Morgunblaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 17
Laugarðagur 1966
MOR G U N B'LAÐIÐ
17
— Dómur
Framhald af bls. 24
um. Til reksturs síns notar fyrir-
tækið ýmis taeki, sem það á,
svo sem jarðýtu, ýtuskóflu,
loftpressu og krana. Til flutn-
ings á efni notar fyrirtækið fjór-
ar bifreiðir, þar af hafa tvær
þeirra, hvor um sig, yfir 20 tonna
burðarmagn.
Eigandi fyrirtækisins, Valen-
tínus Guðmundsson, telur að
15—20% af akstri fyrirtækisins
fari fram með leigubifreiðum.
Fyrirtækið er ekki í Vinnuveit-
endasambandi íslands.
Vörubifreiðastjórafélagið Þrótt
ur gerði og kröfu til Valentínus-
ar Guðmundssonar, að hann
undirritaði kjarasamning Þróttar
og Vinnuveitendasambands ís-
lands. Þessu neitaði Valentínus
á þeim forsendum, að í 3. mgr.
3. gr. þess samnings segir að
verktökum í byggingariðnaði sé
heimil notkun eigin bifreiða til
flutnings á öllum vörum, sem
séu hluti af verki því, sem tekið
sé í ákvæðisvinnu, nema 40%
rekstursins eða meira sé akstur.
Taldi hann þetta jafngilda því
— Of snemmt
Framhald af bls. 1.
viðskipti (GATT) frá því, að
betri horfur væru nú á því að
Kennedy-viðræðunum svonefndu
í Genf myndi ljúka með góðum
árangri, en fyrir nokkrum mán-
uðum.
Að því er tekur til fiskimála
innan EEC, flytja löndin sex
inn 700.000 tonn af fiski árlega,
en útflutningur á fiski nemur
300,000 tonnum, þannig að nettó
innflutningur er um 400.000
tonn. Tillögur ráðgjafanefndar
EEC stefna að þvi, að vernda
markaðinn innan Efnahags-
bandalagslandanna fyrir verð-
falli annarra landa með tollum
°g gjöldum. Sérfræðingar benda
á, að í vissum tilfellum fylgi
því nokkur áhætta að gera hald
bærar ráðstafanir til verndar
markaði BEC. Það verður hins
vegar ekki fyrr en rammatillögu
nefndarinnar um fiskimálin hef-
ur verið fylgt eftir með ítar-
legri tillögum, að hægt verður
að meta hin skaðlegu áhrif, sem
þetta kann að hafa á fiskút-
flutning þriðja landsins, segja
íérfræðingar í Briissel.
í ársskýrslu ráðgjafanefndar
EEC, sem opinber var gerð í
dag, segir að skortur á vinnu-
afli hafi aldrei verið meiri hjá
sexveldunum en nú, og gæti
hans einkum í V-Þýzkalandi og
Hollandi. Á öllu EEC-svæðinu
voru samtals 830.000 lausar stöð-
ur í apríllok, eða 30.000 fleiri en
á sama tíma sl. ár. Varðandi
ástandið i V-Þýzkalandi segir
skýrslan, að þörf sé þar á
700.000 manns, en hinsvegar hafi
aðeins verið skráðir þar 85.000
atvinnuleysingjar (miðað við
október sl. ár).
Finn Gundelach, varafram-
kvæmdastj. GATT, skýrði blaða
mönnum svo frá í dag, að góðar
horfur væru á að Kennedy-við-
ræðunum um gagnkvæmar tolla
lækkanir myndi ljúka með
árangri. „Viðsemjendurnir gera
sér fulla grein fyrir þeim erfið-
leikum, sem við er að glíma,
en allir aðilar eru reiðubúnir til
þess að reyna að finna lausn á
næstu mánuðum", sagði Gunde-
lach.
Kennedy-viðræðurnar, sem
taka til um 50 landa, stefna að
umfangsmiklum og alþjóðiegum
tollalækkunum á iðnaðárvörum
og auknu frjálsræði á sviði
verzlunar með landbúnaðaraf-
urðir.
