Morgunblaðið - 06.05.1966, Page 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. maí 1964
Grundvallarstefna verkalýössamtak-
anna að hagnýta auðlindir landsins
9 Stefnt að stórkostlegri uppbyggingu
atvinnulífsins
Ræða Péturs Sigurðssonar
I UMRÆÐUNUM nú í kvöld og
einnief í gaerkvöldi hefur ber-
lega komið í ljós að stóriðjumálið
svonefnda er mesta deilumál
þessa kjörtímabils.
Stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar ásamt stjórnarandstöðunni,
hafa haft langan tíma til að fylgj
ast með og koma fram athuga-
semdum sínum við álsamninginn.
Hafa fá mál fengið jafn góðan
undirbúning og þetta og iíklega
aldrei að stjórnarandstaða hafi
haft jafn gott tækifæri til að
kynna sér mál einnar ríkisstjórn-
ar sem þetta.
Stjórnarflokkarnir hafa vegið
og metið málið í heild og komizt
að þeirri niðurstöðu að allt benti
til, að samningurinn um ál-
bræðslu í Straumsvík myndi
leiða til mikils þjóðhagslegs á-
vinnings.
Stjórnarandstaðan hefur haft
annan hátt á. Hún tekur eitt og
eitt atriði út úr samningnum,
gagnrýnir það — og finnur hon-
um allt til foráttu á grundvelli
þessa.
I>ó er skylt að geta þess, að
við afgreiðslu málsins í Neðri
deild gerði einn gáfaðasti þing-
maður Framsóknarflokksins,
grein fyrir atkvæði sínu á þann
veg, að með samþykki samnings-
ins væru um þjóðhagslegan á-
vinning að ræða.
En handjárnin héldu.
Við afgreiðslu málsins sat
hann hjá. Sama er að segja um
um háttvirtan þingmann Jón
Skaftason. Er hann gerði grein
fyrir atkvæði sínu taldi hann mál
ið til hagsbóta fyrir kjördæmi
sitt.
Staðbundin föðurlandsást
En það sem ég hefi kallað hjá
Framsóknarmönnum staðbundna
föðurlandsást, togaðist á í hátt-
virtum þingmanni við hnapp-
heldu sjálfs hnappasmiðsins, Ey
steins Jónssonar og það varð jafn
tefli.
Þrátt fyrir mat sjálfs þing-
mannsins á ótvíræðum hag
Reykjaneskjördæmis af ál-
bræðslu í Straumsvík, vildi hann
vísa frv. til ríkisstjórnarinnar á
einu stigi þess, en sat hjá við
endanlega afgreiðslu málsins.
Sú skoðun hefur heyrzt frá
þingmönnum Framsóknarflokks-
ins úr Norðurlandskjördæmi
eystra, að málið hefði litið allt
öðru vísi út, ef verksmiðjan hefði
verið staðsett í þeirra eigin kjör
dæmi.
Er þetta í samræmi við afstöðu
fyrsta þingmanns Framsóknar í
þessu kjördæmi, til frumvarps
ríkisstjórnarinnar um breytingu
á lögum um kísilgúrverksmiðju
við Mývatn.
Margt af því, sem Framsóknar
menn gagnrýna hvað mest í ál-
samningnum á sínar hliðstæður
í væntanlegum samning við
bandaríska fyrirtækið um
vinnslu og sölu kísilgúrs.
Framsóknarþingmenn Norður-
landskjördæmis eystra ættu sam-
Pétur Sigurðsson.
vizku sinnar vegna — og sam-
ræmis, að greiða atkvæði gegn
kísilgúrfrumvarpinu og beygja
sig þar með að fullu undir hand-
járnapólitík Eysteins Jónssonar.
Háttvirtur þingmaður Ingvar
Gislason sagði um álsamninginn
fyrir skömmu, að með honum
dyndu yfir okkur allir ókostir
samskipta við erlenda stóriðju-
hölda. Þeir myndu fá allan ávinn
inginn en við ekkert nema óhag-
ræðið og skömmina, og slíkum
samningi bæri auðvitað að hafna.
Hvað verður ofaná hjá þessum
háttvirta þingmanni er kísilgúr-
frumvarpið kemur til afgreiðslu
í neðri deild?
Ætlar hann að standa við stóru
orðin og greiða atkvæði gegn því
á þeirri forsendu að ríkisstjórn
sem gert hefur annan eins samn-
ing og álsamninginn sé ekki
treystandi til frekari samninga
við erlenda aðila. Eða ætlar hann
að hafa sama hátt á og lærifaðir
hans háttyirtur þingmaður Karl
Kristjánsson að láta sína stað-
bundnu föðurlandsást ráða af-
stöðu sinni til málsins og greiða
því atkvæði?
Úr því fæst skorið næstu daga.
Gagnrýni svarað
Fjögur atriði hafa aðalalega
verið gagnrýnd í álsamningnum:
1. Orkuverðið.
2. Gerðardómurinn.
3. Samningstíminn.
4. Staðsetning verksmiðjunn-
ar.
