Morgunblaðið - 09.07.1966, Síða 5
Laugardagur 9. júlí 1966
MORGU N BLAÐIÐ
5
f
f
j
i
I
UR
ÖLLUM
ÁTTUM
í gærmorgun lögðu 36 hesta-
nenn úr Hestamannafélaginu
Fáki af stað frá Þingvöllum
áleiðis til Hóla í Hjaltadal, en
l>ar verður háð Landsmót
hestamanna, sem landssam-
handið hefur gengizt fyrir
fjórða hvert ár. Landsmótið
stendur yfir dagana 15.—16.
júlí. Búizt er við að á mót
þetta komi 5000—6000 manns
og nokkur þúsund hesta.
Hestamennirnir á leið norður. Vatnið á myndinni er Sandkluftavatn.
Hestamenn ríöa norður
Rætt við hestamenn á ÞingvöIIum, sem héldu
til Hóla í Hjaltadal I gær
Páll Sigurðsson er fyrirliði lagði af stað frá Þingvöllum,
hófsins af Suðvesturlandi, sem en hópurinn fer byggðir vegna
-. ■ -
Frú Birna Laufdal, en hún og maður hennar, mgi Laufdal,
eru samtals með 11 hesta í ferðinni.
þess, hve fjallvegir eru enn
erfiðir yfirferðar. Er Páll vel
kunnugur reiðgötum í héruð-
unum á leiðinni norður.
Tíðindamaður og ljósmynd-
ari blaðsins brugðu sér aust-
ur að Þingvöllum í gærmorg-
un til að ná tali af hestamönn-
unum.
Við hittum þá á Hofmanna-
flöt, þar sem áð er, áður en
lagt er á Kaldadalslei'ð, en
um nóttina höfðu þeir slegið
upp tjöldum á Skógarhólum.
Við höfðum fyrst tal af Páli
Sigurðssyni, sem klæddur er
gulum olíustakk vegna rign-
ingarveðurs. Páll tjáði okkur,
að ferðalagið norður til Hóla
í Hjaltadal taki 6 daga. Hvorki
meira né minna en 174 hross
eru á þessum ágæta leiðangri
enda hefur sérhver 36-menn-
inganna allt frá 3—8 hestum
til reiðar. Þá upplýsir Páll, að
ferðaiagið taki þrjár vikur en
af þeim tíma er dvalið í einn-
ungis fjóra daga að Hólum.
— Páll, hvað getur þú sagt
okkur um tilhögun þessa
móts?
— Mótið verður að venju
þríþætt, þ.e. sýning og dómar
á kynbótahrossum, gæðinga-
keppni og kappreiðar. Laug-
ardaginn 16. júlí verður helg-
aður sýningu á kynbótahross-
um, en kynbótahross hafa al-
drei fengið meira rúm en á
dagskrá mótsiná. Verður um
morguninn sýndir stóðhestar
og dómum lýst. Seinna um
daginn verður naglaboðreið og
keppa þá Sunnlendingar og
Norðlendingar. Um kvöldið
verða milliriðlar í kappreið-
um.
— Bæði laugardags- og
sunnudagskvöld verða dans-
leikir á þremur stöðum, í Héð
insminni í Blönduhlíð, Bifröst
á Sauðárkróki og Húnaveri í
Húnavatnssýslu. Engir dans-
leikir verða leifðir á sjálfum
Hólastað. Þá má geta þess,
stofnað er til happdrættis
Landsambands hestamanna í
tilefni mótsins og verður
dregið í lok þess verðlaun eru
skagfirzkur gæðingur, hryssa
af góðu kyni og flugfar til
Kaupmannahafnar.
— Við væntum þess ein-
dregið, að þarna verði mikil
reglusemi og verður stuðlað
að því eftir mætti. Óregla á
mótum sem þessum hefur yfir
leitt stafað frá öðrum en hesta
mönnunum sjálfum. Aðkomu-
menn hafa hópazt að á kvöld-
in, en með dansleikjunum von
umst við til að geta dregið
úr því.