Þátttakendur í viðræðunum
komu í dag saman í Genf til
þess að fara yfir umræðurnar til
þessa, hvaða vandamál framund
an eru. Á fundinum gagnrýndi
fulltrúi Indlapds harðlega, að
of lítið tillit væri tekið ti'l þró-
unarlandanna í viðræðunum. Lét
fulltrúinn í það skína, að Ind-
land mundi hætta þátttöku í við
ræðunum, ef ekki væri meira
tillit tekið til þróunarlandanna
framvegis
að hann yrði að afsala sér eða
takmarka að verulegu Jeyti
notkun þeirra sé einn höfuð-
þátturinn í starfi hans. Beiting
verkfallsréttar af hálfu Þróttar,
til þess að knýja hann til slíkra
samninga fáist ekki samrýmt
grundvallarreglum íslenzkra
laga.
Þegar því Þróttur boðaði verk-
fall á hendur Vaientínusi Guð-
mundssyni, hinn 19. apríl s.l.,
mótmælti hann verkfallinu og
taldi það ólögmætt af framan-
greindum ástæðuni, og lét höfða
mál fyrir Félagsdómi, til Viður-
kenningar á þessari kröfu.
Meirihluti Félagsdóms, fjórir
dómenda, komust að eftirfandi
niðurstöðu:
„Samkvæmt því, sem fram er
komið í málinu og áður greinir,
er rekstur stefnanda þess eðlis,
að tilvísað ákvæð' nefnds kjara-
samnings getur leitt til þess, að
stefnanda yrði í ýmsum tilvik-
um samningslega skylt, að tak-
marka að verulegu leyti notkun
eigin bifreiða í venjulegum
rekstri fyrirtækis síns.
Með hliðsjón af grundvallar-
reglum laga, sbr. dóm Félags-
dóms 10. marz þ. á., verður að
skýra ákvæði laga nr. 80/1938 á
þá lund, að Vörubílstjórafélaginu
Þrótti sé eigi heimilt að beita
reglum nefndra laga um verk-
föll til þess að knýja stefnanda
til að semja sig undir slíka tak-
mörkun á notkun eigin vöru-
bifreiða í venjulegri staffrækslu
sinni. Getur það eigi haggað þess-
ari niður^töðu, bótt Vinnuveit-
endasamband ísiands hafi með
framangreindu samningsákvæði
3. mgr. 3. gr. samið á sig kvaðir
í þessu efjni, enda verður samn-
ingur um slíka kvöð eigi ólög-
mætur eða ógildur að lögum,
þótt Þrótti sé eigi talið heimilt
að vinna að framgangi slíkrar
kvaðakröfu með verkfalli.
Með hliðsjór. af málavöxtum
þykir rétt, að málskostnaður
falli niður.
D ó m s o r ð :
Stefnda, Vörubílstjórafélag-
inu Þrótti, er eigi heimilt, að
fylgja fram með verkfalli gagn-
vart stefnanda, Valentínusi Guð-
mundssyni, kröfu um þá tak-
mörkun á notkun eigin bifreiða,
sem fellst í tilvitnuðum orðum
3. mgr. 3. gr. framangreinds
kjarasamnings.
Að öðru leyti á stefndi að vera.
sýkn af kröfum stefnanda í máli
þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Einn dómenda, Ragnar Ólafs-
son, skilaði sératkvæði, þar
sem hann taldi að Vörubílstjóra-
félaginu Þrótti væri heimilt að
gera verkfall, til að vinna að því
að Valentínus Guðmundsson
skrifaði undir kjarasamninginn
óbreyttan.
Páll S. Pálsson hrl. flutti mál-
ið fyrir Valentínus, en Ragnar
Ólafsson hrl. fyrir Þrótt.
— Vietnam
Framh. af bls. 1
aðir út af yfirborði sjávar“.
