Morgunblaðið - 09.07.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 09.07.1966, Síða 4
4 MORCU N BLAÐIÐ ' Laugardagur 9. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERD Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simi 40381 ““3-11-61 m/uf/u/fí Volkswagen 1965 og ’66. &'íZC, RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Simi 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. STA'L Hópferðabílar. allar staerðlr Símar 37400 og 3407. BO SC H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Sími 38820. Jr Hvernig á að sigra Dani ? Skynsam- legar ábendingar til knattspyrnu- manna „Áhorfandi“ akrifar: „Þá er landsleiknum við Dani lokið, með fraekilegum árangri okkar manna. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, hafa þessar tvær ágætu þjóðir keppt átta sinnum í knattspyrnu, og okkur hefur aldrei tekizt að sigra, þrátt fyr- ir margítrekaðar tilraunir og miklar vonir knattspyrnuunn- enda. Forystumenn þeirra sáu samt, að þetta gat ekki gengið, það yrði að finna einhver úr- ræði sem kæmu að g' / íi. Þeir höfðu fundið það út / hyggju viti sínu, að ungir strákar, sem farið höfðu til Danmerkur og keppt þar, væru líklegir til að spjara sig betur við jafnaldra sína danska en gömlu íslenzku knattspyrnuhetjurnar. Þess vegna datt þeim það snjallræði í hug að leika svolítið á dansk- inn. Bjóða þeim til landsleiks í knattspymu við unga menn, rúmlega tvítuga og yngri; mig minnir, að hámark aldurs ætti að vera 23 ár. Danir gleyptu við agninu og tjáðu sig fúsa til keppni. Við lestur íþróttafrétta dag- blaðanna vax ekki annað að sjá en hið íslenzka lið- væri á heims mælikvarða. Þeir höfðu unnið frækilegan sigur á snjöllu liði íslenzku, sem blaðamennimir sjálfir höfðu valið, og var tal- ið, að þetta unglingalið hefði sýnt afburða tækni, samspil og þol, sem engu yrði við jafnað. Eftir þennan mikla sigur var leiðin að sigri yfir Dönum nokk uð greið. Danir höfðu tapað leikjum nokkru áður, og sýndi það eitt, hversu lélegt liðið væri. Þó var nokkur uggur í nokkrum fréttamönnum um, að liðinu gæti misheppnazt. Það var sagt, að hvatningaróp frá áhorfendum, álíka _ og voru á úrslitaleik KR og ÍA sl. haust í íslandsmótinu, væm afar á- hrifarík, gætu jafnvel kostað Dani mark, og voru borgar- búar stranglega áminntir um að mæta og spara ekki radd- böndin okkar mönnum í hag. Reykvískir borgarar tóku þessum tilmælum vel, og er hin langþráða stund, sigur- stund?, rann upp, var fjöl- menni mikið á Laugardalsvell- inum. Sólskin var og nokkur gola, sem sagt, gott knattspyrnu veður. Þegar liðin höfðu stillt sér upp, voru ellefu menn í hvor- um hópi, allt myndaxlegir menn og hraustlegir að sjá. Dómarinn flautaði síðan, og leikur hófst. Gerði maður nú ráð fyrir, að sama sagan endur- tæki sig og í fyrri leikjum, er þessi lið höfðu leikið, íslend- ingarnir sigruðu, eins og um daginn, og Danir töpuðu, eins og áður. En nú kom nokkuð undarlegt fyrir, sem ekki er hægt að útskýra fyrir þér les- andi góður. Danir virtust vera miklu fleiri á leikvellinum en íslendingarnir. Ég marg-taldi leikmenn, þeir voru alltaf 11 I hvoru liði, en það voru venju- lega þrír Danir við boltann, þar sem hann kom niður úr hinum háu spymum okkar manna, en íslendingarnir voru ekki nærri. Ég reyndi að finna skýringu á þessu, en mór hef- ur ekki tekizt það enn. Annað atriði rak ég einnig augun í. Okkar menn voru allt- af að sparka boltanum fyrir fætuma á Dönunum, svo að þeir gætu leikið sétr með hann. en Danir gerðu