Morgunblaðið - 09.07.1966, Side 14
14
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 9. júlí 1966
Gunnhilclur Ólafsdóttir
á Vallá — Minning
Fsedd 22/10 1869. Dáin 2/7 1966.
í DAG fer fram í Brautarholti
útför Gunnhildar Ólafsdóttur,
fyrrverandi húsmóður á Vallá í
Kjalferneshreppi. Hún andaðist 2.
júlí 9>6 ára.
Gunnhildur var fædd að Eyri
í Kjós 22. okt. 1869. I>ar bjuggu
foreldrar hennar Þórdís Jónsdótt
ir og Ólafur Jónsson. Síðar
byggðu þau sér bæ 1886 á Harð-
bala í Eyrarlandi. Þar dó Ólaf-
ur 1916. Nokkrum árum síðar
lézt Þórdís í Bæ í Kjós. Eftir lát
Ólafs lagðist Harðbali í eyði,
og hefir ekki verið byggt ból
síðan. Ólafur var mikill smiður
á tré og járn, og vann fyrir
heimili sínu mest á þann hátt,
enda jarðnæði rýrt og lítið.
Gunnhildur fór snemma úr for-
eldrahúsum eða 6 ára, en ólst
frá því upp á Grjóteyri í Kjós
hjá' Guðnýju ólafsdóttur, ekkju
Péturs Jónssonar hreppstjóra.
Gunnhildur var ein af 14 börn-
um þeirra hjóna Þórdísar og
Ólafs, en níu af þeim komust iii
fullorðins ára. Sagt er að þau
hafi verið fátæk, sem ekki þarf
að undra með svo stóran barna-
hóp á rýrðarkoti, og húsmóðirin
mestan hluta búskapar síns rúm-
liggjandi. En til þess var tekið,
hvað heimilið var hreint og
snyrtilegt, utan og innan bæjar.
Þórdis hafði unnið allskonar
handavinnu í rúminu, jafnvel
saumað á saumavél sem látin
var á fjöl yfir rúmi hennar.
Ung að árum fluttíst Gunn-
hildur út í Kjalarneshr. þar sem
hún átti heimili alla æfi síðan.
Hún fór vinnukona til Bjarna
Sigurðssonar og Vigdísar að
Hofi. Þar kynntist hún Benedikt
Magnússyni, sem var þar heim-
ilismaður. Magnús faðir Bene-
dikts bjó á ýmsum jörðum, t.d.
Móum Leirvogstungu, þar var
Benedikt fæddur, og einnig í
Niðurkoti, sem fyrir löngu er
komið í eyði. Þau Benedikt og
Gunnhildur keyptu Valláa og
byrjuðu búskap þar 1895. Þau
bjuggu þar alla tíð þangað til
Benedikt dó 1937. Frá 1925 á
móti Magnúsi syni sínum.
Eftir lát Benedikts hætti
Gunnhildur búskap, en var á
Vallá eins og hún kaus helst.
Vann heimilinu það, sem með
þurfti. En auk þess hjálpaði hún
nágrannakonunum bæði með
matargerð og ullarvinnu, því
hún var vel verkifarin á hvoru-
tveggja og afkastamikil.
Þau Gunnhildur og Benedikt
bjuggu góðu búi, áttu fallegar
skepnur og gagnlegar, nóg fyrir
þær að leggja þó misjafniega
áraði. Var það alltaf talin undir-
staða að góðum búskap. Þau
bættu jörðina, stækkuðu og
sléttuðu túnið, og byggðu
íbúðarhús úr steinsteypu og önn-
ur hús yfir hey og skepnur sem
með þurfti.
Þótt Valláin sé nú orðin góð
jörð og hæg, var margt með
öðrum hætti í búskapartíð Gunn-
hildar og Benedikts. Þá lá ekki
akvegur við túnið. Þá var allt
sótt og flutt sjóveg úr kaup-
stað, og þó ekki sé langt til
Reykjavíkur, eru mörg erfið
handtök við slíkan flutning.
