal sjóður- inn hafa þann tilgang að veita lán og styrki til framkvæmda í þeim landshlutum, þar sem brýn þörf er fjölbreyttara atvinnu- lífs, en skilyrði að öðru leyti fyrir hendi til arðbærra fram- kvæmda, sem eru til þess falln- ar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Skal til Sjóðsins renna meginlhlutinn af skattgjaldsfé ál- verksmiðjunnar. og mun hann brátt verða mjög öflugur. Fyrirtæki það, seim nú er fyrirhugað að reisa, hefur svo mikla þjóðhagslega þýðingu, að einsætt er að mæla með fram- gangi þess, enda þótt það sé stað sett öðruvísi en við Norðlend- ingar höfum óskað. Fjár'hags- legur ávinningur felendinga af álforæðslu verður mikill, og bún rrvun gera okkur kleift að ráð- ast í nauðsynlegar og mjög að- kallandi vatnsaflsvirkjanir á fjár hagslega hagkvæmari grundvelli en ella, og getur það bæði kom- ið fram í lægra raforkuverði og örari uppbyggingu raforkukerfis ins. Þar fyrir utan eru svo bein- ar gjaldeyristekjur. íslendingar leggja álverksmiðj unni fyrst og fremst fram vinnu afl, en £á á móti meiri og örugg- ari gjaldeyristekjur á mann en dæmi eru til í öðrum atvinnu- greinum. Efnahagsstofnunin hef- ur kannað vinnuatflslþörfina sér- staklega, og miðað við hirui til- tölulega litla vinnukraft, sem verksmiðjan þarf fulibúin, og atkv. gegn 5 hið mik'la framboð á vinnumark- aðinum, sem vænta má á næst- unni, er ekki útlit fyrir, að verk- smiðjan muni valda þeim at- vinnugreinum erfiðleikum, sem fyrir eru í landinu. Af álverksmiðjunni á ekki að- eins að geta orðið mikill fjár- hagslegur ávinningur, héldur á hún að geta stuðlað að sýnu fjöllbreyttari iðnaði, og þó hér sé um stórt fyrirtæki að ræða, er að sjálfsögðu jatfnmikil nauð- syn og áður að efla þá atvinnu- vegi, sem fyrir eru. Með til- komu stóriðju og stóraukningu raforkuframleiðslunnar felst að sjiálifsögðu ekkert vantraust eða vantrú á þeim hiöfuðatvinnu- vegum, sem bera munu uppi ís- lenzka þjóðarbúið, svo sem þeir hatfa gert. Álverksmiðjan kemur ekki í staðinn fyrir neitt, held- ur til aukningar því, sem fyrir er. Hér er verið að gera íslenzkt atvinnulif fjölbreytilegra og stoðir þess styhkari, það er jr- yggisráðstöfun vegna ört vax- andi fólksfjölda. .Ef það tækifæri, sem við nú eigum til að nýta auðlindir ís- lenzkra fallvatna og til þess að koma upp nýjum, arðfoærum at- vinnugreinum, er látið ónotað, þá er slíkt meira en Mtið fyrir- hyggjuleysi gagnvart komandi kynslóðum fslendinga". Gísli Jónsson flutti langa og shjalla ræðu til áréttingar greinargerðinni og vitnaði ra.a. í nýlega grein eftir skrifstofu- stjóra norska iðnaðarmálaráðu- neytisins, grein eftir Gísla Guð- mundsson í Degi, grein í Frjálsri þjóð og ræðu Jóns Skaftasonar, pr. í Degi 1961 máli sínu til stuðnings. Hann sagði, að eðlilegt væri, að menn væru varfærnir og tortryggnir í stórmálum sem þessum, en eftir því sem hann hefði kynnt sér málið betur og það hefði verið betur skýrt af opinberri hálifu, hefði hann styrkzt í þeirri skoðun sinni, að styðja bæri málið hiklaust. Hrakti hann síðan málflutning Ingólfs Árnasonar og röksemd- ir eina af annarri og svaraði fimlega hivatvíslegum framígrip- um hans. NÝ tegund dieseivéla er nú kom in á íslenzkan markað, frá hin- um þekktu Garner-verksmiðjum í Englandi. Vél af þessari gerð var nú fyrir helgina reynd í vb. Breiðfirðing frá Reykjavík, og gaf hún mjög góða raun, að sögn Guy Saunders, fram- kvæmdastjóra Gardner skrifstof unnar, en hann er staddur hér- lendis um þessar mundir. Uumfooðsmenn