afar lítið að þessu við okkar ménn. Ég hef ekki fundið aðra skýringu á þessu en þá, að þarna hafi is- lenzkir knattspyrnumenn sýnt mikla kurteisi, og stingur það mjög í stúf við allt ial um, að æskan sé spillt og kunni sig ekki. Þarna sást það svart á hvítu, að svo er ekki. Þegar líða tók á seinni hálf- leik, tók ég eftir því, að ís- lendingarnir leyfðu Dönunum að leika svo sér til alveg einum að bol anum, fyrir utan tvo menn í okkar liði, er sýndu helzt viðeitni í að hindra þá í þessum leik. Var það stóri ljós- hærði strákurinn, nr. 5, og svo sá er stóð í markinu. Þeir voru einna dónalegastir við Danina, og tel ég það þeirra sök fyrst og fremst, að Danirnir gátu ekki skorað fleiri mörk en 3, þrátt fyrir sýnilegan vilja okk ar manna til að hjálpa þeirn til að skora fleiri. Nú, þegar ég las svo í morg- un greinarnar í dagblöðunum um leikinn, sá ég ekkert nema leiðindi í skrifunum. Okkar lið hafði brugðizt, var sagt. Þeir höfðu ekki samspii, ekki tækni ekki þol, sem sagt þá vantaði nú allt það, sem þeir höfðu svo mikið af í fræga leiknum við lið blaðamanna. Þó sagði einn baðamaðurinn, að Danir hefðu fengið ejinn sterkanað- ila í lið með sér og hann ekki af verri endanum. Þeir fengu sem sé sjálfa sólina og hún lét nú ekki að sér hæða, blessun- in, þegar hún komst að. Spil hennar var svo „afgerandi“, að Danimir skoruðu tvö mörk, eftir að hún hóf leikánn með þeim. Hún tók nefnilega upp á þeim fjanda að skína beint í augu okkar manna og blinda þá. Þessu hafði ég nú ekki tek- ið eftir, þegar ég horfði á leik inn, og skýrir þetta því margt út fyrir mér, sem ég hafði ekki skilið áður. Færi ég blaða- manninum miklar þakkir fýrir þessa fræðslu. En nú er eftir eitt óleyst vandamál. Hvernig eigum við að sigra Dani? Ég vil koma með mínar tillögur í málinu, og væri æskilegt að fá umræður um þetta vandasama málefni. Ég vil: 1) að allir íslenzkir knattspyrnumenn fái sér sól- gleraúgu, 2) leiktími verði styttur í hlutfalli við úthald okkar manna t.d. 60 mín. fyrst til að byrja með, 3) næst leiki landsleik menn 20 ára og yngri. Ef þeir geta ekki sigrað, verði aldursmarkið fært niður um tvö ár til viðbótar, og ef sigur vinnst ekki þá, þá aftur mður um tvö ár, allt til 8 ára aldurs. Ef Danir vdnna, þrátt fyrir þessi tilbrigði, þá byrja ofan frá. Þá leiki menn milli 55 og 60 ára o-s.frv. og ekki hætta fyrr en við sigrum. Einhvers staðar hljóta að vera takmörk fyrir sigurmöguleikum Dana. Til allrar ólukku var okkar bezta ráð til sigurs misnotað svo herfilega árið 1921, þegar danska liðinu var boðið í reið- túr til Þingvalla, sem frægt er. Síðan hafa allir danskir iþrótta menn neitað að stíga hér á hest bak, þrátt fyrir glæsileg tæki- færi til þess. En ég spyr, hefur þeim aldrei verið boðið á skak hér út í Flóann? Þeir ættu ekki að varast það, svona einu sinni. Ég vil stinga þessu að landsliðsnefnd, en ég hef fleiri ráð í pokahorninu og er reiðu- búinn til þess að hjálpa nefnd inni í þessu máli, ef hún vill þiggja það. Takmark okkar er og verður um alla eilífð: sigur yfir Dönum, og hann mun vinn ast að lokum, þrátt fyrir allt. Og þá verður gaman að lifa. Ég vona, að þá verði ég ekki dauður úr elli, en nú er ég 36 ára. 5. 7. 