Morgunblaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. júlí 1966
Nær 900 þátttakendur - Færri komust með en vildu
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ
Vörður efndi til glæsilegrar
sumarferðar að Skógafossi sl.
sunnudag. í ferðinni tóku þátt
um 900 manns, en mikill
fjöldi fólks, sem þess óskaði,
komst ekki með í ferðina
vegna þess, að ekki tókst að
fá nægilega marga langferða-
bfla til ferðarinnar, og var
bílalestin þó 25 stórir lang-
ferðabílar. Ferðaveður var
eins og bezt var á kosið, og
var Varðarferðin að þessu
sinni eins og jafnan áður þátt-
takendum til mikillar ánægju
og þeim, sem að undirbúningi
stóðu til sóma, en undirbún-
ing að ferðinni annaðist sér-
stök undirbúningsnefnd, og
var Baldur Jónsson, vallar-
stjóri, formaður hennar, en
aðrir í nefndinni voru Sveinn
Björnsson, Valdemar Ólafs-
son, Ágúst Hafberg, Halldór
Malmberg og Magnús Georgs-
son. —
Komið að Kambabrún
Lagt var af stað frá Austur-
velli kl. rúmlega 8 á sunnudags-
morgun, ög ekið sem leið liggur
að Kambabrún, en þar var stað-
næmst nokkra stund. Sveinn
GuðmundssOn, formaður Varðar,
ávarpaði ferða-menn og skýrði frá
tilhögun ferðarinnar. Hann sagði
að ferðanefnd Varðar hefði að
þessu sinni orðið áþreifanlega
vör við vinsældir sumarferðar
Varðar þar sem stöðva varð sölu
aðgöngumiða í ferðina síðari
hluta föstudags, iþar eð bílafjöld-
inn nefði verið takmarkaður við
900 þátttakendur.
Á Kambabrún tóku á móti
ferðalöngum forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins í Hveragerði, sem
unnu glæsilegan sigur í nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosning-
um þar og hlutu hreinan meiri-
hluta í hreppsnefnd. Ólafur
Steinsson, oddviti Hveragerðis
flutti nokkur ávarpsorð og lýsti
umhverfi Hveragerðis. Þá tók til
máls Árni óla, ritstjóri, sem var
leiðsögumaður í þessari Varðar-
ferð eins og að undanförnu. Lýsti
hann staðháttum á leið þeirri,
sem farin var og samdi sérstaka
ferðalýsingu, sem allir þátttak-
endur í' ferðinni fengu afihenta.
Árni óla sagði m. a. á Kamiba-
brún, að fæstum væri kunnugt
um það, að í kaþólskum sið hefði
fólk streymt þangað, ekki glað-
vært ferðafólk, heldur sjúkling-
ar til þess að horfa á Kaldaðar-
nes, þar sem kross var. Þeir
trúðu því að með því að horfa
á þannan kross 3. maí og 14.
september mundu þeir fá bót
sinna meina. Þá sagði Árni Óla
nökkuð frá sögu vegagerðar um
Kamba, og lýsti landsiháttuní,
Haldið í Rangárþing
Að loknu spjalli Árna óla var
haldið sem leið liggur austur
Suðurlandsundirlendið, en þegar
komið var í Rangáiþing tók Ing-
ólfur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra og 1. þingmaður Suður-
landskjördæmis á móti hópnum
og bauð hann velkominn. Fiutti
Ingóifur Jónsson snjalla ræðu,
þar sem hann lýsti landsháttum
í Rangárþingi og sagði m. a. að
þessi landshluti gæti framleitt
landbúnaðarvörur fyrir þjóðina
alla. Þar væri mikill varasjóður
fyrir framtíðina, þegar fóikinu i
landinu fjölgaði. Hann ræddi um
Rangárþing — sögubyggðina,
Njálssögu og Heklu, fjalladrottn-
inguna, sem verið hefur ógnvald-
ur þessarar sveitar um aldir.
Rangárvellir hafa orðið illa úti
á umliðnum öldum, en nú eru
sandarnir að gróa upp og víð-
femar graslendur breiða sig nú
yfir það, sem áður voru auðir
sandar. Ingólfur Jónsson sagði,
að við þyrftum'að þekkja starfs-
hætti og kjör allra stétta. Erfið-
leikar geta komið fram í land-
búnaði eins og öðrum atvinnu-
vegum, sagði hann, en þá er
Fararstjórn: Sveinn Guðmunasson, tormaður Varðar, Sveinn Björnsson, Baldur Jónsson, formaður undirbúningsncfndar,
Magnús Georgsson, Valdimar Ólafsson og Halldór Malmberg.