Morgunblaðið - 09.07.1966, Side 3

Morgunblaðið - 09.07.1966, Side 3
Laugardagur 9. ’úlí 196® UNBLAÐIÐ 3 STAKSTílMAR Minnihlutinn þrískiptui AÐ loknum fyrirlestri þeim sem U Thant, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti síðdegis í gær í hátíða- sal Háskólans, efndi fram- kvæmdastjórinn til fundar með blaðamönnum í kennara stofu skólans. Svaraði hann þar á skömm- um tíma allmörgum spurning um fréttamanna, og vék m.a. að styrjöldinni í Vietnam, nýj um umræðum um( upptöku Alþýðulýðveldisins Kína í S.Þ. og ákvörðun sína, sem hann myndi kunngera síðar á þessu sumri, um, hvort hann myndi gegna embætti framkvæmdastjóra enn eitt tímabil. V Thant og lvar Guðmundsson. „Illa lítur út með lausn í Vietnam—verr en f yrir ári — sagði U Thant, framkvæmdastjóri S.jb. á fundi með fréttamönnum i gær, fyar sem hann ræddi heimsmálin og starf S.Jb. Bjarni Guðmundsson, blaða fulltrúi, kynnti í upphafi U Thant fyrir fréttamönnum, en auk þeirra var einnig við- staddur sendiherra íslands hjá S.Þ. Hannes Kjartansson, svo og Ivar Guðmundsson, hjá upplýsingaþjónustu S.Þ. Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir U Thant, var, hverjum augum hann liti ástandið í Viet- nam. „Ég hef oft áður skýrt frá skoðunum mínum um Vietnam", sagði framkvæmdastjórinn, ,,og nú síðast fyrir tveimur dögum Genf, á 'blaðamannafundi. Ég tel, að þrennt verði að kor.n til, svo að friður megi þar komást á. • í fyrsta lagi verði að hætta öllum loftárásum á N- Vietnam. • í öðru lagi verði að draga úr hernaðaraðgérðum í S-Viet- nam. • f þriðja lagi verða að kom ast á viðræður milli deiluaðila. Hins vegar veit ég, að skoðan- ir mínar á styrjöldinni í Viet- nam falla ekki saman við Sicoðan ir ýmissa annarra, og í því sam- bandi má benda á, að nú eru einkum uppi um það tvær skoð- anir, hverjar séu beinar orsakir átakanna, sem þar eiga sér nú stað. Annars vegar er talið, að upphafið hafi verið árásarscefna þeirra, sem í norðri búa. Hins vegar, að upphafið hafi verið borgarastyrjöld í landinu. Ég tel aftur á móti, að hér sé verið að reyna að draga upp of einfalda mynd, mynd, sem ekki gefur réttar hugmyndir. Allt ástandið, og lausn vanda- málanna verður að skoða í ljósi sjálfstæðislöngunar _ fólksins, sem landið byggir. Ég kem sjálf ur frá landi, sem barizt hefur fyrir sjálfstæði, og þekki því vandamálið. Hins vegar verð ég að segja, að illa lítur nú út um lausn Vietnammálsins, og verr en fyrir ári.“ Næsta spurning, sem fyrir U Thant var lögð, var, hverjar hann teldi helztu ástæður þess, að ófriðlega horfir nú í heimin- um. Hann svaraði: ,,Ég tel orsakirn ar fjórar: í fyrsta lagi er um að ræða spennu, vegna mismun- andi stjórnmálaskoðana. í öðru lagi er um að ræða misræmi I efnahagsástandi einstakra ríkja. Þar á ég við fátæk ríki og auðug. í þriðja lagi er um að ræða kynþáttavandamálið, og loks vildi ég mega nefna það ástand, sem víða ríkir, m.a. í Afríku, og er bein afleiðing ný- lendustefnunnar". Aðspurður um hugsanlega að- ild Kína að S.