Þrem fyrstu atriðunum hefur
þegar verið svarað og reyndar
því síðasta einnig a. m. k. hvað
viðkemur vinnuaflsþörf verk-
srhiðjunnar og annarra atvinnu-
vega og áhrifum á þensluna í
þjóðfélaginu.
Eins og fram hefur komið í
skýrslu ríkisstjórnarinnar var ýt-
arlega rannsakað hvar helzt
kæmi til greina að reisa væntan-
lega ólverksmiðju.
Ríkisstjprnin og stuðnings-
menn hennar allir sem einn voru
sammála um að æskilegast væri
að staðsetja verksmiðjuna þann
ig að hún stuðli að auknu byggða
jafnvægi
Auk Faxaflóasvæðisins kom
Eyjafjörður helzt til greina. En
það kom í ljós að á þessu voru
alvarlegir f járhagslegir annmark-
ar.
f viðræðunum um staðsetning-
una lýstu hinir erlendu samn-
ingsaðilar því yfir að þeir yrðu
að fá verulega hagstæðara ráf-
orkuverð, ef verksmiðjan yrði
staðsett ,við Eyjafjörð vegna
hærri stofn- og reksturskostnað-
ar.
En vegna hærri stofnkostnaðar
raforkukerfisins hefðum við orð
ið að selja raforkuna hærra verði
til verksmiðju við Eyjafjörð og
var áætlað að stofn- og reksturs-
kostnaður okkar, vegna staðsetn
ingarinnar þar, hefði verið, með
6% vöxtum til 1983 — 700 mill-
jónum krónum hærri.
Auk þessa kom fram ótti Sviss
lendinganna vegna hafíshættunn
ar fyrir norðan, ekki sízt eftir
að ísinn kom hér að landi á sl.
vetri og vori.
Þetta er skiljanlegt þegar þess
er gætt, að áætluð flutninga-
þörf 60 þús. tonna verksmiðju til
og frá landinu sé í kringum 240
tonn á ári, eða hátt í það sama
og flutt var til og frá landinu með
öllum skipum Eimskipafélagsins
á næstliðnu ári.
Atvinnujöfnunarsjóður til
eflingar Iandsbyggðinni
Af hálfu þeirra sem styðja mál
þetta er m.a. bent á stórfelldar
gjaldeyristekjur og lægra raf-
orkuverð til innlendra neytenda.
Hluti skattteknanna rennur til
Hafnarfjarðarkaupstaðar, en eng
inn vafi er á því að verksmiðj-
an og hafnargerðin í Straumsvík
eiga eftir að verða mikil lyfti-
stöng fyrir allt byggðarlagið eins
og reyndar háttvirtur þingmaður
Jón Skaftason hefur komizt að
þótt hann vilji ekki styðja mál-
ið.
Enda verður að viðurkenna
þörf þeirra ekki síður en margra
annarra staða, hafandi í huga að
helzti atvinnuvegur þeirra um
áratugaskeið, togaraútgerðin, hef
ur ekki borið sitt barr nú um
langt árabil m.a. vegna þeirra
fórna, sem togaraútgerðin hefur
fært, svo lífOænlegra væri á fram
leiðslustöðum sjávarafurða kring
um allt land.
Stærsti þáttur skattteknanna
fer í atvinnujöfnunarsjóð til upp
byggingar atvinnulífi úti um
land.
Stofnfé þessa sjóðs er hátt í
400 milljónir króna og verður
þegar til ráðstöfunar á þessu ári
um 36 millj. króna, 50 millj. kr.
á næsta ári og að fáum árum
liðnum á annað hundrað mill-
jónir.
Þá eru heimildir fyrir sjóðinn
að taka innlend lán og allt að
300 millj. króna erlend lán.
í þessu sama skyni liggur nú
fyrir heimild fyrir atvinnuleysis
tryggingasjóð að ráðstafa fjórða
hluta vaxtatekna sjóðsins, um 15
millj. króna á þessu ári í vaxta-
laus lón til langs tíma.
Sami sjóður hefur nú í ár orðið
við tilmælum ríkisstjórnarinnar
um stórhækkuð lán til hafnar-
framkvæmda úti um land eða ur
16—17 milljónum á sl. ári í 40
milljónir á þessu ári.
Auk þessa hafa allir aðrir fjár
festingarsjóðir verið stórefldir
og aldrei verið öflugri en nú.
Þeir munu einnig nýtast bet-
ur og koma að betra gagni, vegna
þeirra breytinga sem ríkisstjórn-
in hefur beitt sér fyrir að gerð
væri á skipulagi þeirra á þessu
þingi.
Það er því með öllu óskiljan-
legt þegar bæði háttvirtir þing-
menn Eysteinn Jónsson og Ragn
ar Arnalds og reyndar fleiri,
leyfa sér að tala um þessar ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar til at
vinnuuppbyggingar úti um land,
sem ekki meiri en svo, áð nema
muni andvirði eins vélbáts á ári.