1966, Áhorfandi". ir Lífseig prentvilla Sn. J. skrifar: „Átján hrossa afl sem Per“, sagði Kristján Jónsson um Bjarna og ýkti þá en efa stór- lega. Og sá, sem kvað þannig, þegar útkom tiöllskessuútgáfan (nýjasta útgáfan) af ljóðmæl Einars Benediktssonar: Finnst þér kyn menn furði á því og fólkið um það mögli, að Bragi frystir Einar í átján punda köggli? ýkti að vísu nokkuð, en ekki náægt því eins lævíslega og Kristján. Sá sannleikur felst þó að baki orða hans, að of þung og klunnaleg er bókin til þess að nokkur lesi hana, nú á dögum, þegar segja má, að þeir fáu menn, sem enn lesa ljóð, geri það eins liggjandi á bak- inu í rúmi sínu, eftir að þeir eru háttaðir. En það var annað en stærð bókarínnar, sem ég ætlaði að minnast á, enda tekur hver mað ur eftir henni án bendingar frá mér. Ekki löngu eftir útkomu hennar, blaðaði ég lítillega í henni í bókaverzlun og rak þá meðal annars augun í augljósa prentviltu, sem gengið hefir í gegnuro allar útgáfur. Hún er augljós vegna þess, að Einar hafði ávallt stranga gát á rímni, en eiginlegan merkingaimun gerir villan ekki. Hún er í fyrstu línu í kvæðinu „Árbrún“ (Hekiusýn) á bls. 134 í „Hrönn um“. Þar er prentað „hart", en skáldið hefir sagt „hast“ og rímar þarna á móti „fast“. Þeir sem eiga einhverja útgáfu af kvæðum Einars Benediktsson- ar og ekki hafa þegar iagfært þetta í eintökum sínum, mættu nú gjarna gera það. Annars mun einhver segja, að engu skipti um prentvillur í bók, sem trauðla mun verða lesio, eins og áður er að vikið. En það ea- vanhugsað, því að mjög sennilega verður einmitt þessi útgáfa að miklu leyti lögð til grundvallar, þegar ljóð Einars verða gefin út í leshæfri út- gáfu, enda efalaust óhætt að gera svo, því að að henni vann einkar vandvirkur maður. Ekki tiltökumál, þó að skotizt geti yfir annað eins og þetta. Sn. J. ÍT Háskasamleg óvarkárni „Borgari" skrifar: Nú nálgast óðum sá tími árs, er margir skipta um bústaði. og liggja til bústaðaskiptanna margvíslegar ástæður. Húseig- endafélag R.eykjavíkur hefir allvel brýnt það fyrir þeim mönnum, er íbúðir selja á ieigu að vanrækja aldrei að gera um þetta skriflega samninga, og hefir visað á, hvar fáanlegir séu hentugir leigusammngar prentaðir, en það er á skrif- stofu félagsins og í bókaverzl- un Lárusar Blöndals. En þó að þetta sé út af fyrir sig gott, þá er það ekki fullnægjandi varúð, heldur er mjög mikils- vert, að hver sá maður, er tekur inn í húsakynni sín það fó’ii, sem hann þekkir ekki gjöria deili á sjálfur, afli sér um það traustra upplýsinga, einkúm meðan það heimskulega ákvæði er talið hafa lagagildi, að upp- sögn húsnæðis (fjölskylduíbúð ar) skuli miðast við tvo til- tekna daga ársins. Þetta er upprunalega miðað við þorp og sprottið upp af kotungslegum hugsunarhætti, en lítið vit i að láta þetta gilda um fjöl- menna bæi. Meðal annars kem ur það í veg fyrir, að menn afli sér hér þeirra vagna, sem er- lendis eru taldir sjálfsagðir og nauðsynlegir til búferlaflutn- inga. Þeir vagnar eru ávailt eign félaga. Atvikin hafa hagað því svo, að ég hefi á síðastliðnu misseri kynnzt nokkrum raunalegum dæmum þess, hvað af því get- ur hlotizt að menn taka óþekkt fólk rannsóknarlaust inn í hí- býli sín. Viðvörun gegn sliku er sannarlega ekki ótímabær, og sómasamlegu fólki, sem ekkert hefir að dylja, hlýtur að vera það ljúft, að um það sé aflað upplýsinga. En það er um seinan að byrgja brunninn, þeg ar barnið er dottið í hann. Það er því miður mikið til af haria varasömu fólki, sem skaðræði getur verið að hleypa inn tii sin. Borgari." SUÐURNESJAMENN ÆVAR KVARAN hefur almennt framsagnarnámskeið í Æskulýðsheimilinu í Keflavík í þessum mánuði. Raddbeiting, framsögn, upplestur og ræðuflutn- ingur. — Upplýsingar í síma 34710.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.