Mikill er sá munur nú, að aka
bíl heim að húsdyrum, stíga
þurr og hreinn úr honum, eða að
skipa út í bát og aftur upp úr
honum þegar heim er komið,
og koma þvi svo heim í klyfja-
burði, því hvorki voru vegir né
önnur flutningatæki. Það var í
fíestuTn sveitum landsins erfið-
ara til aðdrátta, en Kjalnesing-
um sökum fjarlægðar. En þetta
er myndin af því sem var og fáir
þekkja nú, og enginn hefir við
að búa. Þá var líka allur eldivið-
ur heima fenginn, sem var mikil
vinna og erfið, ekki. síður en
heyskapur með handverkfærum.
Þótt þessi verk teljist ekki til
kvennavinna þá er hitt víst, að
Gunnhildur lét ekki sitt eftir
liggja, hvorki úti né inni. Vitna
oft eldri nágrannar hennar í
hvað hún var þrekmikil og ósér-
hlífin við skepuhirðingu og önn-
ur störf úti og inni.
Gunnhildur á Vallá var föngu-
leg kona í sjón og raun, eftir
myndum að dæma hefir hún
verið glæsileg á yngri árum.
Hún var stór og gerðarleg, vel
farin í andliti, ekki smáfríð, ein-
örð og djörf í framkomu og tali
við hvern sem hún átti og hrein-
skilin. Hún var oft glettin í
svörum og gat Verið kuldaleg í
orðum, svo jafnvel fannst að
hún gæti verið harðlýnd. En þeir
sem þekktu hana betur visSu að
innra bjó mikil hlýja, umhyggja
og skilningur, umfram allt með
öllu sem var minnimá'ttar, hvort
sem áttu í hlut menn, sem aðrir
hölluðu á, eða voru sjálfir minni
máttar, eða skepnurnar sem hún
umgekkst. Traust og nærgætni
veitti hún öllum þeim.
96 ár er langur tími á okkar
mælikvarða. Það er því ekki að
undra þótt að þeim sem lifa svo
langa æfi mæti mörgum erfið-
leikum og mótlæti. Gunnhildur
á Vallá fór ekki várhluta af því.
Þau Benedikt og Gunnhildur
áttu 4 börn, 3 dætur og 1 son:
Steinunni, Arndísi, Svövu. og
Magnús. Áf þeim er nú Steinunn
ein lifandi, var hún þó elst. Guð-
rúnu tengdadóttur sína missti
Gunnhildur löngu fyrir aldur
fram eða 1957. Var það tilfinnan-
legt mjög. Guðrún hafði alltaf
borið hag Gunnhildar fyrir
brjósti, börn þeirra hjónanna
öll farin í burtu og Gunnhildur
ein eftir innan bæjar. Þó rættist
samt úr að konan, sem Magnús
fékk til að standa fyrir heimil-
inu, var einkar góð og skilnings-
rík við Gunnhildi. En 2. nóv.
síðast liðinn varð Magnús einka-
sonur hennar bráðkvaddur, sem
eins og hún sagði sjálf, stóð
henni næstur. Með honum hafði
hún alltaf verið, frá því hann
fæddist. Hann gerði sem hann
gat að henni liði sem bezt.
Hjá henni leitaði hann athvarfs
þegar mest blés á móti. Margt
fleira var sem Gunnhildur lifði
mótdrægt, sem ekki verður tal-
ið hér, enda mundi hún ekki
kæra sig um það. Hún taldi ekki
raunatölur við fólk. Hún tók öllu
sem að höndum bar með jafnað-
argeði og þreki sinnar heil-
brigðu sálar. En Gunnhildur
hafði líka mikið fyrir að þakka.
Enginn gefur sér sjálfur þrek til
sálar og líkama, hún var næst-
um alltaf í sömu sveitinni og á
jörðinni sinni, sem er bæði fall-
eg og góð. Fólkið hennar var
gott. Eftir að hún var gömul og
gat ekki séð um sig sjálf bæði
nágrannar hennar og barnabörn
sem hér eru nærlendis, hún
naut virðingar og vináttu þeirra
í ríkum mæli. Hún, eins og við
öll sem gömul erum, hefur lifað
og þekkt eitt bezta framfara-
tímabil sem þjóðin hefur átt.
Þekkt fólkið, komist úr fátækt
til bjargálna, einnig þaðan í góð
efni. Hún var sjálf þátttakandi.
