Morgunblaðið - 06.05.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 06.05.1966, Síða 2
s MORGUNBLAÐID Föstudagur 6. maí 1966 annars ámóta komi ekki til jgreina fyrir ísland, vegna þess að við mundum ekki vilja fá meinum alþjóðlegum samtökum jþvílík úrslitavöld yfir okkar málum sem stærri og ná- tengdari þjóðir hafi talið fært að afsala sér. En ef við ■viljum ékki dragast aftur úr er ólíklegt, að við einir komumst 3ijá samvinnu við aðra meðal annars til öflunar fjármagns og stórframkvsemda, sem allir sækj- ast eftir. Ef við getum náð slíkri samvinnu og þó tryggt sjálfum okkur þau úrslitaráð. er við vilj- um með engu móti afsala, þá höfum við vissulega séð hag okkar borgið svo sem bezt má verða. En við megum þá ekki undrast, l>ó að gagnaðili vilji einnig íryggja sinn rétt með því að al- fþjóðlegur gerðardómur skeri úr um hvort að réttum lögum, fyrst og fremst íslenzkum, sé farið. <Jegn slíku stoða ekki bollalegg- ingar byggðar á því, að dóttur- félagið Lsal sé að formi til ís- lenzkt. Hér sker efni málsins úr, ísal er eign hins svissneska við- semjanda, sem ber gagnvart ís- lenzku ríkisstjórninni ábyrgð á skuldbindingum þess og er þess vegna hinn eiginlegi gagnaðili. Öll hin flókna samningsgerð mið- ast einmitt við það að hér er í raun og veru um erlendan réttaraðila að ræða, aðila bú- settan suður í Sviss, sem ber fulla ábyrgð á skuldbindingum síns íslenzka dótturfélags. Opnar leiðir til hagnýtingar auðlindanna Andspyrnan gegn samningnum byggist einmitt á þvi, að það sé erlendur aðili, sem fái réttindi, sem þar eru talin. Því er haldið fram, að hann verði svo sterkur vegna fjármagns síns, að hann muni yfinþyrma hér allt. En ein- mitt vegna þess að hann fjár- festir geypi mikið fé hér og það verður háð okkar lögsögu, þar á meðal eignarnámsheimild eftir ákvæðum íslenzku stjórarskrár- innar, sem ákvæði samningsins eru í samræmi við þá verður hann okkur miklu háðari en við honum. í framkvæmd verður þetta ekki sízt svo vegna þess, hversu tiltölulega lítill mannafii verður bundinn við starfrækslu þessara miklu mannvirkja. Því að það er fjarstæðára en, að um það þurfi að fjölyrða, að þegar til lengdar lætur, taki ál bræðslan til sín svo mikinn mannafla, að öðrum atvinnuveg um stafi hætta af. Ráðgert er, að þegar full starfræksla ál bræðslunnar er hafin, þurfi til hennar 450—500 manns. það er mun færra fólk en starfa nú hjá nokkrum einstökum islenzk- um fyrirtækjum og allmörg önn ur slaga hátt upp í þá tölu. Þeg- ar á það er litið að þegar hér er komið mun hafa bætzt við á vinnumarkað 16—17 þúsund manns, sjá allir, hversu haldlaus þau rök eru, að það sé einhver ógæfa fyrir ísland, að þessi fjöldi, og jafnvel þótt nokkrum hundruðum meiri væri, fengi þarna fasta og örugga vinnu ára tugum saman. Þeir, sem muna eftir því, þeg ar meira en tíunda hvert heimili í Reykjavík átti að staðaldri ár eftir ár við atvinnuleysi að búa, geta trauðla hugsað á þessa leið. Miklu fremur mætti segja, að úr því að ekki fái fleiri en þetta þarna fasta vinnu, þá sé þess vegna hæpið að standa í stór feldu stímabraki til að hrinda þessari framkvæmd áleiðis. Að mínu viti sker það úr, að með þessu er opnuð leið til hag nýtingar þeirra auðlinda, sem okkur munu verða drýgstar til ágóða fyrir þjóðarheildina með notkun hins minnsta mannafla. Vegna hinnar fastbundnu sölu á rafmagni til langs tíma verður okkur fært að virkja mun meira vatnsafl og með hagkvæmara verði en ella. Hagkvæm virkjun og lágt verð er ekki til niðurdreps fyrir aðra atvinnuvegi, hvorki land- búnað, sjávarútveg né iðnað. Allir þurfa þeir á rafmagni að J og skortur á rafmagni. Sú ger- nýting sjávarafla, sem sumir setja fram sem andstæðu ál- bræðslu, hvílir ekki sízt á nógu og sem ódýrustu rafmagni. ís- lenzkur landbúnaður á allt undir öruggum innlendum markaði. Rafmagnið er lífæð alls íslenzks iðnaðar