Þá hittum við tvo tólf ára
gamla hestamenn, þá Guð-
mund Sveinsson úr Reykja-
vík og Aðalstein A’ðalsteinsson
frá Korpúlfsstöðum, en hann
frægur knapi og hefur unnið
kappreiðar á vegum Fáks.
Guðmundur tjáði okkur, að
hann ætli með hestamönnun-
■um í Borgarfjörð, en þar
verður hann viðskila við þá.
Við sjáum eftir hinum friða
flokk hestamannanna, þar sem
þeir hverfa fyrir Tröllháls, en
í nótt slá þeir upp tjöldum á
Skálpastöðum í Lundarreykja
dal hjá Guðmundi bónda
Þorsteinssyni.
Fyrir þá reykvíska hesta-
menn, sem ekki fara ríðandi
norður á landsmótfð, efnir
Fákur til hópferðar á bílum.
Lagt verður af stað frá Um-
ferðarmiðstöðinni fimmtudag-
inn 14. júlí klukkan 14. Um
ferð þessa eru nánari upplýs-
ingar veittar á skrifstofu
Fáks.
Pall Sigurðsson með gæðing sinn.
Untjtemplarar sendu
U Thant ávarp
UM 220 þátttakendur á Norræna
ungtemplaramótinu fóru í fyrra
dag austur að Þingvöllum og að
Gullfossi og Geysi. Og í heim-
leiðinni var komið við í Skál-
holti og llveragerði. í gær héldu
þingstörf áfram í Gagnfræða-
ekóla Austurbæjar og eftir há-
degi fóru margir í bátsferð um
sundin við Reykjavík á björg-
unarskipinu Sæbjörgu.
Á þingi sambandsins i gær
var gerð samþykkt í sambandi
kv.sjt. Sameinuðu þjóðanna og
var hún afhent honum í Há-
skólanum í gær, er tveir forustu
menn ungtémplara gengu á
fund hans. í samþykkt þessari
er lýst ánægju með þá friðar-
starfsemi, sem unnin er í nafni
Sameinuðu þióðanna og því
mikla starfi, sem framkvæmda-
stjórinn leggi af mörkum til að
tryggja íriðinn í heiminum.
Norrænir ungtemplarar láta í
ljós von um að þjóðum heims
missættis og styrjalda, en jafn
framt benda þeir á að margvís
ieg óeining ríki en alltof of víð
í heimi hér. Fólk í öllum lönd
um fylgist af skelfingu með Vie
nam styrjöldinni, kynþáttaoJ
sóknum í Suður-Afríku o
ástandinu í poitúgölsku nýlend
unum. Að lokum láta norræni
ungtemplarar í ljós þá von a
framkvæmdastiórinn haldi áfrar
að gegna því miklvæga forustu
hlutverki sína að vinna að auk
inni uþpbyggingu, samhug o
styrk hinna Sameinuðu þjóða.
í dag éfna ungtempiarar t
ferðar að Jaðn. en þar mu
verða fjölbreytt skemmtun og
við heimsókn U. Thant, fram- iánist að iifa í framtíðinni ánmorgun eína þcir til samkomu
við Austurvöll. Farið mun fylktu
ligi frá lOGT húsinu við Eiríks-
götu og haldið að Austurvelli,
en þar mun félagsmálaráðherra
Eggert Þorsteinsson flytja
ávarp.
Allgóð siiungs-
veiði í Longa-
valni '
VEIÐI hófst í Langavatni á
Mýrum um síðustu helgi og var
allgóð. Á land komu nokkrir
stórir urriðar frá 3—8 punda,
en stærsta bleikjan var um 5
pund. Stærsta urriðann, S punda,
veiddi Páll Þorgeirsson: Mest
veiði á einstakling voru 70 sil-
ungar, og var það Hörður Ósk-
arsson.
Veiðiklúbburinn Strengur hef-
ur vatnið á eigu fyrir landi Staf
holts og Borgarhrepps, og lagði
hann út í það stórvirki að leggja
veg upp að vatninu, sem er vel
jeppafær. Er um 16 km. vega-
lengd frá þjóðveginum við
Svignaskarð og upp að Langa-
vatni.