Morgunblaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 5. júlí 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Ekkert til að hækka I *nanni blóðþrýstinginn. En h5f- «m við tíma? Þú ættir að kom- ast í það að vera fararstjóri! Hann hló og hristi höfuðið. Jæja, hvað get ég gert fyrir þig? — Giovanni...... í>ú verður •ð hjálpa mér. Ég er í vandræð tm. Hann lét í Ijós samúð sína. — Ég vil að þú finnir fyrir ■mig mann, til að taka að sér Napólí-ferðina, sagði ég. Hann þaut upp. — Það kem- wr ekki til nokkurra mála. Ekki •vona fyrirvaralaust. Ég hef eng •n hér í Róm. Og svo er það •ðalskrifstof an.... — Hún þarf ekkert af þessu að vita. Að minnsta kosti ekki strax. f>ú getur áreiðanlega hrist ein- einhvern upp, Giovanni. Hugs- aðu þér, ef ég væri með botn- langabólgu! — Ertu með hana? — Nei, en ég gæti verið það ef á lægi. — Það yrði ekkert gagn í því. Ég fullvissa þig, Armino, að ég get ekkert gert í málinu — við höfum ekki varamenn hangandi hérna í skrifstofunni, bara vegna þess, að þig langar í frí. — Hlustaðu nú á mig, Gio- vanni. Mig langar ekkert í frí. Ég vil bara, að þú setjir mig á norðurleiðina. Hafa manna- skipti. Bara _til bráðabirgða, og rétt í bili. Ég verð að komast norðureftir. — Áttu við til Milano? — Nei. Mér dygði hvaða ferð sem vera vildi, í áttina til Adría- hafsins. — Það er alltof snemmt. Eng- in sála fer til Adríahafsins fyrr en í maímánuði. — Jæja, það þarf ekki endi- lega að vera stðr bíll — mér gæti alveg dugað einhver einka- ferð .... einhver, sem vildi fara til Ravenna eða Feneyja. — Það er líka ofsnemmt. —• Það er aldrei ofsnemmt að fara tíl Feneyja. Æ, gerðu það fyrir mig, Giovanni . Hann tók að rusla í blöðum, sem lágu fyrir framan hann. — Ég get engu lofað. Eitthvað get- ur komið seinna í dag, en það er naumur tími. Þú ferð til Napólí klukkan tvö á morgun og ég get því aðeins komið þessu í kring, að hægt sé að skipta um menn á tveim stöð- um. — Ég skil, ég skil. En reyndu hvað þú getur. — Það er náttúrlega kven- maður í spilinu? sagði hann. — Auðvitað, maður! — Og hún getur ekki beðið? — Við skulum heldur segja, að ég geti ekki beðið. Hann stundi og greip símann sinn. Ef ég verð nokkurs vísari skal ég koma skilaboðum tii þín í Splendido að hringja mig upp. Fyrir vini sína gerir maður . . . Ég yfirgaf hann og gekk aftur í tesalinn. Það var hætt að rigna og nú glitraði sólskinið á okkur öllum, sem höfðum svo snögg- lega sloppið við vætuna. Ef Giovanni gæti komið þessum skiptum í kring, bá var það gott og vel. Ég hafði gert tilraunina .... en tilraun til hvens? Það vissi ég ekki. Friðþægingu við hina dánu, kannski, eða mlna eigin samvizku. En ennþá gæti mér skjátlazt, og dauða konan var kannski alls ekki Marta. Þá losnaði ég við þyngri sök, enda þótt ég hefði nú flýtt fyrir henni, með því að setja seðilinn í hönd ina á henni. Nei, þetta var ú HERRAMANNSMATUR NIÐURSUÐUVORUR Marta. Þetta óp hennar á Beo gerði mig líka að morðingja, sem í öllum skilningi var glæpa maður — eins sekur og maður- inn, sem stakk hnífnum í hana. Þegar ég kom í tesalinn, sá ég, að hópurinn minn hafði lok- ið við tedrykkjuna og var í þann veginn að stíga upp í vagninn. Ég fór til þeirra. Ég gat séð á því, hve kennslukonurnar voru uppblásnar að þær voru búnar að segja söguna sína. Þær voru hetjur dagsins, rétt sem snöggv- ast Engin skilaboð voru komin frá Biovanni um kvöldið og eft- ir kvöldverð, sem var lifandi eftirmynd kvöldverðarins, dag- inn áður, en nú með ræðum, fór- um við í aukavagninn til Traste- vere til þess að hópurinn gæti fengið að sjá kaffihúsalífið, sem þeim hafði verið talin trú um, að væri eitthvert einkenni á staðnum. — Þetta er hin rétta og sanna Rómaborg, andvarpaði frú Hir- am Bloom, og settist við alskipað borð í hliðargötu, úti fyrir krá, sem skreytt var plat-luktum, henni til ánægju. Sex spilarar, í stuttbuxum, háum sokkum og □----------------□ 7 □----------------□ Napólíhúhúfum, komu með slaufugítara, eins og upp úr jörð inni og hópurinn minn dillaði sér eftir tónlistinni. Það var eitt hvað svo aðlaðandi við þessa barnslegu gleði þeirra. Ég harm- aði það næstum, að á morgun yrði