og ef að fordæmi frænda okkar í Noregi fer, þá mun sú tæknimenntun og framleiðsla, sem ál'bræðslunni fylgir, skapa hér ýmsa möguleika, sem menn geta ekki nú þegar gert sér grein fyrir til neinnar hlítar. Stuðlað að vaxandi tækniþekk- ingu og almennri iðnþróun En allt þetta safnar fólkinu saman á eitt landshorn, kveður við æ ofan í æ. Jafnvel sú fullyrð ing fær ekki staðizt, þvert á móti munu tekjurnar, sem fyrir milli- göngu Atvinnubótasjóðs, renna frá álbræðslunni til eflingar jafn vægi í byggð landsins, verka í þveröfuga átt. Enn meira er þó um það vert, að þéttbýlið er for- senda stórframkvæmda. Svo hef- ur ætíð reynzt i okkar framfarar- sögu og svo mun enn fara. Þétt- býlið hér með þeirri aflþörf og margháttaða öryggi, sem því fylgir, gerir mögulega stór- virkjun og stóriðju. Frá þeim rótum munu síðar vaxa greinar um allt land. Þá mun koma sú tíð og ef allt fer að óskum fyrr en varir, að í tengslum við þessa stórvirkjun skapast möguleikar fyrir virkjun Dettifoss og ann- arra meiri háttar vatnsfalla með tilheyrandi stóriðju, ef lands- menn þá vilja. Og einmitt um þær mundir, þegar að því líður, að allt vatnsafl landsins verði fullvirkjað, ef hraðinn verður svipaður og með þeim iðnaðar- þjóðum, sem taka má dæmi af, þá verður samningstíminn við Svisslendingana liðinn, svo að við ráðum einnig einir yfir því rafmagni, sem þeir skuldbinda sig til að kaupa og greiða þar með fyrir upphafi nýrrar tækni- aldar á okkar ástkæra en erfiða landi. Þá mun starfræksla þeirra hafa gert þjóðarheildina þúsund- um milljóna króna ríkari, og stuðlað að vaxandi tækniþekk- ingu og almennri iðniþróun og Þjórsá hætt að vera einungis farartálmi og velta jökulgrá til sjávar engum til gagns. Látum allt þetta gott heita, segja e.t.v. sumir, en er það þó ekki rétt hjá andstæðingunum, að bygging álbræðslu á næstu árum muni stórauka á þenslu og þar með verðbólgu? Óumdeilt er, að á meðan a byggingatímanum stendur, mun þurfa fleiri menn til framkvæmd anna en eftir að sjálf starfræksl- an hefst og fyrirsjáanlegt fram- boð vinnuafls verður minna næstu ár en síðar. En hér á móti kemur strax. að óhagkvæmari og minni virkjanir mundu þurfa svipað vinn-uafl og hin stærsta og hagkvæmari, sem álbræðslan gerir mögulega. Þá verðum við og að játa, að því miður höfum við þekkt mun meiri sveiflur á mannaflaþörf til íslenzkra at- vinnuvega en hér um ræðir. Úr atvinnuleysi millistríðsáranna var ekki bætt fyrr en með setu- liðsvinnunni 1940 og úr atvinnu- leysinu, sem skapaðist vegna þess, að síldarleysið gerði veru- legan hluta nýsköpunarfram- kvæmdanna 1945—1947 gagns- lausan, rættist fyrst með varnar- liðsvinnunni 1953. Við skulum vona, að slíkir erf- iðleikar verði ekki aftur á vegi okkar en of seint væri þá fyrst að fara að þreifa fyrir sér um slíkar stórframkvæmdir, þegar þvílíkar hörmungar væru skolln- ar á. Aldrei skaðar að muna eftir draumi Faraós um feitu og mögru kýrnar. Við skulum ekki einungis vona hið bezta heldur og gera okkar til að vel fari. Er þá hætta á því, að t.d. verka lýðsfélögin muni neita að veita afibeina sinn til þess að hindra, að þessar framkvæmdir leiði til óæskilegrar þenslu? Það má hindra með því að heimila inn- flutning erlendra verkamanna, sem e.t.v. gætu búið í skipi í eða við Straumsvík á meðan á þeim gerð þar. Auðvelt ætti að vera að en hæpin sé lýðræðislegur réttur búa svo um, að þeir yrðu ekki þeirra einna til að tala fyrir til truflunar í íslenzku þjóðlífi. Hver varð t.d. var við þá erlendu iðnaðarmenn, sem fengnir voru til þess að vinna við Loftleiða- hótelið? hönd meirihluta Alþýðusam- bandsins eða afsala því löglegum rétti í þessum efnum. halda. á öllum bitnar hátt verð í að halda við mannvirkja- Orsakir verðbólgunnar Núverandi forráðamenn verka- lýðshreyfingarinnar greinir um margt á við ríkisstjórnina. En ekki segjast þeir vera okkur síðri í