Þriðji báturinn sigldi í strand
og brann til kaldra kola, og sá
fjórði laskaðist. veruiega.
Bandarískar flugvélar fóru í
samtals 77 árásarferðir yfir
N-Vietnam á fimmtudag.
Franska fréttastofan AFP seg-
ir að Johnson forseti leggi
áherzlu á að fregnir - um að
stríðsþreyta sé tekin að gera
vart við sig í N-Vietnam hljóti
birtingu sem víðast. Segir frétta-
stofan að Johnson sé viss um
að stjórnin í Hanoi sé nú að gera
sér ljóst að hún geti ekki unnið
hernaðarlegan sigur á nokkurn
máta, og því sé fi iður með samn-
ingum orðin raunverulegri
stefna.
Eins og nú star.da sakir, bend-
ir þó ekkert til þess að N-Viet-
nam óski eftir að fá fram frið-
samlega lausn á styrjöldinni.
Sovézkur embættismaður hélt
því fram í Moskvu í gær, að
taka bæri loforð' A-Evrópulanda
um að senda sjálfboðaliða til
N-Vietnam, óski Hanoi eftir því,
mjög alvarlega.
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag,
að Bandaríkin litu mjög vinsam-
lega á tillögur frú Indira Gandhi
um nýja Genfarráðstefnu, sem
stefndi að því að skapa frið-
samlega lausn Vietnam-deilunn-
ar. Kvað talsmaðurinn tillögur
indverska forsætisráðherrans í
samræmi við síendurteknar til-
lögur Bandaríkjanna um sama
efni, en slík ráðstefna væri al-
gjörlega ur.dir afstöðu andstæð-
ingsins komin.
— ísafjörður
Framhald af bls. 24
vin Sighvatsson, hátíðina. Hátíð-
arræðu flytur Birgir Finr \ fi, al
þingismaður, kórar bæjarins
syngja og Guðmundur Jónsson
syngur einsöng. Eftirtaldir gestir
flytja ávörp: Dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, full-
trúar fjögurra vinarbæjar ísa-
fjarðar á Norðurlöndum og full-
trúar ísfirðingafélagsins í Rvík.
Einnig mun Kvenfélagið Hlíf
sýna þjóðbúninga. Síðdegis verð-
ur opnúð málvérkasýning í Gagn
fræðaskólanum, og mun Björrt
Th. Björnsson, listfræðingur
lýsa sýningunni. Kl. 20 verða
sýndar sjóíþróttir á Pollinum.
Og seinna um kvöldið hefst úti-
dansleikur fyrir framan Lands-
bankann.
Sunnudaginn 17. júlí hefst útL*.
skemmtun á hátíðarsvæðinu lím
14. Koma þar fram lúðrasveitir
ísafjarðar, óperusöngvararnir
Svala Nielsen og Guðmundur
Jónsson og Brynjólfur Jóhannes
son leikari. Sýndir verða fim-
leikar, vikivakar og sungnar gam
anvísur. Kl. 17 hefst skemmtun á
íþróttasvæðinu á Torfnesi. Fer
þar fram knattspyrnukeppni
milli ísfirðinga frá Reykjavík og
heimamanna, 40 ára og eldri.
Litli leikklúbburinn skemmtir.
Um kvöldið eru dansleikir í sam
komuhúsum bæjarins. — HT.
í siyny svtÁu
Osló, 6. júlí. — (NTB) —
UM þessar mundir stendur
yfir landskeppni í frjlásum
íþróttum milli Noregs og
Rúmeníu. í dag gaf einn hinna
rúmensku íþróttamanna sig
fram við lögregluna í Osló og
bað um hæli sem flóttamaður.
Er mál hans til athugunar hjá
lögreglunni.
Saigon, 7. júH — (NTB-AP)
Bandarískar flugvélar gerðu
í dag loftárásir á mikilvæga
olíutanka við hafnarbæinn
Haiphong í Norður-Víetnam í
dag. Eru það hinir sömu og
árásir voru gerðar á í fyrri
viku og eru um þrjá km fyrir
utan borgina. Ein flugvél var
skotin niður en flugmanninum
bjargað.