Þ., sagði U Thant: „Ég tel, að allar þjóðir eigi að geta feþgið aðild að samtökun- um, og um hugsanlega aðild Kina það að segja, að hún verður rædd á ný að hausti. Hins vegar get ég engu spáð um afstöðu einstakra ríkja, til þessa máls“. U Thant var spurður um fjár- hag samtakanna, sem um langt skeið hefur verið mikið vanda- mál. Hann svaraði: „Fjármil samtakanna eru í slæmu ástandi, en sérstök nefnd, sem 14 lönd eiga aðild að, fjallar nú um þau mál sérstaklega, og heldur hún reglulega fundi. Nefndin mun gefa Allsherjarþinginu skýrslu sína, sennilega fyrir lok þessa mánaðar, og þá mun fást betri og skýrari mynd af heildar ástandinu“. Einn fréttamanna vék þeirri spurningu að framkvæmdastjór- anum, hvort honum þætti rétt að breyta því fyrirkomulagi, sem nú ríkir við atkvæðagreiðsl ur á vettvangi samtakanna, en hann taldi ekki ástæðu til að gera breytingar á því sviði. Hins vgar lagði U Thant áherzlu á, að það, sem mestu máli skipti, væri, að stórveldin kæmu sér saman um helztu mál. Smærri ríki hefðu þó mikil vægu hlutverki að gegna. Að lokum var U Thant að því^ spurður, hvort hann teldi, að ísland gæti meira af mörkum lagt, þá ef til vill á sérstöku sviði, t.d. á sviði fiskveiða, til samtakanna. Því svaraði framkvæmdastjór- inn þannig: „fsland er og hefur verið góður meðlimur S.Þ., og hefur, eins og reyndar öll Norð- urlöndin, lagt sitt af mörkum til efnahags- og framfaramála. Framlag íslands hefur verið það mikið, að ég veit að landið hef- ur gert sitt bezta, og fram á meira er ekki hægt að fara“. Það vakti athygU við umræð- ur á borgarstjómarfundi síðast- liðinn fimmtudag, að fulitrúar minnihlutafiokkanna voru þrí- Enginn hœtfu- lega slasaður Bilarnir úr Dölum og Árnessýslu Fjórir af þeim sem slösuðust í bilaárekstrinum í Dölunum í fyrradag voru í sjúkrahúsi í gær og leið eftir atvikum. Var enginn þeirra talinn hættulega siasaður. Þrír voru farnir heim, en einn drengur sem fluttur var suður, hafði aðeins skrámast. Mbl. fékk nánari fréttir af slysinu hjá fréttaiitara sínum í Dölunum í gær. Það var um kl. 6 ura kvöldið. Var bifreiðin D 199, sem er Moskvitzbíil, var á leið vestur frá Búðardal. Volkswagenbifreiðin X 1 var á leið suður og var í samfloti með annari bifreið. Bákust bíl- arnir á rétt fyrir sunnan As- garð. í bílnum úr Dalasýslunni voru 6 manns, en í Árnessýslu- bílnum 5. Slösuðust 7 manns og 8 ára drengur skrámaðist: Komu læknir og sýslumaður á staðinn og voru gerðar ráðstafanir tli að fá flugvélar frá Birni Páls- syni. Lentu þær á kambsnesi þrátt fyrir mjög óhagstæð flug- skilyrði og komu sjúkrabifreið sýslunnar og önnur bifreið þangað með slasaða folkið, sem var flutt suður á slysavarð- stofuna og Landspítalann, Nefnd ronnsokor hag ©g afkomu togara HINN 23. desember 1985 skipaði sj ávarútvegsmál aráðherra nefnd þriggja manna til að rannsaka hag og afkomuhorfur togaraút- gerðarinnar og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um rekstur togaranna í framtíðinni. í nefnd þessa voru skipaðir Jónas Jóns- son, framkvæmdastjóri, Svavar Pálsson, löggiltur endurskoðandi og Davíð Ólafsson ,fiskimúla- stjóri, sem jafnframt var skip- aður formaður nefndarinnar. Róðuneytið hefur ní falið nefndinni að gera tillögur um framtíðarverkefni og endurskipu ^agningu togaraflotans. Ennfrem- ur hefur fulltrúum verið fjölgað í nefndinni: í nefndinni eiga nú sæti auk ofangreindra: Ágúst Flygenring, útgerðar- maður, samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenzkra útvegs manna. Bjarni Ingimarsson, skipstjóri, samkvæmt tilnefningu Far- manna- og fiskimannasambands íslands. Hjálmar Bárðarson, skipaskoð unarstjóri. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, samkvæmt tilnefningu Sjómannásambands íslands. Loftur Bjarnason, útgerðar- rnaður, samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra obtnvörpu- skipaeigenda . (Frá sjávarútvegsmála- '■áðuneytiriu). skiptir í afstöðu sinni til hækk- unar hitaveitugjalda. Fulltrúar kommúnista lögðust gegn öllunx hækkunum á hitaveitugjöldum, en það mundi óhjákvæmilega hafa í för með sér algera stöðv- Un hitaveituframkvæmda. Full- trúar Framsóknarflokksins lögðu til, að gjaldskrá Hitaveitunnar yrði hækkuð um 15%, ©n það mundi óhjákvæmilega hafa í för með sér, að mjög yrði að takmarka allar framkvæmdir Hitaveitunnar, og fulltrúar Al- þýðuflokksins á borgarstjórnar- fundinum létu ekki í ljós neina skoðun á gjaldskrárhækkuninni, en fulltrúi þeirra, sem situr á fundum borgarráðs hafði lýst því yfir þar, að hann mundi samþykkja 20% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar. Kemur þarna glögglega í ljós hversu mikil samstaða minnihlutaflokk anna í borgarstjórn er, og hvers vænta mætti, ef þeir kæmust einhven tíma í þá aðstöðu að mynda meirihluta í borgarstjórn Enginn þessara fulltrúa sýndi fram á það hvemig sinna ætti þörfum Hitaveitunnar, og eng- inn þeirra svaraði spurningu borgarstjóra um það, hvort þeir væru reiðubúnir til þess að taka afleiðingunum þeirrar af- stöðu, sem þeir hafa tekið í þessu máli, þ.e.a.s. að sleppa því að leggja hitaveitu í t.d. Ár- bæjarhverfið eða Breiðholts- hverfið eða Fossvogshverfið, og verða þess valdandi að íbúar þessara hverfa yrðu að borga margfalt hærri hitunarkostnað en ibúar annara hluta borgar- innar. Það er vissulega liðinn sá tími, að stjórnmálamenn í sveitar- stjórnum eða á Alþingi geti tekið ábyrgðarlausa afstöðu tH mála, kjósendur eiga heimtingu á því að þeir geri skýra grein fyrir því hvemig þeir vilji bregðast við þeim vandamálum, sem að steðja. Samstaða Framsókn- armanna og kommúnista Það kom enn fram á þessui,. borgarstjómarfundi við kjör í útgerðarráð, að þegar til kosn- inga í trúnaðarstörf kemur, fall- ast Framsóknarmenn og komm- únistar í innileg faðmlög. Þeir stóðu saman við kjör í útgerð- arráð, eins og þeir höfðu gert í kosningum á fyrri fundum borgarstjórnar, að borgarstjóm- arkosningum loknum. Framsökn- armenn virðast ekkert hafa lært af þeirri bitru reynslu, sem þeir hafa þegar haft af of náinni sam vinnu við kommúnista. Misbeiting verkfallsvopnsins Félag framreiðslumanna hef- ur nú hafið verkfall á mesta ferðamannatíma ársins. Ágrein- ingsefni það, sem valdið hefur þessu verkfalli virðist ekki vera kauphækkun, heldur eru þar um að ræða atriði, sem augljóst virðist að eigendur veitingahús- anna eigi að ákveða sjálfir, en ekki vera samningsatriði milli þeirra og starfsmanna þeirra svo sem um það hvort setja eigi upp kassa í vínstúkum og hversu margt starfsfólk og framreiðslu fólk skuli vera á veitingahúsum. Að hefja verkfall vegna slíkra ágreiningsefna er frekleg mis- beiting á verkfallsréttinum, og það er launþegahreyfingunni • í heild til lítils gagns, þegar því er beitt á þennan veg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.