hópurinn í Napólí og ekki lengur undir minni umsjá. Smal inn getur stundum látið sér líða vel .... Engin boð voru komin frá Giovanni til hótelsins, þegar þangað kom. Engu að síður sofn- aði ég og svaf, sem betur fór, draumlaust í þetta sinn. , Giovanni hringdi morguninn eftir, rétt eftir níu. — Armino, sagði hann og bar óðan á, — sjáðu til, ég held ég sá búinn að koma þessu í lag. Tveir Þýzk- arar í Fólksvagni, á leið norður. Þeir vilja fá túlk. Þú talar þýzku er það ekki? — Það geri ég. — Gríptu þá gæsina. Þetta er hr. Turtmann og frú. Ljót eins og erfðasyndin, og bæði með fangið fullt af kortum og leið- sögubókum. Þeim er alveg sama, hvert þau fara, ef það bara er norðureftir. Þau vilja sjá allt milli himins og jarðar. — Hver er varamaðurinn minn? — Það er í lagi. Þú þekkir hann mág minn. — Þú átt nú svo marga. — Þessi hefur unnið hjá Amer- ican Express. Hann kann allt á fingrum sér og er æstur að fara til Napólí? Það er allt í lagi með hann. Það má treysta honum. , Ég var á báðum áttum. Mundi I mágur Giovanniis fara með ferð- ina í hundana? Kunni hann að umgangast fólk? Og jafnvel þótt allt færi slysalaust, þá gat ég átt á hættu að missa atvinnuna, þegar aðalskrifstofan í Genúa frétti af þessu. — Ertu nú alveg viss, Gio- vanni? Hann var óþolinmóður. — Þú getur tekið það eða sleppt því. Það er þín þága, eða ekki svo? Mágur minn er alveg tilbúinn og kemur að tala við þig núna strax, svo að þú getir sett hann 39 COSPER — Aff ég hafi fengið starfa viff f jölleikahús? Hvernig dcttur þér það í hug? inn í embættið. Og ég verð að láta hr. Turtmann vita. Hann vill leggja af stað klukkan hálf- ellefu. Ég hafði tæpan hálfan annan klukkutíma til að afhenda eftir- manni mínum hópinn og komast í skrifstofuna til að hitta nýja viðskiptamanninn. Það mátti ekki tæpara standa. — Gott og vel, sagði ég við Giovanni og lagði símann. Ég fékk mér annan bolla af köldu kaffi, fleyðgi farangri mín um, sem var lítill, í töskuna. Tuttugu mínútum fyrir tíu barði mágur Giovannis að dyrum hjá mér. Ég kannaðist við hann. Hann var ákafur og með liðugan talanda, mundi ég eftir, en ég efaðist, að hann hefði með sér magatöflur handa vandgæfum, enskum konum, eða mundi hafa áhuga á barnabarninu þeirra Bloom-hjóna. En hvað um það. Fararstjórinn getur nú aldrei verið almáttugur. Við settumst hlið við hlið á óumbúið rúmið og ég sýndi honum minnisgrein- ar mínar og svo ferðaáætlunina, ásamt nafnalistanum, en á hann hafði ég bætt greinargerð um sérkreddur hvers viðskipta- manns sérstaklega. * Við gengum svo út saman og ég lét varamann minn ganga yf- ir að afgreiðsluborðinu og gera grein fyrir sér. Ég tók í hönd hans og óskaði honum góðrar ferðar. Þegar ég gekk út um hverfudyrnar á gistihúsinu, fannst mér ég vera eins og hjúkr unarkona, sem er að strjúka frá sjúklingi sínum. Það _var ein- kennileg tilfinning. Ég hafði aldrei yfirgefið ferðamannahóp áður. Ég fór út úr leigubíl við skrif- stofuna og þegar inn kom, sá ég Giovanni með si-tt bezta em- bættisandlit — allur bros og kurteisi, og var að tala við fólk, sem ég var viss um, að voru við- skiptavinir mínir tilvonandi. Bæði báru kvikmyndavélar. Hann var stór og herðabreiður, með uppstandandi hár eins og á fatabursta og gullspangagler- augu. Hún var gráguggin og hárinu hrúgað upp undir hatt, sem var henni einu númeri of lítill. Af einhverri ógóðri og ógildri ástæðu var hún í hvítum sokkum, sem stungu í_ stúf við svarta yfirhöfnina. Ég gekk fram. Hann heilsaði mér með handabandi. B/acksi Decken HD 1285 7” Vinkilskífa. Byggð fyrir mikla og erfiða notkun. Sérstaklega fyrir járnsmíða- og bif- reiðaverkstæði. — Snýst 5200 sn. á mínútu, og er aðeins 6,3 kg á þyngd. Þægilegt að koma henni að hornum vegna færanlegs handfangs. Allar legur eru kúlulegur. G. ÞORSTEINSSOM 8 JDHNSOH H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 \ IMATIONAL RAFHLÖÐUR Hyers vegna eru National rafhlöðurnar ódýrastar? Vegna þess að National rafhlöður endast helmingi lengur. * Þess vegna kaupa allir National rafhlöður. Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Simi 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.