Morgunblaðið - 09.07.1966, Page 8

Morgunblaðið - 09.07.1966, Page 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 9. júlí 1968 Framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, U Thant, hóf eina heila dag sinn í Reykja- vík með því að heimsækja ki. 10 árdegis >á Bjarna Benediktsson, forsætisráðh., og Emil Jónsson, utanrikis- ráðherra í Stjórnarráðið við Lækjartorg. Áður en viðræður fram- kvæmdastjórans og ráðherr- anna hófust var ljósmyndur- um gefinn kostur á að taka mynd af þeim á meðan ræddust þeir við í léttum dúr. Forsætisráðherra spurði U Thant um, hversu mörg lönd hann hefði heimsótt frá því hann tók við embætti sínu og svaraði hann því til, að hann hefði víða farið og m. a. heim- sótt flest lönd Evrópu. U Thant og Emil Jónsson bragða á íslenzkum banana í gróðurhúsi. Myndirnar tók Ól.K.M. Sveppir, silungar og skyr í Valhöll var snæddur há- degisverður í boði ríkisstórn- arinnar. Á borðum var sdpa t úr íslenzkum sveppum, rist- aður Þingvallavatnssilungur með kryddsmjöri og kokteil- sósu og skyr með jarðaberjum og rjóma. Frá Valhöll var haldið. til Hveragerðis kl. 1.45 síðdegis. Rigning var sem fyrr og lítið útsýni. Þegar til Hveragerðis kom var enn meiri rigning. Stanzað var við gróðurhúsið Eden. Ungur maður, sem þar var við afgreiðslu, Óttar Hróð- bartsson, gekk um gróðurhús- ið með U Thant og sýndi hon- um m. a. appelsínutré og kaffitré. U Thant dáðist að blómunum og spurði hvort þau væru seld í verzlanir og var honum sagt að svo væri. Ávextir og keramik I>á var U 'Thant sýnt tré nokkurt sem nefnist Monst- era og ber ávöxt. sem líkist Þingvallasilungur, skyr, ísl. bananar - og rigning IJ Thant fór í gær hringinn um Þingvelli og Hveragerði Viðræðurnar stóðu yfir í klukkustund og kl. 11 kvaddi U Thant forsætisráðherra til að fara til Þingvalla og Hvera gerðis með Erni.1 Jónssyni, utanríkisráðherra. Nokkur hópur fólks hafði safnast saman við hlið Stjórn- arráðstúnsins til að sjá hinn fræga gest. U Thant vék sér að lítilli telpu, heilsaði henni með handabandi og spurði góðlátlega hvort hún talaði ensku. Hann veifaði svo til fólksins og hélt inn í bifreið sína. Var svo haldið af stað til Þingvalla. 1 fylgd með framkvæmda- stjóranum og utanríkisráðh. voru Agnar Kl. Jónsson, ráðu- neytisstjóri, ívar Guðmunds- son, forstjóri Upplýsingaskrif- stofu SÞ á Norðurlöndum, Hannes Kjartansson, sendi- herra íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, Páll Ásgeir Tryggvason. deildarstjóri, og Donald Thomas, sérlegur að- stoðarmaður framkvæmda- stjórans. Framkvæmdastjórinn ræðir við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og Emil Jónsson, ut anríkisráðherra. U Thant heilsar Ólöfu litlu, 9 ára, íyrir utan Stjórnarráðið i gærmorgun. Regnhlífin var einkennandi fyrir íerðina. Komið var í Almannagjá kl. 11.55 árdegis. Þar vaj- fyrir séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður, til að taka á móti gestunum, svo og Þórð- ur Einarsson, fulltrúi í mennta málaráðuneytinu. Á hádegi gekk U Thant á Lögberg. fyrstur framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna. Nokkur rigning var og þung- skýjað, heldur dapurlegt um að litast. Þórður Einarssön lýsti sögu Alþingis og Þing- valla og U Thant spurði nokk- urra spurninga.“ Er yður ekki kalt,“ spurði utanríkisráð- herra U Thant, sem var yfir- hafnarlaus, og vafalaust ver- ið í honum hrollur, sem öðr- um viðstöddum. U Thant við- ananas á bragðið. Utanríkis- ráðherra spurði, hvort U Thant kannaðist ekki við svona tré frá Burma, en hann sagðist aldrei hafa séð það fyrr. Óttar skar banana úr klasa og gaf U Thant og borðuðu þeir Emil hann saman. Fram- kvæmdastjórinn kvað ís- lenzka bananann bragðast vel. Þá vóru þarna einnig vínber, en þau voru ekki nægilega þroskuð til átu. Þarna sá U Thant einnig keramik frá Glit og þótti gripirnir fallegir. Nú herti enn á regninu úti og buldi í glerinu á gróður- húsinu. ,,Það rignir aldeilis duglega núna“ sagði U Thant og brosti. urkenndi, að þægilegra væri að Þórður héldi áfram frá- sögn sinni í bifreiðinni niður að VaihöLl. Mistök í ferðaáætlun Á meðan staldrað var við í Eden spurði framkvæmda- Framhald á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.