í þessari viðreisn með því að
geta næstum fram á síðasta dag,
unnið verk til þarfa, mætt mót-
læti, sem að henni var rétt eins
og hetja. Með það í huga kveðj-
um við hana síðustu kveðju.
Jónas Magnússon
t
Farðu sæl til Herrans heima
•hreina, góða, sterka sál.
ÞAÐ kom ekki á óvart, þeim er
til þekktu, er andlátsfregn Gunn-
hildar Ólafsdóttur frá Vallá í
Kjalarneshreppi, fréttist, en hún
andáðist í Landspítalanum 2. júlí
síðastl.
Hafði hún legið rúmföst um
tíma, en var flutt rænulaus á
spítala fyrir nokkrum dögum.
Gunnhildur á Vallá eins og hún
var venjulega nefnd í umtali,
var merk kona og góð.
Hún var fædd á Harðbala í
Kjósarhreppi 22. október 1869
og bjuggu foreldrar hennar þar
um síðustu aldapnót, þau hjónin
Ólafur Jónsson og Þórdís Jóns-
dóttir. Eignuðust þau hjónin 13
börn og var það stór barnahóp-
ur. Ólafur var smiður góður á
tré og járn. — Var fátækt mikil
á heimili þeirra hjóna, sem var
því miður mjög algengt á þeim
tímum.
Gunnhildur varð brátt efnileg
stúlka og er aldur og þrek leyíði,
færðist ,öryggi og sjálfbjargarvið
leitni mjög í auka/ia og reyndist
hún bezta . starfsstúlka.
Gunnhildur fluttist ung út á
Kjalarnes og gerðist vinnukona
á Hofi hjá merkishjónunum Vig-
dísi Sigurðardóttur og Bjarna
Sigurðssyni. Voru þau hjónin á
Hofi vi'ðurkennd ágætis hús-
bændur og höfðu gott bú og
margt vinnuhjúa. Þar var Gunn-
hildur um nokkur ár, þar til hús-
bændur hennar fluttust búferlum
að Brimisvöllum á Snæfellsnesi.
Lögðu þau að Gunnhildi að flytj-
ast með þeim vestur, en hún
hugði á annað ráð og fór hvergi.
Samhliða Gunnhildi á Hofi var
maður á bezta aldri, Benedikt
Magnússon, dugmikill, hygginn
og áræðinn og felldu þau hugi
saman, sem varð lífstíðar sam-
búð. Var Gunnhildur þá 27 ára,
en Benedikt 29 ára.
Þau fluttust árið 1896 að Vallá
og byrju'ðu búskap þar, fyrst
sem leiguliðar, en keyptu jörð-
ina síðar.
Varð þessi ráðabreytni þeirra
til góðs, því að jörðin hafði
gott land og var grasgefin. Þá
fylgdu jörðinni mikil og góð
hlunnindi, sem voru hrognkelsa-
lagnir stutt frá landi, sem gaf
oft góða björg í bú.
Búskapurinn á Vallá gekk vel.
Voru þau Gunnhildur og Bene-
dikt mjög samhent og afkasta-
mikil og komu upp gagnsömum
bústofn. — Varð heimilið á Vallá
brátt viðurkennt fyrir góðan
greiða við alla, sem að garði bar,
jafnt menn og málleysingja. Eng-
inn fór kaldur eða svangur frá
garði. —
Þau Gunnhildur og Benedikt
eignuðust fjögur börn, 3 dætur og
einn son. — Tvær dæturnar, Arn
dís og Svava, eru látnar. Þær
voru giftar og áttu börn og voru.
búsettar í Reykjavík. — Stein-
unn er gift og býr í Reykjavík
og á börn.
Magnús, einkasonurinn, and-
aðist í nóv. 1965. Var hann gift-
ur Guðrúnu Bjarnadóttur fyrrv.
kennara, en hún andaðist á ann-
an dag jóla 1957. Áttu þau hjón-
in fimm börn, dó drengur á 1.
ári, en fjögur eru á lífi og eru
gift. — Var það mikið áfall, er
húsmóðirin andaðist skyndilega,
en maðurinn með sigðina gerir
stundum ekki boð á undan sér.