— Deilan
Framhald af bls. 24
gengur. Kvaðst hann vonast til
að þetta leystist sem fyrst.
Þá átti Mbl. tal við Jón Magn-
ússon, framkvæmdastjóra Sam-
bands veitinga- og gistihúsaeig-
enda. Jón sagði, að veitinga-
menn teldu þetta enga kaup-
deilu, eins og málin standa nú.
Enda væri upplýst að meðaltekj
ur þeirra séu 25-30 þús. skv.
upplýsingum veitingamanna i)g
25 þús skv þjónum á mán. Samn
ingafundurinn í fyrrinótt hefði
strandað á einni kröfu þjón-
anna, sem þeir orða þannig:
„Ekki skulu barmenn bomma
einstaka drykki inn á kassa“.
Telja veitingamenn að þetta
flokkist ekki undir kaup og
kjör. Það þýði ekki annað en að
stimpilkassarnir skuli hverfa úr
vínstúkunum, en þeir séu bæði
til hagsbóta fyrir gesti og auð-
veldi uppgjör milli þjóns og
veitingamanns, enda þyki stimp
ilkassar sjálfsagðir í nágranna-
löndum okkar og ekki amast
við þeim af þjónum.
— Starfsemi
Framh. af bls. 1
til að flugvélstjórar fái sem
nemur 48 centa kauphækkun á
klst., en sjálfir krefjast vélstjór
arnir 53 centa hækkunar. Flug-
félögin vilja hinsvegar aðeins
hækka launin um 30 cent.
Wayne Morse gagnrýndi stéttar-
félög flugvirkja og flugvélstjóra
harðlega í gærkvöldi, og kvað
þau feyna að reka skammbyssu
í bakið á ríkisstjórninni á aivar
legum tímum fyrir landið.
Verkfallið hefur áð engu gert
sumarleyfisferðir og ' viðskipta-
ferðir fjórðungs millj. manna,
og bandarískir hermenn eru
sagðir „strandaðir" víða um
landið, og komast ekki til her-
stöðva sinna.
Flugfélögin reyna sem bezt
þau geta að útvega farþegum
flugfar með öðrum minni félög-
um, sem verkfallið nær ekki til,
svo og með járnbrautum og
langferðavögnum.
í New York uppgötvuðu
þannig um 25.000 Lionsklúbba-
meðlimir, sem þar sitja á ai-
þjóðaþingi Lionsklúbba, að þeir
höfðú einskisnýta flugfarseðla
til heimferðarinnar. Þingi þeirra
lýkur á morgun.
JAMES BONQ —
■ -Æ
— X-—'. Eítii
IAN FLEMING
Slæmar fréttir, James. eÞir eru þrir i
lestinni. Hverjir eru það, Kerim?
Þrir þeirra sem við sáum í herberginu
með stúlkunni, þegar við njósnuðum um
leyniráðstefnu Rússanna. Þetta gæti þýtt,
að hún væri gagnnjósnari.
Biddu augnablik. Ég skal ganga úr
skugga um það.
JUMBO — -X— — -X— —K-~ —k— —-k—
Teiknari: J. M O R A
Skipstjórinn skilur ekkert i því hvað
komið hefur fyrir Spora. í byrjun rak
hann lestina nú gengur liann ötull á und-
an.
— Hvað hefur þú gert við hann, Júmbó?
spyr skipstjórinn.
— Ekki neitt sérstakt, segir Júmbó.
Ég minntist bara á það, að ef við kæm-
umst að gjótunni áður en kvöldaði, gæt-
um við sofið þar rólegir í nótt án ótta
við steiniuammuta í kring um okkur.
Skipstjóranum þykir Jumbó hafa verið
mjög snjall. Þetta hefði lionum aldrei
dottið i hug. — Og núna þurfum við ekki
einu sinni að burðast með bakpokann
hans, segir Júmbo og brosir.