áhuga fyrir baráttu á móti verðbólgunni. Þeir tala meira að segja öðru hvoru um verðbólgu- stefnu stjórnarinnar. Um slíkar orðahnippingar er ekki að fást og væri þó vert að kanna það til hlítar af aðila, sem enginn gæti vefengt að bæði væri hlut- laus og hefði næga þekkingu, hverjar orsakir verðbólgunnar hér eru í raun og veru. Hér hef- ur ýmsum löngum þótt gott að dependera af dönskum og nú hafa dönsk stjórnvöld tekið sér frest til ákvörðunar um úrræði gegn verðbólgunni þar í landi á meðan sérfræðingar kanni or- sakir hennar. Af þessu mættum við gjarnan læra. Raunar blasa frumorsakir verð bólgunnar hér á landi við.öllum og hverfa þær ekki þó að sumir tali svo sem þeir sjái þær ekki. Svo tala börn sem vilja, en full- orðnir menn ættu að hafa lært, að slíkt stoðar lítt. Sífellt kapphlaup stéttanna hverrar um sig og allra í hóp um að heimta sem mest til sín — og þar eru þeir sízt sanngjarn astir, sem bezt eru settir — gerir stöðvun verðbólgunnar óviðráð anlega á meðan svo fer fram. Við þessu verður lítt gert á meðan svo fullkominn glundroði ríkir innan stéttarfélaganna og þeirra í milli sem nú. Sá gundroði á einnig verulega sök á því, að AJþýðusambandið hefur enn ekki látið uppi álit sitt um fram- komnar tillögur um styttingu vinnutíma. Bændastéttinni er og lítill greiði gerður með því að láta svo sem erfiðleikar hennar um samkeppni á erlendum mörkuðum stafi af verðbólgunni en þegar um þau áhrif, sem veðurfar og lands- hættir hafa til að skapa bændum hér erfiðari aðstöðu en stéttar- bræðrum þeirra í nágrannalönd- um. Vitanlega eiga þessa'r að- stæður meginþátt í því, hversu hátt verðlag þarf að vera á is- lenzkri búvöru. Gegn þessu stoð- ar ekki að vitna til þess, að sum erlend ríki styrki landbúnað sinn hlutfallslega meira en hér er gert. Verðlagið, sem innlend- ir neytendur þurfa að greiða til þess að bændur fái sambærileg kjör við aðra, sker úr. Víxlverk- anirnar auka síðan á erfiðleikana eins og oft ella. Landbúnaður er okkur lífsnauðsyn, en skilyrði velfarnaðar hans er, að menn dylji ekki sjálfa sig og aðra þess hver úrlausnarefnin í raun og veru eru. Eitt af því, sem ríkisstjórninni hefur tekizt nú, er að fá sam- komulag um áframhald á starfi sexmanna-nefndarinar til á- kvörðunar búvöruverðs. Alþýðu- bandalagsmenn hafa þar raunar skorizt úr leik og tilkynnt, að Al- þýðusambandið muni ekki til- nefna þann fulltrúa, sem því er ætlaður. Oft er furðanlegt ósam ræmi í gerðum ýmissa mætra manna. Haustið 1959 fullyrtu Framsóknarmenn, að Sjálfstæðis- menn hefðu getað stöðvað setn- ingu bráðabirgðalaga um búvöru verð, er ríkisstjórn Alþýðuflokks ins setti þá af því að hún sat með stuðningi Sjálfstæðismanna. Á sL hausti neitaði stjórn Alþýðu sambandsins að tilnefna fulltrúa sinn í sexmanna nefnd. Og varð þá ekki vart, að Framsóknar- menn, sem réðu úrslitum um val núverandi Alþýðusambands- stjórnar, settu samstarfsmönnum sínum stólinn fyrir dyrnar. Slíks verður ekki heldur vart nú né heldur þess, að það hvarfli að Alþýðubandaiagsmönnum, sem láta sér mjög tíðrætt um heimildaskort meirihluta Al- þingis tíl að taka löglegar á- kvarðanir I álmálinu, að meira Heillarík braut. Hins vegar er ánægjulegt að heyra, hversu mikla áherzlu for seti Alþýðusambapds íslands leggur nú á þýðingu rannsókna og þekkingar, þegar taka skal á- kvarðanir í kjaramálum, svo sem ákvörðun búvöruverðs. Hér lýsir sér reynsla hans af nytsemi hlut lausra upplýsinga í sambandi við kjarasamninga verkalýðsins, enda á hann ásamt nánustu sam starfsmönnum sínum góðan þátt í stofnun og starfi kjararannsókn arnefndar. Hin aukna fræðsla og þekk- ing, sem menn hafa aflað sér nin síðari ár, á verulegan þátt í þeirri stefnubreytingu, sem leiddi til júnisamkomulagsins 1964 og samninganna sumarið 1965, og urðu þeir þó vegna margháttaðra sundrungar verka lýðshreyfingarinnar henni og þjóðinni