Gardner diesel vélanna á íslandi eru Jónsson og JúMusson, og sagði Geir Jónsson forstjóri þess %r- irtækis, að þegar hefðu borizt fyrirspurnir og pantanir á þess- ari gerð ljósavéla í nýbyggingar hérlendis. Upplýsti Geir, að ljósavélar frá Gardner verk- smiðjunum hefðu verið í skip- um, sem keypt voru hingað til lands eftir stríð, og hefðu þær gefizt prýðisvel. Af þessum skip um er mfo. Hildur *ia etftir. í samtali blaðsine við hinn brezka umfooðsmann, Guy Saud ers, kvað hann Gardner fyrir- Þá talar næstur Bragi Sigur- jónsson (A) og kvað afstöðu sína til málsins vera óbreytta, frá því er hann ásarnt Árna Jóns syni flutti tillögu urn staðsetn- ingu stóriðjuvers, — ef rétt þætti að reisa það, — við Eyja- fjörð. Lýsti hann sig andvígan tillögu Ingólfs og Jóns, en lagði fram breytingartillögu við hana, svobljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar telur etftir atvikum réttmætt, að Al- þingi staðtfesti gerðan samning milli ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Ltd. (Alu- swiss), þar eð hann muni auð- velda verulega rafvæðingu lands ins og væntanlega auka á fjöl- breytni í atvinnulítfi lands- manna. Þá lýsir bæjarstjórn yfir stuðningi sinum við stotfnun fyrinhugaðs Atvinnujöfnunar- sjóðs, en telur það hins vegar miður farið, að eigi skyldi reyn- ast unnt að fá álbræðsluver það, er reisa ,á við Straumsvík, stað- sett við Eyjafjörð, þar eð slík staðsetning hefði að dómi bæjar- stjórnarinnar stuðlað mörgum að gerðum að eflingu byggðakjarna hér og aukið verulega vaxtar- þrótt Akureyrar“. Enn urðu allmiklar umræður, og m.a. talaði Ámi Jónsson (S) langt mál og skörulegt, þar sem hann tók mjög í sama streng og Gísli Jónsson og ham- fletti andstæðingana málefna- að svo mikiu leyti, sem það hatfði ekki verið áður gert. Einnig töluðu hinna fyrri ræðumanna aftur og sumir tvisvar. . Var gengið til atkvæða. Breyt ingartillaga Braga Sigurjónsson- ar var felld með 6:5 og breyt- ingartillaga Gísla Jónssonar með sömu atkvæðatölum að viðböfðu nafnakalli. „Já“ sögðu Árni Jóns son, Bragi Sigurjónsson, Gísli Jónsson, Jón H. Þorvaldsson og Sigurður Hannesson. „Nei“ sögðu Haukur Árnason, Ingóltfur Árna- son, Jakob Frímannsson, Jón Ingimarsson, Sigurður Óli Bryn jóltfsson og Stefán ReykjaMn. Málbræðsla Alþýðubandalags- manna og framsóknarmanna gegn samningnum um álbræðslu var síðan samiþykkt með 6:5 at- kvæðum eins og áður segir. Sv. P. tækið hafa verið fyrst brezkra tfyrirtækja til að setja diesel vélar sínar í farartæki í Bret- landi. Gerðist það árið 1932, en fyrirtækið var stofnsett 1888. Hann sagði, að fyrirtoeki sitt hefði verið einungis tveimur mánuðum á eftir hinu þýzka fyrirtæki Meroedes Benz með dieselvélar á markað, en þýzka fyrirtækið kom, eins og kunn- ugt er, fyrst allra fyrirtoekja fram með dieselvélar. Sagði Saunders, að síðan hefðu vélar Gardner fyrirtækisins notið sí- vaxandi eftirspurnar víða um heim vegna þess hve ganglþýðar og sparneytnar þessar vélar væru, en framleiðsla þeirra heflði ekki aukizt að sama skapi fyrr en nú á síðustu árum. Gardner dieselvélarnar eru nú að sögn Saunders, í flestum heiztu samgöngutækjum, m.a. sporvögnum, jámbrautarlestum, einkaibifreiðum og almennum fólksflutningabifreiðum, og auk iþess i fjölmörgum fiskiskipum og faúþegaskipum. Hefðu þær hvarvetna reynst mjög vel og eftirspurn eftir þeim vaxið hröð um skrefum á síðustu árum. Wý tegund dieselvéla á íslenzkum markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.