En háttvirtúr þingmaður, Ragri
ar Arnalds kom víðar við. Hann
ræddi um þá sérstöku vá, að hér
á íslandi fyndist þéttbýli.
Þessi ungi maður gerir sér auð
sjáanlega enga grein fyrir því,
að það er þéttbýlið á Suð-Vest-
urlandi, sem er undirstaða þess
að hægt er að gera það stóra
átak, sem nú er hafizt handa
um.
Þessi sami þingmaður sagði i
gærkvöldi — og bergmál þess
heyrðum við hér áðan — að Al-
þýðubandalagið væri forystu-
afl í íslenzkri verkalýðshreyf-
ingu.
Fleirum en mér kemur ókunn
uglega fyrir sjónir að þessi skóla
piltur hafi komizt til forystu
í verkalýðshreyfingunni, þetta
er ekki annað en óskhyggja eins
og hjá „meistara Jóni“ háttvirt-
um 3. þingmanni Reykvíkinga,
sem hér var að tala áðan.
Þetta er álíka fullyrðing og
þegar þingnefnd hélt því fram
fyrir nokkru að heimur hefði
skolfið og stóveldin hefðu gert
með sér samninga um bann við
kjarnorkutilraunum, vegna þess
að hann og lítill hópur kommún-
ista ásamt meðreiðarmönnum
hefðu farið í gönguferð milli
Keflavíkur og Reykjavíkur.
Afstaða verkalýðs-
hreyfingarinnar
Hitt er svoaftur satt að örfáir
forystumenn verkalýðshreyfingar
innar telja sig Alþýðubandalags-
menn, en þeir telja sig líka sósial
ista, þjóðvarnarmenn, vinstri
jafnaðarmenn og framsóknar-
menn og vegna þessara manna
ráða kommúnistar lögum og lof
um í stjórn Alþýðusambandsins,
og þeirra vegna er álsamningn-
um mótmælt en ekki vegna þess
að íslenzk verkalýðshreyfing
standi þar að baki.
Það eru ill örlög háttvirts
þingmanns, Hannibals Valdimars
sonar, sem hér talaði í gærkvöldi
en hann hættir forsetastörfum
A. S. f. næsta haust, en það verð
ur hann að gera vegna laga sam
takanna, þar sem hann hefur
gerzt bóndi vestur á fjörðum og
er þar leiguliði ríkisstjórnarinnar.
að hafa á sitt eindæmi breytt
stefnu Alþýðusambandsins í land
búnaðarmálum, þótt engin sam-
þingum þess, vitandi þó að breyt
þykkt hafi verið gerð þar um á
ingarnar draga úr víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags.
Og það er furðulegt að hann og
(félagar hans í stjórn A. S. í.
skuli í afstöðu sinni til álsamn
ingsins ganga í berhög við eina
af grundvallarstefnum verkalýðs
samtakanna að auðlindir lands-
ins Verði nýttar og öllum lands-
mönnum tryggð næg atvinna,
eins og sá samnefndi mun ómót-
mælanlega stuðla að.
Ég veit að stór hluti íslenzkn
verkalýðshreyfingarinnar er þess
fullviss, að með virkjun jökul-
fljóta okkar sem runnið hafa til
sjávar frá ómunatíð, engum til
gagns, en mörgum til skaða með
samningunum um ál- og kísil-
gúrverksmiðju, með byggingu
nýrra víldarverksmiðja á Aust-
landi, auknum flutningamögu-
leikum á hráefni okkar til ann-
arra staða, endurskipulagningu
fjárfestingarsjóðanna og tilkomu
avinnujöfnunasjóðs — er verið
að renna styrkari stoðum en
nokkru sinni fyrr undir áfram-
haldandi og styrkari stoðum en
nokkru sinni fyrr undir áfram-
haidandi og stórkostlegri upp-
byggingu atvinnulífsins um land
alit en gert hefur verið til þessa.
GikVh nótt, — gleðitegt swmar.
Kosníngaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISFUOKKURINN hefur kosningaskrifstofur
utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum:
AKRANESI
Vesturgötu 47, sími: 224«
opin kl. 10—12 og 14—22.
ÍSAFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu II. hæð, sími 537 og 232
opin kl. 10—19.
SAUÐÁRKRÓKI
Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18.
SIGLUFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 71154
opin kl. 13—19.
AKUREYRI
Hafnarstræti 101, sími 11578
opin kl. 10—12,14—18 og 20—22.
VESTMANNAEYJUM
Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233
opin kl. 10—22.
SELFOSSI
Hafnartúni, sími 291
opin kl. 9—17 og 19,30—21.
KEFLAVÍK
Sjálfstæðishúsinu, simi 2021
opin kl. 10—19.
HAFNARFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 50228
opin kl. 9—22.
GARÐAHREPPI
Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341
opin kl. 15—18 og 20—22,
laugardaga og sunnudaga kl. 14—18.
KÓPAVOGI
Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708
opin kl. 9—22.