í heild mun óhagtæð- ari en árið áður, þar sem þeir torvelduðu mjög að halda verð- lagi í skefjum. Engu að síður hef ur nú þegar sá árangur náðst, að á tæpum tveimur árum óx kaupmáttur tímakaups verka- manna í lægstu flokkum Dags- brúnar um 15—25%. Þó að til- vitnanir 1 rýrnun þess kaup- máttar, stundum áður fyrri, hafi verið mjög villandi, þá er þessi breyting út af fyrir sig mjög ánægjuleg. Er þess að vænta að sviftibyljir stjórnmálanna verði ekki til þess að af þessari heilla ríku braut verði nú horfið. í þeim efnum mun ríkisstjórn in ekki láta sitt eftir liggja né láta á sig fá, þó að hún verði fyrir köpuryrðum fyrir það að halda verðbólgunni í skefjum með því að tryggja greiðslu- hallalaus fjárlög og stuðla að hóf legri útlánastarfsemi fjármála- stofnana. Hvorugt þessa er lík- legt til vinsælda í bili en hvort tveggja er prófsteinn á það, hvort mönnum er í raun og veru alvara með það að hamla á móti verðbólgunni. Greiðsluhalli á fjárlögum og lánsfjárþensla eru af öllum fróðum mÖnnum taldar vísar til að valda hættu á verð- bólgu. Er og ekki góðs að vænta, ef sýnt er það kjarkleysi að leggja útgjöld á ríkissjóð en þora ekki að afla tekna á móti eða skera niður óþarfari útgjöld, hvað þá þau, þar sem vitað er um beina misbeitingu. Vegna þess að ríkisstjórnin lætur sér ekki nægja að berjast á móti verðbólgunni með orðum einum, þá hikar hún ekki við að tryggja, að hófs sé gætt í framkvæmd fjárlaga og banka- útlána. Af sömu ástæðu vilL stjórnin efla traust á krónunni með fullnaðar-athugun á mögu- leikum til verðtrygginga fjár- skuldbindinga, það er sparifjar og langvinnra lána. * Mikið er í húfi. Eins ög ég sagði f upphafi máls míns, þá er allt breyting- um undirorpið, en þó að sumt hafi farið öðru vísi en ætlað var, verður það ekki véfengt að hingað til hefur ríkisstjórnin fylgt þeirri stefnu, sem Ólafur Thors markaði hinn 20. nóvem- ber 1959, þegar núverandi sarn- stjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðismanna tók við völdum. Þá sagði hinn mikli og marg- reyndi foringi það vera megin- stefnu stjórnarinnar „að vinna að því að efnahagslíf þjóðarinn ar komizt á traustan og heil- brigðan grundvöll þaanig að skilyrði skapist fyrir sem ör- astri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóðarinnar geti í fram tíðinni enn farið batnandi“. Á þfeim árum, sem síðan eru liðin hefur stöðugt verið að þessu stefnt enda meira áunn- izt en nokkru sinni áður eða nokkurn gat þá órað fyrir. Svo mikil breyting til bóta er á orðin, að hætt er við að sumum gleymist ástandið, sem áður var, og ætli, að það, sem áunnizt hefur, sé sjálfsagt og haldist án atbeina almennings. En vilji menn áfram efla heill og hag, frelsi og framtak þjóð- ar og einstaklinga, er hollast að fylgja sömu stefnu og til góðs hefur leitt undanfarin ár. Hin leiðin er einnig til, leið ó- farnaðar, afturhalds, hafta og ofstjórnar. Kjósendur skera úr hvor leiðin skuli valin. Við sveitarstjórnarkosningarn- ar, sem nú fara í hönd, er að vísu kosið um annað. En að sjálf- sögðu hljóta þær að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina í heild. Ég treysti því, að Sjálfstæðismenn um land allt skilji hvað í húfi er, ekki aðeins fyrir heima- byggðir þeirra heldur og fyrir holla stjórnarhætti, gæfu og gengi íslenzku þjóðarinnar nú og á komandi árum. X-DX-D IJtankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá islenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir aliar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kí. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756. Bílar á kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru beðnir að hafa samband við skrifstofu bílanefndar í ValhöII. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—19 alla virka daga. Símar 15411 og 17103. Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.