En svo kom reiðarslagið yfir
hina öldruðu móður, er einka-
sonurinn féll skyndilegá í valinn,
eins og áður er sagt og óttuðust
ættingjar og vinir Gunnhildar.
sál., að hún myndi ekki afbera
þá þungu sorg, en þrekið virt-
ist nokkuð og guðstrúin og skyn-
samleg yfirvegun veitti hjálp og
styrk í sárri sorg.
Gunnhildur sál, var kjarkmik-
il kona, leit lífið björtum aug-
um, æðraðist ekki, þótt syrti í
álinn. Hún var hreinskilin og héít
vel á máli sínu og átti auðvelt
með að tjá meiningu sína og
álykta rétt.
Þung gat hún verið á bár-
unni og hafði til að leggja nokk-
urn þunga í röddina og vildi eng-
an misskilning hafa.
Á árinu 1958 kom að Vallá
Ingveldur Þorsteinsdóttir og
geriðst bústýra þar. Hún hefur
verið Gunnhildi mjög góð og
reynt að gera henni lífið betra
og draga úr raunum hennar og
einstæ'ðingshættinum. Varð á
milli þeirra góð vinátta, sem hin
aldraða : kona varð svo innilega
ánægð yfir og jók á gleði heruiar
og lífsþrótt. Þá var og, að Magn-
ús sonur hennar og Ingveldur
höfðu bundizt tryggðaböndum
og eignuðust dóttur 9. jan. 1964
sem varð sólargeislinn á heimil-
inu pg.ber nafnið Alvilda Gunn-
hildur, sem eru ömmunöfnin
litlu stúlkunnar.
Ég læt lokið máli mínu, enda
veit ég, að Gunnhildur kærði sig
ekki um mikið mál um sig í dúg,
en það veit ég, að hún fyrirgef-
ur mér skrifið, sem er stutt, en
ekkert ofsagt.
Fyrir hönd okkar hjóna og
annarra yina, vil ég þakka Gunn-
hildi sál. fyrir alít það gó'ðá, sepa
hún hefur áórkað með lífi sínu
og sé hún blessuð fyrir.
Bléssuð sé minning okkar
kærú vinkonu.
Ólafur Bjarnason.
Bezt að auglýso
í Morgunblaðinu .
Kærar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, heillaóskir,
gjafir og blóm á gullbrúðkaupsdegi okkar í júlí sl.
Elise og Jón B. Jónsson,
Leifsgötu 28.
Hjartans þakkir til ykkar allra nær og fjær, sem
glödduð mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á
85 ára afmælisdegi mínum 24. júm sl.
Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Jóna Benónýsdóttir.
Nauðungaruppboð
eftir kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. verða 8 lands-
spildur í Skógarbringum í landi Laxness, Mosfells-
hreppi, nefndar Furulundir 17, 19, 21, 23, 25, 27,
29 og 31, þinglesnar eignir Lárusar Bjarnasonar,
seldar á nauðungaruppboði, sem háð verður á eign-
unum sjálfum mánudaginn 11. júní 1966 kl. 4 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 29., 31. og 33 tbl. Lög-
birtingablaðsins 1966.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Móðir okkar,
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
' Baldursgötu 23,
andaðist í Landakotsspítala 8. júlí. —
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn hinnai látnu.
Eiginkona mín og móðir okkar,
KRISTÍN EINARSDÓTTIR
Krók 1, ísafirði,
lézt á Sjúkrahúsi ísafjarðar 6. júlí sl. — Útförin fer
fram miðvikudaginn 13. júlí og hefst með húskveðju frá
heimili hennar kl. 14.00.
Adolf Ásgrímsson og börnin.
Hjartanlegar þakikr fyrir hlýjar kveðjur og vinar-
hug við andlát og jarðarför móður okkar,
INGVELDAR J. LÁRUSDÓTTUR
Reykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
Innilegar þakkir færum við Öllum þeim, sem heiðr-
uðu minningu,
MAGNÚSAR ÞÓRS HARDARSONAR
við útför hans og auðsýndu okkur hlýhug og vinsemd
á kveðjustund.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
SIGURSTEINS ÞORSTEINSSONAR
Djúpadal, Hvolhreppi.
Margrét Þorgeirsdóttir,
Sigríður Sigursteinsdóttir,
Alexander Sigursteinsson.